Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 29.08.1979, Qupperneq 10

Dagblaðið - 29.08.1979, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979. mWBlAÐIÐ Utgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjöri: Sveinn R. Eyjóifsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Rhstjómarfulttrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhannes Reykdal. Fréttastjí rí: Ómar Valdimarsson. íþróttir Hallur Simonarson. Monning: Aðalstainn Ingólfsson. Aðstoðarfréttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít Ásgrímur Pélsson. Slaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Stoinarsson, Rrr»ai Sigurðsson, Dóra Stefénsdótt •r, Gissur Sigurðsson, Gunniaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Svorrísson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Hilmar Karísson. Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamloifur Bjamloifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Pormóðsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Práinn Porieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing arstjórf: Már E.M. HaWdórseon. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Pverhofti 11. Aðalsími hlaðsins er 27022J10 Bnur). Setning og umbrot DagblaMð hf., Síðumúla 12. Mynda og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Arvakur hf., SkeHunni 10. Vorð f lausasöki: 180 krónur. Verö i áskríft Innanlands: 3500 krónur. Klúbburgrínista Það er einkar fyndið, að sjötta heims- þing svonefndra hlutlausra ríkja er haldið þessa dagana í Havana á Kúbu, einmitt í því ríki, sem undanfarin ár hefur verið hvað afskiptamest um hern- aðarleg mál annarra ríkja. Kúbustjórn hefur sent herlið til bar- daga í nokkrum ríkjum Afríku. Kostnaðinn af þessum grófu afskiptum hafa Sovétríkin borið. Það er því vel við hæfi, að Kúbustjórn leggur mikla áherzlu á, að hlutlausu ríkin eigi heima við hlið Sovétríkjanna. Mikið vatn hefur runnið til sjávar, frá því að menn eins og Nehru frá Indlandi, Tító frá Júgóslavíu, Súkarnó frá Indónesíu, Nasser frá Egyptalandi og Nkrumah frá Chana réðu ferðinni í samtökum hlut- lausraríkja. Þá var þetta nokkuð fámennur og virðulegur klúbbur þjóðarleiðtoga, sem höfnuðu skiptingu heims- ins í bandarískt og sovézkt áhrifasvæði og höfnuðu valdbeitingu í samskiptum ríkja. í þá daga skildu menn, hvað orðið hlutleysi þýddi. Af gömlu mönnunum er Tító Júgóslavíuforseti einn eftir. Og óneitanlega virðist hann vera orðinn meira en lítið utangátta í þessum samtökum, sem einu sinni töldu um 20 ríki en telja nú um 80 af 110 ríkjum þriðja heimsins. Á fundunum í Havana munu fulltrúar Vietnams heimta, að fulltrúar Pol Pot stjórnarinnar í Kampútseu víki fyrir fulltrúum Heng Samrin stjórnarinnar. Hin síðarnefnda er leppstjórn Vietnams, en hin fyrri er leppstjórn Kína. Þá munu fulltrúar hinna róttækari Arabaríkja leggja mikla áherzlu á, að Egyptalandi verði vikið úr samtök- unum vegna friðarsamninga Sadats Egyptalandsfor- seta við Begin, forsætisráðherra ísraels. Þessi dæmi sýna, hve illa er komið fyrir samtökum svonefndra hlutlausra ríkja. Einhver þeirra eiga jafnan í innbyrðis styrjöldum. Nýleg dæmi eru Zaire og Angóla, Eþíópía og Sómalía, Vietnam og Kampútsea, Egyptaland og Líbýa. Mörg þeirra eru ófeimin við að kalla erlenda heri til aðstoðar. Kúbumenn eru ekki hinir einu, sem gera víð- reist til hernaðaríhlutunar. Einnig eru á ferðinni Frakkar, Sovétmenn, Austur-Þjóðverjar og jafnvel Marokkóbúar, til