Dagblaðið - 14.12.1979, Side 10

Dagblaðið - 14.12.1979, Side 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979. frfálst, úháð dagblað Utgefandi: Dagblaflifl hf. FramkvaBmdastJóri: Svainn R. EyjóHsson. Rhstjóri: Jónas Krfstjánsson. Ritstjómarfuitrúi: Haukur Helgason. Fréttastjjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannas Reykdal. (þróttir: HaMur 8fmonaraon. Manning: Aflalstslnn Ingólfsson. Aflstoflarfréttastjóri: Jónas Haraidsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, AtM Rúnar HaMdórsson, Atii Steinarsson, Bragi Sig- urðsson, Dóra StafénsdóQir, EHn Afcertsdóttir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Hönnun: Hllm^ Karisson. LJÓsmyndir: Ami Páll Jóhannsson, Bjamleifur BJamletfsson, Hörflur VHhJálmsson, Ragoar Th. Sig- urðsson, Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: ólafur EyJÓHsson. GJaldkarí: Práinn ÞoriaHsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. DreHing •rstjóri: Már E. M. HaMdórsson. Ritstjóm Sfflumóla 12. Afgraiösla, áskriftadaHd, auglýsingar og skrifstofur Þverhotti 11, Aflatelmi blaðslns or 27022 (10 llnur) Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Slðumúla 12. Mynda- og plötugerð: HMmir hf-, Siðumúla 12. Prentun: Arvakur hf., SkeHunni 10. Askriff • fverfl á mánuði kr. 4000. Verð í iausasöki kr. 200 eintakið. Engu nær Sundurlyndi hinna svokölluðu vinstri flokka hefur \erið augljóst síðustu daga, meðan þeir hafa þráttað um kjör forseta þingsins. Á meðan hefur Dag- blaðið einnig greint frá tillögum tveggja þeirra, Framsóknar og Alþýðubanda- lags, í efnahagsmálum. Mikið bil er milli þessara tillagna og býsna vandséð, að þar geti fundizt grundvöllur samkomulags. Flokkarnir fóru hægt af stað í viðræðunum um stjórnarmyndun. Fyrst þuldu fulltrúar Framsóknar og Alþýðubandalags stefnuskrár sínar, en alþýðuflokks- menn höfðu sig ekki í frammi. í annarri lotu hafa Framsókn og Alþýðubandalag lagt fram „nánari út- færslu” á kosningastefnuskrám sínum! í rauninni hafa engar hugmyndir enn verið ræddar í alvöru. Framsóknarflokkurinn gekk til kosninganna með stefnuskrá um niðurfærslu verðbólgu, svonefnda niðurtalningu”. Þar sagði, að meginmarkmiðið si yldi vera að verðbólgan yrði undir 30 prósent árið ÍSSO og undir 18 prósent árið 1981. Menn kannast við slíkar yfirlýsingar allra flokka á ýmsum tímum, einkum fyrir kosningar eða í byrjun þings. En hvernig skyldi þetta markmið nást? Jú, fá skyldi launþegasam- tök til að falla frá öllum grunnkaupshækkunum. Verð- hækkunum skyldi haldið í skefjum.Verðbætur skyldu ekki verða meiri en 8 prósent l. marz næstkomandi, 7 prósent l. júni, 6 prósent l. september og 5 prósent l. desember. Þetta var ,,niðurtalningin”. Framsókn hefur enn sem komið er, þegar nærri tvær vikur eru frá kosningunum, aðeins látið frá sér lítils háttar breytingar á þessari áætlun. Hún viðurkennir, að verðh.