Dagblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1980. <1 Útvarp Sjónvarp S> DAGLEGT MAL - útvaip kl. 19.35: ..Mun leegia áherdu á framsagnarkermslu" — segir Helgi Tryggvason, nýr umsjónarmaður Daglegs máls „Ég hef ekki áður séð um þennan þátt,” sagði Helgi Tryggvason í sam- tali við DB. „Ég mun aðallega fjalla um meðferð á íslenzku í töluðu máli. Eins og flestum er orðið kunnugt sem hlusta á Daglegt mál í útvarpinu hefur Helgi Tryggvason fyrrverandi yfirkennari tekið við umsjón þáttar- ins af Arna Böðvarssyni. „Ég kenndi um áratuga skeið í Kennaraskólanum og þá jafnt yngri börnum sem fullorðnum. Það er ýmissa bóta þörf í töluðu máli. Auk þess þarfnast talað mál mikillar að- gæzlu enda undirstaða fyrir erlend tungumál,” sagði Heigi ennfremur. „Ég hef nú skrifað alllangt handrit um munniega meðferð íslenzkunnar og þá undir margvíslegum kringum- stæðum. Ég vona að það eigi eftir að verða gefið út einhvern tímann. Ég hef farið á mörg framsagnar- námskeið. Hef verið hjá Haraldi Björnssyni og Ævari Kvaran og fieirum. Auk þess hef ég skrifað mikið um talkennslu og daglegt mál í blöðum. Ennfremur hef ég kynnt mér bæði á Vesturlöndum og i Austur- löndum hvernig meðferð á töluðu máli er kennd þar í skólum. Ég mun þvi í þáttum minum styðjast við reynslu mína i framsögn og leggja mesta áherzlu á hið taiaða mál,” sagði Helgi Tryggvason. - ELA Helgi Tryggvason yfirkennari, um- sjónarmaður Daglegs máls I útvarpi. MORGUNPÓSTUR - útvarp M. 7.25 í fyrramálið: Febrúarstúlkan í moigunpósti — Ema Indríðadóttir blaðamaður orðin ein af félögunum Ný rödd heyrist nú i Morgunpósti. Það er stúlka febrúarmánaðar og heitir hún Erna Indriðadóttir. Erna var á námskeiði i fyrra hjá þeim Páli Heiðari og Sigmari. Hún hefur séð um allmarga þætti hjá útvarpinu og er því ekki með öllu ókunn hljóðnemanum. Erna var um skeið blaðamaður. Hefur húr starfað bæði hjá Alþýðublaðinu og Þjóðviljanum. , - LI.A Ema Indriðadóttir. AÐ PYNTA MANN OG ANNAN Óvissan mikla tók enda í gær- kvöldi. Og Ragnheiður Steindórs- dóttir féll i faðm enska leikarans Alans Stewarts eftir að vera bæði búin aðskjóta mann ogannan. Skeif- ing held ég að hún hafi verið fegin þegar þetla var búið. Og við líka. Þvi þó þátturinn hafi vakið nokkurn áhuga hér á landi, vegna þess að han'n var tekinn hér, hygg ég að fæstum hafi þótl mikið til hans koma. Og hefðu liklega fáir nennt að horfa ef þátturinn hefði verið tekinn í einhverju öðru landi. Við af óvissunni tók þáttur um illa meðferð pólitiskra fanga. Menn urðu i i* '............................. iitlu nær. Úti í hinum stóra heimi var verið að pynta fólk fyrir það eitt að segja eða hugsa eitthvað annað en stjórnvöid kærðu sig um. Þetta vissum við. Þeir sem pynta þetta fólk nota við það hinar ógeðslegustu að- farir. Þetta vissum við líka. En siðan ekkert meir. Ekkert nýtt kom fram i þættinum, ekkert sem við vissum ekki áður. En á undan Óvissunni var aðai- rúsina kvöldsins, Vaka. Aðalsteinn Ingólfsson kynnti sitt litið af hverri list, þannig að allir ættu að hafa fundið eitthvað við sitt hæfi. Mesta gthygii mína vakti viðtalið við þau 'Guðnýju og Sigurð og þeir sluttu bútar sem sýndir voru úr ntyndinni !Landi og sonum. Vaka mæti vera oftar á dagskrá. Þættirnir eru yfir- leitt mjög áhugaverðir og vel unnir. Og alltaf er eitthvað að gerast i bók- menntum oglistum. -DS. S& BÆJARINS Friðriksson nrtTM I oglngólfur OwmÆm I U Hjörierfsson _ 7 Landogsynir Leikstjóri: Agúat Guðmundsson. íslensk 1979. Kvikmyndataka: Sigurður Svarrir Pálsson. Aðelhkitverk: Sigurður Sigurjónsson og Guðný Ragnarsdóttir. Sýningarstaður: Austurbœjarbió. Land, og synir er gerð eftir samhefndri skáldsögu indriða G. Þorsteinssonar sem fjallar um tímabilið fyrir seinni heimsstyrjöld þegar bændasamfélagið er að liða undir lok.