Dagblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979. 3 FURÐULEG ALHÆFING —svar til Helgu Kress Spurning dagsins Þuriöur Pálsdóttir og Guðmundur Jónsson skemmta á tónleikum Söngskólans. Tónleikar aldarinnar? Þórhallur Guðmundsson nemi skrifar: Ég varð vitni að tónleikum aldar- innar í Háskólabíói þann 17. október sl. Þetta voru beztu tónleikar sem ég hef heyrt og séð. Einsöngvararnir voru alveg i toppklassa og sömu sögu var að segja af kórnum. Söngskólinn á hrós skilið fyrir hvernig hann stóð að þessu og ég vona að hann geti greitt sínar skuldir með slíkum tónleikum. Mín skoðun er sú að þetta hafi verið tónleikar aldarinnar. að margar konur — og það þótt þær eigi sjónvarp — hafa svokallaða hús- hjálp — kannske vikulega — kannske oftar — og stundum og sér í lagi stúlkur eða konur, sem aðstoða i gestaboðum. f sögunni er eins og áður er að vikið nefnd stúlka í þessu sambandi, en það er sjálfur kven- gagnrýnandinn, sem gefur téðri per- sónu starfsheitið vinnukona og geríst því sjálf nokkuð forn í hugsun og orðavali — eða hvað? Stæði henni ekki nær i okkar algilda nútíma, að kalla stúlkuna starfskraft? Tökum nú fyrir næstu svokallaða tímaskekkju. Helga Kress fer að velta fyrir sér aldri happdrættismiðans í sögunni Stóri vinningurinn. Tilvitn- un: Vinningur fellur á miðann. En hvenær, hvað hafa liðið mörg ár? Og hvað líður langur tími þar til gamla konan gerir sér ferð að sækja vinn- inginn? Manni dettur i hug m.a. vegna lýsingarinnar á skrif- stofunni, sem virðist vera happdrætt- isskrifstofa, að þetta sé miði, sem þarf að endumýja. En það stemmir ekki við gjöf blinda manns- ins og hver á líka að hafa endurnýjað miðann? Tilvitnun lýkur. Gagnrýn- andanum til hrellingar verð ég að gera henni kunnugt, að á sjötta ára- tugnum var í gangi svokallað ríkis- skuldahappdrætti, og giltu miðarnir — ja, gott ef ekki var í fimmtán ár — og voru vitaskuld alls ekki endur- nýjaöir. En árlega var birt vinninga- skrá yfir ósótta vinninga, og lá hún jafnan frammi á vissri skrifstofu, sem auðvitað var alls ekki fyrst og fremst bundin happdrættinu. Svo margt er aukinheldur umleikis á téðri skrifstofu sögunnar, að hver almenn- ur lesandi hefur, að því er mér er þegar kunnugt, gert sér ljóst, að þár gerist margt fleira en að afgreiddir séu happdrættisvinningar. Enn má benda á, að t.d. bankarnir hafa með höndum svokallað vegasjóðshapp- drætti, sem gildir til langs tíma, og þó að Helgu Kress verði að virða til vorkunnar fyrir æsku sakir ókunnug- leika hennar á ríkissjóðshappdrætt- inu, þá gerir hún sér vonandi Ijóst, að bankarnir geta naumast — í eigin- legri merkingu að minnsta kosti — kallast happdrættisskrifstofur, eða hvað? Hins vegar mætti kannske með nokkrum sanni kalla vinnustofur sumra gagnrýnenda happdrættis- skrifstofur. Helga Krcss ætti því framvcgis .að gæta sín betur, þegar hún ákvarðar tímaskekkjur í sögum. 