Dagblaðið - 16.11.1979, Qupperneq 12

Dagblaðið - 16.11.1979, Qupperneq 12
Opið bréf til Vilmundar Gylfasonar dómsmálaráðherra: Með lögum skal land byggja Ekkert samfélag fær staðizt án þess að þegnar þess virði tiltekið lág- mark reglna í samskiptum sinum. Á Vesturlöndum eru mannhelgi og eignahelgi hyrningarsteinar laga og réttar. Ef þessir grunnsteinar bygg- ingarinnar bresta er víst að allt sem á þeim hvílir hrynur: Enginn yrði óhultur um líf sitt eða lífskilyrði sín, hús og skjól, atvinnu og lifsviður- væri. En þessir hyrningarsteinar standa því aðeins á föstum grunni að þeir séu ekki vörn gegn þjóðfélagslegu ranglæti, svo sem ójöfnuði í skipt- ingu lifsins gæða, hvort heldur er eignir, þjóðfélagsstaða eða önnur aðstaða til að njóta sín — að lifa lifinu. Sumir smjúga um möskva laganna... Ýmsir öfgahópar á Vesturlöndum spretta af þvi að þrátt fyrir glæst yfir- borð viðgengst margs konar ranglæti og ójöfnuður sem góður vilji stjórnarvalda reynist ekki umkominn að útrýma. Vlenn lenda á betrunar- húsum fyrir smáafbrot en stórlax- arnir annaðhvort smjúga í gegnum möskva laganna eða slíta þá af sér. Gífurleg ' óverðskulduð aðstaða grundvallast á lögum eins og t.d. erfðalöggjöf. Gífurleg óverðskuld- uð lifsgæði hverfa i vasa þeirra sem græða á verðbólgu. Gifurlegar eignir lenda undir „eignarrétl” þeirra sem koma sér undan skatti með þvi að kunna á skattalögin eða hreinlega svíkja undan skatti með því að falsa bókhald o.s.frv. Allt stuðlar þetta að skiptingu íbúa Vesturlanda í tvær þjóðir: Þcirra sem velta sér i pening- um og hinna sem hafa varla til hnífs og skeiðar ef litið er til þeirra lífs- venja sem tíðkast á Vesturlöndunt. Margir eru og í yfirstéttinni af því að þeirra njóta ýrniss konar fríðinda, svo sem ókeypis húsnæðis hjá riki eða sveitarfélagi, ókeypis bifreiðar, fara ávallt til útlanda á kostnað rikisins eða fyrirtækisins o.s.frv. Fleiri glæpir framdir í nafni hins góða en hins vonda Þrátt fyrir þetta er lífið á Vestur- löndum líklega bærilegra almenningi en það hefur verið nokkru sinni áður í sögunni. Og, vel að merkja, marg- falt meiri glæpir hafa fyrr og síðar verið framdir í nafni laga og réttar, dyggðarinnar og hins góða, en i nafni glæpsins sjálfs og hins vonda. Lik- lega eru stjórnmálamenn að nálgast töluna 100 milljónir manna sem þeir hafa látið drepa í nafni hins „góða málstaðar” hugsjónanna á þcssari öld. Þeim til aðstoðar við verkin hafa einkum verið hershöfðingjar en einnig, fyrr og siðar, hafa prestar, lögfræðingar og læknar lagt hönd að verki við misþyrmingar og manndráp i nafni hins góða. Yfirleitt fer þessi hroðalega stað- reynd fram hjá almenningi þegar hann ræðir um gott og illt, heiðar- leika og glæpi, alveg eins og auðvelt sé að greina á milli þessa tvenns og jafnvel börn eigi að geta það. Sagan og reynslan sýnir að harla erfitt cr að gera greinarmuninn og varla á færi nema vitrustu manna. Hin margvis- legu siðakerfi sýna að það sem var dyggð fyrir öld er nú ef til vill glæpur og öfugt. En þessa glámskyggni al- mcnnings á gott og illt nota lýðskrumarar sér til hins ýtrasta til að þjappa saman liði sínu. Sannleikurinn er sá, að menn hljóta ekki dóm eftir því hvað þeir gera heldur eftir þvi hvernig verk þeirra eru skilgreind og það er venju- lega hinn sterki sem hefur valdið til að skilgreina. Galdrakerlingar áður fyrr voru- venjulega óframfærnar ungar stúlkur eða gamlar hálfósjálf- bjarga konur. Upp fyrir mönnum virðist og vera að renna að miklir glæpir hafi verið framdir í nafni geðsjúkdómafræðinnar, ekki