Dagblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 24
Verda loðnuveiðamar stöðvaðar án sam- ráðs við útgerðina? —veit ekki hvenær á að hafa samráð ef ekki nú, segir f ramkvæmdast jóri LÍÚ ,,Ég undrast stórlega ef loðnuveið- arnar verða takmarkaðar eða stöðv- aðar án samráðs við okkur og ég vil ekki trúa að það verði gert, í ljósi þess góða samstarfs sem náðst hefur með okkur og sjávarútvegsráðherr- um hingað til,” sagði Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri LÍÚ í viðtali við DB i gær. Sjávarútvegsráðuneytið hefur látið í veðri vaka að stöðva veiðarnar það sem eftir er ársins þegar 350 þúsund til 400 þúsund tonnum er náð, en þvi marki er um það bil náð nú. Kjartan Jóhannsson sjávarútvegs- ráðherra sagði í viðtali við DB í gær að ráðuneytið tæki væntanlega ákvörðun í málinu í þessari viku „m.a. í samráði við fiskifræðinga” eins og hann orðaði það. ítrekaði hann það orðalag er hann var sér- staklega spurður um samráð við út- vegsmenn. í gær hafði Kristján ekki fengið neina tilkynningu um slíkar viðræður og sýndist því harla skammur fyrir- vari á, ef á annað borð ætti að ræða við þá. „Ef einhvern tíma á að hafa náið samráð við okkur varðandi veiðitak- markanir, á að gera það í þessu til- viki. Loðnan er að því leyti svo sér- stök að fiskifræðin nær skammt yfir hana enn, svo eðlilegt er að byggja að verulegu leyti á öðru en henni,” sagði Kristján. Þar átti hann m.a. við álit loðnusjómanna sjálfra, sem þekkja ástand miðanna. -GS. Strákarnir voru að landa af fullum krafti og ekki var minna að gera hjá rafvirkjum i brúnni. Á litlu myndinni er Guðbjöm skipstjóri við gluggann, sem brotnaði inn. 7 y DB-myndir: Bj.Bj. FEKK GLUGGANN FRAMANISIG „Við vorum búnir að sigla í kolvit- lausu veðri í svo sem 12 tíma en það var að ganga niður þegar við komum inn í Faxaflóann síðdegis í gær. Þá reið ólag skyndilega yfir bátinn og mölvaði einn framgluggann í brúnni. Glerbrotin skáru stýrimanninn í andliti svo hann verður í landi næsta túr, annar meiddi sig smávegis og sjór komst í tækjabún- að. Að öðru leyti var þetta ekkert og við förum út um leið og við erum búnir að landa og búið er að fara yfir tæk- in,” sagði Guðbjörn Þorsteinsson skip- stjóri, er DB menn hittu hann um borð í loðnuskipinu Svani RE í Sundahöfn í morgun. Svanur var með 650 tonn um borð, þegar óhappið varð og kom hann til hafnar í nótt. - GS Gefur Guðmundur J. ekki kost á sér? ,,í gærkvöldi var rætt við mig um það hvort ég gæfi kost á mér í áframhaldandi forval i Alþýðu- bandalaginu í Reykjavík. Ég tók mér- frest til þess að skoða stöðu mína með hliðsjón af því hvernig starfs- kröftum mínum verði bezt varið fyrir verkafólk,” sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verka- mannasambandsins í viðtali við DB. „Ég hefi verið á bólakafi, bæði í þingi Verkamannasambandsins og í kjaramálaráðstefnunni,” sagði Guð- mundur. „Önn dagsins gaf ekki kost á neins konar kosningavinnu og ég tók engan þátt í þessu forvali og kaus ekki einu sinni, og hvatti engan til að gera það.” Hann kvaðst hafa heyrt tölur úr forvalinu í útvarpi og lesið um það í blöðum í morgun. Þegar hann var spurður hvort aðrir þátttakendur hafi smalað í for- valið, sagði hann: ,,Ég hef ekki hug- mynd um það. Ég athuga málið.” í fyrri umferð forvalsins er Guð- mundur í þriðja sæti á eftir þeim Svavari Gestssyni og Ólafi Ragnari Grímssyni, en á undan Guðrúnu Helgadóttur. Svavar hlaut 