Dagblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 23
23 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979. Franskur sakamála- myndafíokkur — ísexþáttum í stað Dýrlingsins fáum við að berja augum franskan sakamálamyndaflokk i sex þáttum sem nefnist Rendez — Vous En Noir. Ekki er komið íslenzkt nafn á hann ennþá. Myndaflokkurinn, sem er að nokkru leyti framhaldsþættir og að nokkru leyti sjálfstæðir, fjallar um konu nokkra sem verður fyrir því að fá flösku í höfuðið sem kastað er úr flug- vél. Konan lætur lífið en maður hennar aflar sér upplýsinga um hverjir þarna hafi verið að verki og hyggur á hefndir. -ELA Úr n>ja franska msndaflokknum sem kcmur á eftir Dvrlingnum. Danicl Auleúil og Jean-Pierre Aumonl í hlut- verkum sinum. Dýrlinginn Simon Templar (Ian Ogilvi) fáum við að sjá i næstsiðasta skipti I kvöld. DÝRLINGURINN - sjónvarp kl. 20.55: ÓSKALðG SJÓMANNA - útvarp kl. 13.00: fGengur sinn vanagang’ Hættiiíegur íéikur —segir Sigrun Sigurðaroóttir um sjómannaþáttinn ,,Ég veit nú ekki hvað hægt er að segja um þennan þátt. Þetta gengur allt sinn vanagang,” sagði Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalaga sjó- manna í samtali við DB. Við höfum gert það undanfarið að kynna hefð- bundna óskalagaþætti útvarpsins og því fær Sigrún ekki að sleppa. „Það er alltaf beðið um sömu lögin, t.d. er Björgvin Halldórsson með Eina ósk mjög vinsæll og eins Vilhjálmur Vilhjálmsson með lagið Lítill drengur sem beðið er um i hverjum þætti. Ann- ars eru þetta alltaf þessi sömu dægur- lög sem heyrast út og inn. Ég er með þáttinn í beinni útsend- ingu og hann er yfirleitt í 90 mínútur. Ég næ því að spila 22—23 lög i hverjum þætti og kemst ekki nærri þvi yfir allar kveðjur. Sjómennirnir eru mjög óduglegir að skrifa en ástvinir þeirra því duglegri. Það væri nú gaman ef sjómennirnir sendu svolítið fleiri kveðjur,” sagði Sigrún. Óskalagaþáttur sjómanna hefur verið á dagskrá útvarpsins í meira en 20 ár svo hann hefur myndað hefð í dag- skránni. Auk Sigrúnar i vetur mun Margrét Guðmundsdóttir aðstoða hana við kynningar en Margrét var kynnir sjómannalaganna í mörg ár. Aðspurð um hvort einhverjar bi'eyt- ingar yrðu á þættinum í vetur sagðist Sigrún ekki vita um það, „hann heldur ábyggilega áfram á meðan hann er eins vinsæll og raun ber vitni.” - ELA K Sigrún Sigurðardóttir les kvcðjur lil sjómanna og l'rá þeim í óskalagaþælt- inum i dag i heinni útscndingu. V_________________________ (--------------— UMHEIMURINN —sjónvarp kl. 21.45: Umheimurinn, þáttur um erlenda viðburði og málefni, er á dagskrá sjón- varpsins í kvöld kl. 21.45. Að þessu sinni í umsjá Gunnars Eyþórssonar, fréttamanns útvarpsins. ,,Ég mun fjalla um sambúð Kína við Vesturlönd í tilefni af ferð Hua Kuo- feng formanns kínverska kommúnista- flokksins og forsætisráðherra Kína til Vesturlanda,” sagði Gunnar, aðspurður um efni Umheimsí kvöld. „Einnig verður sýnd filma um Kína og samskipti við önnur lönd. Það verður svona 15 mínútna löng frétta- mynd. Þátturinn mun einungis fjalla um þetta málefni og ég mun ræða við þá Árna Bergmann ritstjóra Þjóðviljans og Harald Ólafsson dósent og spinnast ýmsar umræður um málefni Kína, m.a. í samskiptum við Rússa og margt fieira,” sagði Gunnar. Umheimurinn er í fúnmtíu mínútur. mínútur. -ELA V. Hér halda kinverskir hermenn á spjöldum með mynd af formanninum Hua Kuo-feng. Um hann verður m.a. fjallað f Umheiminum i kvöld. SAMBÚÐ KÍNA VIÐ í Alpafjöllunum segir honum að hann hafi verið oft i öðrum bæ þar skammt frá. Þar hafi verið bandarísk kona, Díana Lang, sem stjórnaði móti fyrir skíðamenn. Dýrlingurinn fer strax á þennan umrædda stað, þar sem honum er ekk- ert of vel tekið. Fólkið gerir allt til að losna við hann en hann gefur sig ekki. Hann kemst að því að bróðir skíða- kennarans var bankamaður og átti mikla peninga. Upp frá því fer þetta að verða hið dularfyllsta mál,” sagði Kristmann. Þátturinn um Dýrlinginn er i fimmtíu mínútur. - ELA _________________) Ljósmyndarar Til sölu Durst RC P 40 framköllunarvél fyrir lit- pappír og Durst RC 5600 fyrir 50 cm breiðan RC-pappír. Tækin eru notuð en vel með farin. Upplýsingar í símum 12644 og 83214. Næstsíðasti þáttur Dýrlingsins er í kvöld kl. 20.55. „Að þessu sinni er Dýrlingurinn i orlofi í Ölpunum að læra á skíði hjá itölskum skíðakennara, sem að sjálfsögðu er kvenkyns,” sagði Kristmann Eiðsson þýðandi þáttarins í kvöld sem nefnist Hættuför. „Simon Templar og skíðakennarinn hans verða vitni að því er bróðir hennar (skíðakennarans) er skotinn til bana. Templar fer strax að grafast fyrir um það hver hafi viljað aumingja manninn feigan. í fyrstu reynir hann að komast að einhverju hjá skíðakennaranum sem Haraldur Magnússon, viðskiptafr. Fasteignasalan, Laugavegi 18a. Sími 17374. Tilsölum.a.: 2 herb. íbúðir við Miðtún, Eiríksgötu, í Breiðholti og víðar. 3 herb. íbúðir við Bergþórugötu, Bjargarstíg, í Kópavogi og Mosfellssveit. 4 og 5 herb. íbúðir í Breiðholti, Fossvogi og vesturbæ. Einbýlishús i Hafnarfirði, Garðabæ og Blesugróf. 'Ennfremur höfum við til sölu einbýlishús á Grundarfirði og Þorlákshöfn. Höfum fjársterka kaupendur. Mikil eftirspurn. Sfmi: 17374 til kl. 9 á kvöldin. Opið laugardaga kl. 10-16. Gunnar Karisson Sigurður Benediktsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.