1 sögunni Of seint verða greinileg kaflaskipti svo sem auðsætt er. Og bent get ég gagnrýnandanum á þá ótrúlegu staðreynd, að lægi hún rúm- föst — ef til vill í miklum gipsumbúð- um — svo mánuðum skipti, þá gæti hún enn þann dag i dag fyrirfundið hjúkrunarkpnu, sem reyndist henni svo gott sem algóð í starfi — og væri kannske falleg i tilbót. (Ljótt er að heyral). Og enn viðgengst sá siður, að gamlar konur ganga með klút ........ Maria Skagan skrifar: Værí ekki reynandi fyrir kvengagn- rýnandann Helgu Kress að gefa sjálfri sér réttar forsendur? í Dagblaðinu 6. október sl. er að finna gagnrýni um bækur mínar tvær, Stóra vinninginn og Konu á hvítum hesti. Er sú gagnrýni skrifuð af Helgu Kress. Verður henni þar tíð- rætt nokkuð um tímaskekkjur í sög- um Stóra vinningsins. Tilvitnun: Það er einhver tímaskekkja i bessum sögum og kemur hún einna áþreifan- legast fram i sögunni Gesturinn, þar sem frúin á heimilinu hefur bæði sjónvarp og vinnukonu, tvö fyrir- brigði, sem vart samræmast í tíma. Tilvitnun lýkur. Kvengagnrýnandan- um til hrellingar verð ég að taka það skýrt fram, að vinnukona er hvergi nefnd á nafn i þessari sögu. Hins vegar segir svo á einum stað: Tilvitn- un: Kannske það sé aldurinn, börnin löngu uppkomin og farin að eiga með sig sjálf, stundum dálítið tómlegt þegar gestirnir eru farnir, öskubakk- arnir fullir og stúlkan að þvo upp í eldhúsinu — tilvitnun iýkur. Ef Helgu Kress þóknast að kynna sér ís- lenzkt þjóðskipulag nú á dögum, þá er það því miður bláköld staðreynd, (samanber Stóri vinningurinn) og ömmurstinga glóðvolgum kökum að börnum (samanber söguna Bókin). Verður slíkt athæfi því að flokkast undir hreinan „realisma” að því er ég best fæ séð. (Þætti mér persónulega leitt til þess að vita, ef sá siður af- legðist með öllu). Skil ég ekki annað en þessar konur tilheyri þeim tíma, sem við nú lifum á rétt eins og hverjir aðrir. Annars er orðið tími ævinlega dálítið afstætt hugtak, og fyrir suma er ef til vill engin eldri kynslóð til en þeir eru sjálfir. Að lokum fæ ég ekki gerla skilið, hvernig unnt er að segja sögu án tilfinninga — þ.e.a.s. tilfinn- ingalausa sögu. Það hlýtur að vera margslunginn galdur. Sjálf hef ég undirrituð aldrei orðið svo fræg að lesa sögu, þar sem hvergi örlar á til- finningum. Óska ég svo kvengagnrýnandanum Helgu Kress þess, að henni megi nýt- ast scm best í sínu ábyrgðarmikla, en ef til vill eilítið vandsetna dómara- sæti, sú hin andlega spektin, sem henni mun bæði eðlislæg og áunnin. Við höfum mesta úrval landsins af hjónarúmum, mmmmr mm,——— komdu og skoðaöu þau. 4— wm. Sýnirigahöllinni við Bíldshöfða. Símar 81199 og 81410 Raddir lesenda Ferðu of t á bókasöfn? Albert Axclsson verkamaður: Aldrei. Ég kaupi mér yfirleitt þær bækur sem ég les. Viktor Þórir Albertsson silfursmiður: Nei, ég hef ekki farið nýlega. Áður fór _ég töluvert en hef haft svo lítinn tíma undanfarið. Ingi Már Gunnarsson nemi: Nei, ég geri ekki mikið að því. Það kemur þó fyrir. Böðvar Valtýsson rafvirkjameistari: Ekki er það nú. Það kemur þó fyrir. Rútur Snorrason kaupmaður: Nei, ég’ geri lítið að því. Ég les aðallega blöð og tímarit en frekar lítið af bókum. Dagrún Sigurðardóttir verzlunar- maður: Aldrei. Ég les yfirleitt frekar lítiðaf bókum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.