Dagblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979. 7 Dönsku kosningamar: Anker Jörgensen heldur öllum leiðum opnum —síðasta kosningaspáin í Politiken í morgun spáir auknum sigri íhalds en meira tapi Glistrups Erlendar fréttir REUTER Frá Hákoni Leifssyni frétta- ritara DB í Kaupmannahöfn: Politiken birti i morgun síðustu spána fyrir kosningarnar og er hún i meginatriðum svipuð og fyrri spár. Hringt var í 930 simanúmer og spáð eftir þeim svörum sem þá bárust. Eins og í Gallup spánni frá því í fyrradag er reiknað með óbreyttu fylgi jafnaðarmanna. Fylgisaukning íhaldsflokksins er talin verða nokkru meiri en áður og Glistrupsinnum spáð meira fylgistapi. í fyrri dálkinum hér á eftir cr prósentutala flokkanna samkvæmt spá Politiken en i siðari dálknum er kjörfylgi þeirra í siðustu kosningum. Jafnaðarmenn 37% 37% Radikale venstre 5% 4% íhaldsflokkur 12% 8% Réttarsamband 3% 3% SF 6% 4% Kommúnistar 2% 4% (á Sovétlínu) Miðdemókr. 5% 6% Kristilegir 3% 3% Vinstriflokkur 11% 12% Vinstri sósíal. 5% 3% Glistrupsinnar 10% 15% Aðrir flokkar eru ekki taldir hafa möguleika á þingsætum. Flokkarnir til vinstri við Jafnaðar- mannaflokkinn kvarta yfir því að hann fáist ekki til að taka af skarið um hvert flokkurinn ætli að stefna eftir kosningar. Gert Petersen for- maður SF.sem er svipaður Alþýðu- bandalaginu heima, hélt því hreinlega fram að Anker Jörgensen formaður kratanna hefði talað í fimmtán minútur í sjónvarpið í fyrrakvöld án þess aðsegja nokkurn skapaðan hlut. Hann kom sér meðal annars hjá því að svara hvort Jafnaðarmenn hygðust fara aftur í stjórnarsamstarf við Vinstriflokkinn eftir kosningar. Jafnaðarmenn hafa gagnrýnt þá fyrir að hafa rofið stjórnarsamstarfið. Anker Jörgensen vill sem sagt halda öllum möguleikum opnum og frest ekki til að útiloka neina stjórnarmyndunarmöguleika eftir kosningar. Hægri og miðflokkarnir fjórir sem mynda bandalagið sem kallað er fjögurra laufa smárinn höfnuðu tilboði frá Glistrup um samstarf. Þó vildi Schúlz formaður íhaldsflokks- ins ekki kveða fastar að orði en segja að tilboð Glistrups yrði lagt fyrir fund þingmanna flokksins og fleiri trúnaðarmanna. Kosningar hófust klukkan átta í morgun um alla Danmörk og lýkur klukkan átta í kvöld. Er það óvenju- snemma. Fyrstu spár eiga að birtast í danska sjónvarpinu hálftíma eftir að kjörfundi lýkur. Síðan verður nær stöðugt rætt við leiðtoga flokkanna en kosningatölur lesnar jafnóðum og þær berast. Úrslit eiga að liggja fyrir um klukkan hálftólf annað kvöld. NÝKOMIÐ Amerísk gæðavara frð Ve/úr s/oppar Verð: 23.800, Stærðir: s-m-l. Litir: Grænt, safirblátt og svart Póstsendum. FATADEILDIN simi 13577 Aðalstræti 9, Miðbæjarmarkaðnum. Anker Jörgensen formaður Jafnaðarmannaflokksins hefur farið vítt og brcitt i I Jörgensen ræða við tvær stúlkur, sem eru að nema klæðskeraiðn eða fatasaum í kosningabaráttunni cins og aðrir danskir stjðrnmálamcnn. Á mvndinni sést I Haandværkerskolen í Sönderborg. Fjögur hundruð slasast í járnbrautarslysi Rúmlega fjögur hundruð manns slösuðust í járnbrautarslysi í Philadelphia í Bandaríkjunum. Farþegalest ók á þrjár aðrar með þessum afleiðingum. Vitað er að í það minnsta tiu slösuðust alvar- lega. Lestirnar þrjár voru á sama spori vegna tæknilegra mistaka. Síðan kom farþegalestin og ók aftan á þær. Frjá/st útvarp og sjónvarp! Undirbúningsfundur að stofnun samtaka áhugafólks um frjálsan rekstur út- varps og sjónvarps verður nk. fimmtudagskvöld kl. 20.30 að Hótel Esju. Frummælendur eru Guðmundur H. Garðarsson viðskiptafræðingur og Ólafur Hauksson ritstjóri. Fundarstjóri er Indriði G. Þorsteinsson rithöf- undur. Undirbúningsnefnd. Ólafur Hauksson ritstjóri. /ndriöi G. Þorstainsson fundarstjóri

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.