Dagblaðið - 16.11.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 16.11.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979 — 254. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚI.A 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 2702’ f „ Reiöubúinn að koma þegar Island þarfnast mín’: ÞYZKUR PRINS VILL VERBA KONUNGUR YFIR ÍSLANDI —gengur eftir íslenzku boði umþað síðan fyrirstríð. Ráðamenn hértaka erindihans fálega. - sjá bls. 5 ^immmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmtm^mmmimmmmmimm^mmmmmmm^m Erfiðleikar í snjónum: Spáð rigningu og hlýnandi veðri — ellefu snjómoksturstæk; við ruðninga ímorgun Mikil snjókoma varð i Reykjavik i gærdag og fram eftir nóttu og mynd- aðist vegna þess ófærð á allmörgum götum Reykjavíkur. Eins og meðfylgj- andi mynd sýnir áttu margir í erfiðleik- um í gærdag, ekki sízt orkusparnaðar- mennirnir. Pétur Hannesson hjá Vélamiðstöð borgarinnar sagði í samtali við DB í morgun að ellefu snjótæki hafi verið send út snemma í morgun til að ryðja götur borgarinnar. „Við vorum búnir að ryðja strætis- vagnaleiðir um klukkan sjö í morgun,” sagði Pétur „enda höfum við ekki fengið neinar kvartanir frá strætis- ; vagnabílstjórunum. Breiðholtið og Árbærinn ganga nokkuð fyrir hjá okkur en við reynum eins og frekast er unnt að fara í smærri götur líka. Vissulega skapast þó alltaf nokkrir erfiðleikar í minni götum og síminn stoppar ekki hjá okkur. Fólk biður okkur að koma og ryðja götur hjá því og við reynum að bregðast við eins fljótt og auðið er”. Páll Bergþórsson hjá veðurstofunni tjáði okkur að hætt væri að snjóa i bili og myndi snjórinn sennilega hverfa eitthvað í nótt þar sem spáð er rigningu og hlýnandi veðri. „Það hefur snjóað langmest hér á Suðurlandinu,” sagði Páll ,,og það var ófært alveg til Þorlákshafnar. Þó var ekki mikill snjór á Selfossi. ! Vest- mannaeyjum snjóaði þó einna mest. Ég þori ekki alveg að lofa að snjórinn hverfi á svipstundu en hann mun þó minnka töluvert í nótt með hlákunni”. -ELA/DB-mynd: Hörður. i Olíufélögunum haldið utan við samningagerðina: HAGSTÆÐARA VERD Á OUU Á NÆSTA ÁRI tilboð liggja fyrir um 100-150 þúsundfrá Bretlandi, Finn- landiogNoregi Oliuviðskiptanefnd hefur að ósk viðskiptaráðherra aflað tilboða 1 oliuviðskipti á næsta ári. Fyrir liggja tilboð í 100—150 þúsund tonn af gas- olíu, þ.e. dísil- og húshitunarolíu, er líður á næsta ár, á hagstæðari verð- kjörum en Sovétmenn bjóða. Einnig standa til boða um 50 þúsund tonn af bensíni á verði, sem virðist ekki lakara en það sem felst í samningum við Sovétmenn. Þessi tilboð eru frá olíufélögum í Bretlandi, Finnlandi og Noregi og vegur þyngst tilboð frá brezkum aðil- um. Viðskiptaráðherra hefur falið oliuviðskiptanefnd að hafa milli- göngu um áframhaldandi samninga við þessa aðila. Frestur til að ljúka samningum við Sovétmenn rann út í gær og tókst ekki að fá fram breytingar á verðskil- málum oliukaupasamningsins. Sovét- menn hafa hins vegar fallizt á, að i samninginn verði bætt ákvæði þess efnis, að íslendingar geti með eðlileg- um fyrirvara dregið úr kaupum á oliu og bensini frá Sovétrikjunum á árinu 1980 og var samningur með þessari breytingu undirritaðurí gær. Oliufélögin hafa staðið utan við þessa samningagerð og ræddi DB í morgun við Vilhjálm Jónsson for- stjóra Olíufélagsins hf. og spurði hann hvort hér væru á ferðinni fyrstu skref ríkisins til þess að yfirtaka olíu- reksturinn hérlendis, en áður hafa oliufélögin séð um samningagerð vegna olíukaupa fyrir íslendinga. „Ég hef ekki hugmynd um þessa samninga,” sagði Vilhjálmur. „Oliu- félögin hafa ekki verið kvödd til í sambandi við þessa samninga. Þá hefur ekki verið haft samband við okkur um það hvernig á að hátta dreifingu á þessari olíu. Olíufélögun- um hafa ekki verið sýnd nein tilboð, sem olíuviðskiptanefnd kann að hafa fengið. Ef hægt er að fá ódýrari olíu en frá Sovétríkjunum er sjálfsagt að gera það. Olíuviðskiptanefnd hefur haft á fimmta mánuð til þess að vinna að málinu, þannig að maður skyldi halda að fyrir lægju tilboð. Þessi háttur hefur ekki verið hafður á áður, þar sem höfð hafa verið sam- ráð við olíufélögin. Eftir að olíuvið- skiptanefnd kom til hefur því verið hætt. Ég geri ráð fyrir þvi að olíufélögin þurfi að vita hvaða verkefni þeim eru ætluð í framtíðinni, en ég hef ekki hugmynd um hvort þetta er byrjunin áyfirtöku ríkisinsá oliufélögunum.” - JH Listráðunautur Bretadrottningar var njósnarí Sovét: Einsólík- legur og hugsazt gat — segir Aðalsteinn Ingólfsson, sem stundaði nám undirhandleiðslu SirAnthony Blunt ,,Ég var nemandi hans á árun- um 1972—74 og ég verð að scgja, að þetta kemur mér gjörsamlega á óvart. Blunt var eins litið líklegur til að vera njósnari og hugsazt getur. Ekki er hægt að hugsa sér „aristókratiskari mann í útliti og háttum,” sagði Aðalsteinn Ing- ólfsson, menningarritstjóri DB. er hann var inntur álits á sir Anthony Blunt, listaverkaráðu- naut Elisabetar Englandsdrottn- ingar. Margaret Thatchcr, for- sætisráðherra Bretlands, upplýsti í gær að Blunt hefði játað að hafa verið njósnari Rússa i siðari heimsstyrjöldinni. „Það kemur mér dálítið á óvart, hvcrnig að þessu cr •staðið,” sagði Aöalsteinn. ,,Fyrst eru honum gefnar upp sakir fyrir fimmtán árum og svo er flett ofan af honum núna með lálum. Blunt, sem cr listfræðingur, er mjög virtur í sinni grein um gjör- valla Evrópu,” sagði Aðalsteinn aðlokum. Þess má geta að Björn Th. Björnsson var nemandi Blunts á stríðsárunum. -GAJ — Sjá nánar í erlendum fróttum á bls. 8.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.