ækkanir, sem ætti að bæta í kaupi l. márz, muni verða meiri en þau átta prósent, sem sagði í stefnuskránni. Sennilega muni verðlag hækka um 10— 12 prósent og kaupgjaldsvísitalan um 9—10 prósent. Því þurfi að koma til um tveggja prósenta kaupskerð- ing 1. marz, eigi að standa við 8 prósentin. Þessar hugmyndir eru ekki ýkja merkilegar i sjálfu sér. Landsmenn muna vel, að mestallan valdatíma vinstri stjórnarinnar var stöðugt verið að krukka í kaupið með slíkum hætti, en hraði verðbólgunnar jókst jafnóðum eins og allir vita og var kominn upp í 80 prósent á ársgrundvelli um það leyti sem vinstri stjórnin sprakk. Því er ekki við að búast, að menn sjái í þessum hug- myndum neina haldgóða lausn á verðbólguvandanum. Að vísu hafði Framsókn í kosningaplaggi sínu ýmislegt annað, sem aðgagni mætti koma gegn verðbólgu. Þar sagði, að skattheimta, fjárfesting og útlán banka skyldi minnka. Slíkt aðhald og samdráttur í eyðslu gæti verkað vel gegn verðbólgu ásamt aðgerðum í launamálum. En allt þetta var jafnan stefnumið fyrr- verandi vinstri stjórnarinnar með þeim óskaplegu af- leiðingum, sem menn þekkja. í vinstri stjórninni náðist samstaða um að skrifa undir þetta, en stefnan var algerlega eyðilögð í framkvæmdinni. Því er eðli- legt, að spurt sé: Eru horfur á framkvæmd eitthvað betri nú, ef ný vinstri stjórn verður mynduð? Viðræður vinstri flokkanna hingað til gefa vonum um það ekki undir fótinn. Ætla hefði mátt, að fulltrúar flokkanna verðu tíma sínum í að ræða einstaka þætti í slíkum tillögum til að sjá, hvort þeir hefðu eitthvað mannazt við kosning- arnar. En svo var ekki. Alþýðubandalagið svaraði út og suður með „útfærslu” á eigin stefnuskrá. í reynd eru flokkarnir því engu nær í umræðu um efnahagsmál en þeir voru, þegar þeir byrjuðu. t 1,1 Moskva: Kosygin sjúkur og hættir brátt —eftirmaður hans þegar ákveðinn Nikolaj Tikhonov, nýkjðrinn fulltrúi í æðstaráðinu Alekseij Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkjanna, hefur ekki komið opinberlega fram síðan um miðjan október síðastliðinn. Samkvæmt heimildum í Moskvu er hann ekki heill heislu og talið líklegt að hann muni brátt segja af sér forsætisráð- herraembættinu af þeim sökum. Hann er nú 75 ára að aldri. Samkvæmt því sem sagt er óform- lega í Moskvu er þegar ljóst hver muni taka við af Kosygin. Mun það verða Nikolaj Tikhonov, núverandi fyrsti aðstoðarforsætisráðherra Sovétríkjanna. Hann er sagður vera í hópi náinna samstarfsmanna Leóníds Brésnefs forseta. Tikhonov var ný- lega valinn fullgildur meðlimur æðstaráðsins af miðstjórn Kommún- istaflokksins. Áður hafði hann verið þar áheyrnarfulltrúi. Ekki verður sagt að tilhneigingar til kynslóðaskipta gæti meðal þeirra sem velja æðstu menn Sovétríkjanna. Tikhonov varaforsætisráðherra er aðeins árinu yngri en Kosygin eða 74 ára. í stað Tikhonovs var landbúnaðar- sérfræðingurinn Mikhail Gorbatsjov valinn áheyrnarfulltrúi i æðstaráðið. Hann er 49 ára að aldri og yngstur fulltrúa. Ef reiknað er með að frásagnir af veikindum Kosygins séu á rökum reistar og hann verði að hverfa úr embætti vegna þess, er hér um að ræða veigamestu breytingar á æðstu stjórn Sovétrikjanna síðan Krustsjov var steypt af stóli árið 1964. Kosygin er talinn næstæðstur leiðtoga í Moskvu og ganga næst