Dagblaðið - 27.08.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 27.08.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 1979.“ : 13 Skáld gegn her í landi? SÓLSKALRÁÐA LJófl gegn her og hervaldi 1954—1979 Jón Guflni Kristjánsson, Gunnar Skarphéðins- son og Einar ólafsson völdu kvœflin og sáu um útgáfuna. Mál og menning, Reykjavlc 1979.130 bb. Hvað skyldi annars hernám eða herseta fsiands vera orðið langt? Vis- ast veltur það á því hvernig talið er. En að vori verða fjörutíu ár liðin frá hernámi Breta, þar næsta ár þrjátíu frá því að amerísk herstöð var endur- reist í Keflavík, i vetur voru þrjátíu ár síðan ísland gekk í Atlantshafs- bandalagið. Það vantar svo sem ekki að nógra merkisdaga er að minnast í hernámssögunni. Mestallan þennan tíma hefur verið á döfinni einhvers konar barátta „gegn her í landi” undir ýmsum nöfnum og merkjum að vísu, en æ hinum sömu kröfum um hlutleysi, vopnleysi, varnarleysi landsins. Hernámsandstæðingar hafa oft og einatt vakið myndarlega athygli á sínum málstað. Samt sem áður auð- kennist barátta þeirra öll þessi þrjátíu eða fjörutíu ár af sífelldum ósigrum: þeir hafa aldrei komist neitt nærri því að fá framgengt kröfum sínum um úrsögn úr Nató, uppsögn herverndar- samningsins og aldrei unnið málstað sínum sannanlegt almenningsfylgi. Það eru þvert á móti málflytjendur „varins lands” og „aronskunnar” sem sýnast í sókn á undanförnum árum. Þegar litið er á sögu vinstri stjórna er ekki einu sinni hægt að trúa á staðfastan vilja neins stjórn- málaflokksins til að framfylgja neinumslíkum kröfum, þótt aðstaða skapaðist að nafninu til. Hersetan er, eftir fjörutíu ár, fyrir lifandi löngu orðin varanleg staðreynd í þjóðlífinu og öllum ljóst að herinn er hér til frambúðar. Hvað er þá orðið um málstað og baráttu hernámsandstæð- inga? Sókní vörn? ii Frá öðru sjónarmiði, hernámsand- stæðinga sjálfra, horfir þetta mál sjálfsagt allt öðruvísi við. Þeir mundu sjálfsagt segja að barátta þeirra öll þessi ár hafi umfram allt verið varnarbarátta og í vörninni hafi margir mikilsverðir sigrar unnist. Án andstöðunnar gegn hernum hefðu ásælni og ítök Bandaríkjamanna gengið miklu lengra en raun ber vitni og miklu meiri spilling orðið í sam- skiptum hers og landsmanna. Her- ■ námsandstæðingar hafi með baráttu sinni haldið á loft hugsjón sjálfstæðis og þjóðfrelsis, kröfu um frjálst og óháð land og ríki sem geri vegna bar- áttu þeirra hvenær sem er orðið raun- hæf póUtísk krafa. Umfram allt hafi þeir staðið gegn „hernámi hugarfars- ins” í öllum þess myndum og nú síðast hnekkt óbeint ef ekki beint bæði aronsku og vörðu landi. Með baráttu sinni hafi þeir haldið lífi í sjálfri sjálfstæðisvitund þjóðarinnar, haldið á loft og túlkað málstað sem endanlega eigi ríkulegan hljómgrunn í brjósti hvers einasta manns, sama hvernig atkvæði falli á kjördegi. Hvaða hlut skyldu nú skáldin eiga í baráttunni gegn hernum, fyrir ævar- andi málstað fullveldis og þjóðfrels- is? Æ, ósköp er hann nú lítill, ef marka má þessa bók, Sól skal ráða, sem gefin var út í tilefni af „baráttu- deginum” 30. mars 1979. Það kann að vísu að vera bókarinnar sök og út- gefendanna frekar en skáldanna og skáldskaparins frá undangengnum aldarfjórðungi, ef bók þessi virðist eins og sönnunarmark um andleysi skálda í baráttunni. Og að vísu kann líka að vera að skakkt sé spurt frá byrjun. Her á bók Hvað sem líður rökum með og móti her i landi, aðild að Nató o.s.frv. þá er návist hersins í landinu staðreynd og hefur verið í næstum tjörutiu ár. I staðinn fyrir að leita uppi kveðskap gegn her í landi væri kannski nær að spyrja um herinn og hernámið sem yrkisefni. Það held ég að gæti orðið fróðlegt að rekja her- námssöguna eins og hún birtist í bók- menntunum allt frá því i maí 1940. Herinn i landinu er ein af ótal- mörgum staðreyndum nútímalífs og lífshátta í landinu sem skáldin eru óhjákvæmilega að fást við, tjá og túlka í