Dagblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980. 9 Misjöfn viðbrögð við fregnum af stjómarmyndun dr. Gunnars: Sumir fagpa gleiöbrosandi aðrir erumyridr á svip Stjómarmyndun dr. Gunnars Thoroddsen er aðalumrœðuefhi manna á meðal. unartilraunum dr. Gunnars. Margir viðmœlendur áttu erfitt með að taka mjög Sumir eru gleiðbrosandi og fagna ákaflega tlðindunum. Aðrir eru þungbúnir og eindregna afstöðu, einkum vegna þess að málefnasamningurinn liggur ekki fyrir velja stjómarmynduninni engin faguryrði. Enn aðrir láta sérfátt um finnast og ogstefna hugsanlegrar rlkisstjómarþvl enn óljós. blða eftir að sjá stjómina futlskapaða, málefhagrundvöll og helzt einhver verk Einu mennimir, sem skoruðust undan að svara spurningum blaðsins, voru hennar. nokkrir liðsmenn Sjálfstœðisflokksins — aðrir en þeir sem svara hér á eftir. Dagblaðið leitaði álits nokkurra áhrifamanna úr þjóðUfinu á stjómarmynd- -GS/-ARH. Guðmundur H. Garðars- son, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkun Vil stjórn með borgara- flokkunum — get því ekki stutt þessa stjómarmyndun „Ég hefði óskað eftir að Sjálf- stæðisflokkurinn myndaði stjórn með borgaraflokkunum, Alfiýðu- flokki og Framsóknarflokki, svo þar af leiðir að ég er ekki stuðningsmaður þeirrar stjómar sem nú er verið að reyna að mynda,” sagði Guðmundur H. Garðarsson, formaður Verzlunar- mannafélags Reykjavikur, í viðlali við DB. ,,Á meðan ég er þálltakandi i Sjálfslæðisnokknum sælti ég mig annaðhvori við vilja meiríhluta nokksmanna eða hætti í flokknum. Annars hefur umræða um þella mál ekki enn farið fram í nokksráði, þeim vettvangi sem ég get látið skoðanir mínar i Ijós og greilt ai- kvæði,” sagði Guðmundur að lokum. -(íS. Sigþórsson bóndi í Bnarsnesi: Samningur um klofning Sjálf- stæðisflokksins „Stjórnarmyndun Gunnars striðir gegn hagsmunum Sjálfstæðisflokks- ins og ég er því andvígur henni. Það er óeðlilegt að beinlínis sé gengið til samninga við Alþýðubandalag og Framsóknarflokk unt að kljúfa Sjálf- stæðisflokkinn,” sagði Óðinn Sigþórsson, bóndi í Einarsnesi i Borgarfirði og fjórði maður á D- lislanum á Vesturlandi i síðustu þing- kosningum. „Áhugi forystumanna Alþýðu- bandalagsins og Framsóknar, að tala l'rekar við Gunnar Thoroddsen cn formann flokksins, sýnir að fyrir þeim vakir eitthvað annað en áhugi á að sljórna landinu. Mér þykir miður ef Friðjón Þórðarsson styður Gunnar. Sá stuðn- ingur, ef stuðningur reynist, er lil kominn án santþykkis eða vilundar minnar. Flokkurinn er okkar helzta varnarskjól í barállu fyrir lýðræði. Menn ættu að hugsa sig um áður en þeir greiða honum högg. Ég vona bara að málin verði leysi á friðsam- legan hátt og að málefnin ráði, ekki karp um persónuhagsmuni.” -ARH. STQRKOSTLEG rýmingarsa/0 á ísl. plötum og kassettum 50-70% afsláttur á öllum plötum og kassettum Vegna flutninga á vörulager og breytinga höfum við innkallað allar eldrí plötur Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða: Hver segir að Gunnar sé orðinn vinstri maður? Sigurfinnur Karlsson, formaður Alþýðusambands Austurlands: Ekki síður Geir en Gunnar sem er að kljúfa flokkinn Jón Ásbergsson á Sauðárkróki: Andvígur stjómarmynd un Gunnars Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður Félags íslenzkra iðnrekenda: Óttast að Gunnar geti ekki veitt vinstrí mönnum nægilegt aðhald „Ég óttast að þetta verði ekki góð stjórn, það muni vanta jafnræði með þeim sem að henni standa. Þar verða Gunnar og hans menn í svo miklum minnihluta að þeir geta ekki veitt vinstri flokkunum það aðhald sem þjóðin þarfnast að þeim sé veitt,” sagði Davíð Scheving Thorsteins- son, formaður Félags íslenzkra iðn- rekenda i viðtali við DB. ,,Ef mynda ætti stjórn með þessum flokkum er alveg nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkurinn standi einn og óskiptur þar að. En að sjálfsögðu munu þau samtök, sem ég veiti forstöðu, vinna af fremsta megni með þessari stjórn eins og hverri annarri löglega kjör- inni stjórn hér,” sagði Davíð. -GS. „Ég er andsnúinn stjórnarmyndun Gunnars,” sagði Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Loðskinns hf. á Sauðárkróki og þriðji maður á lisla Sjálfstæðisflokksins i Norðurlands- kjördæmi vestra í síðustu þingkosn- ingum. 