Dagblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979. II — Þetta vil ég benda á sagði hann — til að sýna fram á hve hræðslan við völd stórbankanna er mikil meðal fjölda fólks. Óttinn við þá er mikill og aðeins óttinn við reiði manna sem ráða þar er nægilegt til að koma í veg fyrir að fjöldi manns vilji bera vitni í máli sem þessu. — Ég tel að nokkuð af því sem við höfum heyrt af munni vitna í þessu máli sé öðruvísi en það hefði ella orðið ef þessi hræðsla væri ekki fyrir hendi. Lögmaður blaðsins sýndi fram á að aðilar eins og Ritzau fréttastofan hefðu haft bankastjóra Handels- bankans fyrir þvi að lánstraust verð- bréfafirmans væri minna en áður. Um það efni hafa aftur á móti komið óskýrari svör frá blaðamönnum við Aktuelt, sem fyrst birti eitthvað um málið. Verðbréfafirmað lifði þó áfram og að sögn blaðamanna Information var það vegna þess að starfsmönnum þess tókst að selja hlutabréfin í B & W á mun hærra verði til Jan Bonde Nielsen en Handelsbankinn vildi. Við það telja blaðamenn Information að hann hafi skapað sér reiði Handels- bankans og síðar reynt að komast hjá að greiða hlutabréfin en ekki tekizt. Málið varðandi Information er nú mikið hitamál í Danmörku og meðal annars talið vafamái hvort tekst að koma í veg fyrir að um það bil tólf hundruð manns missi atvinnu sína hjá fyrirtækinu vegna rekstrar- erfiðleika þess. Jan Bonde Nielsen hefur nú verið ákærður fyrir ýmiss konar fjármála- misferli og á yfir höfði sér allt að átta ára fangelsisdóm ef hann verður dæmdur sekur. Information er dagblað sem mörgum þykir nokkuð vinstrisinnað. Blaðið kemur út í litlu upplagi en hefur vakið athygli fyrir greinargóðar fréttaskýringar um málefni í Dan- mörku og annars staðar í heiminum. orku sem þeir þurfa á næstu árum. Ríkisstjórn íhaldsflokksins telur það ekki nægilegt. David Howell orkumálaráðherra mælti með aukinni orkuvinnslu með kjarnorku á flokksþinginu fyrir nokkru. Hann fullyrti meðal annars að kjarnorkuverin væru mun trygg- ari rekstrarlega heldur en nokkur annar kostur sem Bretar hefðu völ á. Andstaðan gegn kjarnorkuverum er fyrir hendi á Bretlandi eins og viðar annars staðar í heiminum. Hingað til hafa stjórnvöld ekki þurft að hafa af henni miklar áhyggjur þar sem andstæðingarnir hafa skipzt í margar fylkingar, sem hafa til dæmis einbeitt sér að sérstökum orkuverum nærri heimilum sínum. Nú ætla kjarnorkuandstæðingar að sameinast og berjast gegn fyrirætl- unum ríkisstjórnarinnar. Hingað til hefur kveðið mest að andstöðunni gegn kjarnorkuverinu í Torness í Skotlandi. Þar komu meðal annars við sögu Greenpeace samtökin, þau hin sömu og barizt hafa fyrir því að hvalveiðar væru lagðar niður hér við land. Þúsundir manna komu til Torness í sumar og hertóku bygging- una. Enn er þó haldið áfram fram- kvæmdum þar, eftir að fóikið yfirgaf orkuverið tilvonandi. Burmeister & Wain fyrirtækið blandast nu inn i mörg dularfull fjár- málahneyksli. Miklir erfiðleikar eru. nú við rekstur þess. Lögmaður Information sagði í málflutningi sínum fyrir réttinum að hann teldi að meginhluti þess sem haldið hefði verið fram um þátt Handelsbanken í málefnum B & W hefði verið sannaður og aðeins eitt atriði í greinum blaðsins um málið reynzt byggt á misskilningi. Lög- maðurinn taldi að ýmis atriði sem hefðu reynzt stangast á í