Dagblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979. 44. skoöanakönnun DB: Hvada stjómmálamaður finnst þér bezt til forystu fallinn? Ólafur Jóh. talinn hæfasti leiðtoginn hlautstuðning fólksúr öllumflokkum Ólafur Jóhannesson, fyrrum for- sætisráðherra, vann yfirburðasigur í skoðanakönnun Dagblaðsins, þegar spurt var, hvaða stjórnmálamaður mönnum þætti bezt til forystu fallinn. Þessi könnun var gerð samtímis könnun DB um fylgi flokkanna, sem var birt i gær. i Ijós kom, að fólk, sern studdi aðra flokka en Framsókn, ncfndi Ólaf gjarnan, þegar kom að spurningunni um leiðtogann. Spurðir voru 300 manns. Af þeim 201, sem nefndi einhyern mann, fékk Ólafur stuðning 79. Þetta eru 39,3 af hundraðri allra. Vel að merkja var fylgi Framsóknar langt undir þessu hlutfalli, eða 21,9 af hundraði. Til viðbótar ber að athuga, að nokkrir aðrir framsóknarmenn voru nefndir. Formaður Hokksins, Stein- grímur Hermannsson, fékk 6 at- kvæði eða þrjú prósent. Einar Ágústsson, Alexander Stefánsson, Tómas Árnason og Halldór Ásgríms- son fengu eitt atkvæði hver. Foringjar sjálf- stæðismanna með tiltölulega lítið Athyglisvert er, að leiðtogar þess flokks, sem langmest kjörfylgi hefur samkvæmt skoðanakönnun DB, fengu tiltölulcga lítið fylgi í þessari könnun f samanburði við Ólaf Jóhannesson. Geir Hallgrímsson, formaður flokksins, kom að vísu i öðru sæti Niðurstöður Hjörleifur Guttormsson 4 könnunarinnar Jón Sólnes 2 urðu þessar: Jóhannes Nordal Eiður Guðnason 2 1 Ólafur Jóhannesson 79 Ólafur Ragnar Grimsson 1 Geir Hallgrxmsson 34 Einar Ágústsson 1 Albart Guðmundsson 20 Guðlaugur Þorvaldsson 1 Lúðvik Jósepsson 13 Gylfi Þ. Gíslason 1 Gunnar Thoroddsen 7 Alexander Stef ánsson 1 Svavar Gestsson 6 Tómas Árnason 1 Steingrímur Hermannsson 6 Kjartan Jóhannsson 1 Benedikt Gröndai 5 Halldór Ásgrímsson 1 Vilmundur Gylfason S Nef ndu engan mann 99 Davið Scheving Thorsteinssor Birgir ísl. Gunnarsson S 4 300 Olnl'ur .liihaniH'sson f>rn . fursii'lisrúðlu'rra r OlafurJóhannesson: „Gæti orðið til að ýta mér í framboð” ,,Það er alltaf gott að fá góðar fréttir. Jú, jú, þetta leggst vel í mig,” sagði Ólafur Jóhannesson, fyrrum forsætisráðherra þegar Dagblaðið kynnti honum niðurstöður skoðana- könnunarinnar. Niðurstöðurnar taka af öll tvimæli um að Ólafur nýtur trausts og vinsælda fólks úr öllum stjórn- málaflokkum — og flokkleysingja raunar líka. Ólafur Jóhannesson hefur látið að því liggj*' á opinberum vettvangi að hann hyggist ekki bjóða sig fram til þings framar. Þeirri ákvörðun hefur hreint ekki verið tekið með þögninni i herbúðum framsóknarmanna. Lagt hefur verið hart að honum að bjóða sig frant i Reykjavík og stuðnings- en aðeins með 34 atkvæði eða 16,9 prósent atkvæðanna. Albert Guðmundsson varð i þriðja sæti með 20 atkvæði eða 10 prósent. Gunnar Thoroddsen, varafor- maður flokksins, fékk 7 atkvæði eða 3.5 prósent, og lenti í fimmta sæti á þessum lista. Nokkrir aðrir sjálfstæðismenn voru nefndir. Davíð Scheving Thor- steinsson og Birgir ísleifur Gunnars- son komust i röð tólf efstu. Vanhöld voru einnig hjá Alþýðubandalaginu sem samkvæmt skoðanakönnun DB nýtur fylgis 21,9 prósenta þjóðarinnar. Lúðvík Jósepsson lenti í fjórða sæti en með aðeins 13 atkvæði eða 6.5 prósent. Svavar Gestsson l'ékk þrjú prósent og Hjörleilur Guttorms- son tvö. Alþýðuflokksmenn skiluðu sér illa til stuðnings við foringja sína. Bene- dikt Gröndal forsætisráðherra fékk aðeins fimnt atkvæði, eða 2,5 prósent. Vilmundur Gylfason fékk sama fylgi og Bcnedikt. Fylgi Ólafs Jóhannessonar var næstum hlutfallslega jafnmikið nteðal karla og kvenna, en mest var fylgi hans úti á landi. Hlutfallstölur 12 efstu manna af þeim, sem afstöðu tóku: Ólafur Jóhannesson 39,3% Geir Hallgrímsson 16,9% Albert Guðmundsson 10,0% Lúðvík Jósepsson 6,5% Gunnar Thoroddsen 3,5% Svavar Gestsson, 3,0% Steingrímur Hermannsson3,0% Benedikt Gröndal 2,5% Vilmundur Gylfason 2,5% Davið Sch. Thorsteinss. 