Dagblaðið - 27.08.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 27.08.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 1979. DB á ne ytendamarkaði „Önnur” útgjöld yffir milljón Anna, Akranesi, skrifar: „Heiðraða neytendasiða. Ég get ekki látið þennan seðil frá mér, nema minnast aðeins á það sem flokkast undir „annað”. Þar er m.a. hluti af klæðningu utan á hálft húsið, vinnulaun, afborganir af lánum og slíkt. Ég vil enda bréfið með því að þakka ykkur fyrir neytendasíðuna, sem er orðin ómissandi þáttur í blaðinu.” Dálkurinn „annað” á seðli önnu er anzi hár, hljóðar upp á 1.008.437 kr. Hinn liðurinn, matur og hrein- lætisvörur, er einnig með hæsta móti eða upp á 35.430 kr. á mann. Anna hefur verið mjög dugleg að senda okkur upplýsingaseðla undanfarið ár. Meðaltal af matarútgjöldunum á mann, þá mánuði sem hún hefur sent okkur upplýsingaseðla.er 26.393. — Júlímánuður i ár er tæplega 10 þús. kr. hærri en júlí í fyrra. A.Bj. MATUR ER MANNSINS MEGIN Sparsemdarfjölskylda íReykjavík S.A. húsmóðir í Reykjavik skrifar: „Ég sendi nokkrar línur með seðl- inum. Ég hef yfirleitt alltaf fylgzt með heimiliskostnaði. Mér finnst mjög sniðugt að hafa svona seðla. Þá getur maður fylgzt ennþá betur með. Við erum sjö i heimili. Einn er i sveit eins og er, þannig að ég tel hann ekki með. í dálkinum „annað” er bæði raf- magn og sími auk þess fatnaður, sem ég hef keypt. Ég þakka ykkur fyrir gott blað og skemmtilegt”. Meðaltalskostnaður fyrir mat og hreinlætisvörur hjá þessari fjölskyldu er 23. 492 kr. í júlí. Er það frekar i lægri kantinum á meðaltalinu, eftir því sem virðist í fljótu bragði. Þetta virðist því vera sparsemdarfjöl- skylda. Liðurinn „annað” er heldur ekki mjög hár, miðað við að þar er meðtalinn kostnaður við rafmagn, síma og fatnaðarkaup. Hann hljóðar upp á 100.897 kr. Ef deilt er i þá tölu með 6 koma tæplega 17 þúsund á mann. Þótt ekki hefði verið keypt annað af fatnaði en einar stæl galla- buxur á hvern í fjölskyldunni lætur nærri að þar sé komin öll upphæðin! A.Bj. I Reykjavik eru nokkrir stórmarkaðir þar sein hægt er að gera hagkvæm innkaup. Slikt sparar heimilunum stórfé þegar til lengdar lætur. En það er lika miklu meira vöruúrval I Reykjavík en úti á landsbyggðinni þannig að margt glepur og fleira er freistandi að eyða fé sinu i. Skolið þær síðan með rotvarnarefni og látið sultuna í. Ofan á hverja. krukku er gott að láta smjörpappír sem vættur hefur verið í rotvarnar- vökvanum. Krukkunum er lokað strax, annaðhvort með loki eða smjörpappír og teygjubandi. A.Bj. Sultutíðin i algleymingi Þessa dagana eru margir að hugsa um sultu. Rifsið er ekki orðið rautt enn og verður að bíða í nokkra daga í viðbót og samkvæmt blaðafréttum verður vist lítil berjaspretta í ár. — Við verðum því að halda okkur að rabarbaranum enda er hann á góðu verði fyrir neytendur þessa dagana, um 270 kr. kg. Þvi er tilvalið að grípa tækifærið og sulta til vetrarins. Rab- arbari er líka sérlega vel fallinn til frystingar. Leggirnir eru skornir í bita og frystur hæfilegur skammtur í eina suðu. Grautur úr frystum rabar- bara er nákvæmlega jafngóður og væri hann búinn til úr nýuppteknum rabarbara. i sultu er algengast að nota 750— 800 gr af sykri á móti hverju kg af rabarbara. Mjög gott er að nota púðursykur til helminga. Einnig er mjög gott að bragðbæta sultuna með vanillu, annaðhvort úr kornum úr stöng eða bara venjulegum vanillu- dropum. Þá borgar sig einnig áreið- anlega að bæta rotvarnarefni út í sultuna. Farið eftir leiðarvísinum á þvi! Margir eiga rabarbara i garðinum sínum og þurfa því