Dagblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 2
2
/*
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979.
„LYÐVELDIÐ
RÍKISÚTVARPH)”
Magnús Hall Skarphéðinsson skrifar:
Furðulegt
lýðræði
Alveg er það nú annars furðuleg
staðreynd hvernig hrokafullt
embættismannakerfið traðkar á vilja
meirihluta landsmanna, nær enda-
laust. Þrátt fyrir hverja hlustunar-
rannsóknina á fætur annarri, situr
stóri bróðir einn sér úti i horni og
ákveður hvað okkur vesalingunum er
fyrir beztu að hlusta á í útvarpinu. í
skoðanakönnun eftir skoðanakönn-
un kemur ávallt sá skýri vilji fram að
fá létta tónlist, meginpart dagskrár-
innar.
Nei! við höfum ekki þroska til að
meta þetta rétt, svo stóri bróðir
verðuraðyfirfaraþaðmatog endur-
meta!
Svekkjandi
kerfiskarlar
Mikiö dæmalaust eru svona kerfis-
karlar eins og útvarpsstjóri og fram-
kvæmdastjóri útvarpsins og flestir
útvarpsráðsmenn svekkjandi möppu-
dýr. Styður þetta mig ávaUt betur og
betur í þeirri sannfæringu minni að
alla embættismenn ríkis og sveitar-
félaga eigi að ráða til ákveðins tíma,
t.d. 2 eða 4 ára í senn. En ekki að
sitja uppi með alla þessa valdagráð-
ugu embættismenn um aldur og ævi.
Þegar það hefur sýnt sig að menn í
ábyrgðarstöðum eru ekki starfi sínu
vaxnir á að fá hæfari í þeirra stað!
Þó kannski
smáglæta
Þó er einn ljós punktur í þessu öUu
saman, en hann kemur nú því miður
ekki til af góðu. í vetur sem leið
gerði einn embættismaður útvarpsins
allathyglisverðar tillögur til útvarps-
ráðs um breytta dagskrá. Sá sem umr
er rætt er Hjörtur Pálsson dagskrár-’
stjóri útvarpsins. Hann gerði til-
lögur sem m.a. voru fólgnar í því að
létt tónlist yrði send út mestan part
frá hádegi og til kvöldfrétta. Stór
bragarbót yrði á dagskránni ef
þessar hugmyndir fengju hljómgrunn
hjá stóra bróður. En fyrrgreindar
breytingar voru liður í sparnaðar-
áætlun Hjartar! Ha! Ha! Þar kom
vel á vondan . Kannski að við
verðum svo heppin, þrátt fyrir allt,
að Rikisútvarpið lendi í svo miklum
fjárhagskröggumaðþaðneyðist til að
framkvæma fyrrgreindan sparnaðar-
lið. En meðan svo er ekki verðum við
hinar einföldu og óupplýstu sálir
Óttast Vilmund
Gunnar Bender skrifar:
Forseti íslands, Dr. Kristján
Eldjárn, fól Benedikt Gröndal að
freista þess að mynda stjórn mánu-
daginn 15. okt. Sama dag var hún
mynduð. Minnihlutastjóm Alþýðu-
flokksins. Tilgangur hennar er skýr,
að rjúfa þing og efna til nýrra
kosninga. Verkaskipting ráðherra er
skýr. Ljósasti punkturinn i þessari
skyndistjórn er Vilmundur Gylfason
sem fer með mennta- dóms- og
kirkjumál. Hver veit nema Vimmi
róti svolítið til i spillingunni. Enda
svo sannarlega kominn tími til þess.
Þegar framsóknarmenn fréttu af
þessu tóku þeir bakslag, og litu hver á
annan. „Getur þetta verið rétt.”
Viðbrögðin voru furðuleg í einu orði
sagt. Steingrímur Hermannsson
sagði. ,,Ég mun ekki afhenda
Vilmundi lyklana að dómsmálaráðu-
neytinu — það verða aðrir að sjá
um.” Hræðslan við Vilmund er
ekkert venjuleg.
Getur það verið að það sé eitthvað
óhreint i pokahorninu, sem
Vilmundur má alls ekki sjá í möpp-
unum? Eitthvað sem yrði þess vald-
andi að Framsókn yrði að engu í
Yilmundur Gslfasun dómsmálarúð
hcrra.
næstu kosningum? En Óli Jó tekur
heldurdýpra íárinni. Hann segir ,,Ég
hefði satt að segja aldrei haldið að
það gæti gerzt á íslandi að sá ágæti
„skribent” Vilmundur Gylfason yrði
dómsmálaráðherra. Ég öfunda ekki
okkar elskulega forseta, Kristján
Eldjárn, af því að hafa skrifað uppá
slíkt bréf.” Óli Jó kallar á forsetann
sér til bjargar í þessum efnum. Það er
skrítið, eða hvað finnst lesendum.
Framsóknarflokkurinn hefur alla
sína tíð verið frægur fyrir innri spill-
ingu sem i honum hrærist. Það skyldi
þó aldrei vera það sem hræðir fram-
sóknarherrana að hún væri að iíta
dagsins ljós? Dómskerfið hefur alltof
lengi verið í höndunum á fram-
sóknarmönnum. Það var kominn
tími til þess að einhver annar fengi að
kíkja í þessar möppur.
