Dagblaðið - 23.10.1979, Page 6
6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979.
Kvartmíluklúbburinn
Vegna óhagstæðra brautarskilyrða var ekki hægt að halda
Kvartmílukeppni síðastliðinn laugardag. Áhorfendum,
sem mættu á keppnina, er bent á að aðgöngumiðinn sem
þeir keyptu þá gildir á næstu Kvartmílukeppni klúbbsins.
Stjórnin.
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njálsgötú 49 — Sími 15105
Þjóðarbókhlaða
Tilboð óskast í að steypa upp kjallara Þjóðar-
bókhlöðuhúss við Birkimel og ganga frá lögn-
um og fyllingu við húsið. Kjallarinn er um
2630 m2 og um 8100 m3.
Verkinu skal lokið 1. júlí 1980. Útboðsgögn 1
verða afhent á skrifstofu vorri gegn 100.000
kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama
stað þriðjudaginn 6. nóv. 1979 kl. 11.30.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Látiö oKKui'
vcria
vaáninn
Ryóvarnarskálinn
Sigtuni5 — Sirni 19400
1X2 1X2 1X2
9. leikvika — leikir 20. okt. 1979.
Vinningsröð: xlx — 22x — 11 x — 110
1. vinningur: 11 réttir — kr. 830.500.-
6371 (Reykjavikl 40993(6/10) Reykjavikl
2. vinningur: 10 réttir — kr. 25.400.-
2153 5229 7943 32234(2/10) 41456
2524 6583 8017 32753(2/10) 41460
2539 7355 30108 41431 41463
4621 7710 30308 + 41441 41470
Kærufrestur er til 12. nóvember kl. 12 á hádegi.
Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást
hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni.
Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða
teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að fram-
vísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýs-
ingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir
greiðsludag vinninga.
Getraunir íþróttamiðstöðinni - Reykjavík.
Israel:
Dómur hæstaréttar
veldur öngþveiti
— landnemum skipað að skila aftur landi til araba á
vesturbakkanum
Öngþveiti er nú í stjbrnmálum
ísrael eftir að hæstiréttur landsins úr-
skurðaði í gær að upptaka lands
araba á vesturbakka árinnar Jórdan
væri ólögleg. Fyrirskipaði rétturinn
þeim ísraelum sem setzt hafa að á
hinu upptekna landi að skila þvi aftur
til hinna arabísku eigenda.
Dómur þessi kemur í kjölfar til-
kynningar Moshe Dayan um að hann
ætli að segja af sér embætti utanríkis-
ráðherra. Afsögnin gengur í gildi í
dag og mun Dayan halda fund með
fréttamönnum eftir hádegið. Er búizt
við því að þá muni hann skýra nánar
ástæður fyrir afsögninni. Nokkrar
líkur eru taldar á að fleiri ráðherrar í
stjórn Begins muni feta i fótspor
Dayans og segja af sér.
Ljóst er að Begin forsætisráðherra
fsraels á nú mjög í vök að verjast.
Nokkrar tillögur eru komnar frarrr á
Knesset — ísraelska þinginu — um
vantraust á rikisstjórn hans.
Hæstiréttur ísraels neitaði að taka
tillit til röksemda rikisstjórnarinnar
að upptaka arabísks lands á vestur-
bakkanum væri réttlætanleg í Ijós
þjóðaröryggis. Ráðherrar sem stutt
hafa þessa Iandvinningastefnu á
vesturbakkanum voru mjög reiðir
vegna þessa dóms hæstaréttar.
Standa þeir nú frammi fyrir stöðvun
landnáms ísraela á þessu svæði, sem
margir þeirra álita að sé þeirra í Ijósi
fornrar sögu. Ekki er talið víst að
vamarmáttur ísraels á þessu svæði
veikist neitt þar sem sumt land á
svæðinu er í eigu ísraelsstjómar.
ElSalvador:
Fjórir fallnir í
vinstri uppreisn
Að minnsta kosti fjórir voru skotnir
til bana í San Salvador höfuðborg Mið-
Ameríkuríkisins El Salvador i gær.
Vinstri sinnaðir hópar gerðu uppreisn
gegn nýrri stjórn landsins. Tóku þeir
herskildi dómkirkju höfuðborgarinnar
auk annarrar kirkju. Uppþotin í San
Salvador hófust er hermenn hinnar
nýju stjórnar, sem komst til valda i til-
tölulega friðsamri byltingu fyrir rúmri
viku, hófu að leita vopna meðal fólks
sem tók þátt í fjöldagöngu vinstri
sinna.
Mikil _ mótmæli hafa borizt vegna
réttarhaldanna sem nú fara fram i Prag
gegn andófsmönnunum fimm. Mesta
athygli hafa mótmæli franska komm-
únistaflokksins vakið. Sá flokkur hefur
verið mjög varkár í að gagnrýna at-
burði sem gerzt hafa austan járntjalds.