aðeins í Rússlandi heldur og i Bandarikjum Norður-Ameriku, svo ekki séu fleiri staðir nefndir. í nafni siðgæðis hafa flest fjöldamorð verið framin: í Þýzkalandi voru útrýming Gyðinga „meindýraeyðing”, þ.e. heilbrigðis- þjónusta. í íran eru glæpirnir framd- ir í nafni Guðs múhameðstrúar. Kristnir menn hafa ofsótt og drepið hverjir aðra í miklu meiri mæli en þeir hafa þolað slikt af öðrum trú- flokkum. Öll þessi reynsla af skeikulleika manna og athöfnum þeirra veldur því að vitrir menn eru jafnan varkárir i dómum um aðra og ekki vissir un' hvaðségott og hvað sé illt. Þótt Kómeini komi frarn í nafni múhameðstrúar, scm er ein hinna æðri trúarbragða, kemur okkur skringilega fyrir sjónir þegar hann kallar það siðspillingu að konur gangi í buxum. Hann hefur sitt siða- kerfi við að styðjast í Kóraninum. Hröp þín, dóms- málaráðherra Mér kemur og harla skringilega fyrir sjónir þegar þú, Vilmundur Gylfason dómsmálaráðherra, eða arkitekt ef þú vilt heldur en það hefurðu kallað sjálfan þig, hrópar sífellt um siðgæði og siðleysi og fellir dóma ótt og títt á þeim grunni. Þú kallar lögfræðingastéttina „ómennt- aðasta fólk á Vesturhveli jarðar”, af þvi að því sé innrætt vestur á Melum „ekki að taka móralskar ákvarðanir, ekki að bera siðferðilega ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut”. Verða þessi orð þín helzt þannig skilin að þú viljir að íslenzkir dómstólar felli heldur dóma á grundvelli „sið- gæðis”, eins og Kópieiní gerir, en ekki 1 með skýringu á íslenzkum lögum. Og nú ert þú orðinn dóms- málaráðherra og getur breytt kerfinu. En þrátt fyrir allt talið um siðgæði og siðleysi átt þú, Vilmundur Gylfa- son, alveg eftir að gera grein fyrir hvaða siðakerfi þú vilt að gildi, hvert er siðakerfi þitt. Það hefur þú aldrei gert og væri þér þó nær að byrja á þeim endanum, forsendunum, áður en þú ferð að fella dómana. Þú hefur ekki afhent okkur þinn „Kóran”. Þú segir að i Lagadeild Háskóla íslands sé „fólki innrætt undirgefni og ræfil- dómur” og þú heldur áfram: „Einstaklingur sem hlotið hefur slíka innrætingii kennara eins og Ólafs Jóhannessonar er Björn Helgason, ritari Hæstaréttar.”. Nú ;.ert þú orðinn y firmaður Björns. Hvað ætlar þú að gera í málinu? Orð þin brjóta í bága við almenn hegningarlög eins og þau eru í dag. Ætlar þú ekki að snúa þér strax að því að breyta þeim? Eða ætlar þú þá ekki að beina tilmælum til ríkissaksóknara um að hann vakni af þyrnirósarsvefni og hefjist handa um að fara að lögum og hefji því málsókn á hendur þér sjálfum, Vil- mundi Gylfasyni, því að í 108. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir: „Hver sem hefur í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum eða ærumeið- andi aðdróttanir við opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða við hann eða um hann út af því, skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 3 árum.” Nú reynir á þig, Vilmundur, að þú sért sjálfum þér samkvæmur, því að ekki á annað siðferði og önnur lög að gilda um þig en aðra þegna þessa lands. HUSAVIÐGERÐIR - BREYTINGAR VANIR FAGMENN. - TILBOÐ EÐA TÍMAVINNA - ' ^ ’ UPPL. I SIMA 71796. A „Það er þjóðinni heldur dýrt spaug, að ^ hinir óupplýstu skuli þurfa að taka lexíu sína með þeim hætti, sem þú gerir.” DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979. Kjallarinn SigurðurGizurarson Annað en þú lætur í veðri vaka Þótt þú hafir ekki enn gert grein fyrir hvaða siðakerfi þú aðhyllist þykist ég geta lesið siðferði þitt út úr flestum skrifum þínum. Og það er andstæða þess