Dagblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980.
WMBIABW
frjálst, óháðdaghlað
Útgefandi: Dagblaöiö hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsson.
Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal.
íþróttir: Halkir Sfmonarson. Menning: AAalsteinn Ingólfsson. Aðstoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit: Ásgrfmur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karlsson.
Blaöamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi
Sigurðsson, Dóra Stefónsdóttir, Elfn Albertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur
Goirsson, Siguröur Sverrisson.
Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, BjamleHur BjamleHsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs-
son, Sveinn Þormóðsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson.
Skrifstofustjóri: ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorlorfsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing-
arstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Ritstjórn Sfðumúia 12. Afgreiösla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
Aðalskni blaðsins er 27022 (10 línur).
Sotning og umbrot: Dagblaðið hf., Sföumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Sföumúla 12. Prentun
Árvakur hf., SkeHunni 10. -
Áskriftarverð á mánuöi kr. 4500. Verð f lausasölu kr. 230 eintakið.
Ný stjóm fæöist
Eftir öllum sólarmerkjum að dæma
er stjórnarmyndun Gunnars Thorodd-
sen, varaformanns Sjálfstæðisflokks-
ins, að takast. Hann virðist hafa tryggt
sér nægan stuðning við eða hlutleysi
gagnvart hinni nýju ríkisstjórn, til þess
að hún geti ekki aðeins staðið af sér
vantraust heldur einnig komið fram sínum aðalmálum
í báðum deildum þingsins.
Atkvæðagreiðslur um mál á Alþingi fara gjarnan
ekki fullkomlega eftir flokksviðjum. Fjöldi mála er
jafnan samþykktur samhljóða. í ýmsum hinna um-
deildari mála losnar gjarnan um flokksbönd og ein-
stakir þingmenn taka sig út úr þingmannahópi flokks
síns og greiða atkvæði í trássi við hann. Gunnar Thor-
oddsen er talinn hafa gengið þannig frá hnútum, að
ríkistjórn hans eigi fyrirfram tryggan framgang aðal-
stefnumála sinna. Að öðru leyti getur hann treyst á til-
fallandi stuðning. Engum getum skal að því leitt,
hversu lengi nægileg samheldni getur orðið um ríkis-
stjórn hans, en hún virðist í fljótu bragði ekki þurfa að
vera fallvaltari en ýmsar aðrar ríkisstjórnir síðustu ára.
í vinstri stjórninni síðustu stóð sífellt styrjöld milli
alþýðubandalags- og alþýðuflokksmanna. Vegna
stöðu sinnar í verkalýðshreyfingunni heyja þeir flokkar
linnulaust kapphlaup. Þetta varð vinstri stjórninni að
aldurtila.
Margir munu álíta, að minna geti orðið um kapp-
hlaup af því tagi í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen.
Flestir munu fagna þvi, ef stjórnarkreppunni linnir á
næstu dögum. Almenningur er orðinn langþreytfur á
hringdansi stjórnmálaforingjanna, þótt margir hafi
hrifizt af óvenjulegri ,,spennu” síðustu vikuna. Flestir
munu kjósa, að ákveðin festa fáist í stjórnkerfið og
unnt verði að leiða hugann að öðru.
Stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsen nýtur greini-
lega talsverðs velvilja þeirra, sem lausir eru við flokks-
bönd.
Spurningin er, hverju þessi ríkisstjórn gæti fengið
áorkað.
Yrði innan hennar meiri samheldni en í siðustu ríkis-
stjórnum, að minnsta kosti um skeið, væri það í sjálfu
sér mikils virði. Þá mætti ætla, að stjórnin gæti fengið
einhverju til leiðar komið, sem að gagni mætti verða,
ef hún vildi. Innri erjur mundu þá ekki drepa allt starf
hennar í dróma.
Málefnasamningur stjórnarliða er að mörgu leyti
laus í böndum. í honum er að finna margt góðra orða,
en vandséð, hvaða leiðir yrðu farnar við framkvæmd-
ina.
Við gerð málefnasamningsins var settur niður marg-
víslegur ágreiningur milli aðstandenda stjórnarinnar,
til dæmis um stóriðjumálið og um kjaramálin.
Þetta var að sjálfsögðu gert, til þess að enn einu
sinni slitnaði ekki upp úr tilraunum til stjórnarmynd-
unar í hinni langvarandi stjórnarkreppu. En af þessu
Ieiðir, að erfitt er að sjá fyrir, hvernig stjórnarstefnan
mundi verða í mikilvægum málum, verði þessi ríkis-
stjórn mynduð.