ekki að reikna sér meira verð fyrir sultuna en það sem sykur, vanilludropar og natrium benzoatið kostar. Hreinsið og burstið rabarbarann úr köldu vatni og skerið hann í bita, ca 2 cm. Látið bitana í pott og mælið sykur yfir. Gott er að láta pottinn bíða til næsta dags. Rabarbarinn er síðan soðinn við nokkuð mikinn hita til að byrja með i opnum potti. Þegar góð suða er komin i pottinn má lækka hitann. Hræra verður öðru hverju í sultunni til þess að hún brenni ekki við. Suðutíminn getur verið allt að 3—4 klukkutímar. — Hafið hugfast að sultan þykknar þegar hún kólnar, þannig að ekkert gerir til þótt hún sé dálítið þunn á meðan hún er enn heit. Þvoið glerkrukkur vandlega úr sápuvatni og skolið úr hreinu vatni. InterRent ÆTLIÐ ÞÉR í FERÐALAG ERLENDIS? VÉR PÖNTUM BÍLINN FYRIR YÐUR, HVAR SEM ER í HEIMINUM! BÍLALEIGA AKUREYRÁR Reykjavík: Skeifan 9, Tel. 91—86915. Akureyri: Tryggvabraut 14, Tel. 21715. TIL SÖLU BORÐ OG STÖLAR Gömul borð og stólar fyrir um 200 manns eru til sölu í Verzlunarskóla íslands. Henta til nota á vinnustöðum, sumarbústöð- um og í barnaherbergjum. Skólastjóri veitir allar frekari upplýsingar. Verzlunarskóli íslands. (jrVALS ^ Folaldabuff..........2970 kr. kg. Folaldabuff..........2830 kr. kg. Folaldafillet........3200 kr. kg. Kálfasnitchel........2950 kr. kg. Nautasnitchel........4825 kr. kg. Nautagullasch........3870 kr. kg. Jj/j0mS%k Nauta roast beef....3950 kr. kg. jíf álV NautaT-bonesteak....2470kr.kg. m Laugalæk 2. REYKJAVIK, simi 3 5o2o DYRT AÐ BYRJA AÐ BUA Húsmóðir á Furugrund Kóp. skrif- ar: „Kæra Dagblað! Mér finnst ég verða að útskýra þessa svimandi háu tölu, 391.976 kr. Við hjónin eigum eitt barn og vorum að byrja að búa 1. júlí 1979. Þess vegna var eytt og eytt en aðeins í það nauðsynlegasta sem þarf til byrjunar búskapar. Við erum fjögur í heimili í sumar, þar sem barnapían býr hjá okkur. Nú, við eigum enga frystikistu, því .miður, svo ekki getum við keypt mat og fryst. En það væri mikill kostur. En það er sama, ég er ánægð yfir að matarinnkaupin skuli ekki vera hærri en 24.542 kr. á mann.” Það er svo sannarlega dýrt að byrja búskap og í mörg horn að líta þegar það er gert. f dálkinum „annað” er upphæðin upp á 293.806 kr„ eða nærri 300 þúsund kr. Við getum huggað húsmóðurina á Furugrund með þvi að meðaltalið hennar i mat- og hreinlætisvörum er ekki sem verst miðað við þá seðla sem okkur hafa borizt fyrir júlímánuð. ^ gj ■ Fermingarmánuðurinn dýrastur Elínbjörg í Garðabæ skrifar: „Hér með sendi ég minn fyrsta seðil. Ég er ekki áskrifandi að Dag- blaðinu en kaupi þaðdaglega af blað- burðarbörnunum í mínu hverfi. Við erum 12 í heimili. í sumar höfum við verið 8 í júní, 10 í júli og verðum 11 núna í ágúst. Þar af eru 6 fullorðnir, en hitt börn frá 5—14 ára. Læt hérna fylgja með til gamans þá mánuði sem liðnir eru: Janúar 117.620 = 14.885 ámann Febrúar 139.420 = 11.618ámann Marz 228.950 = 19.079 ámann Apríl 302.250 = 25.188 á mann Maí 164.200 = 13.683 ámann ‘Júní (8) 138.610 = 17.326 á mann Júlí(10) 165.035 = 16.503 ámann f marz undirbjuggum við fermingu sem var í apríl. í maí voru tvö börn búin út í sveit. Við verziun mest í stórmarkaðsverzlunum og mikið er saumað heima." Vel haldið á málum Ekki verður annað sagt en að vel sé á málum haldið hjá þessari mann- mörgu fjölskyldu. Ef við reiknum út meðaltal yfir þessa sjö mánuði ársins kemur út 16.897 kr. á mann. Það hefur sýnt sig í útreikningum okkar að fjölmennu fjölskyldurnar fara betur út úr heimilishaldinu en þær sem fámennari eru. — A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.