verkum sínum. Hvemig skyldi efnisminnið „her í landi” taka sig út í bókmenntum samtíðarinnar, ljóðum, sögum og leikritum? Mér vitanlega hefur aldrei verið hugað að þessu athugunarefni sér- staklega. En ætli verði ekki leitun að skáldskap sem beint eða óbeint fagni komu og vem erlends hers í landinu, eða svo mikið sem sætti sig við hann sem staðreynd? Einmitt í afstöðunni til hers og hernáms og hersetu kann að vera að hefðgróin íhaldssemi bók- menntanna komi skýrt í ljós — herinn verður þar skýrasta og átakan- legasta dæmi hins skelfilega nútima sem felur í sér vísan voða fyrir við- tekin mannleg og þjóðleg verðmæti. Einnig er líkiega nokkuð um það að bókmenntirnar eti upp viðhorf og röksemdir stjórnmálamanna í deilum um utanríkismál og þjóðræknispóli- tík og reyni að klæða þær skáldlegum búningi. Málsvöm hernáms i skáld- skap yrði sjálfsagt helst af þessu tag- inu. Kveðskapur og barátta Úr því að hernámsandstæðingar á annað borð hafa áhuga á bókmennt- um og bókmenntasögu hefði víst verið gaman að þeir reyndu sig við einhver raunvemleg athugunarefni sem varða hernám og hersetu í bók- menntunum. En það er ekki því að heilsa í Sól skal ráða. Þess í stað er í bókinni tekin upp hugmynd frá þvi fyrir 25 árum, sem ég held að auki hafi frá upphafi verið á misskilningi byggð. En þegar Kristinn E. Andrés- son tók saman efni í ljóðasafnið Svo frjáls vertu móðir, árið 1954, virtist vaka fyrir honum í fyrsta lagj ein- hvers konar samhengi á milli ljóða nútímaskálda um ættjörð sína, eink- um ef þau beindust gegn hemámi og hersetu landsins, og ættjarðarkvæða fyrri tíðar skálda, en í öðru lagi ættu nútímaskáld, ef vel væri, að gegna eitthvað svipuðu hlutverki í baráttu gegn her í landi og rómantísk skáld 19du aldar í sjálfstæðisbaráttunni gegn Dönum. Hvað sem öðru líður kom þetta mætavel heim við aðrar menningarpólitískar hugmyndir Kristins fyrr og síðar. Það kann raunar á þeim tíma að hafa verið einhver hæfa í að minnsta kosti fyrri parti hugmyndarinnar: slíkt samhengi við eldri skáldskap kann að mega greina í ættjarðar- kvæðum nokkurra höfuðskálda frá áratugnum á undan, Snorra Hjartar- sonar, Guðmundar Böðvarssonar, Jóhannesar úr Kötlum. Eftir þessa höfunda, og ef til vill fleiri, má eflaust finna dæmi raunverulega virkra „baráttukvæða” frá þessum árum, eins og t.a.m. Fylgd eftir Guðmund, eða sonnettu Snorra, Land þjóð og tunga. Aftur á móti var hugmynd Kristins Andréssonar um ættjarðar-, þjóðræknis- og bar- áttukveðskap í líkingu við róman- tíska skáldlist 19du aldar frá önd- verðu fráleit um formbyltingarmenn og atómskáld, enda fara af því litlar sögur að Svo frjáls vertu móðir hafi gert stórt slag í baráttunni gegn her í landi þá eðasíðar. En pólitískar eftirstælingar Jóhannesar úr Kötlum eftir þjóð- kvæðum, Sóleyjarkvæði, urðu brátt að baráttukvæðum þegar þau voru tónsett og farið að syngja þau á sam- komum hernámsandstæðinga sjálfra. Má ef til vill ráða af þessum dæmum að hefðbundinn bragur, sönghæfni, séu einhvers konar forsenda fyrir „baráttugildi” ljóðrænna texta? Eða er sjálf hugmyndin um „baráttu- kvæði” úrelt og afsérgengin og háð fyrri tiðar hugmyndum um notagildi skáldskapar? i Hvað sem því líður er næsta fátt um slíkan skáldskap í Sól skal ráða, og þó birtir söngtextar eftir tvo höf- unda, Böðvar Guðmundsson og Megas. Raunar er kvæði Megasar um Jón Sigurðsson og sjálfstæðisbarátt- una í bókinni til marks um útgefend- ur hafi verið eitthvað eins og hálf- ruglaðir við verk sitt. Þar eru sem sé tvær gerðir eins og sama texta, sem Megas hefur sungið með ólíku móti á tveimur hljómplötum, prentaðar í einni bunu sem eitt kvæði væri. Hvað er ættjarðarljóð? Útgefendur geta þess í eftirmála að þeir hafi ekki einskorðað kvæðaval í bókina við ættjarðarkvæði „heldur valið þau kvæði sem virðast eiga rót sína í baráttunni gegn hemum og því hervaldi sem hann er tákn fyrir”. Nú kann orðið „ættjarðarkvæði” að