Dagblaðið - 27.08.1979, Blaðsíða 18
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST1979.
iþróttir______________iþróttir____________________jþrót tir
Iþróttir Iþrc
Tvöfalt hjá
Hólmbert
Það var stór dagur hjá Hólmbert
Friðjónssyni, þjálfara Fram i gær. Lið
hans varð bikarmeistari i úrslitaleikn-
um við Val og um kvöldið ól eiginkona
hans 13 marka strák. Þau Hólmbert og
frú voru nýkomin á sigurhátið Fram í
Þórskaffi i gærkvöld, þegar konan
veiktist og fór strax á sjúkrahús. Þar
gekk allt með hraði — og 13 marka
strákur og tilvonandi knattspyrnu-
kappi var borinn i heiminn.
Þæraustur-
þýzku beztar
Austur-Þýzkaland sigraði i heims-
bikarkeppni kvenna í frjálsum
íþróttum í Montreal um helgina. Hlaut
105 stig. Sovétríkin urðu í öðru sæti
með 97 stig. Lið Evrópu hlaut 96 stig.
Bandaríkin urðu i fjórða sæti með 75
stig. Þá lið Ameriku með 67 stig. í
sjötta sæti kom Oceania með 46 stig.
Afríka hlaut 29 stig og Asía rak lestina'
með 25 stig.
Marita Koch, A-Þýzkalandi, sigraði
i 400 m hlaupi á 48.97 sek., en átti hins
vegar enga möguleika gegn Evelyn
Ashford, USA, i 200 metrunum. Þar
sigraði bandaríska stúlkan á 21.83 sek.
en Koch hljóp á 22.03 sek. Marlies'
Göhr, A-Þýzkalandi, á heimsmetið
21.71 sek. í 100 m hlaupinp sigraði
Ashford einnig. Hljóp á 11.06 sek., en
Göhr varð önnur á 11.17 sek. Þá kom
mjög á óvart að Rosemarie Acker-
mann, A-Þýzkalandi, varð aðeins í
fjórða sæti í hástökki. Stökk 1.87 m.
Debbie Brill, Kanada, sigraði með 1.96
og Sara Simeoni, Ítalíu, önnur með
1.94 m.
UÍA í2. deild
UÍA sigraði með yfirburðum í 3.
deild i bikarkeppni FRÍ á laugardag.
Keppt var að Breiðabliki á Snæfells-
nesi. UÍA hlaut 89 stig, HSH varð í
öðru sæti með 69,5 stig. Þá USAH með
60 stig, UDN varð i fjórða sæti með
38.5 stig og USVH hlaut 24 stig.
Pétur Pétursson, UÍA, varpaði kúlu
14.35 m.kastaði kringlu 40.45 og
spjóti 53.06 m. Þórður Njálsson,
USAH, sigraði óvænt i hástökki —
stökk 1.85 m. Stefán Friðleifsson,
UÍA, varð annar með sömu hæð.
Helga Unnarsdóttir setti Austfjarða-
met í kringlukasti, kastaði 32,11 og
sigraði. Hún sigraði einnig i kúluvarpi
með 10.78 m.
PáimiíÞór
Pálmi Pálmason, landsliðsmaðurinn
snjalli úr Fram hér á árum áður, mun
leika með Þór á Akureyri i 2. deild á ís-
landsmótinu i vetur. Pálmi tilkynnti fé-
lagaskipti i Þór á föstudag. Hann hefur
um tima verið á Húsavík og lék þar
með Völsungi — en einnig með Fram.
Léztaf
skotsárum
Tarig Mohamed Mughal, 25 ára
spretthlaupari frá Kenýa, lézt af skot-
sárum í Nairobi á laugardag, sex vikum
eftir að hann varð fyrir árás á heimili
frænda sins, sem lézt i árásinni ásamt
tveimur öðrum. Mughal átti bezt 10.2 i
100 m og átti að keppa á ólympfuleik-
unum í Montreal. Kenýa hætti þar við
þátttöku eins og svo margar Afriku-
þjóðir.
Þríðji sigur
Jonesíröð
Alan Jones, Ástraliu, sigraði i hol-
lenzka grand-prix kappakstrinum i
Zandvoort i gær. Sigraði á 1 klst.
41.19.7. Meðalhraði 196.94 mílur.
Jody ScheckterT S-Afríku, varð annar
1:41.41.6. og Jacques Laffite, Frakk-
landi, þríðji. Scheckter er stigahæstur
með 44 stig, Laffite annar með 36 stig
og Alan Jones er nú kominn í þriðja
sætið eftir þrjá sigra i röð. Hefur 34
stig.
Sigurreifir Framarar hlaupa heiðurshring með bikarinn etnrsotta. Pessa stundina héldu þeir Hafþór Sveinjónsson og Rafn Rafnsson á bikarnum en síðan tóku aðrir leikmenn i
VÍTASPYRNA MARTI
Marteinn Geirsson skoraði eina mark bikarúrslitaleiksins úr vítaspymu á 8
Viti! Víti! hrópuðu stuðningsmenn
Fram og allir leikmenn liðsins og víti
var það. Þegar aðeins ein mínúta var
eftir af venjulegum leiktíma tókst Guð-
mundi Steinssyni, hinum eldsnögga og
knáa framherja Fram, að snúa á
Magnús Bergs úti í vinstra horninu.