sem þú vilt láta í veðri vaka. Þannig segir þú í Alþýðublað- inu 19. júní sl: „Hæstiréttur íslands á að vera önnur stofnun, sem er hafin yfir opinbera umræðu. í slikum hug- myndum felst hvorttveggja — sið- menning og siðfágun. En Ármann Snævarr eða aðrir ábyrgðarmenn Hæstaréttar íslands, þessarar virðu- legustu stofnunar íslenzka réttarfar- ins, er með möppudýrshætti sínum að gera þessa lífsskoðun ókleifa.” Auðvitað hefur þú aldrei gert grein fyrir því, við hvaða siðaboð og við hvaða siðakerfi „möppudýrsháttur” brýtur svo hroðalega i bág við. Er nokkurs staðar á byggðu bóli til það siðakerfi eða þau lög sem stimpla „möppudýrshátt” sem glæp — hvað þá stórglæp? En þú heldur því fram að það sé bæði „siðmenning og siðfágun”, ef Hæstiréttur sé „hafinn yfir opinbera umræðu”. Þarna tel ég þitt raun- verulega siðamat gægjast fram og það ber vitni um að þú ert siðferði- legur ruglukollur, svo að þín eigin orð séu notuð. Undir þetta siðamat fengist enginn siðfræðingur á Vestur- löndum til að taka. í þvi lýsir sér sú undirgefni og ræfildómur sem þú þykist vera að ráðast gegn. Siðamat þitt, eins og orð þín lýsa því, er vald- bundið og ólýðræðislegt og fullt ójafnaðar. Það er i þeini anda undir- gefni við yfirvöld sem tiðkast hjá austrænum einvöldum þar sem ekki má tala um né gagnrýna yfirvöld. Og það lýsir vilja þinum til að loka kerfinu, skrúfa fyrir opinbera umræðu og frjálsa gagnrýni á það sem miður kann að fara hjá yfirvaldi, í þessu tilviki Hæstarétti. Andstæða þessa viðhorfs er hið frjálsa, lýðræðislega, sem býður velkomna opinbera umræðu um allt milli himins og jarðar, hvort heldur það er barnið á götunni eða Hæstiréttur. Þrítugur hamar siðgæðisins Þú, Vilmundur arkitekt, þykist vera að klífa þrítugan hamar siðgæðisins þegar þú segir Hæstarétt eiga að vera hafinn yfir opinbera umræðu. Það er hrapallegur mis- skilningur. í Hæstarétti eru aðeins menn, menn sem getur skjátlast, og þeim er því þörf á málefnalegri gagn- rýni bæði frá manninum á götunni og frá lærðum lögfræðingum. Ég veit að dómarar Hæstaréttar taka slikri umræðu með velvild og opnum huga. En hvorki Hæstiréttur né tslenzka þjóðin hefur þörf fyrir skítkast í garð Hæstaréttar. Með slíku er unnið mikið óþurftarverk því að með þvi er verið að grafa undan stoðum íslenzkrar stjórnskipunar. En einmitt það gerir þú, Vilmund- ur Gylfason, sem kaldhæðni örlag- anna hefur nú tyllt um stundarsakir i stól dómsmálaráðherra. Þú hefur jú viðhaft eftirfarandi orð um það þegar þú fékkst ekki embætti dóms- málaráðherra i vinstri stjórninni fyrir einu og hálfu ári: „Þá hefi ég verið næst því að fara á taugum, láta yfir- vegaða hugmyndafræði lönd og leið, í hasar undangenginna ára.” Afar sérkennileg játning, Vilmundur. l.angaði þig svona óskaplega mikið i dómsmálaráðherraembættið? Stattu þá við stóru orðin. Og lítur þú á stjórnmálaafskipti þin sem „hasar”? Þú þykist, Vilmundur, vera að klifa þrítugan hamar siðgæðis með því að ætla Hæstarétti að vera „tabú” í íslenzku samfélagi. En stendurðu við orð þín? Staldrarðu lengi við á þeim sigurhæðum siðgæðisins. Nei, þú hefur ekki fyrr sleppt orðinu en þú steypir þér fram af hamrinum niður í urðir hams- leysis. Þar engist þú svo sundur og saman sem endranær, ausandi köpuryrðum og aur á báða bóga. Það var sjálfum þér líkt að gera alltaf þveröfugt við það sem þú þykist vera að boða. Að visu ert þú ekkert eins- dæmi. Svo fer fyrir mörgum öðrum manninum sem stundar slíkar fjall- göngur og loftfimleika. Það er anzi sleipt uppi á háum tindi siðgæðisins. Meira að segja Kómeiní, sem hefur varið heilu ævinni til að stúdera sið- fræði, virðist skrika þar fótur. Nú, þegar þú ert kominn i embætti dómsmálaráðherra, færð þú tæki- færi til að koma í framkvæmd vilja þínum, sem lýsir sér i eftirfarandi orðum þínum: „Og Alþingi er skylt að kanna, ekki einasta bréfaskriftir Baldurs Möller. . . heldur og símtöl hans, eftir því sem frekast kostur er” (Vísir 13.2. 