að ráða örlögum ríkja. Á fundinum mun Afganistan mæla gegn aðild Pakistan að samtökunum vegna skorts á hlutleysi. En í Afganistan sjálfu aðstoðar nú sovézkur her stjórnina við að bæla niður uppreisn. Allt tal um hlutleysi í sam- tökunum er grín eitt. Með þessu er ekki sagt, að hávaðarok verði í fundar- sölum í Havana. Fulltrúar munu reyna að líta framhjá ágreiningsefnum. Þeir munu ekki greiða atkvæði í neinum viðkvæmum málum. En þeir munu heldur ekki gera neitt af viti. Tíminn mun fara í marklaust þjark um, hverjir megi vera í samtökunum. Tító gamli hefur þó náð þeim árangri að telja Kúbu- stjórn ofan af viðleitni hennar til að koma bandalagi við Sovétríkin út úr uppkasti að ályktun heimsþingsins. En ekki er víst, að Títós njóti lengi við til að hafa vit fyrir mönnum. Hinn áhrifamikli gamli klúbbur Nehrus og Títós gegn valdablökkum og valdbeitingu er orðinn að skrípafélagi, sem enginn tekur mark á, ekki einu sinni stjórn ^átttökuríkjanna. Hirn iðji heimur hlutlausu ríkjanna er vígvöllur nútímai par sem stór veldi og smá, innan blakka og utan, rey :: mátt sinn og megin. Engin ríki eru varnar- lausari en . = amitt hin svonefndu hlutlausu ríki á ráð- stefnunni í Havana. r v /* Enn er fallinna Bandaríkjamanna úr seinni heims- styrjöldinni leitað Þrjátíu og fjórum árum eftir að fallbyssurnar þögnuðu er bandaríski herinn enn að leita að líkamsleifum um 19.500 bandarískra hermanna, sem féllu í Evrópu i heimsstyrjöldinni síðari. Síðasta víðtæka leitin að her- mönnum, sem féllu i bardögum, fór fram fyrir langa löngu og flestir hinna týndu munu hvíla um alla eilífð í friði á þeim stöðum, þar sem þeir féllu í Frakklandi, Þýzkalandi, Belgíu, Hollandi og annars staðar í Evrópu og Norður-Afríku. Aftur á móti kemur það stundum fyrir að byggingaverkamenn, bændur og alls kyns safnarar koma niður á jarðneskar leifar hermanna. Stundum kemur það einnig fyrir að alls kyns málmhlutir og vopn finnast í nágrenninu. Lík ellefu bandarískra hermanna, sem féllu í seinni heimsstyrjöldinni, hafa fundizt í Evrópu síðan í desem- ber 1977. Aðeins reyndist unnt að bera kennsl á fjóra þeirra. Hinir sjö eru fengnir í hendur fjöruttu manna deild innan hersins, sem hefur það verk með höndum að reyna að grafa upp fortíð þeirra. Ef hægt er að bera kennsl á lík bandarisks hermanns úr heimsstyrj- öldinni þá er það annaðhvort grafið í evrópskum hermannakirkjugarði eða sent til Bandaríkjanna ef fjölskylda hins fallna óskar þess. Hinir, sem ómögulegt reynist að afla vitneskju um, eru grafnir í hermannagrafreit, sem á stendur: Guð einn veit hver hann er. Grafnir með viðhöf n ,,Við gröfum þessa óþekktu her- menn með viðhöfn, sjö manna skot- liði og sex, sem bera kistuna,” segir John Rogers, fyrrum útfararstjóri í Frankfort í Kentucky í Bandaríkjun- um. „Allur hópurinn heldur æfingu fyrir hverja útför, svo að við getum sýnt hinum látnu fyllstu og hermann- legustu virðingu,” segir hann. Næsta útför þessa hóps verður tíunda september í Ardennes kirkju- garðinum í Belgíu. Þar verður jarð- sunginn undirforinginn James Becker frá Texas. Hann lézt er sprengjuflug- vél hans hrapaði í Þýzkalandi árið 1944. Það var bóndi, sem kom niður á lík Beckers í mómýri í janúar 1977. Líkami hans var vafinn í fallhlíf og hann var með hring með gagnfræða- skólamerki sínu á fingri. Þá hafði hann úr hersins, sem hafði stöðvazt klukkan 1:19. — Becker var tvítugur aðaldri. ,,Við vorum heppnir í máli James Beckers,” segir John