Dagblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979.
DB á ne ytendamarkaði
Hólmavík:
Hrikalegar tölur
Dýrtaðfyllakistuna
Nú hefur áskrifandi DB á Hólma-
vík bætzt í hóp þeirra sem senda
okkur seðla. Annar seðillinn frá
Hólmavik kom núna fyrir september.
í bréfi með honum segir m .a.:
Halló Neytendasíða!
Hér koma tölur fyrir september-
mánuð. Þær eru hrikalega háar enda
er líka dýrt að fylla frystikistuna eins
og cg geri alltaf á haustin, í sláturtíð-
inni.
Það er mjög gaman að fylgjast
með útkomunni hjá öðrum og gera
samanburð. Beztu þakkir.
Hjá Hólmavikurfjölskyldunni,
sem er fjögurra manna, er meðaltals-
kostnaðurinn í mat og hreinlætis-
vörum- kr. 38.369 kr. á mann. En,
eins og bréfritari tekur fram, var
verið að gera matarinnkaup til lengri
tíma, þannig að heildartalan ætti
með réttu að vera lægri í næsta
mánuði.
Gott í pottrétti
Sjálfsagt er að notfæra sér lágt
verð á II. flokks grænmeti eins og
t.d. tómötum og gúrkum. Bragðið er
alveg jafngott, það er aðeins útlitið
sem eitthvað er bogið við. Hér er
uppskrift af tómatchutney, sem er
gott að nota í pottrétti eða með kjöti'
eða fiski.
6 kg tómatar
10 g heill kanill
10 g allrahanda
10 g heill negull
10 g múskat
50 g salt
1/2 tsk.cayennepipar
1/2 I edik
1/4 kg strásykur
Tómatarnir eru þvegnir og skornir
í tvennt og hakkaðir og látnir sjóða í
15—20 mín. Kryddið er látið í lérefts-
poka (eða tusku sem bundin er saman
á hornunum) og soðið í edikinu í
Uppskrift
dagsins
smástund. Látið bíða í ca 2 klst. Þá er
edikið síað og látið saman við tómat-
ana og sykurinn látinn út í. Þetta er
soðið þar til það er orðið jafnt. Þá
látið á glös og bundið fyrir. Þetta er
nokkuð stór skammtur og hráefnis-
kostnaðurinn er nálægt 3.240 kr.
- A.Bj.
Bamamaturinn svo sann-
ariega ekki gef inn í dag
í bréfi frá fjögurra manna Kefla-
víkurfjölskyldu segir m.a.:
Hér kemur septemberseðillinn
minn, ófagur á að líta með slátur-
kaupum með meiru (er með 34.164
kr. á mann og 200.143 kr. í
„annað”).
Ég tók bara tíu slátur í ár, þvi ég
átti afgang frá því í fyrra en þá tók ég
tuttugu. Ég bý alltaf til lundabagga
og set í súr, eins sýð ég kjöt niður í
krukkur og er það bæði þægilegt og
gott að grípa í.
Aðalkjötkaup hafa ekki farið fram
ennþá, en þá fara nú tölurnar á
seðlinum að verða fallegri!
Ég hef alltaf haft fjóra í heimili
stðan ég fór að senda inn seðla, því
fyrst var bróðir minn hjá okkur og
svo eignaðist ég annað barn eins og
kemur fyrirá beztu bæjum. Það barn
er nú á krukkumataraldrinum, en sá
matur er aldeilis ekki gefinn nú til
dags. Ekki skil ég hvernig sumar hús-
mæður fara að því að hafa matar-
reikningana sina svona lága. Mér
finnst ég spara eins og ég get og gæti
ekki sparað meira nema þá að svelta
liðið. Þó hef ég ekki þurft að kaupa
fisk undanfarið og notað mikið úr
frystikistunni.
í dálkinn „anna.ð” skrifa ég allt
nema afborganir af íbúðinni og
lánum, því mér finnst það óraun-
hæft, þegar maður þarf að taka lán
til að greiða lán, enda yrðu tölurnar
þá heldur betur skrautlegri. Þær eru
vístnóguháar samt.
Kær kveðja, frá húsmóður í Kefla-
vík.
Raddir neytenda
Góð tilhugsun þegar
frystikistan er full
Bensínreikningurinn nærri 140 þús. í september
„Rosamánuður, september,” segir
i upphafi bréfs frá einum af okkar
„föstu viðskiptavinum” á Húsavík.
