Dagblaðið - 16.11.1979, Side 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979.
13
Hjálparsveit skáta
i Kópavogi 10 ára
—sveitin nú meðal öf lugustu hjálparsveita landsins
Hjálparsveit skáta i Kópavogi er 10
ára. Sveitina stofnuðu ungir skátar 4.
nóvember árið 1969. Sveitin hefur
vaxið mjög og eflzt á þessum áratug og
félagar hafa markvisst verið þjálfaðir
og nauðsynlegra tækja aflað. Nú er svo
komið að hjálparsveit skáta í Kópavogi
er með öflugustu hjálparsveitum
landsins.
Kópavogsbúar hafa stutt sveitina
dyggilega, en meðal tekjulinda hennar
er flugeldasala, viðskiptaskrá fyrir-
tækja í Kópavogi og dagatal. Hjálpar-
sveitin á nú tvo bíla, rússneska jeppa-
bifreið og frambyggðan GMC fjallabíl
sem tekur 12 menn. Þá ásveitin Zodiac
björgunarbát auk fjölda annarra
nauðsynlegra björgunartækja.
Lögreglan í Kópavogi hefur aðgang að
björgunarbátnum ef nauðsyn krefur.
Á sl. 10 árum hefur sveitin verið
kölluð út margoft í leit að týndu fólki,
flugvélum o.fl. Sveitin hefur stundað
sjúkragæzlu á mannamótum og
aðstoðað Kópavogsbúa í slæmun
vetrarveðrum.
í tilefni afmælisins hélt sveitin hó
þar sem samankomnir voru fulltrúa
Almannavarna, bæjarráðs Kópavogs
Lionsklúbhsins Munins og fl. Þar voru
sveitinni afhentar vcglvgar gjafir sem
ættu að koma sér vel í starfi hennar í
framtíðinni.
-JH
Óskar Sigurmundsson, formaður Hjálparsveitar skáta 1 Kópavogi, tekur við gjöf frá
Lionsklúbbnum Muninn. Gjöfin er sjúkrabörur, sérhannaðar til erfiðra björgunar-
starfa með hjóli og skiðum sem notuð eru eftir aðstæðum.
DB-mynd Ragnar Th.
Reynolds
fékk hús
Presley
Burt Reynolds, hinn 43 ára
gamli ameriski kvikmyndaleikari,
hefur keypt hið fina einbýlishús
Elvis Presley i Beverly Hills. Að
sjálfsögðu var húsið ekki með því
ódýrara, því sagt er að Reynolds
hafi greitt hátt í 800 milljónir
króna fyrir það. Hann er um
þessar ntundir að byrja að flytja
inn i húsið ásamt nýju vinkonu
sinni.Sally Field, sem naut nokk-
urra vinsælda er hún lék i kvik-
myndinni Normae Rae.
Katharine
Hepburn
nýlega
sjötug
Hin fræga kvikmyndaleikkona
Katharine Hepburn varð sjötug
sl. sunnudag. Katharine hefur
leikið i fjölda mynda í gegnum
tíðina og hlotið óskarsverðlaun
að minnsta kosti þrisvar. Hún
hefur aðeins einu sinni gifzt, ólíkt
öðrum leikkonum. Sú gifting stóð
stutt yfir. Þó hafa margir karl-
menn verið í lifi hennar, svo sem
Spencer Tracy og Humphrey Bo-
gart.