Vissulega hefur það gilt um aðrar ríkisstjórnir
síðustu ára. Tvímælalaust blasir ekki við, að aðrir
möguleikar á myndun meirihlutastjórnar hafi verið
nýtilegir. Allt slíkt hafði verið reynt og margreynt.
Myndi Gunnar Thoroddsen nú ríkisstjórn þá, sem
um er rætt, verðskuldar hún hiklaust, að landsmenn
allir vinni að því að veita henni starfsfrið, meðan
stjórnin sýnir, hvað í henni býr.
Argentína launar
Moskvumönnum
gamlan greiöa
Lýðræðisríki heims eru bæði reið
og þreytt í gagnrýni sinni á atferli
Sovétmanna í Afganistan. Aðeins eitt
ríki sem skiptir máli og er á vestur-
hveli jarðar hefur lýst yfir andstöðu
við beinum mótmælaaðgerðum
Bandaríkjastjórnar á efnahagssvið-
inu vegna þessa niáls. Það er Argen-
tina. Argentínustjórn fékkst ekki til
þess að vera með í þeim hópi ríkja
sem lofuðu Jimmy Carter Banda-
rikjaforseta að ganga ekki inn í korn-
samninga þeirra við Sovétríkin.
Af þessu má draga þá ályktun, að
sumu leyti, að Sovétríkin stundi þá
utanríkisstefnu að refsa vinum sínuni
og verðlauna óvini sina.
Sovétfulltrúarnir voru þegar
mættir á kornntarkaðinn í Buenos
Aires hinn 29. janúar siðastliðinn.
Hveitisala Argentínu er þegar hafin.
Verúlegur kraftur kemst hins vegar
fyrst í málin í april næstkomandi,
þegar hveiti og maísuppskera bænda
i Argenlínu kemst almennilega á
markaðinn. Þar er um að ræða eitt-
hvað nærri sautján milljón tonn.
Þessar sautján milljónir, sern
komast þarna á markað eru um það
bil sama niagn og Jimmy Carter
Bandaríkjaforseti ákvað að hætta við
að senda til Sovétríkjanna. Ráða-
ntenn i Moskvu gera sér vonir um að
hreppa bróðurpartinn af þessu
magni. Sérfræðingar segja þá liafa
ástæðu til að vera bjartsýna.
Þegar málin voru rædd milli full-
trúa Bandaríkjastjórnar og fulltrúa
Argentínu í Washington var eina lof-
orð kumpánanna i Buenos Aires það,
að Argentina mundi ekki laka neinn
fyrri hluta sovézka markaðarins, sem
bandariskir aðilar réðu. Argentínski
verzlunarfulltrúinn tók þó frani að
árið I979 hefði hlutur Argentínu i
hveitisölu til Sovétrikjanna verið
r
ERLEND
MÁLEFNI
Gwynne Dyeer
I9% og í samræmi við hlutfallslega
aukningu ættu þeir að selja 25% af
þessu sama magni til Sovétrikjanna i
ár.
Eins og málin horfa nú er ekkert
Iíklegra en Argentína selji i það
minnsta fimm milljónir tonna af
hveiti til Sovélríkjanna nú í ár.
Verðið verður líklega mun hærra en
heimsmarkaðsverð. Ekki er enn ljósl
hvort þessi kornsala Argentinu-
manna kemur í veg fyrir að Sovéi-
menn verði að slátra stórum hluta af
nautastofni sinum. Það byggis-t
nteðal annars á því hve góð uppskera
fæst af korni á komandi uppskeru-
líma í Sovétríkjunum.
Þegar reynt er að gera sér grein
fyrir því sem gerzt hefur i Argentinu
ásíðustu árunt verður fyrst að leita til
óbreytlra hermanna. Aðeins á þann
hátt er mögulegt, að finna hve herinn
i Argentínu hatar Jimmy Carter
Bandarikjaforseta ntikið og þá stefnu
sem hann hefur til skamms tima rekið
i málefnum Mið- og Suður-Ameriku.
Argentiskir hermenn af lægri
stigum álíta að Carter hafi svikið þá.
Hófsamari liðsforingjar iargentínska
hernum viðurkenna þó að ýmislegt sé
aðfinnsluvert í hegðun þeirra sjálfra.