hafa óglögga merkingu um nútíma- kveðskap af því meðal annars hvað hugmyndir okkar um slíkan skáld- skap eru háðar eldri bókmenntum eins og vikið var að. Það breytir ekki því að margt er eftir sem áður ort um ættjörðina, náttúru- og landlagslýs- ing er óþrotlegt viðfangsefni í ljóð-. rænum skáldskap á íslensku. Auðvit- að má íhuga hvaða efni, söguleg, pólitísk, siðferðisleg, þurfi að koma til viðbótar náttúrulýsingunni svo að um réttnefnd ættjarðarljóð sé að ræða. Bók eins og þessi hefði getað orðið þarfleg ef húni hefði sett sér eitthvert slikt athugunarefni, reynt að skilgreina upp á nýtt hugtak „ætt- jarðarkvæðis” í nútima-skáldskap. En það er sem sé ekki því að heilsa. Þó eru vitanlega í bókinni ýmis kvæði sem leiða þetta efni skýrt fyrir Jóhannes úr Kötlum i sjónir, ég nefni til dæmis Rúst og Gandvíkurgælu eftir Guðmund Böðvarsson, Ættjarðarkvæði eftir Einar Braga. Til fundar við skýlaus- an trúnað eftir Þorstein frá Hamri — sem raunar er að fjalla um þjóðernis- og þjóðræknismál í öllum sínum skáldskap. En það er varla þakkar- vert þótt útgefendur slampist á fáein góð kvæði um gefið viðfangsefni bókarinnar, hina hersetnu ættjörð. Misgrip Þrátt fyrir hið óglögga fororð út- gefendanna í eftirmálanum undrast maður af því að fletta bókinni hve seinheppnir þeir hafa verið 1 kvæða- Guðmundur Böðvarsson vali sínu í bókina — ef það þá ekki stafar af hreinu og beinu þekkingar- leysi á þeim bókmenntum sem þeir eru að fjalla um. Það er eiginlega undarlegt að þeir skuli ekki hafa fundiö skorinorðari og skörulegri „baráttukvæði” en hér eru í bókinni eftir tvö höfuðskáld gegn her í landi, Jóhannes úr Kötlum og Guðmund Böðvarsson — ef þeir voru að leita að slíkum kvæðum. Eftir Snorra Hjart- arson er ekkert kvæði. Satt er það að ekki er mikið um hljómandi slagorð í hinum seinni ljóðum Snorra. Samt man ég ekki í svip áhrifameira ljóð „gegn her og hervaldi” í skáldskap seinni ára en Ég heyrði þau nálgast í Lauf og stjörnur. Eftir Sigfús Daða- son er tekinn enn eitt sinn kafli úr ljóðaflokknum Borgir og strendur, en útgefendur virðast ekki hafa tekið eftir síðustu bók Sigfúsar, Fá ein ljóð, hvorki gagngeru hernámskvæði eins og Vor né bjartsýnisljóðum hans um dauðann í þeirri bók. Sum kvæði í bókinni er bágt að sjá að komi hernámi og hersetu, her og hervaldi hætishót við — Steinaríki eftir Baldur Óskarsson, eða Höxi stikkfri eftir Þórarin Eldjárn, til dæmis. Margt kvæðanna kemur hins vegar fyrir sjónir eins og þau væru valin í sýnisbók um andleysi íslenskra nútimaskálda. Maður hlýtur að undr- ast um höfunda sem gefið hafa út margar bækur og minnsta kosti sumir hlotið umtalsverða viðurkenn- ingu fyrir Ijóð sín, ég nefni Jón frá. Pálmholti, Birgi Sigurðsson, Þuriði Guðmundsdóttur, Ninu Björk Árna- dóttur, Pétur Lárusson, hversu lítils háttar eru kvæði þeirra í þessari bók. fyrir utan höfunda sem hér eru með í hóp en enginn veit til að hafi nokkurn tíma ort neitt sem máli skiptir. Aftur á móti vantar ýmsa þá I öf- unda sem hæst hefur borið á tíma bókarinnar, ég nefni bara svo alkunn nöfn sem Hannes Pétursson, Jóhann Hjálmarsson, Matthías Johannessen, sem allir hafa ort margt um ættjörð- ina og Matthías heila bók um her- námsárin. Það kalla ég undur mikil ef ekki fyrirfinnast eftir þessa höf- unda Ijóð „gegn her og hervaldi” til jafns við marga þá texta sem hér eru prentaðir. Þannig mætti Iengi telja missmíði og vankanta á þessari minnisbók um ' þrjátíu ára aðild íslands að hernaðar- bandalagi, en nú er vist meir en nóg komið. Bókin er gremjuleg af þvi hve hastarlega hún misgrípur sig á við- fangsefni sem vissulega skiptir heil- miklu máli í skáldskap og skáldskap- arsögu samtíðarinnar. En það er að vísu vonandi að barátta gegn her í landi sé ekki jafn ósigurstrangleg og samantekt og útgáfa bókar þessarar gefurtil kynna. ] smjörlíki hf argus

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.