Brésnef að völdum. „Tæknikrati” eða sér- fræðingur og sá sem ávallt kemur númer tvö í valdaröðinni. Þetta hvort tveggja hefur Kosygin forsætisráð- herra oftlega verið kallaður. Hið fyrra, „teknokrati”, vísar til þess að hann hefur alla sína valdatíð haft með að gera yfirstjórn heildar- áætlana um þjóðarbúskap Sovétríkj- anna. Hið siðara, „númer tvö”, vísar til stöðu hans í valdakerfinu í Moskvu. Mikil sérfræðiþekking hans er sögð hafa bjargað honum klakklaust í gegnum Stalínstímabilið og að þvi loknu lenti hann aðeins einu sinni í vanda vegna valdabaráttu innan sovézka Kommúnistaflokksins. Þarna er Kosygin 1 viðræóum við Kekkonen forseta Finnlands árið 1977 1 veizlu 1 Helsinki i tilefni af sextíu ára sjálfstæði landsins. Fólk skilur ekki verð bólguna — en það mun skynja hana Verflbólga er flókifl fyrirbæri Rætur verðbólgunnar eru margar og sumar liggja djúpt. Þær ná meira að segja inn í sálarfylgsni fólks. Þegar það hlustar á efnahagssérfræð- inga gefa skýringar á verðbólgu, skilur það hvorki upp né niður. Fag- mennirnir nota e.t.v. tuttugu fagleg orðatiltæki, sem fólk almennt hefur engan skilning á. Rætt er um að beita þurfi ströngum aðhaldsaðgerðum í peningamálum og fjármálum til að hemja verðbólguna. Hver er munur- inn á peningum og fjármagni? Draga þarf úr umframeftirspurn eftir vör- um og þjónustu og spennu á vinnu- markaði. Hvað er spenna á vinnu- markaði? Gera þarf raunhæfa Iflara- samninga. Þetta þýðir fyrir marga, að atvinnurekendur vilji greiða lægra kaup til að svína á launþegum til að 1 græða sjálfir. Kjartan Ólafsson, fyrr- verandi alþingismaður, sagði í Kast- ljósi í sjónvarpinu 7.12. sl., aðgrunn- laun hefðu hækkað um 3% árið 1979 á sama tíma og verðbólga var gífur- leg. Þetta sanni það, að kauphækk1 anir launþega séu ekki verðbólgu- valdurinn í þessu landi. Hér er á ferð- inni sorglegt dæmi. Annaðhvort er Kjartan eitt af fórnarlömbum þekk- ingarskortsins eða í hópi þeirra, sem vilja nota verðbólgu til að kippa löppunum undan núverandi þjóð- skipulagi. Hvort tveggja er nógu vont. Ef til vill eru Vestfirðingar skynsamara fólk en annað á íslandi að hafa losað þjóðina við Kjartan af þingi. Hann vitnaði einnig í verð- bólgu árið 1975 í tíð rikisstjórnar Geirs Hallgrímssonar svona til að benda sjálfstæðismönnum á, að þeir kunni ekkert lag á því að halda verð- bólgunni niðri. Sumir hafa e.t.v. veitt þvi athygli, að Kjartan var að tala um árin 1978/79 og 1975, en þessi ár voru næstu ár á eftir launasprenging- um 1975 og 1977, en þær höfðu lang- an slóða eins og öllum þeim, sem eitt- hvað vita um verðbólgu, er ljóst. Með kjarasamningunum vorið 1974 var eitt mesta verðbólgubál á íslandi tendrað. — Og umræðan heldur áfram. Hvort kom á undan, hænan' eða eggið? Eitt er þó ljóst. Kjartan gekkekkiáundan! Lækningin byggist á trú fólks og vilja Engar líkur eru á því, að fólk vilji leggja eitthvað á sig til að lækna verðbólguna, ef trúna vantar á gagn- semina eða viljann til að takast á við vandann. Kjósendur hlusta ekki á

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.