Fr amboðs-
í Reykjaneskjördæmi
til alþingiskosninga
í des. 1979
A-listi Alþýðuflokksins
1. Kjartan Jóhannsson ráðherra, Jófriðarstaðavegi 11 Hafnarfirði
2. Karl Steinar Guðnason, fyrrv. alþmaður, Heiðarbrún 8 Keflavik
3. Ólafur Björnsson útgerðarmaður, Drangavöllum 4 Keflavfk
4. Guðrún H. Jónsdóttir bankamaður, Digranesvegi 40 Kópavogi
5. Ásthildur Ólafsdóttir skólaritari, Tjarnarbraut 13 Hafnarfirði
6. örn Eiðsson fulltrúi, Hörgslundi 8 Garðabæ
7. Ragnheiður Rikharðsdóttir húsmóðir, Byggðaholti 49 Mosfellssveit
8. Jórunn Guðmundsdóttir húsmóðir, Hliðargötu 31 Sandgerði
9. Gunnlaugur Stefánsson, fyrrv. alþmaður, Austurgötu 29 Hafnar-
firði
10. Emil Jónsson, fyrrv. ráðherra, Hrafnistu v/Skjólvang Hafnarfirði
B-listi Framsóknarflokksins
G-listi Alþýðubandalagsins
1. Geir Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður, Þúfubarði 2 Hafnarfirði
2. Benedikt Daviðsson trésmiður, Vighólastig 5 Kópavogi
3. Védis Elsa Kristjánsdóttir oddviti, Holtsgötu 4 Sandgerði
4. Albfna Thordarson arkitekt, Reynilundi 17 Garðabæ
5. Jóhann Geirdal Gislason kennari, Faxabraut 34 c Keflavík
6. Bergþóra Einarsdóttir oddviti, Melagerði Kjalarnesi
7. Helga Enoksdóttir verkamaður, Heiðarhrauni 20 Grindavik
8. Þorbjörg Samúelsdóttir verkamaður, Skúlaskeiði 26 Hafnarfirði
9. Auöur Sigurðardóttir verzlunarmaður, Bergi Seltjarnarnesi
10. Gils Guðmundsson, fyrrv. alþingismaður, Laufásvegi 64 Reykjavik.
1. Jóhann Einvarðsson bæjarstjóri, Norðurtúni 4 Keflavik
2. Markús Á. Einarsson veðurfræðingur, Þrúðvangi 9 Hafnarfirði
3. Helgi H. Jónsson fréttamaður, Engihjalla 9 Kópavogi
4. Þrúður Helgadóttir verkstjóri, Álafossvegi 20a Mosfellssveit
5. Ólafur Vilhjálmsson leigubifreiðarstjóri, Bólstað Garðabæ
6. Bragi Árnason prófessor, Auðbrekku 1 Kópavogi
7. Sigurður Jónsson bifreiðarstjóri, Melabraut 57 Seltjarnarnesi
8. Unnur Stefánsdóttir fóstra, Kársnesbraut 99 Kópavogi
9. Kristin Björnsdóttir húsfreyja, Selsvöllum 22 Grindavik
10. Margeir Jónsson útgerðarmaður, Háaleiti 19 Keflavfk
D-listi Sjálfstœðisflokksins
1. Matthias Á. Mathiesen, fyrrv. alþm., Hringbraut 59 Hafnarfirði
2. Ólafur G. Einarsson, fyrrv. alþm., Stekkjarflöt 14 Garðabæ
3. Salóme Þorkelsdóttir gjaldkeri, Reykjahlið Mosfellssveit
4. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri, Miðbraut 29 Seltjarnarnesi
5. Arndfs Bjömsdóttir kennari, Sunnuflöt 14 Garðabæ
6. Ellert Eirfksson verkstjóri, Langholti 5 Keflavik
7. Helgi Hallvarðsson skipherra, Lyngheið 16 Kópavogi
8. Bjarni S. Jakobsson, form. Iðju fél. verksmiöjufólks, Ásbúð 13
Garðabæ
9. Eirfkur Alexandersson bæjarstjóri, Heiðarhvammi 12 Grindavik
10. Oddur Ólafsson læknir, fyrrv. alþm., Hamraborg Mosfellssveit
Q-listi Sólskinsflokksins
1. Stefán Karl Guðjónsson (8342-9534), f. 19-02-1959, nemi, Vallar-
tröð 2 Kópavogi
2. Valgarður Þórir Guðjónsson (9088-3992), f. 08-02-1959, nemi,
Viðihvammi 27 Kópavogi
3. Tómas Þór Tómasson (8904-8990), f. 16-08-1959, blaðamaður,
Hraunbraut 20 Kópavogi
4. Jón Orri Guðmundsson (5135-7892), f. 23-01-1959, nemi, Viði-
hvammi 19 Kópavogi
5. Barði Valdimarsson (0972-7493), f. 02-04-1959, nemi, Selbrekku I
Kópavogi
6. Bjarni Sigurðsson (1231-2059), f. 04-09-1958, nemi, Fögrubrekku
41 Kópavogi
7. Björn Ragnar Marteinsson (1345-2431), f. 20-03-1957, nemi,
Ægisstíg 5 Sauðárkróki
8. Einar Guðbjörn Guðlaugsson (1805-7131), f. 21-05-1959, nemi,
Vallartröð 8 Kópavogi.
9. Gunnar Valgeir Valgeirsson (3395-1434), f. 06-09-1957, nemi,
Hátúni 5 Keflavik
10. Danfel Helgason (1566-6714), f. 24-04-1959, nemi, Esjubraut 26
Akranesi.
Hafnarfirði 8. nóv. 1979
Hin síðari ár hefur Kalharine
ekki viljað láta fara mikið fyrir
sér. Þegar ameríska fréttastofan
UPl bað um viðtal við hana sagði
leikkonan: ,,Nei, ég hef ekkert
aðsegja.”
Yfirkjörstjóm Reykjaneskjördœmis
Guðjón Steingrímsson Vilhjálmur Þórhailsson Páll Ólafsson
Þormóður Páisson Björn Ingvarsson