Alla vega er Ijóst, að á engan hátt
er afsakanlegt að ræna fólki, pína
það eða drepa. Þarna er ekki aðeins
um að ræða skæruliða heldur einnig
blásaklausan almenning. Enginn
hefur neinar tölur uni fallna eða
horfna á reiðum höndum en líklega
eru þeir einhvers staðar nærri fimm-
tán þúsundum. Allt þetta er skrifað á
reikning Argentinuhers.
Ef litiðerá framferði þeirraskæru-
liða sem þó segjast berjast Tyrir réll-
lætinu er litið betra að segja. Sú
hörmulega stefna sem þeir segja
undirstöðu aðgerða sinna byggir
aðallega á hryllingi og óþverra.
Okkur vestrænum íbúum dettur oft í
hug að tæplega sé ástæða til slikra
skepnuaðgerða i landi þar sem þjóð-
félagsaðstæður meginþorra fólks eða
lekjuslig þess er mjög svipað og á
ítaliu. Í þessu sambandi er þá einnig
rétt að taka fram að þjóðfélagslegt
óréttlæti blómstrar mjög í Argentínu
ekki síður en á ítaliu ef lagður er
sami skilningur á þau mál og á
Norðurlöndunum til dæmis.
Skæruliðar eða hryðjuverkamenn-
irnir settu allt á annan endann í
Argentinu og að lokunt neyddist her
landsins — eða þóttist nauðbeygður
— lil að grípa í taumana. í þeini efn-
um notaði hvorugur aðila nein vettl-
ingatök.
Hinir áhugasömu talsmenn skæru-
liða töldu samkvæmt einhverri
furðuformúlu að út úr þessu mundi
Frjáls þjóð
í f rjálsu landi
Pólitísk nýbreytni er hlutur sem
lítið varð vart við á síðasta áratug i ís-
lenskum stjómmálum. Það munu allir
vita er hafa fylgst með þróun þjóð-
mála. Skortur á slíku til langframa
veldur stöðnun í stjórnkerfi og
áhugaleysi hjá almenningi. Af-
leiðingar geta ekki orðið aðrar, en
misntunandi mikið öngþveiti. Sú
varð líka raunin á siðari hluta ný-
ilðins áratugar, með afieiðingum, er
allir vita, og hafa fundið fyrir á einn
eða annan hátt. Það má lika segja, án
verulegrar ósánngirni, að áratugur-
inn hafi endað í pólitískri og efna-
hagslegri upplausn, gagnslausum
sigrum og beiskum ósigrum, flestra
fiokka.
Þjóðmálaumræða hefir oft á
tíðum verið marklitið Iýðskrum.
Afleiðingar ónóg og lítt rökræn mál-
efnaleg meðhöndlun á vandamálum
líðandi stundar, og síðvaxandi vantrú
almennings á getu stjórnmálamanna
til að leysa þau vandamál, er að
steðja. Afieiðingar alls þessa varð
verðbólga, það mikil að ekki verður
við unað þrátt fyrir hagstæð við-
skiptakjör og sæmilegt árferði ef litið
er á nokkur ár í einu.
Weimar ástand?
Þetta má segja að hafi valdið votti
af nokkurs konar „Weimar ástandi”
í íslensku þjóðlífi, gersamlega óvið-
unandi. Ekki virtist vera nægjanleg
samstaða milli stjórnmálamanna til
úrlausna á nauðsynlegum verkefn-
um. Einnig hefur skort á einföldun í
launamálapólitík, öllum aðilum til
tjóns. Þetta augljósa ástand hefur
sjálfsagt átt að laga með siðustu
kosningum, að sumra mati, en
nokkuð var misjafnt hvérnig flokk-
arnir mátu þjóðfélagsástandið.
Framsókn og Alþýðubandalag mátu
það þannig, að kosningar myndu
ekkert gagn gera og yllu einungis
auknu öngþveiti. Hvernig ábyrgðar-
aðilar vetrarkosninganna, Alþýðu-
flokkurinn, hefur metið stöðuna er
ómögulegt í að geta. Enda munu þeir
sennilega ekki hafa vitað það þá né
vita enn, hvað þeir vilja, lofa því ein-
ungis að „sprengja” hverja þá ríkis-
stjórn er fari ekki að vilja þeirra.
Þessu hömpuðu þeir margsinnis, án
marktækra ástæðna eða raka og
verður því að meta þá pólitík er þeir
reka, sem marklaust lýðskrum og