frásögn blaðsins og síðan við vitnaleiðslur við réttarhöldin mætti skýra með eðli- legum minnisbresti viðkomandi fólks. — Þegar ég tók að mér að flytja þetta mál fyrir blaðið Information var ég margsinnis spurður hvernig ég þyrði að sækja á hendur Handels- bankanum í svo stóru máli, sagði lög- maður Information. hafa sig að fífli — eða að þeir sem láta undan þrýstingi og fara á kjör- stað geri það áðeins til að skila auðu. Margir eru raunar þessarar skoðunar nú á haustdögum, eftir að spútniklið kratanna ákvað það sterk- an pólitiskan leik að kljúfa ríkis- stjórnina Ólafíu Gröndal-Amalds til þess að hella sér út í pólitískan kosn- ingaslag og geta makað sem mestu af smán á samstarfsflokkana — áður en stjórnin hafði setið nógu lengi til þess að nokkuð væri raunverulega aö marka afleiðingar (ég segi viljandi af- leiðingar, ekki árangur) hennar. Það virðist almennt þó nokkuð ofarlega í mönnum að kjósa ekki — eða skila auðu — því það hefur sýnt sig að vera sama hvað kosið er — það er aldrei tekið á vandamálunum af festu. Þau eru í mesta lagi „litin alvarlegum augum” eða „skoðuð”. Nú eru krat- arnir einir sestir á stjómarstólana, að vísu með stuðningi og fulltingi sjálf- stæðismanna sem þar af leiðandi bera fulla ábyrgð á þeirri stjórn sem nú situr á (starfs)stólum. Það er því ekki að undra þótt fólkið í landinu væri fljótt að finna nafnið á nýju stjórnina: Geirríður Gröndal. Kjallarinn Sigurður Hreiðar Ég sá I Svarthöfða á dögunum að hann kennir Vilmundi (núverandi dóms- og menntamálaráðherra) ein- um um óvænt kratagosið i síðustu al- þingiskosningum. Þetta held ég séu óþarfa brigsl til handa Vilmundi hró- inu. Hann er að vísu strigakjaftur og vílar ekki fyrir sér að belja út hrika- legar fullyrðingar, og er þar að auki eins og Jónas heitinn frá Hriflu að því leyti að honum er fjandans sama Um augljós og gild gagnrök — þegar mótherjinn hefur borið þau fram þrumar Vilmundur sina fullyrðingu þftur I krafti þeirrar fullvissu að lygi Verður að sannleika sé hún sögð nógu oft. Oft hafa þessar fullyrðingar beinst að því að sverta einstaklinga eða „kerfið” — eða þá hluta „kerfis- ins”, og þetta feUur í góðan jarðveg hjá óupplýstu fólki sem telur allt sem það ekki skilur vera sér fjandsamlegt „Mikill fjöldi er oröinn þreyttur á þessu mattádorspili... Launþeg- ar til forystu Frjáls verkalýðsfélög eru horn steinar í frjáisu efnahagslífi. Allir sem fást við þjóðmál af alvöru, vita að ekki er um að ræða frelsi eins þátt ar, meðan aðrir eru bundnir Kommúnistar stefna að vaxandi þvingunum á verkalýðinn, ekki síður en á miðstýrt efnahagslíf. Ég vU, að verkalýðsforystan auki veg frjálsra verkalýðsfélaga. Að þvi hefi ég unnið í samstarfi við fjölmarga launþega Innan Sjálfstæðisflokksins er viðtæk samstaða fólks úr öllum stétt- um um það að tryggja að áhrif verka- lýðsfélaga séu tryggð innan þingliðs Sjálfstæðisflokksins í komandi próf- kjöri. Ég legg mikla áherzlu á það að verða þar í einu af sjö efstu sætunum og treysti því að vera þá einn þeirra sem sanna kjörorð Sjálfstæðis- flokksins: Stétt með stétt. Það hefir lengi loðað við umræður hjá sósíalistaflokkunum að kalla sig „verkalýðsflokka”, svo sem eins og þeir hafi aflað sér einkaréttar á hagsmunum launþega á íslandi. Hið mikla kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins sýnir þó, að launþegar hafa treyst Sjálfstæðisflokknum að verðleikum fyrir sínum málum, enda hafa hinar Guðmundur H. Garðarsson lýsa því hvað hefði getað orðið, ef þeir hefðu ráðið. „Guðfaðir” vinstri- stjórnarinnar á ekki frómari ósk launþegum til handa en að biðja um að kaupmátturinn verði færður í Q „Launþegar bera vonandi gæfu til að draga ályktun um, hver sé hinn raunveru- legi flokkur launþega. mörgu félagslegu umbætur átt sér stað undir forystu Sjálfstæðisflokks- ins á undanförnum áratugum. Þau voru ekki lítil áformin og lof- orðin, sem vinstriflokkarnir höfðu uppi fyrir kosningar í fyrra, þannig að hver bauð upp fyrir annan í kapp- hlaupinu um myndbirtingar og viðtöl. Að loknum 13 mánuðum hlaupa þeir með buxurnar á hælun- um. Þeir keppast um blaðamanna- fundi til að ófrægja hver annan og sama horf og hann var áður en vinstri stjórnin tók við. Það rekur sig hvað á annars horn: verðhækkanir, erlend skuldasöfnum, skattpíning og stefnu- leysi. Launþegar á íslandi bera von- andi gæfu til þess að draga af þessari dýrkeyptu reynslu rétta ályktun um það, hver sé hinn raunverulegi flokkur launþega ekki síður en annarra stétta á' íslandi. Guðmundur H. Garðarsson, formaður VR og fær sönnun þess úr strigakjafti Vdmundar. En eins og ég sagði má ekki gera hann einan ábyrgan fyrir kratagosinu; þar réði örugglega miklu að fá til framboðs menn sem höfðu hlotið eins gríðarlega fjöl- miðlaauglýsingu og til dæmis Eiður og Ami Gunnars. Þótt sú auglýsing væri fyrir allt annað en pólitík yfir- færðist sú heimsábyrgð sem þeir höfðu sýnt gegnum vandlætingar- starf sitt í fjölmiðlunum yfir á þá sem ginnhvíta fulltrúa krataliðsins þegar út í slaginn var komið. Baráttan fyrir siðustu alþingis- kosningar einkenndist talsvert af því að allra flokka frambjóðendur (þó einkum krata, af því þeir höfðu ekki aðra fjölmiðla) voru duglegir að skrifa kjaUaragreinar i síðdegis- blöðin. Sumir — þar á meðal fram- sóknarmenn — sögðu að þetta hefði haft afgerandi áhrif á niðurstöður kosninganna. Það levnir sér ekki að fleiri eru þeirrar skoðunar, því síðan spútnikkratarnir gripu til þess her- fræðilega bragðs að rjúfa Ólafíu Gröndal-Arnalds hafa flokkspóUtísk- ar framaspírur verið ærið þéttsénar á kjallarasíðunum, ekki aðeins til að bjóða þjóðinni póUtískt ópíum við- komandi flokks, heldur til að sýna fram á með alvöruþunga hvað allir hinir séu slæmir, viljalausir og getu- lausir. Ég tek undir með Dóru: Kjósum ekki eða skilum auðu. Vita- skuld dreifast þau atkvæði sem greidd verða engu að síður á milli flokkanna, og vitaskuld fáum við engu að síður stjórn sem verður rétt eins og þær aUar hinar. En það er nokkurs virði að það komi fram svo ekki verður um vUlst, að mikill fjöldi manna í landinu er orðinn þreyttur á 'þessu mattadorspiU atvinnupólitík- usa sem viðgengist hefur að undan- förnu, og þátttökuleysi í kosningun- um á einn eða annan hátt getur ekki þýtt annað en að fólkið vill breyt- ingu. Lýðræði í því formi, sem það er praktiserað hér, þýðir í rauninni ekki annað en réttinn til að afsala sér lýð- ræðinu á fjögra ára fresti eða þegar krötum eða sambærilegum pótintát- um dettur í hug að nú væri gaman að komaí kosningaleik. Með lýðræðislegri kosninga- kveðju. Sigurður Hreiðar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.