„Við getum ekki fallizt á að réttar-
höld og fangelsisdómar séu réttlætan-
legt form i stað venjulegrar pólitiskrar
og hugsjónalegrar baráttu,” segir í
mótmælum franskra kommúnista.
Segir síðan að flokkurinn álíti að eina
lausn þessara mála sé nú að sýkna hina
ákærðu. Þannig verði réttlæti og
Kona hringdi úr dómkirkjunni og til-
kynnti að með þessum aðgerðum vildu
vinstrisinnar ganga úr skugga um hvort
hin nýja stjórn San Salvador hefði í
hyggju að standa við loforð sín um
aukið frelsi og félagslegar umbætur i
landinu.
Vinstri samtök eru mörg en sundruð
i El Salvador. Hafa mörg þeirra þegar
tilkynnt að þau hyggist auka andróður
gegn ríkisstjórn landsins, sem þau telja
í engu betri en fyrri rikisstjórn
Humbertos hershöfðingja.
sósíalisma bezt þjónað.
Hinir ákærðu hafa mótmælt öllum
ákærum en ákæruvaldið hefur boðað
að það muni færa sönnur á, að CIA
njósnaþjónusta Bandaríkjanna hafi
kostað útgáfustarfsemi andófsmann-
anna. Þeir eru allir í samtökum sem
tengjast Charta 77, sem er mótmæla-
hreyfing og krefst mannréttinda í
Tékkóslóvakíu í samræmi við Helsinki
sáttmálann frá 1975.
Réttarhöldin fara fram í litlum
dómssal og haf ættingjar og vinir hinna
ákærðu ekki fengið að vera viðstaddir.
Heldur ekki erlendir fréttamenn.
Ellefuskipsigldu
framhjá
flóttamönnunum
Hollenzkt skip bjargaði
fimmtíu vietnömskum flótta-
mönnum af skipsflaki í Suður-
Kinahafi fyrir nokkrum dögum.
Skipstjóri þess sagði eftir flótta-
mönnunum, að ellefu skip hefðu
siglt framhjá þeim áður en
Hollendingarnir komu þeim til
hjálpar. Flóttafólkið var orðið
uppiskroppa með bæði mat og
eldsneyti.
Hvíta lögreglan
mundi halda uppi
lögumogreglu
Núverandi lögregla i
Zimbabwe/Ródesíu mundi verða
aðalliðsaflinn, sem halda mundi
uppi lögum og reglum fram að
því að kosningar færu fram í
landinu, samkvæmt nýjustu til-
lögum Carringtons utanrikisráð-
herra Breta.
Sú lögregla er undir stjórn
hvitra manna. Ef samkomulag
næst á friðarfundinum í London
mun þetta lið, sem skipað er bæði
hvítum og svörtum, verða undir
beinnis tjórn fullttrúa Breta sem
hafa á yfirumsjón með fram-
kvæmd kosninganna.
Sá tveggja mánaða frestur sem
skæruliðaforingjunum Nkomo
og Mugabe er ætlaður til að
undirbúa kosningabaráttuna er
talin vera i það stytzta. Þeir hafa
ekki haft nein formleg samtök
innan landamæra Zimbabwe/Ró-
desíu og hafa barizt með skæru-
hernaði gegn stjórnvöldum þar i
samtals sjö ár.
Franskir kommar
mótmæla réttar-
höldum í Prag
Efnahagsbandalagiö:
ENGINN SKATTUR A
LÉTTUM VÍNUM
Útséð er nú um að ríki Efnahags-
bandalags Evrópu komi sér saman
um að leggja sameiginlegan skatt á
borðvín og annað léttvín og áfengi.
Ekki tókst að komast að neinu sam-
komulag um það á ráðherrafundi
ríkjanna, sem nýlega lauk í Luxem-
burg. Danir höfðu einkum beitt sér
fyrir að samræmdar yrðu reglur um
skatta á vín innan.ríkja Efnahags-
bandalagsins.
Ekki fékkst nein samstaða um að
samræma gjöldin og auk þess féllust
ráðherrar annarra bandalagsþjóða
alls ekki á þá hugmynd Dana að
Ieggja skatta á áfengi i hlutfalli við
áfengisinnihald þess.
Fulltrúar Vestur-Þýzkalands sögðu
að enginn pólitiskur grundvöllur
væri fyrir því að skattleggja léttvín
þar i landi. Slíkt þætti fólki þar hrein
fjarstæða og hefði það enda ekki
tiðkazt þar. Ekki eru slíkir skattar
heldur i Luxemburg néá Ítalíu.
Danmörk rekur nú mál fyrir dóm-
stóli Efnahagsbandalagsins þar sem
fjallað er um hvort leyfilegt sé að
hafa lægri skatt á sterka drykki en
létt vin. Ljóst þykir að skattlagning á
áfengi verður ekki afgreidd innan
bandalagsins en dómur fellur í mál-
inu.