Rogers. ,,Oft getur verið mjög erfitt að finna nokkur merki á líki, sem hægt er að ganga út frá. Þetta er gjörólíkt því sem tíðkaðist í Víetnamstríðinu, þegar hvert einasta hugsanlegt smáat- riði um hvern einstakan horfinn her- mann var matað i tölvu. ” Finnast við ólíkustu aðstæður Oft finnast hermannalík þegar verið er að undirbúa byggingu húsa og annarra mannvirkja. „Eitt lík fundum við nálægt járnbrautarstöð í Hoogeven í Hollandi,” segir Rogers. „Verið var að grafa fyrir undirgöng- um er flugvélarflak fannst þarna niðri.” í flakinu, sem var eins sætis orr- ustuflugvél, fannst lik Alberts Albino annars undirforingja, sem hafði verið saknað frá því árið 1943. Þýzkir verkamenn höfðu þegar í stað fyllt upp í skarðið sem flugvélin gerði er Lögfiyggjaog lögbriótar fmyndið ykkur að Vilmundur Gylfason væri gestur í partíi heima hjá Svavari Gestssyni. í ljós kæmi að Svavar Gestsson væri áhugasamur bókasafnari og ætti dýrmætt og vandað bókasafn. Svo húmaði, og menn gerðust örir. Vilmijndur færi þá að öfundast út í bókasafn Svavars og halda þvi fram að þetta væri ekkert réttlæti, Svavar ætti dýrt og gott bókasafn en hann (Vilmundur) lítið og ekki verðmætt. Siðan hftnaði mönnum í hamsi. Vilmundur krefðist þess, til þess að réttlæti væri full- nægt, að fá að slá eign sinni á hálft — ekki allt, heldur hálft — bókasafn Svavars. Svavar, sem er heiðurs- maður, yrði auðvitað vandræðaleg- ur, segðist hafa safnað þessu saman með ærinni fyrirhöfn, og segðist eiga þetta bókasafn. Vilmundur héldi kraftlega ræðu yfir hausamótunum á Svavari um borgaralegar og fáránleg- ar eignaréttarhugmyndir frá 19du öld, kallaði Svavar smáborgara og öðrum uppnefnum, blandaði svo saman við þetta einhverju þýzku þrugli úr fræðum Karls Marx. Þegar ræðuhöldunum væri lokið tæki hann helminginn af bókasafni Svavars Gestssonar, setti það í kassa, þakkaði fyrir sig og kveddi. Þetta þætti Svavari Gestssyni væntanlega ekki nógu pottþétt. Hann reyndi sennilega að tjónka við hinn bókelska gest sinn daginn eftir. Ef það dygði ekki, þá færi hann væntanlega lagaleiflina. Lögregla, og siðan dómstólar, ef á þyrfti að halda, myndu ganga í lið með Svav- afi og væntanlega komast að þeirri niðurstöðu — þó er það satt að segja aldrei að vita — að þetta væri þjófn- aður. Endir málsins yrði væntanlega sá, að réttur eigandi, Svavar Gests- son, fengi bækur sínar aftur. Við getutn haft deildar meiningar um réttmæti eignarréttar — um borg- aralegt siðgæði yfir höfuð að tala. Allur þorri lesenda er þó væntanlega sammála um það, að réttlæti hafi verið fullnægt, þegar Svavar Gests- son fékk bækur sínar aftur. Vextir og lög Dagblaðið Þjóðviljinn skýrir frá því að Svavar Gestsson, ráðherra bankamála, hafi gert það að tillögu sinni í ríkisstjórn, að um mánaða- mótin ágúst-september verði ekkert að gert til þess að stefna að raunvöxt- um, þ.e. láta vexti ná verðbólgustigi. Við getum haft deildar meiningar um ágæti raunvaxtastefnu, eins og við getum haft deildar meiningar um ágæti eignarréttarins. Ég er sann- færður, ekki aðeins um efnahagslegt ágæti, heldur siðferðilegt réttmæti, raunvaxtastefnu. Svavar Gestsson kann að hafa aðrar skoðanir. Það skiptir þó ekki höfuðmáli. Það sem skiptir höfuðmáli er það, að hvað sem líður skoðunum manna, þá samþykkti Alþingi íslendinga lög í apríl sl„ þar sem Seðlabanka Islands var gert að koma á raunvaxtastefnu í áföngum. Þessum lögum er auðvitað

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.