Dagblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979—233. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVFRHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022.
ÓLAFUR JÓH. TAUNN
HÆFASTILEIDTOGINN
—síðan Geir, Albert og Lúðvík.
Ólafur Jóhannesson bar höfuð og
herðar yfir aðra stjórnmálamenn í
svörum almennings við þeirri spurn-
ingu i skoðanakönnun DB, hvern
menn teldu bezt til forystu fallinn.
Þessi könnun fór fram samhliða'
könnun DB um fylgi flokkanna, sem
var birt í gær. Tvö hundruð og einn
af þrjú hundruð spurðum nefndu
ákveðinn mann, og nefndu 79 Ólaf.
Það voru tæp 40 prósent af öllum
þeim, sem tóku afstöðu.
Menn úr öllum flokkum nefndu
Ólaf, enda var fylgi Framsóknar í
könnuninni 21,9prósent, langt undir
fylgi Ólafs.
í öðru sæti kom Geir Hallgrimsson
með 34 atkvæði. Albert Guðmunds-
son hlaut 20. 4. varð Lúðvík Jóseps-
son með 13. „Kannski ýta þessi úrslit
mér í framboð,” sagði Ólafur
Jóhannesson um úrslitin.
-HH
—Sjá nánar um niðurstöður og viðtöl við
„toppana” á bls. 8
vaxtalaus lán úr
vösum borgaranna?
— sjábls.5
Benedikt Gröndal:
Meiriáhyggjuraf
Braga en nokkru öðru
,,Ég hef meiri áhyggjur af þessu en
nokkru öðru sem er að gerast í dag. í
fúlustu alvöru get ég tapað þessu sæti
og dottið út af þingi. Þá verð ég að
fara að leita mér að annarri at-
vinnuj” sagði Benedikt Gröndal for-
sætisráðherra i Morgunpóstinum i
morgun.
Áhyggjuefni ráðherrans er fram-
boð dr. Braga Jósepssonar til 1. sætis
lista Alþýðuflokks í Reykjavík í próf-
kjöri flokksins. Bragi snaraðist heim
til Islands frá Ameriku, þar sem hann
gegnir prófessorsstarfi í eitt ár, þegar
fréttist um að þingkosningar stæðu
fyrir dyrum. Bragi segir i viðtali við
DB í dag, að hann sé staðráðinn í að
velta Alþýðuflokksformanninum úr
sæti sínu og þar með af þingi.
- ARH
Vélin bilaði og
bátinn rak til hafs
Um ellefuleytið i gærkvöldi hófst
eftirgrennslan og leit að litlum opnum 5
tonna báti, sem fór frá Siglufirði kl. 3 í
gærdag áleiðis til Húsavíkur. Þegar
báturinn var ekki kominn á áfangastað
kl. 11 fékk björgunarsveitin Garðar á
Húsavík báta til að fara út á flóann og
hugaaðbátnum.
SVFÍ fékk Stafnesið EA, sem var á
Grímseyjarsundi, til að sigla austur
með ströndinni. Litlu síðar sáu menn á
Stafnesinu Ijós norður af Flatey og
reyndist það ljós á bátnum sem saknað
var. Vélarbilun hafði orðið og rak bát-
inn frá landi undan sunnan strekkingi.
Nokkuð þykir óvarlegt að lagt skyldi
í þetta ferðalag undir myrkur á svo litl-
um farkosti. - A.St.
ÞRIDJUDAGSGLENNA
„Þaðer þriðjudagsglenna í honum, ’’ hefði einh ver veðurspámaður af gamla skólanum líklega kallað veðurlagio vii
dag. í gamla daga þótti ekki mjög hagstœtt að fá uppstyttu á þriðjudegi eftir óveður. Það boðaði verra veður slðar.
Myndin af heióursmanninum er reyndar ekki tekin I morgun. En hún er birt I þeirri von, að hann — og aðrir sem ga
blautan þvott Ifórum sinum — fái glcnnu á morgun líka. Og heht glennur alla daga.
- ARH / DB-mynd: Magnús Hjörieifsson.