1 „Það hefur legið fyrir að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gætu hugsað sér að ganga til liðs við Al- þýðubandalagið og Framsókn um stjórnarmyndun. Ef einhverjir ætla hins vegar að ganga gegn lögum og starfsreglum flokksins í því skyni, þá eru þeir þar með að segja sig úr lög- um við flokkinn.” Jón sagði að skoðanir flokks- manna í kjördæminu væru skiplar um málið. Sumir styðja stjórnar- myndun Gunnars, aðrir ekki. „Mér þykir verra ef satt er að Pálmi Jónsson sé á bandi Gunnars. Hann er maður vel metinn hérna. Af- leiðingin af öllu þessu gæti orðið klofningur Sjálfslæðisflokksins.” -ARH. — og að Framsóknarflokkurinn sé vinstrí fiokkur — Þessi stjórn viröist skásti kosturinn „Það er harla erfiti að tjá viðhorf sitt til þessarar stjórnarmyndunar á meðan maður veit varla hvað er að ske, það er vissum meginspurningum ósvarað,” sagði Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vest- fjarða í viðtali við DB. „Það er talað um að verið sé að mynda vinstri stjórn, enda hefur Steingrimur lýst yfir að hann taki ekki þátt i myndun annars konar stjórnar. En hver segir að Framsóknarflokkurinn sé vinstri flokkur? Og hvernig getur Stein- grímur slaðfest að Gunnar Thorodd- sen sé orðinn „super” vinstri maður með því að fallast á stjórnarmyndun undir forsæti Gunnars? Alþýðubandalagið var einnig búið að hafna stjórnarmyndun með Sjálf- stæðisflokknum svo þessi stjórnar- myndun getur ekki þýtt annað en það hafi fundið vinstri mennina í flokkn- um og sé tilbúið til samstarfs við þá. Annars ætla ég að sjá til hvernig stjórninni tekst til áður en ég tek afstöðu með henni eða á móti,” sagði Pétur. -GS. „Það er allt komið i óefni með stjórnarfar í landinu og þegar maður veltir fyrir sér hver sé skásti kostur- inn, engin stjórn eins og nú, utan- þingsstjórn eða stjórn með þingmeiri- hluta, þá tel ég síðasta kostinn skástan og lít því heldur jákvætt til þessarar stjórnarmyndunar, enda eiga mínir menn í Alþýðubandalag- inuþar drjúgan hlut að,” sagði Sig- finnur Karlsson, formaður Alþýðu- sambands Austurlands, i viðtali við DB. Annars sagði hann erfitt að átta sig á eðli þessarar hugsanlegu stjórnar án þessaðsjá málefnasamning hennar. „Ég gel alveg eins litið á að Geir sé að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn eins og Gunnar, þvi skv. mínum heimildum bauð Gunnar Geir að taka við er hann hafði komið hreyfingu á málið, en Geir greip ekki boltann,” sagði Sigfinnur um álil sitt á stöðu Sjálf- stæðisflokksins þessa stundina. -GS. Jón G. Sólnes fyrrum alþingismaður: GUNNAR KLÝFUR ENG- AN FLOKK MEÐ ÞESSU „Gunnar Thoroddsen er einn hæfasti pólitikus sem við eigum og höfum átt,” sagði Jón G. Sólnes, fyrrum alþingismaður. „Gunnar klýfur engan flokk með stjórnarmyndun sinni. Það er lóm vitleysa að halda sliku fram. Ég ber ákaflega mikið traust lil þess sem hann er að gera, ef hann bara fær til þess starfsfrið. Mér blöskrar moldviðrið sem þyrlað hefur verið upp í kringum þella. Morgunblaðið hefur keyri út af i sinum skrifum. Og svo er óskap- ast yfir þvi að Gunnar mæli ekki á miðstjórnarfund sem boðaður var með litlum fyrirvara. Maður sem er i óða önn að mynda rikisstjórn! Nei, það er mönnum fyrir beztu að halda rósinni.” -ARH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.