Dagblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980. Teheran: Hörkudeilur milli stúd- enta og ríkisstjómar Miklar deilur eru risnar milli ríkis- stjórnarinnar í Teheran og stúdent- anna sem halda byggingum banda- ríska sendiráðsins og rúmlega fimmtíu gíslum þar. Er þetta vegna fullyrðinga stúdentanna um að upp- lýsingamálaráðherra ríkisstjórnar- innar hafi verið i sambandi við bandaríska aðila fyrir byltinguna og veitt þeim ýmsar upplýsingar. í kjölfar þessara fullyrðinga stúdent- anna, sem þeir byggja á gögnum sem fundizt hafa í bandaríska sendi- ráðinu, var ráðherrann handtekinn af byltingarvörðum snemma i gærdag. í gærkvöldi greip byltingarráðið hins vegar inn i gang mála og krafðist þess að Nasser Minachi upplýsinga- ráðherra yrði látinn laus. Bani Sadr forseti írans, sem sæti á í byltingar- ráðinu, sagði við þetta tækifæri að stjórnarskrá væri í gildi i landinu og því ætti að fara með ákæru sem þessa fyrir réttum dómstólum. Þrátt fyrir þetta fullyrti stjórnandi fangelsisins þar sem ráðherrann er í haldi, i viðtölum snemma í morgun, að engin fyrirmæli hefðu borizt frá hinum opinbera ákæranda um að Minachi ráðherra skyldi látinn laus. Á meðan svo stæði yrði hann að dúsa i klefa sínum. Bani-Sadr, hinn nýkjörni forseli, sagði i gær að stúdentarnir sem halda sendiráðsbyggingunni höguðu sér á þann hátt að engu likara væri en þeir teldu sig vera einhvers konar riki í ríkinu. Bani-Sadr hefur áður gagn- rýnt hald stúdentanna á sendiráðinu. Bazargan fyrrum forsætisráðherra gagnrýndi stúdentana jafnvel enn harðar og sagði að handtaka þeirra á upplýsingaráðherranum væri á engan hátt réttlætanleg og á nióti hagsmunum byltingarinnar. Sö/ufólk óskast tH að selja happdrættismiða Kvartmíluklúbbsins. Kvartmílukíúbburínn P Toyota-salurínn auglýsir: Toyota Cressida station Nýbýlavegi8 (íportinu). 'árg. 78, ekinn 45 þús. km. Verð 5,3 millj. Toyota Corona Mark II árg. 73, ekinn 110 þús., þar af 10 þús. á vél. Verð 2.650 þús. Toyota Corona Mark II árg. 76, ekinn 40 þús. km. Verð 3.950 þús. Toyota High Ace, sendibíll, árg. 76, ekinn 75 þús. km. Verð 3,6 millj. Toyota Land Cruiser árg. 77, ekinn 21 þús. km. Verð 7,5 millj. 1 Skipti möguleg á ódýrari. Toyota Carina 4 dyra árg. 75, ekinn 73 þús. km. Verð 2,7 millj. Ath.: Okkur vantar allar gerðir af notuöum Toyota-bíl- um í sýningarsal. L TO YOTA-SALURiNN—I NÝBÝLAVEG! 8 KÓP. - SÍMI44144 MINNA KJÖT Á BORÐ- UM í SOVÉTRÍKJUNUM Kunnugir tclja víst að kornsölubann Carters Bandaríkjaforseta muni hafa þau áhrif að minna veröur um nauta- kjöt og kjúklinga á borfium ibúa Sovétrikjanna er lífiur á þetta árifi en ella hefði orfiifi. Ekki er þó víst afi þarna verði um langvarandi ástand afi ræfla þar sem sölubannifi er hugsanlega talið muni valda þvi afi Sovétmenn flýti aðgerðum sem auka eiga þeirra eigin kornrækt og gera hana öruggari. Myndin hér afi ofan er úr matvöruverzlun í Sovétríkjun- um og ekki er annað að sjá en henni svipi mjög til verzlana hér á landi fyrirsvona tuttugu til þrjátíu árum. Afríkuferð Múhammad Alí: Kölhib heimsku- féröAKs lítill árangur og kuldalegar móttökur Múhammad Alí, fyrrverandi heimsmeistari i hnefaleikum og sér- legur sendimaður Jimmy Carters Bandaríkjaforseta á ferð um Afríku- ríki, ræðir í dag við ráðamenn í Nigeríu. Alí hefur fengið heldur kuldalegar móttökur bæði í Tansaniu og Kenýa en þar var hann í gær. Hann reynir nú að vinna Afrikuleiðtoga til fylgis við hugmynd Carters um að snið- ganga ólympíuleikana i Moskvu á komandi sumri. Dagblað rikis- stjórnarinnar i Kenya sagði i gær að ferð hans væri heimskuleg og reyndar var fyrirsögnin í blaðinu — Heimsku- ferð Alís — í greininni sjálfri sagði að réttast hefði verið að heimila flug- vél Alis aðeins að lenda til að taka eldsneyti. Slíkt hefði þó ekki verið gert vegna landlægrar kurteisi i Nigeríu. Lagosútvarpið sagði að stúdentar hefðu haldið mótmælafund úti fyrir bandaríska sendiráðinu í borginni. Hefðu þeir andmælt komu Múhammads Alis.í ofangreindum til- gangi. Alí sjálfur sagði við komuna til Nairobí í gærkvöldi að hann mundi skýra Carter forseta frá því að ef hann vildi að Afríkumenn hættu við þátttöku í ólympíuleikunum i Moskvu yrði hann að sjá til þess að Bandaríkin slitu öll tengsl sín við ríkisstjórn hvítra i Suður-Afríku. Alí hefur greinilega gert sér grein fyrir stöðu mála þvi hann fullyrti að fyrir sér væru Sovétríkin ekki höfuðand- stæðingurinn heldur rikisstjórn hvitra í Suður-Afriku.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.