1976). Ertu, Vilmundur, búinn að setja segulband á sima Baldurs Möller eða þá dómarastéttarinnar almennt, þvi að um hana sagðirðu m.a.: „Það er vissulega að bera í bakka- fullan lækinn að segja enn eina söguna úr íslenzku dómskerfi, svo morknu dómskerfi, að ónýtt getur talizt. En það er samt ástæða og kannski aldrei meiri. Visustu mönnum er orðið ljóst, að íslenzkt réttarriki er um sinn fyrir bi — sú ómynd af réttarríki, sem þá virðist við lýði, virðist til þess fallin — svona almennt og yfirleitt að þjóna undir skúrka og hálfskúrka.” Nú spyr ég, Vilmundur: Hvað ætlarðu, í embætti þínu, að gera til að reisa réttarkerfið úr rústum? Allt sem þú hefur enn sem komið er minnzt á er algjört kák og sýndar- mennska. Hvað ætlarðu að gera? Fyrst lýstir þú fyrir nokkrum árum Alþingi sem svinastíu. Og svo vildirðu ólmur og uppvægur fara í hana. Og Alþingi hefur lítið breytzt fyrir komu þína þangað nema ef vera skyldi til hins verra. Og þú lýstir dómarastéttinni sem morkinni og hættulegri þjóðinni og dómskerfinu sem ónýtu, ef ekki svínastíu. Og svo viltu ólmur og uppvægur komast í þann félagsskap en hefur ekkert til málanna að leggja, þegar til á að taka, nema nokkrar lummur frá Steingrími Hermannssyni og Ólafi Jóhannessyni. Spurningin er: Hvers vegna sækist þú, Vilmundur, svona mikið eftir því að komast í „svína- ríið”? Ég ætla nú ekki að hafa þetta opna bréf til þin lengra að sinni, þótt heil bók um ósamkvæmni þina gæti orðið. Mælir dómgreindarleysis þíns og alþýðuflokksforystunnar fylltist þegar Benedikt Gröndal sýndi þá „undirgefni og ræfildóm” að fá þér embætti dómsmálaráðherra til að striplas! siðlerðilega i. Og í þvi „strip teasi” getur þú ekki striplazt nema með kefli eigin orða i munninum. N Hvernig er hægt að opna dómsmála- ráðherrann? Þú hefur einstaka sinnum drepið á góð og þörf mál í skrifum þinum. En það gerir lítið til að vega upp á móti allri vitleysunni sem þú hefur hcllt yfir þjóðina. Meinið er, að þú ert lokaður, Vilmundur. Þegar þú ert að tala um að opna kerfið, ert þú að bera þin persónulegu vandamál á torg. Málflutningur fyrir dómstólum er opinber og getur hver sem er hlustað á, nema t.d. um barns- faðemismá! eða hjónaskilnaðarmál sé að ræða eða skyld mál. Sem dóms- málaráðherra talar þú um að opna dómskerfið. Vanþekking þin olli, að þú vissir ekki að það hefur um ára- tugi verið opið. Þó gazt þú, áður en þú gafst yfirlýsinguna, flett upp í lagasafninu. En lokun þin og sam- bandsleysi við veruleikann olli þvi að þú gerðirþaðekki. Það er þjóðinni heldur dýrt spaug að hinir óupplýstu skuli þurfa að taka lexíu sina með þeim hætti sem þú gerir. Þannig er það, Vilmundur, því að þvi miður er það satt sem þú sagðir i Dagblaðinu hinn 11. júní 1979, þegar þú barst þig saman við lögreglumann sem hafði falsað sönnunargögn með þvi að læða smyglvarningi í bifreið meðborgara síns til þess að Ijúga upp á hann sekt og koma honum þannig undir mannahendur og lás og slá: „Málstaðurinn er samt sá sami — stigsmunur og ekki eðlis á aðferðum og vinnubrögðum.” Sigurður Gizurarson sýslumaður.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.