Dagblaðið - 16.11.1979, Side 8
8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979.
Bretland:
Njásnarinn var inni
a gafii drottningar
dularfulli maðurínn sem aðvaraði njósnarana Burgess og McLean þar með fundinn
Enn eilt njósnamálið skekur nú
Bretland og samkvæntt nýjustu
gögnum, sem Margrét Thatcher for-
sætisráðherra landsins lagði fram i
gær, jtá hefur lávarður einn, sem
viðurkennt hefur að hafa starfað
fvrir Sovétríkin, verið innsti koppur i
búri varðandi listaverkamál Elisa-
betar drottningar.
Lávarðurinn — Sir Anthony Blum
er sagður hafa njósnað fyrir Sovét-
menn bæði fyrir og eftir síðari heims-
styrjöldina og auk jiess meðan á
henni stóð. Var hann þá starfsmaður
leyniþjónustu landsins. Hann er 72
ára að aldri.
Sir Anthony, sem reyndar hefur nú
verið sviptur aðalstign, mun hafa
verið sá aðili, sem varaði njósnarana
Burgess og Maclean við árið 1951 og
gaf þeim þar með færi á að flýja
austur fyrir járntjaldið. Það mál er
eitthvert umtalaðasta njósnamál
síðari tíma.
Sir Anthony stundaði það fyrir
styrjöldina síðari , að velja og
komast í samband við efnilega unga
menn í Cambridge, sem hugsanlega
mættu verða til að aðstoða Sovét-
ríkin við njósnir.
Frú ThatCher forsætisráðherra
hefur nú fengið aðra fyrirspurn frá
þingmönnum. Er þar spurt um tengsl
brezks eðlisfræðings, dr. Wilfrid
Mann, við mál þeirra Burgess og
Maclean. Mann býr nú i Washington.
Hann hcfur þegar neitað sjálfur
öllum tengslum við þá tvímenninga.
í morgun var ekki vitað hvar Sir
Anthony Blunt var niðurkominn en
að sögn þjóns á heimili hans er
líklegast að hann hafi farið flugleiðis
til Ítalíu.
Frakkland:
GottBeaujolais
vín íár
Vin frá Beaujolais héraði í Frakk-
landi var kynnt í gær. Sérfræðingar eru
sammála um að í ár sé það gott og i
góðu jafnvægi þó svo að það jafnist
ekki á við árganginn frá því í fyrra.
ísrael:
Borgarstjóri
Nablusí
hungurverkfall
Borgarstjórinn í Nablus á vestur-
bakka árinnar Jórdan, sem ísraelsk
yfirvöld hafa rekið úr embætti, hefur
tilkynnt að hann hyggist fara í hungur-
verkfall í mótmælaskyni. ísraelskir
hermenn eru við öllu búnir ef til upp-
þota kæmi á vesturbakkanum og Gaza-
svæðinu vegna þessa máls. Allir arab-
iskir bæjarstjórar þar um slóðir hafa
sagt af sér í mótmælaskyni við brottvis-
un starfsfélaga sins í Nablus.
íran:
Bandaríkjamenn
þjófarogræningjar
Myndin er af slökkviliðsmönnum berjast við elda i gasi sem kviknaði i er Ist för út
af sporínu rétt við Toronto I Kanada. í morgun var tilkynnt að átta slökkviliðs-
menn hefðu veríð fluttir i sjúkrahús, þar sem talið var að þeir hefðu orðið fyrír
gaseitrun, jafnvel banvænni.
London:
Bermuda-stúlka
ungfrú heinuir
Sérfræðingar Reuter fréttastof-
unnar i kvenlegri fegurð sögðu i
morgun að hlutur kvenna frá eyjum
hefði verið góður við úrslit Miss
World fegurðarsamkeppninnar sem
fóru fram í London í gær.
Sigurvegarinn var Gina Swainson
frá Bermuda eyjalýðveldi í Karabiska
hafinu. önnur varð ungfrú England
og í þriðja sæti ungfrú Jamaika,
einnig frá eyju. í fjórða sæti kom
ungfrú Ástralía.
Gina frá Bermuda er 21 árs og
vakti athygli fyrir að gráta ekki er úr-
slit voru tilkynnt um að hún hefði
verið kjörin Ungfrú alheimur árið
1979. Stöllur hennar frá Englandi og
Jamaika munu hins vegar hafa séð
um þá hlið málanna.
Verkfall sjónvarpsmanna i Bret-
landi setti nokkurn skugga á úrslita-
keppnina og sást Ungfrú alheimur
stutt í brezka sjónvarpinu í gær-
kvöldi. Gina starfar fyrir vinfyrir-
tæki í heimalandi sínu. Verðlaun
hennar eru 5000 pund eða jafnvirði
rúmlega fjögurra milljóna íslenzkra
króna. Auk þess eru drottningunni
tryggð laun, sem ekki eru minni en
tólf milljónir á komandi ári.
