Dagblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979.
5
Innheimta rafmagnsreikninga eftir áætlun og spá:
KRÆKIR RAFMAGNSVBTAN
SER (VAXTALAUST LÁN?
Fjármálastjórinn viðurkennir gallað áætlanakerfi en telur annað betra vera að taka við
Innheimta rafmagnsreikmnga á
Reykjavíkursvæðinu hefur verið
mjög óvinsæl hjá fjölda notenda,
sem telja að Rafmagnsveita Reykja-
víkur sé að krækja sér í vaxtalaust lán
hjá notendum með því að innheimta
hærri gjöld fyrir rafmagnsnotkun en
mælar í húsum fólks gefa til kynna
að rétt sé.
Allir rafmagnsreikningar eru
byggðir á spá Rafmagnsveitunnar um
rafmagnsnotkun fólks. Flesta not-
endur hefur rekið í rogastanz er þeir
fá reikninga sína i hendur og blöskrar
þeim reikningsupphæðin. í ótal
tilfellum hefur komið í ljós að
áætlunin er of há og í sumum
tilfellum allt of há og hafa margir átt
inni hjá Rafmagnsveitunni þegar
áætlunartímabilinu lýkur. Hefur þá
orðið meiri dráttar á endur-
greiðslunni en nokkurn tíma mátti
verða á greiðslu reiknings-
upphæðarinnar ef komast átti hjá
lokun.
„Það hefur gætt nokkurrar
óánægju með áætlunina um notkun á
rafmagni sem fram undir þetta hefur
byggzt á aflestri mæla tvisvar á ári,”
sagði Ingvar Ásmundsson fjármála-
stjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
„Þetta gat komið illa út vegna ár-
tíðasveiflna og það sköpuðust í þessu
kerfi of margir endurgreiðslu-
reikningar. Þess hafa einnig verið
dæmi að endurgreiðslunni hafi ekki
verið komið nógu greiðlega til
fólks,” sagði Ingvar.
,,En nú er skipulega unnið að
öðru og betra kerfi við innheimtuna
og er það smám saman að ná til
hins mikla fjölda viðskiptavina
Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Byggist
það á aflestri einu sinni á ári og
áætlaðri notkun byggðri á 12 mánaða
notkun. Er vonazt til að það kerfi nái
sannari mynd af notkun viðskipta-
vinarins en 6 mánaða aflesturinn sem
af skiljanlegum ástæðum skekkti
dæmin vegna árstíðasveiflna i
notkun,” sagði Ingvar.
Ingvar sagði að eftir áramótin
yrðu allir reikningar byggðir á af-
lestri einu sinni á árinu, nema hjá
stærstu kaupendum raforku.
Aflesturinn fer að sjálfsögðu fram á
öllum tímum ársins og fer eftir
búsetu fólks hvenær lesið er af
mælum þess. Reikningarnir byggjast
svo á notkun síðustu 12 mánaða.
Ættu notendur þá að geta búizt við
jöfnum greiðslum á tveggja mánaða
fresti sem ekki breytast nema til komi
breyting á raforkuverði.
Ingvar sgaði að hið nýrra
áætlanaform yrði notað þar til nýtt
samræmt kerfi yrði tekið upp en 3ja
manna nefnd hefði nú það verkefni
að byggja það innheimtukerfi upp frá
rótum. Yrði það í fyrsta lagi tilbúið
eftir 2—3 ár. Meginmarkmið þess
væri betri og skiljanlegri innheimtu-
gögn, lægri innheimtukostnaður,
viðtækara samstarf fleiri rafveitna og
hitaveitna um tölvukerfi og
leiðbeiningar um notkun kerfisins
fyrir starfsfólk rafveitna.
Ingvar viðurkenndi að Rafmagns-
veitan væri á móti aukaálestrum hjá
fólki sem teldi of hátt áætlað á sig ef
séð væri að aðeins væri um árstíða-
sveiflu í notkun að ræða enda kvæði
reglugerð um innheimtuna svo á að
áætlunarreikningurinn væri fulln-
aðargreiðsla fyrir viðkomandi tíma-
bil þar til öllu áætlunartimabilinu
lyki. Hins vegar væri hægt að fá
aukaaflestur gegn 2600 króna gjaldi.
-A.St.
Girðingardeilan í Síðumúla komin til yf irvalda:
Byggingarfulltnjinn
vill víravirkið burt
Jón Gunnar Zoéga hdl. hefur
farið fram á það f.h. Lífeyrissjóðs
verksmiðjufólks að byggingarnefnd
Reykjavíkur láti fjarlægja „víra-
virki” það sem Almennar tryggingar
hafa sett upp á óskiptri lóð við Síðu-
múla 37. DB hefur greint frá deilum
þeim sem staðið hafa milli Almennra
trygginga og Rekstrartækni um
girðingu fyrir útkeyrslu meðfram
húsi Almennra tryggingu. Lífeyris-
sjóður verksmiðjufólks er eigandi
þess húsnæðis sem Rekstrartækni er
í.
Á fundi byggingarnefndar var
byggingarfulltrúa falið að skrifa
Almennum tryggingum bréf um að
félagið fjarlægði girðinguna.
Byggingarfulltrúi tjáði DB í fyrra-
dag, að hann hefði verið að senda
Almennum tryggingum bréfið. „Ég
get ekki farið fram á annað en
girðingin sé fjarlægð þar sem þarna
er út- og innkeyrsla á samþykktum
uppdrætti af byggingarnefnd.
Þarna standa hins vegar yfir
samningar milli eigenda, þar sem
Almennar tryggingar og Alþýðusam-
bandið, eigendur tveggja húsa við
Grensásveg, óska eftir því að lóðinni
verði skipt. En það stendur á Lif-
eyrissjóði verksmiðjufólks.