„Það var farið suður, búið þar í
vikutíma í orlofshúsi. (Nærri 50 þús-
und á mann!).
„Annað” er alltaf hátt hjá mér (er
nærri 600 þúsund í sept.). Þar er raf-
magn, sími, hitaveita, afborganir af
bíl og húsi, fatnaður og allt sem
borga þarf, en þó ekki opinber gjöld
Þau koma þar fyrir utan. Já og
bensínið. Ekki má gleyma því.
Bensínreikningurinn okkar var
137.750 kr. i september!
Ég er hrædd um að maturinn fari
upp fyrir meðaltalið í september,
enda mikið verzlað. Nú er frystikist-
an líka full, góð tilhugsun það!”
í þá gömlu góðu
daga þegar bíómið
inn kostaði 35 kr.
en góð kápa kostaði meira en mánaðarlaun
Húsmóðir í fjögurra manna fjöl-
skyldu, búsett suður með sjó, sendi
okkur eftirfarandi bréf:
Kæra Dagblað!
Þá byrja ég aftur, sendi ekki seðla í
sumar. Ég held alltaf búreikninga og
hef gcrt síðan ég byrjaði sjálf að búa,
nema ég nota dagbók en ekki spjaldið
ykkar. Ég skrifa allt niður, lika
tóbak, vasapeninga og skemmtanir.
Núna skrifa ég aðeins heildarútkom-
una á degi hverjum á matar-
reikningnum, en ég á bækur frá
árunum 1964, ’65, ’66 og ’67, og þá
skrifaði ég hvað hver hlutur kostaði.
Sem dæmi um verðlag má nefna að
þá kostuðu 3 lítrar af mjólk 18,00
kr., I kg egg 65, kaffipakkinn 19,40,
rúgbrauð 3.30, franskbrauð 3.75 og
svona mætti lengi telja. Desember-
mánuður árið 1964 kostaði 3.271.15
kr. og allt árið 1964 kostaði
26.746, lOkr.
Dæmi um nokkra nóvember-
mánuði: Árið 1964 voru útgjöldin
4.310,90, árið 1965 5.297,10 og 1966
kr. 6.333,95. Nóvember var oft lang-
dýrasti mánuðurinn, því þá bakaði
maður fimmtán tegundir af smákök-
um fyrir jólin. Árið 1964 kostaði bíó-
miðinn 35 kr. og 40 kr. á íþróttavöll-
inn. Þá kostaði 75 kr. í stúku á lands-
leik. Húsaleigan var 1200 kr. á mán-
uði. Það er verst að ég man ekki hvað
kaupið var á þessum tíma, en ég man
að þá kostaði góð kápa meira en
mánaðarkaup, alla vega mitt, árið
1962. Þá fannst mér fólk ekki eiga
eins mikið af fötum og það á í dag.
Kær kveðja, ég þakka gott blað.
Barnamatur I krukkum er sannarlega ekki gefinn nú. Þar tekur „ríkið” auðvitað drjúgan skerf eins og i flestum tilfcllum,
þegar um hátt vöruverð er að ræða. U.þ.b. 80% tollur og skattur er greiddur af innfluttum harnamat. Má geta þess í leiðinni,
að enginn tollur er af gæludýramat. Hann flokkast undir skepnufóður, — lengi lifi landbúnaðurinn! DB-mynd Bjarnlcifur.
Það er notaleg tilfinning þegar frystikistan
eða skápurinn er troðfullur af mat.
Lidurinn „annað” hár hjá Bfldudalsfjölskyldunni:
Upp á nærri 900 þúsund, en
aðeins 29 þús. á mann í mat
Frá Bíldudal barst okkur seðill
með 29.113 kr. meðaltali á mann í
mat og hreinlætisvörur. í skýringar-
bréfi segir að ekkert kjöt sé í matar-
kaupunum nerna eitt hangikjötslæri,
því jafnan var borðað ,,upp úr kist-
unm .
Liðurinn „annað” er upp á tæp-
lega 900 þúsund kr.! Það er raf-
magnsreikningur, útvarps- og sjón-
varpsafnotagjald, húsgögn fyrir
rúml. 300 þús., reiðhjól fyrir 145 þús.
og afborganir af lánum!
Það er sannarlega betra að hafa
tekjurnar í lagi, þegar útgjöldin eru
svonamikil!