En stríðsyfirlýsingar Óla og Stein-
gríms eru skiljanlegar, þeir voru
hræddir við Vilmund. Á síöustu
árum hefur enginn annar beint
spjótum sínum eins kröftulega að
spillingunni. Nú er bara að hræra í
spillingunni þessa tvo mánuði
Vilmundur. Klúbbmálið, Punds-
málið, Landsbankamálið, Guðbjarts-
málið og Kröfluhneykslið bíða. Nú er
timinn kominn. Dustaðu rykið af
þeim strax. Þau hafa rykfallið nógu
lengi.
Stétt með stétt
—fyrir lögmannafélagið
„Skrifstofufólk í miðborginni”
skrifar:
Prófkjörsmál bar á góma hjá
okkur nokkrum kaffifélögum í
Reykjavík þegar fyrir lágu nöfn
frambjóðenda í prófkjör Sjálfstæðis-
flokksins. Þar vekur óslitin röð lög-
fræðinga athygli manna við fyrsta
lestur. Á sama tíma og flokkurinn
gengur til kosninga undir vigorðinu
stétt með stétt virðist sem aðeins ein
stétt manna sé kölluð til forystu i
flokknum. Það hlýtur að draga veru-
lega úr möguleikum Sjálfstæðis-
flokksins til að vinna hreinan þing-
meirihluta að sjö þeirra frambjóð-
enda sem nokkuð öruggir mega telj-
ast i tíu fyrstu sætin á lista flokksins í
Reykjavík séu lögfræðingar. Fyrir
bragðið skortir listann alla nauðsyn-
lega breidd og einnig mikilvæga
þekkingu í þinglið flokksins eftir
kosningar. Sérstaklega virðist
viðskiptafræði og hagfræðiþekking
vera hornreka hjá væntanlegum
þingmönnum flokksins. Þetta er lík-
lega brýnasta viðfangsefni okkar
stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins
í prófkjörinu, við verðum að skapa
eðlilega víðáttu í forystuliðinu.
l)H-mynd Bjarnlcifur.
», Sr' -• v, £ ? Á
i .v* M i
1 íátrtíYii > 'B- Æ. m
héma megin viðtækjanna að hlusta dagskrárliði mestan hluta dagsins.
m.a. á miðdegissöguna, einleik i út- Þannig er nú lýðræðinu komið fyrir í
varpssal, sigUda tónUst og þess háttar lýðveldinu: RIKISÚTVARPIÐ H/F.
Ríkisútvarpið við Skúlagötu.
Enn um lokunartíma
bankanna
Tryggvi hringdi:
Margt hefur verið rætt og ritað um
nýjan lokunartíma bankanna enda
fuU ástæða til. Þessi nýi lokunartími
kemur sér mjög illa fyrir fólk sem
vinnur til kl. 6 á kvöldin. Það þarf þá'
að fá frí úr vinnu til að sinna sínum
málum í bankanum. Þetta var í góðu
lagi áður en núna er ástandið afleitt.
Ég vil gera það að tillögu minni að
bankarnir leysi þetta mál á svipaðan
hátt og apótekin. Það mætti þannig
hugsa sér að þeir hefðu opið tvo daga
vikunnar til kl. 7, t.d. tvö útibú í
austurbæ og tvö í vesturbæ. Slíkt
fyrirkomulag held ég að mundi leysa
þetta vandamál, sem vissulega er
orðið mikið.
AFGREIÐSLUTIM
Afg
ver ^ iiræu.jui iiu
} s rtember 1979.
Fra ivegis veröa allir afg eióslu-
stai - Landsbankans í Ri Mjavik
opi sem hér greinir:
Mánudaga — föstudaga
Kl. 9.15-16.00
Auk þess veróa innlansdeildu opn,
fimmtudaga
Kl. 17.00- 18.00
f-if LANDSBANKINN
Utanbæjarmenn íReykjavík:
Erfitt að fá
gert við bíl
ísfirðingur hringdi:
Ég var staddur í höfuðborginni nú
í vikunni er drifskaftið á bílnum
mínum bilaði.
Ég þurfti nauðsynlega að komast
vestur fyrir helgina og hringdi því á
bílaverkstæði og spurði hvort þeir
gætu ekki séð af klukkutíma handa
mér til að bjarga málum mínum
þannig að ég yrði ekki tepptur í
bænum.
Ég hringdi á 8 verkstæði og skýrði
frá vandræðum mínum en fékk alls
staðar sama svarið: Því miður, ekki
hægt. Loks á níunda staðnum fékk
ég hjálp.
Þetta þótti mér anzi hart.'Ef Reyk-
víkingur er úti á landi og lendir í
vandræðum með bílinn sinn er allt
gert til að hjálpa honum til að komast
heim. Bílaviðgerðarmenn Íeggja nótt
við dag til að svo megi verða.
Mér finnst að i þessum efnum
mættu Reykvíkingar gjalda líku
likt.
Þetta minnir á það að árum saman
hafði FÍB vegaþjónustu úti á iandi
en enga slika þjónustu í Reykjavík.
Ég held þó að þeir séu búnir að laga
þetta.