Magnús gafst ekki upp og náði Guð-
mundi aftur inni í vitateignum. Guð-
mundur gerði sér þá Iftið fyrir og lék
aftur á Magnús og var þá snarlegá
brugðið. Fremur slakur dómari þessa
leiks, Þorvarður Björnsson,
dæmdi umsvifalaust vítaspymu. Úr
henni skoraði Marteinn Geirsson af
geysilegu öryggi, 1-0 og Framarar fögn-
uðu innilega, sem von var. Nokkru
síöar flautaði dómarinn til merkis um
að leiknum væri lokið og Framarar þar
með bikarmeistarar árið 1979. Það er
e.t.v. hart að þurfa að segja það hér, en
leikurinn i heildina reis aldrei undir
nafni — á það geta leikmenn beggja
liða svo og aUir áhorfendur fallizt.
Langtímum saman gerðist bókstaflega
ekkert markvert og það var eins og leik-
menn væru hræddir við að reyna eitt-
hvað á eigin spýtur.
Leikurinn fór rólega af stað eins og
titt er um bikarúrslitaleiki en þessi
leikur var frábrugðinn að því leytinu til
að sami doðinn hélzt nær ailan leikinn.
Á 17. min. náðu Valsmenn einni falleg-
ustu sókn leiksins. Hálfdán lyfti mjög
skemmtilega yfir þrjá varnarmenn
Fram inn í vinstra hornið þar sem
Hörður Hilmarsson náði knetdnum.
Hörður lék áfram þvert fyrir framan
vítateiginn og renndi síðan knettinum
til Guðmundar Þorbjörnssonar, sem
skaut miklu þrumuskoti rétt yfir þver-
slá Frammarksins. Segja má að þetta
hafi verið eina hættulega færið framan
af leiknum.
Upphafskaflinn var slakur en þó
reyndu Valsmenn sýnu meir að nota
kantana og dreifa spilinu. Vinstri kant-
urinn var ekkert notaður hjá Fram,
hvernig sem á því stóð, og gerði það
Valsmönnum vömina mun auðveldari
en ella. Framarar reyndu mjög hásend-
ingar inn í vítateiginn en þar var Dýri
eins og kóngur í ríki sínu og gaf aldrei
höggstað ásér.
Eina færi Framara að heitið gat í
fyrrj hálfleik var þegar Ásgeir Elíasson
renndi knettinum snarlega til Péturs
Ormslev sem hafði laumazt á bak við
vörn Fram. Skot hans úr erfiðri að-
stöðu hafnaði i hh'ðarnednu. Þar með
var fyrri hálfleikurinn upptalinn og
ekki er hægt að segja að leikmenn hafi
hrifið áhorfendur upp úr skónum með
frammistöðu sinni-
Síðari hálfleikurinn varð mun líflegri
enda var annað ekki hægt eftir jafn-
slakan fyrri hálfleik. Sævar Jónsson
varð að yfirgefa völlinn á 50. mín.
vegna meiðsla og kom Vilhjálmur
Kjartansson í hans stað og stóð sig
prýðilega.
Á 55. minútu gaf Rafn Rafnsson
lúmska sendingu fyrir mark Vals og
Sigurður Haraldsson mátti hafa sig all-
an við til jæss að forða frá marki.
Mínútu síðar lék Hálfdán laglega upp
vinstri kantinn og gaf fyrir en Atli náði
ekki nógu vel til knattarins með hausn-
um og boltinn þaut af höfði hans og út
af. Rétt á eftir fengu Valsmenn auka-
spyrnu rétt utan vítateigs. Knettinum
var rennt til Magnúsar Bergs en þrumu-
fleygur hans hafnaði framhjá markinu.
Valsmenn virtust greinilega vera að
taka leikinn í sínar hendur og sóttu
mun meira og skipulegar en Framarar.
Fram átd sínar skyndisóknir en þær
voru ekki margar.
Á 65. mínútu vildu margir halda
fram að knötturinn hefði farið í hönd
Marteins Geirssonar innan vítateigs, og
er undirritaður á þeirri skoðun, en
dómarinn sá enga ástæðu dl að flauta á
brotið. Tveimur mín. síðar þrumaði
Albert Guðmundsson rétt yfir mark
Fram og mark Vals virtist liggja í loft-
inu.
Á 70. mín. fékk Ólafur Danivalsson
ágætt færi en hikaði um of, ædaði
síðan að leika á varnarmann, en brást
illa bogalistin þar. Skömmu síðar skaut
Marteinn yfir Valsmarkið og var þetta
fyrsta marksskotdlraun Framara i
langan tima, en á 76. minútu fékk Atli
Guðmundur Baldursson, marKvórður Fram, greip on mjög skemmtilega inn i leikinn
og átti ekki Iftinn þátt í sigri Fram.
FÆRDIFRAM BIKAF