Hin nýkrýnda fegurðardrottning
hefur áður verið í slíkum stórkeppn-
um. Fyrr á þescu ári var hún í
Ástralíu, þegar keppnispallurinn
hrundi undan stúlkum sem kepptu
um titilinn Miss Universe. Var Gina
þá ein af þeim sem slapp við að falla
niður um gat sem myndaðist á pallin-
um.
Úrslitin i Miss World keppninni i
gærkvöldi fóru alveg í bága við spár
veðmangara en staða ensku stúlkunn-
ar í veðbúðum í London var 3—1 í
gær.
Fimmtíu sjómenn fór-
ust er skipið sprakk
Tyrkneskir slökkviliðsmenn voru í
morgun búnir að ná tökum á brenn-
andi olíuflákum rétt við höfnina i
Istanbul. Olían er frá rúmensku olíu-
skipi, sem sprakk í loft upp i gærkvöldi
við árekstur við grískt flutningaskip.
Óttazt er að rúmlega fimmtíu af
áhöfn rúmenska skipsins hafi farizt.
Sjö lík eru þegar fundin, fjörutíu og
fjögurra er saknað en aðeins hafði
verið bjargað þrem af rúmensku áhöfn-
inni í morgun. Þrjátíu og þriggja
manna áhöfn gríska flutningaskipsins
var bjargað. Tyrknesk yfirvöld til-
kynntu í morgun að skipstjórinn og
nokkrir af áhöfn hans hefðu verið
handteknir.
Gríska skipið mun aðeins hafa
skemmzt lítillega af eldi auk þess sem
áreksturinn hefur sett mark á það. Var
það dregið af slysstað. Talið er að hag-
stæð vindátt hafi komið í veg fyrir að
oliuflekkir dreifðust yfir meira svæði
en raun ber vitni.
Erlendar
fréttir
Khomeini trúarleiðtogi í iran kallaði
Bandaríkjamenn bæði þjófa og ræn-
ingja í gær er hann ávarpaði landa sína.
Hann hvatti stúdenta, sem hafa sendi-
ráð Bandaríkjanna í Teheran á valdi
sínu, til að standa óhagganlegir og full-
vissaði þá um fullan stuðning sinn í að
krefjast framsals keisarans fyrrverandi
gegn framsali bandarísku gíslanna í
sendiráðinu. Fer þetta heldur i bága við
túlkun Bandarikjanna á orðum núver-
andi utanríkisráðhera írans í bréfi sem
hann hefur sent til Sameinuðu þjóð-
anna.
Þetta eru fyrstu opinberu viðbrögð
Khomeinis eftir að íransstjórn tilkynnti
að ætlunin væri að innkalla allar
íranskar inneignir í Bandarikjunum og
síðan tilkynningu Bandaríkjastjórnar í
kjölfar þess, þar sem tilkynnt var að ir-
anskar eigur vestra yrðu frystar.
Skákmótið íHollandi:
Karpov sigraði
iþriðja sinn
Anatoly Karpov heimsmeistari
sigraði á skákmótinu sem haldið
hefur verið í Tilburg í Hollandi að
undanförnu. í elleftu og síðustu um-
ferðinni bar hann sigurorð af landa
sínum og fyrrverandi heimsmeistara,
Vasily Smyslov. Það var þó ekki fyrr
en að skák þeirra hafði farið í bið.
Þetta er í annað skiptið sem Karpov
sigrar á skákmótinu í Tilburg, en það
hefur verið haldið þrisvar. Verð-
launin voru 6000 gyllini sem mun
vera hátt á aðra milljón íslenzkra
króna. Voru auk þess greidd 1000
gyllini fyrir unna skák.
Oleg Romanishin frá Sovétríkjun-
um náði öðru sæti á mótinu. Hann
lagði fyrrum heimsmeistara að velli í
siðustu umferðinni eins og Karpov.
Var það Boris Spassky, landi þeirra,
sem reyndar býr nú í París. Frammi-
staða Romanishin á þessu móti hefur
vakið athygli en hann mun vera um
þrí'tugt, aðeins nokkru eldri en
Karpov.
Önnur úrslit: Sosonko tapaði fyrir
Timman, Sax og Hort gerðu jafn-
tefli, Portisch sigraði Kavalek og
Bent Larsen og Húbner gerðu jafn-
Anatoly Karpov heimsmeistarí tefldi af
öryggi I Tilburg og tryggði sér sigur-
inn.
tefli. Lokastaðan er þá: Karpov 7,5,.
Romanishin 7, Portisch, 6,5, Sax 6 ,
Spasský, Timman og Larsen 5,5,
Hort og Húbner 5, Kavalek 4,5, og
Smyslov rekur lestina með 2,5
vinninga.