Skiptingin getur ekki orðið nema
með samþykki eigenda.
Almennar tryggingar kvarta yfir
slysahættu m.a. vegna aksturs frá
Fíat-verkstæði sem er i Síðumúla 35.
Ef samkomulag yrði með eigendum
húsanna mætti loka af verkstæðið
með því að setja vegg á milli þess og
hinnar sameiginlegu lóðar.”
Almennar tryggingar hafa fengið
frest fram yfir næsta byggingar-
nefndarfund til þess að skýra af-
stöðu sina og verður ekki gripið til
neinna aðgerða fyrr en sú afstaða
liggur fyrir.
-JH.
Stærsta bókasýning hérlendis:
r r
ÞRJU ÞUSUND BÆKUR
FRA SJOTIU ÞJOÐUM
„Jú, ég held ábyggilega að þetta sé
stærsta bókasýning á íslandi, að
minnsta kosti man ég ekki eftir neinni
stærri,” sagði Margrét Geirsdóttir
bókasafnsfræðingur. Hún er einn
nefndarmanna sem standa að barna-
bókasýningu mikilli sem hófst að Kjar-
valsstöðum í gær og verður opin til 4.
nóvember. Að sýningunni standa
Bókavarðafélag íslands, Félag bóka-
safnsfræðinga og Rithöfundasamband
íslands.
aðalstöðvum UNESCO, Barnahjálp
íslendingar eiga 15 titla bóka á þessari
Á sýningunni eru þrjú þúsund
bækur frá yfir 70 þjóðlöndum. Þessar
bækur hafa útgefendur landanna gefið
til þess að koma sýningunni á og eiga
þær að vera úrval þeirra bóka sem
gefnar eru út fyrir börn. Bækurnar eru
allar tiltölulegar nýjar, flestar frá
árunum 1975—77. Þessi sýning kemur
hingað eftir að hafa verið á flakki víða
um heim, meðal annars verið sýnd hjá
HM sveina lokið:
r r r
ISLAND VARDIFJORDA SÆTI
íslendingar höfnuðu í 4. sæti á
heimsmeistaramóti sveina í skák, sem
lauk i Viborg í Danmörku á laugar-
daginn.
íslendingar kepptu um 3. sætið við
Skota og töpuðu þeirri viðureign með
1,5—2,5 en þeir höfðu áður unnið
Skota i undanrásunum með sama
vinningshlutfalli.
Englendingar urðu heimsmeistarar
eins og búizt hafði verið við. Þeir
kepptu til úrslita við Svía og komu
hinir síðarnefndu mjög á óvart.
Viðureign landanna lauk með 2—2
en Englendingar hlutu titilinn þar
sem þeir unnu skák á 2. borði en
Svíar unnu skák á 3. borði.
1. borðsmaður Englendinga, Nigel
Short, var yfirburðamaður í mótinu
og hlaut 6,5 v. af 7 mögulegum.
Jóhann Hjartarson sem var álitinn
ganga honum næst að styrkleika
brást hins vegar vonum manna.
Hann var ekki sjálfum sér líkur og
hlaut aðeins 2 v. af 7 mögulegum.
Ólafur H. Ólafsson, fararstjóri ís-
lenzku sveitarinnar, sagði í samtali
við DB, að hefði Jóhann teflt af eðli-
legum styrkleika hefðu íslendingar
hlotið 2. sætið á mótinu. Annars var
árangur íslenzku piltanna þessi:
Jóhannes Gísli 3,5 (7), Elvar 3 (6),
Karl Þorsteins 4 (5). Varamaðurinn
Björgvin Jónsson vann allar sínar
skákir, 3 að tölu.
-GAJ
Bandag-rallið:
OmarogJónsigruðu
Bræðurnir Jón og Ómar Ragnars-
synir sigruðu í svonefndu Bandag-ralli
sem Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykja-
víkur gekkst fyrir nú um helgina. Alls
lögðu keppendur að baki um sjö
hundruð og fimmtíu kílómetra leið um
Reykjanes og Suðurland. Þeir voru
ræstir frá Hótel Loftleiðum um miðjan
dag á laugardag og komu í mark rúm-
um sólarhring síðar. Áð var í Ásaskóla
á sunnudagsnóttina. -ÁT
DB-mynd: RagnarTh.
Vaxtarmótarinn
er frábært tæki í baráttunni við
aukakílóin og til
líkamsræktar.
Fyrir
Eftir
2 vikur
Milljónir manna, bæði konur og karlar, um heim ailan
nota vaxtarmótarann til að ná eðlilegri þyngd og til að við-
halda líkamshreysti sinni.
• Vaxtarmótarinn styrkir, fegraroggrennir likamann.
• Árangurinn verður skjótur og áhrifarikur.
• Æfingum með tækinu má haga eftir þvi hvaða likamshluta menn vilja
grenna eðastyrkja.
• Vaxtarmótarinn mótar allan líkamann. arma. brjóst. mitti. kviðvöðva.
mjaðmirogfætur.
• Íslenzkar þýðingar á æfingakerfinu fylgja hverju tæki.
• Hurðarhúnn nægir sem fcsting fyrir vaxtarmótarann.
• Reyndu þetta einfalda og hentuga nýja tæki til að ná aftur þinni fyrri líkams-
fegurð og lipurð í hreyfingum.
• 14 daga skilafrestur þ.e. ef þú ert ekki ánægður meðárangurinn eftir I4daga
getur þú skilað þvi og fengið fullnaðargreiðslu.
Nafn
Heimili
Staður........................Póstnúmer........
Póstverzlunin HEIMAVAL
Pósthólf 39,202 Kópavogi, Pöntunarsími 44440