Dagblaðið - 27.08.1979, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 27.08.1979, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 1979. 1 Iþróttir Iþróttir 21 I Iþróttir Iþróttir Geir Svansson á „World Cup” Geir Svansson, GR tryggði sér í gær réttinn til að keppa á World Cup í Portúgal ásamt Hannesi Eyvindssyni GR er hann sigraði í Icelandið Open Sumarliði fótbrotnaði — þegar Selfoss vann Þór4-3 Fjórir leikir voru háðir í 2. deiidinni um helgina og einn reyndar að auki á föstudag. Það var því heil umferð og cftir hana má segja að Reynir, Sand- gerði sé svo gott sem fallið i 3.deildina ásamt Magna. Þó er ennþá smá vonar- glæta en harla litil. Austri bjargar sér næsta örugglega eftir góðan sigur á FH um helgina, en Fylkir sendi Magna end- anlega niður með sigrí á Grenivík. Þetta var harður leikur fyrir austan og ekkert gefið eftir. Á 15. minútu skoraði Bjarni Kristjánsson eftir auka- spyrnu en 15 mín. síðar fengu FH-ingar tækifæri til að jafna er dæmd var aukaspyrna á Austra. Benedikt mark- vörður Austra gerði sér þá lítið fyrir og varði spyrnu Viðars Halldórssonar. Lítið var um marktækifæri i þessum leik en harkan anzi mikil á köflum og t.d. voru þeir Bjarni Kristjánsson og Benedikt Guðbjartsson, FH, bókaðir fyrir grófan leik. Með þessum sigri má telja nær öruggt að Austri haldi sæti sínu í deildinni. Austri hefur þar með fengið 11 stig úr síðustu 7 leikjum sínum og liðið hefur á köflum leikið prýðisgóða knattspyrnu. Á Selfossi var hörkuleikur og þar fótbrotnaði aðalmarkaskorari Selfyss- inga, Sumarliði Guðbjartsson. Þórsar- ar voru hinir fjörugustu framan af og Hafþór Helgason náði forystunni fyrir þá fíjótlega. Ekki liðu nema tvær mín- útur þar til Stefán Larsen hafði jafnað metin. Nói Björnsson kom Þór yfir á nýjan leik en Þórólfur Ingólfsson jafn- aði aftur fyrir Selfoss. Hafþór kom Þór enn á ný yfir en Tryggvi Gunnarsson jafnaði fyrir hlé. Strax í upphafí síðari hálfleiks tryggði Sigtryggur Guðlaugsson Selfyssingum sigurinn er hann skoraði eitt fallegasta sjálfsmark sem menn muna eftir á Selfossi. Hann var á miðju vallarins og hugðist senda knöttinn til markvarðar, en tókst ekki betur til en svo að hann þrumaði honum efst i' markhornið — gersamlega óverjandi. Á ísafirði léku heimamenn við Þrótt, Neskaupstað, sem þeir unnu 6—0 fyrr i vikunni á Norðfirði. Nú var hins vegar annað uppi á teningnum og aðeins tvö mörk skoruð. Andrés Kristjánsson kom ísfirðingum yfir með marki úr víti en Bjarni Jóhannsson jafnaði fyrir Þrótt — einnig úr víti. Hilmar Sighvatsson skoraði eina mark leiksins á Grenivík og sendi Magna þar með endanlega niður í 3. deildina. Staðan i 2. deildinni er nú þessi: Breiðablik 16 11 3 2 36—11 25 FH 16 11 2 3 47—17 24 Fylkir 16 8 2 6 26—20 18 Selfoss 16 7 3 6 25—20 17 Þróttur 16 6 3 7 12—21 15 Þór 16 6 2 8 20—25 14 ísafjörður 16 4 6 6 26—34 14 Austri 16 5 4 7 15—24 14 Reynir 16 3 5 8 14—28 11 Magni 16 3 2 