280 atkv., Ólafur Ragnar 228, Guðmundur J. 162, Guðrún Helgadóttir 148, Guðrún Hallgrimsdóttir 141 og Sigurður Magnússon 102. -BS. Snjómokstur á fjallvegum blandaðist f pólitíkina: Mokað fyrír Sighvat en ekki sjálfstæðismenn? Kosningabaráttan á haustnóttum tekur á sig ýmsar skringilegar mynd- ir. Snjómokstur á fjallvegum bland- aðist inn í flokkadrætti á Vestfjörð- um um síðustu helgi. Sjálfstæðis- menn héldu kjördæmisþing og ákváðu skipan framboðslista sins. Beðið var um mokstur tveggja heiða, Breiðadals- og Hrafnseyrarheiðar, til að greiða fyrir umferð fundarmanna viðs vegar að úr kjördæminu. Því var hafnað. Á sunnudagsmorguninn heimilaði samgönguráðuneytið hins vegar mokstur heiðanna. Hvort sem það var tilviljun eða ekki, hagnaðist Sig- hvatur fjármálaráðherra Björgvins- son ágætlega á því. Hann gat þá ekið til Patreksfjarðar á ríkisbifreið sinni, til að skeggræða við sitt fólk þar. Umdæmisstjóri Vegagerðarinnar segir að mánudagar séu hinir venju- legu mokstursdagar. Mokað sé um helgar aðeins þegar tilefnið er mjög sérstakt. Margir velta því nú fyrir sér hvort ferðalag fjármálaráðherrans flokkist nú undir „sérstaka við- burði” innan veggja samgönguráðu- neytisins. -FH, Núpi/ARH. frfálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 23. OKT. 1979. Æskulýðsdagur á morgun: Kynningar í skólum og bamaheimili galopin „Tilgangurinn með þessum æsku- lýðsdegi er fyrst og fremst að kynna starfsemi íþrótta- og æskulýðsfélag- anna í hverju hverfi borgarinnar,” sgaði Ómar Einarsson framkvæmda- stjóri Æskulýðsráðs Reykjavikur. Ráðið stendur á morgun fyrir æsku- lýðsdegi sem haldin er í samvinnu við æskulýðs- og íþróttafélögin í bænum og er dagurinn tillag til barnaárs Sam- einuðu þjóðanna og haldinn á heiðurs- degi samtakanna. Á morgun verða því íþrótta- og æskulýðsfélögin með kynningu á starf- semi sinni i skólum í sínum hverfum. Sum hver verða einnig með opið hús annað kvöld og gcfst þá fólki betra færi á að kynnast starfsemi félaganna. Ætlunin mun vera að fá fleiri unglinga og börn til þess aðganga í félögin. Jafnframt verða á morgun opnuð barnaheimili borgarinnar fyrir þá sem þau vilja skoða. Félagsmálaráð Reykjavíkur stendur fyrir þeirri opnun og er vonazt eftir að foreldrar og aðrir aðstandendur barna á barnaheimilum líti inn. - DS Vinstri menn unnuíHi í kosningum til nefndar vegna há- tíðahalda stúdenta við HÍ 1. desember höfðu vinstri menn vinninginn eins og undanfarin ár. A-listi, Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta, hlaut 323 atkvæði. B- listi, félags vinstri manna, hlaut 499 at- kvæði. 29 seðlar voru auðir eða ógildir. Kjörsókn var dræm eða aðeins um 30%. Það verða því vinstri menn sem sjá um 1. des hátíðahöldin í Háskóla Íslandsíár. -GAJ Óskar Friðriksson formaður Varðar Óskar V. Friðriksson, starfsmaður SÁÁ, var kosinn formaður Landsmála- félagsins Varðar á aðalfundi þess í gær- kvöldi. Helena Albertsdóttir hlaut 45 atkvæði við formannskjör en Óskar 52. Aðrir í stjórn Varðar voru kosnir: Ester Guðmundsdóttir, framkvstj. samstarfsnefndar um reykingavarnir, Gísli Jóhannsson frkvstj., Gunnar Hauksson frkvstj., Júlíus Hafstein form. HSÍ, Ragnheiður Ásgeirsdóttir húsfrú og Gústaf B. Einarsson verk- stjóri. Hverfafélög sjálfstæðismanna til- nefna síðan 12 menn í stjórnina. Á aðalfundinum flutti Geir Hallgrímsson ræðu um stjórnmálaástandið. - BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.