2,5% Birgir Ísl. Gunnarsson 2,0% Hjörleifur Guttormsson 2,0% menn hans í Norðurlandskjördæmi vestra safna undirskriftum á áskorunarplagg um að hann bjóði sig fram þar á ný. ,,Það hefur ekki verið afráðið hvað verður ofan á hjá mér. Ég var búinn að segja að ég hætti núna, en ég get ekkí neitað því að margir hafa hvatt mig til framboðs í Reykjavik," sagði Ólafur. Ætlarðu að draga menn lengi á þvi að heyra um ákvörðun þína, Ólafur? ,,Nei, ég ák veð þetta fljótlega.” Og áttu von á að niðurstaðan i skoðanakönnuninni hafi áhrif á þá á- kvörðun? ,..lá, ég skal ekki segja. Þctta gæti svo sem orðið til að ýta mér i Iram- boð!” -ARH. Geir fékk nokkru meira fylgi kvenna en karla og Albert nokkru meira af körlum en konum. Fylgi Lúðviks var yfirgnæfandi karlkyns. Fylgi Geirs og Alberts var meira á Reykjavíkursvæðinu en utan þess. Athyglisvert er, að engin kona var nefnd í þessari leiðtogakönnun. -HH. „Óli Jóh. er enn beztur” Margir báru lof á Ólaf Jóhannesson í svörum við spurningu DB. ,,Það eru margir að harðna og koma til en Óli Jóh., er enn beztur,” sagði karl í Reykjavík. ,,Ekki er nú garðurinn auðugur, en Óli Jóh. hefur verið skástur,’ sagði annar karl í borginni. ,,ÓIi er rökfastur. Þótt vandi sé að velja, kýs ég hann,” sagði enn einn karl i borginni. ,,Óli er mesti skör- ungurinn í dag að minu mati,” var svar karls í Reykjavík. „Vilmundur var góður fyrir kosningarnar en er orðinn lítill nú,” sagði karl i Eyjum. „Ætli Ólafur Jóhannesson sé ekki sá bezti. „Óli Jóh., er alveg frábær,” sagði stuðningskona Alþýðu- flokksins á Akureyri. „Vil hafa Ólaf sem forsætisráðherra," sagði karl á Akureyri. „Óti Jóh. hefur staðið sig mjög vel,” sagði karl úti á landi, sem kaus Alþýðuflokkinn seinast. „Ég er ekki allskostar ánægð með Geir en vel hann samt,” sagði kona í Reykjavik. ,,Ég mæli með Geir, þótt hann sé kannski ekki ógallaður,” sagði karl i borginni. „Enginn er alvitur.” „Geir hefur vaxið við mótlætið á liðnu ári og sem formanni ber honum forystuhlutverkið,” sagði kona á Reykjanesi. ,,Ég kýs Geir vegna hans sterka persónuleika," sagði kona í Kópavogi. „Það þarf nýja leiðtoga með eins flokks stjórn. Prófum Albert,” sagði karl i Reykjavík. „Það þarf nýja forystumenn til að komast yfir fenið, sem við erum í. Ég tel Albert hæfastan,” sagði annar karl i Reykjavik. „Albert. Hann er sá eini, sem eitthvað vill gera,” sagði karl í Keflavík. „Þeir eru margir góðir, en ég tel Lúðvik Jósepsson bezt til forystu fallinn,” sagði karl á Suðurlandi. Það vantar mann frá iðnaðinum i forystuna. Davíð Scheving Thor- steinsson er maður,” sagði karl i Vogunum. „Það verður að gela Vilmundi Gylfasyni tækifæri til að sýna, hvað í honum býr,” sagði karl í Eyjum. „Ég get nú ekki nefnt neinn sér- stakan og alla vega ekki Sverri Her- mannsson,” var svar karls á Austurlandi. -HH. Albert Guðmundsson: r „Tek skoðana- könnunum með fyrirvara” - segir Geir Hallgrímsson „Eins og ég sagði i viðtali við Dag- blaðið í gær, tek ég öllum skoðana- könnunum með fyrirvara og í þessu tilviki er það ekki mitt að meta,” sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er fréttamaður bar undir hann úrslit skoðanakönn- unar DB um forystumenn. Spurning fréttamanns var þannig: „Ertu ekki ánægður með að vera tal- inn annar þeirra tveggja manna, sem bezt eru til forystu fallnir á Islandi.” -BS. „F0LK VILL EKKI BREYTINGU EN HELDUR í ÓLAF, GEIR 0G LÚÐVÍK” (ieir llallgrinisMin, l'ornuiður Sjúll'- slæðisl'lokksÍIIN. „Þessi niðurstaða kemur mér tals- vert á óvart. Hún staðfestir að fólkið virðist ekki vilja mikla breytingu á forystumönnum flokkanna i lands- málum. Það vill halda í Ólaf, Geir og Lúðvik eftir þessu að dænia. Mér þykir vænt um að komast í þennan félagsskap i skoðanakönnun,” sagði Albert Guðmundsson fyrrum al- þingismaður. Albert hlaul 20 af 201 greiddu at- kvæði i skoðanakönnun Dag- blaðsins. Hann er einn af kandidötum i prófkjöri sjálfstæðis- manna i Reykjavík unt næstu helgi. Hvernig leggst framboðsslagurinn í þig að þessu sinni? „Allur slagur leggst vel í mig. Ég er staðráðinn í að verja mitt sæti á lista Sjálfsfæðisflokksins þó að nýjar prófkjörsreglur geri mér óneitanlega erfitt fyrir. Nýju reglunum fylgir harðari barátta milli manna i flokkn- um og ég hélt satt að segja að af sliku væri komið meira en nóg.” -ARH. Alberl Guðmundsson — á sælkera- kvöldi á Hótel Loftleiðum. Með á myndinni eru Haukur Hjaltason og Pétur Sveinbjarnarson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.