Þetta er tvimælalaust merkasta kvikmynd sinnar tegundar sem fram hefur komið hér á landi. Tæknilega er kvikmyndin mjög góð og gefur erlendum kvik- myndum ekkert eftir í þeim efnum. Allir sem kynnst hafa sveitalifi eiga eflaust mjög auðvelt að lifa sig inn í myndina. Myndinni tekst mjög vel að laða fram tíðarandann á þessum árum og samtöl lýsa fólkinu vel. Land og synir er falleg og hrifandi kvikmynd og rétt er að hvetja alla sem vettlingi geta valdið að láta eftir sér þann munað að sjá alíslenska kvikmynd. KjarnJeiðsla til Kína Laíkstjóri: Jamei Bridgas, gerð í USA 1979. . Aðalhkitvark: Jana Fonda og Jack Lemmon. Sýningarastaður: Stjörnubíó. Stjörnubió sýnir nú um þessar mundir einhverja umtöluðustu kvikmynd síðasta árs, The China Syndrome, en hún ijallar um kjarnorkuslys sem á sér stað i Bandarikjunum. Myndin hefði kann- ski ekki vakið jafnmikið umtal og raun varð áef ekki hefði komið til svipað slys í Harrisburg. En þeir raunverulegu atburðir sem áttu sér stað í Harrisburg þykja iíkjast myndinni óhugnanlega. Myndin er mjög spennandi og vel upp byggð. Jane Fonda og Jack Lemmon sýna mikil tilþrif í leik sinum en Jack Lemmon vann karlleikara- verðlaunin á Cannes á siðasta ári fyrir leik sinn i myndinni. Myndin ætti einnig að verða til þess að opna augu áhorfenda fyrir hættunni íaf beislun kjarnorku en þvi miður er þetta vandamál sem ísiend- <ingar þurfaeinnig að takaafstöðu til. Hrafninn (Cria Cuervos). jKvikmyndahátífl f Regnboganum: Hra'fninn (Cria Cuervoa). Leik.tjóri: Carioi Saura. Aflalhlutverk: Geraldine Chaplin og Ana Torrent. Garfl 1976. Hrafninn eftir Carlos Saura er auglýst sem ein af aðalmyndum hátíðarinnar. Án þess að vera að draga nokkuð úr gæðum myndar- ■ innar tel ég að fara verði varlega í þvílíkar yfirlýsingar. I.n hvað um það. Hrafninn er á sinn sérstaka hátt mjög fögur mynd þar sem dulmagnað andrúmloft á mö-kum „draums” og veruleika ræður rikjum. Myndin segir frá æsku ungrar stúlku sem misst hefur móður sina en neitar að sætta sig fyllilega við það. Að hætti barna gripur hún því til ímyndunaraflsins. Fyrir stúlkunni, Önu, er dauð- inn alls ekki endanleg brottför úr þessu lífi, þannig getur móðir ihennar birst hvenær sem er. Úr þessu spinnur Saura magnaða og margflókna frásögn þar sem hugleiðingar um dauðann, minn- ingar, tilfinningakulda o.s.frv. mynda samstæða heild. Skákmennirnir . Kvikmyndahétíö f Ragnboganum: Skákmennirnir. Leikstjóri: Satyajit Ray. Aöaihlutverk: Richard Attenbourough, Amjad Khan og Sanjeev Kumar. Meistari indverskrar kvikmyndagerðar á eina mynd á kvik myndahátíðinni. Sá er Satyajit Ray en mynd hans, Skákmennirnir, hefur vakið mikla athygli erlendis. Myndin segir frá þvi þegar brezka heimsveldið er að teygja arma sína yfir Indland árið 1856. Á meðan eru tveir indverskir hefðarmenn, sem kæra sig kollótta um öll stjórnmál, á kafi i helzta áhugamáli sinu, skák. Richard Atten- bourough, sem átti einmitt eina mynd sem sýnd var í Nýja Biói fyrr í vetur (Búktalarinn), leikur hér frarnvörð brezka heimsveldisins. Hann er sagður standa sig með miklum ágætum eins og reyndar flestir leikararnir í myndinni. Myndin þykir mjög skemmtileg um |leið og hún tekst á við ýmsar sigildar spurningar, s.s. valdabaráttu, jábyrgð og hnignun. Þýzkaland um haust Kvikmyndahátfð í Ragnboganum: Pýzkaiand um haust. Leikstjórn: Fassbindar, Kluge, Schiöndorff og fl. Þessi mynd var gerð haustið ’77 í Þýzkalandi af mörgum fremstu leikstjórum Þýzkalands. Hún fjallar um atburði sem áttu sér stað þá um haustið. En þá rændu borgarskæruliðar formanni vinnuveit- éndasambandsins og aflífuðu nokkru síðar eftir að yfirvöld neituðu að ganga að kröfum þeirra. í myndinni skiptast á leikin atriði og myndir sem teknar voru á þessum tíma, aðallega frá jarðarförum’ fórnarlamba þessa hildarleiks. Þetta er mjög áhrifmikil mynd sem enginn sem hefur áhuga á þjóðmálum ætti að láta framhjá sér fara. Þess má að lokum geta að hin þekkti rithöfundur þjóðverja, iHeinrich Böll, er annar handritshöfundur og Wolf Biermann, andófssöngvarinn frægi, er meðal leikenda.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.