11 15—37 8 —VS/-SSv. Evrópumet Roberta Felotti, 16 ára stúlka frá Ítalíu, setti i gær nýtt Evrópumet í 1500 m skríðsundi á móti i Feneyjum. Synti vegalengdina á 16:33.56 min. og bætti Evrópumetið um meira en 13 sekúnd- ur. Það átti Annelise Maas, Hollandi, 16:47.11 mín. sett 1977. Á mótinu i Feneyjum, sem stóð í fjóra daga, voru sett 11 ný itölsk met. r ^ íþróttir L. Á með sigri í lcelandic Open í Grafarholti í gærkvöld golfkeppninni, sem fram fór i Grafar- holtinu um helgina. Siðasti hluti keppninnar var holukeppni. Fyrir þá sem ekki eru alveg með á nótunum þegar talað er um holukeppni, er fyrir- komulagið þannig að sá sem hefur færri högg á hverri holu telst sigurveg- ari. Verði menn jafnir dettur holan „dauð” þ.e. hvorugur fær neitt fyrir hana. Þetta er mjög skemmtilegt fyrir- komulag á keppni og þarna gerir í raun lítið til þótt illa gangi á einni holunni — alltaf má bæta það upp með betri árangrí á þeirri næstu. Sé hins vegar um höggleik að ræða þar sem hvert ein- stakt högg er talið má ekkert út af bregða þegar tveir jafnir kylfingar leika saman. í úrslitaleiknum í gær sigraði Geir Svansson Einar Long 1—0. Þeir voru jafnir fyrir síðustu holuna, höfðu báðir unnið jafnmargar holur og því er skráð 1—0, þ.e. Geir var með eina holu fleiri unnið þegar engin var eftir. Komi hins vegar staðan 6—5 fyrir þýðir það að annar kylfmgurinn hefur unnið 6 holum fleira en hinn og aðeins 5 eftir. Þá er i raun gagnslaust að halda áfram fyrir mótaðilann — hann getur ekki unnið. Holukeppni er alltaf hætt strax og útséð er að mótaðilinn getur ekki a.m.k. náðjöfnu. Hér á eftir fylgja úrslitin í keppninni. 16 M ANNA ÓRSLIT Ragnar Olafsson, GR, vann Júlíus R. Júlíusson, GK 4—2 Einar Long, GR, vann Óla Laxdal, GR á 21. holu Sigurdur Hafsteinsson, GR, vann Jónas Krístjánsson, GR 3—2 Hannes Eyvindsson, GR, vann Sigurð Sigurðsson, GS 1—0 Geir Svansson, GR, vann Jóhann Kjærbo, GS, á 19. holu. Óskar Sæmundsson, Gr, vann Óttar Yngvason, GR 6—5 Björgvin Þorsteinsson, GA, vann Sigurjón Glslason, GK 6—4 Hilmar Björgvinsson, GS, vann Þorbjörn Kjærbo, GS 2—1 8 MANNA ÚRSLIT Einar Long, GR, vann Ragnar Ólafsson, GR 3—1 Hannes Eyvindsson, GR, vann Sigurð Hafsteinsson, GR 2—1 Geir Svansson, GR, vann Óskar Sæmundsson, GR 3—2 Björgvin Þorsteinsson, GA, vann Hilmar Björgvinsson, GS 3—2 UNDANÚRSLIT Einar Long, GR. vann Hannes Eyvindsson, GR 1—0 Geir Svansson, GR, vann Björgvin Þorsteinsson, GA 5—4 ÚRSLIT Geir Svansson, GR, vann Einar Long, GR 1—0 KEPPNI UM 3. SÆTIÐ Björgvin Þorsteinsson, GA, vann Hannes Eyvindsson, GR, 2—1 -SSv. Aðeins árgerð Skoda Amigo á gamla verðinu. bílar til ráðstöfunar. Tilboð sem aðeins stendur skamma stund og verður ekki endurtekið. Grípið tœkifœrið og trgggið gkkur nýjan Skoda Amigo strax Verð frá kr. 2.195.000. JÖFUR HF AUÐBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI - SÍMI 42600

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.