Dagblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 28
 Friðjón og Pálmi styðja stjómarmyndun Gunnars — „Viljum að Sjálfstæðisflokkurinn allur gerist aðili að henni” — sagði Grænmetisverzlunin og dönsku kartöflumar: Neytendasamtökin taka þátt í endurskoðun á Grænmetisverzluninni Landbúnaðarráðuneytið hefur ákveðið að skipa nefnd til að endur- skoða starfsemi Grænmetisverziunar landbúnaðarins. Hefur ráðherra óskað eftir því að Neytendasamtökin tilnefni einn fulltrúa af þremur i hana. ,,Ég vona að þetta verði upphaf að meira samstarfi og meiri skilningi á milli framleiðenda og neytenda,” sagði Reynir Armannsson formaður Neytendasamtakanna í viðtali við DB. Mál Grænmetisverzlunarinnar hafa verið mjög umrædd i DB siðan í september síðastliðnum. Þá var vakin athygli á undarlegum aðförum við kaup og verðlagningu á 100 tonnum af dönskum kartöflum. Samkvæmt athugunum DB var innkaupsverð þeirra furðu hátt miðað við markaðs- aðstæður í Danmörku. Einnig varð ekki annað séð en heildsöluverð frá Grænmetisverzluninni væri mun hærra en efni stæðu til. Álagning var líka til muna hærri en öðrum aðilum sem flytja inn sambærilegar vörur er heimilað. Munaði þarna um það bil 100 krónum á hverju kilógrammi fyrir nevtendur. Neytendasamtökin tóku mál þetta upp og eru enn með það í könnun. Hafa samskipti við stjórnendur Grænmetisverzlunarinnar verið stirð að sögn stjórnarmanna i samtökun- Nefndin sem setja á á fót á að endurskoða reglugerð um Græn- metisverzlunina og siðan að leggja fram tillögur til breytinga og úrbóta. Grænmetisverzlunin hefur einkaleyfi á innflutningi kartaflna. Þrir full- trúar, einn frá hverjum, Neytenda- samtökunum, Framleiðsluráði land- búnaðarins og landbúnaðarráðuneyt- inu, verða í nefndinni. - ÓG að Sjálfstæðisflokkurinn gangi sem heild inn í hana. í ráði var að þeir hittu fyrir há- degið Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og Ólaf G. Einarsson, formann þingflokks sjálf- stæðismanna, og sýndu þeim mál- efnasamninginn. Friðjón sagði, að fundur kynni að verða i þingflokkn- um síðdegis í dag. HH Ráðherrar í stjóm dr. Gunnars? Dr. Gunnar Thoroddsen og Púlmi Jónsson þingmenn Sjúlf- stœðisflokksins ú stjórnarmynd- unarfundi í Rúblunni í gœr. Á litlu myndinni eru kampakútir framsóknarmenn, hugsanleg rúðherraefni flokksins, þeir Jón Helgason, Tómas Árnason og Steingrímur Hermannsson. DB-myndir: Bj. Bj. Friðjón Þórðarson i morgun „Við Pálmi Jónsson munum i dag kynna okkur málefnasamninginn. gera úrslitatilraunina til að ná sáttum í Sjálfstæðisflokknum, þannig að Sjálfstæðisflokkurinn sem heild gerist aðili að þeirri stjórn, sem verið er að mynda,” sagði Friðjón Þórðar- son alþingismaður í viðtali við DB í morgun. ,,Mér sýnist að þessi stjórn verði mynduð. Við erum að ljúka við að Okkur lízt sæmilega á það sem við höfum séð af honum. Ég held að það séu engin sérstök atriði sem við getum ekki sætt okkur við,” sagði Friðjón Þórðarson. ,,Að lokinni sáttatilrauninni í dag munum við Pálmi ráða ráðum okk- ar,” sagði Friðjón um framhaldið. ,,Ég get ekki svarað því svona í morgunsárið,” sagði hann við spurn- ingunni um hvort hann mundi taka ráðherrasæti i væntanlegri ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Þeir Friðjón og Pálmi sátu fundi i „Rúblunni” mikinn hluta gærdags- ins, þar sem unnið var að gerð mál- efnasamningsins. Eins og sést af yfir- lýsingu Friðjóns hafa þeir ákveðið að styðja stjórnarmyndunina, en vilja FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980. Reykjavíkurskákmótið loksins fullskipað: Rússamir koma Skáksambandi íslands barst loks i gærdag svar frá Sovétmönnum, að þeir mundu senda tvo menn á Reykjavíkur- skákmótiðsem hefst 23. febrúar nk. Þeir sem koma eru Vasjúkov, stór- meistari sem hefur tvívegis áður teflt hér á landi við góðan orðstír, og al- .þjóðlegi meistarinn Kupreijcik sem :náði mjög góðum árangri á nýafstöðnu meistaramóti Sovétríkjanna. Reykjavíkurskákmótið er þá full- iskipað og verður það í tiunda styrk- leikaflokki. Eingöngu titilhafar tefla á mótinu. íslenzku keppendurnir verða Guð- mundur Sigurjónsson stórmeistari og alþjóðlegu meistaramir Helgi Ólafs- sorr, Margeir Pétursson, Jón L. Árna- son og Haukur Angantýsson eða allir okkar sterkustu skákmenn að Friðriki Ólafssyni undanskildum en hann sá sér ekki fært að taka þátt í mótinu vegna einvígis þeirra Petrosjan og Kortsnoj. - GAJ Engin tillaga um Gunnar Thor dregin til baka — segir rítari Varðar ,,Ég tel ekki rétt að tillaga um for- dæmingu á aðförum Gunnars Thor- oddsen hafi verið dregin til baka vegna fylgisléysis á sfjórnarfundi Landsmála- félagsins Varðar á mánudaginn var,” sagði Gunnar Hauksson ritari félagsins i samtali við DB í morgun. „Þetta er einfaldlega ekki rétt vegna þess að engin slík tillaga var lögð frani á fundinum.” Gunnar Hauksson er þvi ekki sam- mála Þóri Lárussyni varaformanni Varðar en eftir honum var haft í DB í gær að tillaga um fordæmingu á Gunnar Thoroddsen hefði verið dregin til baka á sljórnarfundinum._-ÓG. Skeytin streyma til dr. Gunnars „Jú það er rétt, Gunnari hefur borizt mikill fjöldi skeyta og góðra óska hvaðanæva af landinu,” sagði Vala Thoroddsen, eiginkona Gunnars Thor- oddsen, i gærkvöldi. DB fregnaði það i gær að skeytin streymdu til Gunnars þar sem lýst er yfir stuðningi við fyrirhugaða rikis- stjórn hans. Vala staðfesti það. Þá hafði DB samband við ritsimann og spurði hvort mikið væri að gera í slikum skeytasendingum. Stúlka scm fyrir svörum varð sagðist ekki geta gefið upplýsingar um það. Starfsfólk væri eiðsvarið og mætti engar slíkar upplýsingar gefa. -JH. LUKKUDAGAR: 7. FEBRÚAR: 7068 Kodak EK 100 myndavél. Vinningshafar hringi í sima 33622.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.