Dagblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980. 19 Dagblaðið í Noregsheimsókn: 0SL0 ER EINS OG NUNNA SEMKOMIN ERAÐ ÞVÍAÐ RIÚFA EIDA SÍNA — Skáldið Sjón tekið tali yfir glasi af freyðandi pissuvatni á Casino „Tvo bjóra, takk.” Konan á Casino Restaurant hvarf og bar okkur tvo freyðandi. Reglulega ijúfur drykkur. Og næringarríkur. Við einbeittum okkur að (wi unt stund að láta okkur vel lika það sem á borð var borið. Sjón tók meira að segja ofan hattinn og lagði hann á bekkinn sér við hlið. „Ljóð er augnabliksástand sem þú punktar niður og vinnur úr seinna. Ljóð er ástandslýsing fremur en lýsing á veruleikanum i kring um mig. Sumt fólk spyr: Hvað ertu eiginlega að fara? Hvað ertu að reyna að segja, drengur? Aðrir skynja strax myndir í Ijóðinu. Stundunt aðrar myndir en þær sem ljóðið er sprottið af. Alveg eins og þegar við horfum á skýin. Ég sé ákveðna niynd í skýi. Þú sérð allt aðra mynd i sama skýi. Enn aðrir sjá enga mynd. Aðeins ský.” Sessunauturinn kallar sig Sjón. Heitir fullu nafni Sigurjón Birgir Sigurðsson. Sjón er nentandi i Fjöl- brautaskólanum i Breiðholti og setur sanian Ijóð. Hefur reyndar gel'ið úl þrjár ljóðabækur nú þegar. Sú siðasta heilir Birgilta: ,,í höfuðið á kvenkyns- hluta sjálfsins niins,” segir höfundur 'il skýringar. Birgitla kom út rétt fyrir jól. Þar áður kom Madonna. Fyrsta bókin bar nafnið Sýnir. ,,í Madonnu eru eins konar stenin- ingslýsingar. Birgitta er hins vegar til- raunakveðskapur. Þar er ég að brjóta upp veruieikann." Augnaárátta og súrrealismi „Tvo bjóra takk.” Við brutum upp veruleikann með hnitmiðaðri en einfaldri beiðni. Konan á Casino var með á nótunum. Sjón eyddi jólum og áramótum i Osló. Við hittumst á Casino rétt fyrir áramótin. Þá hafði hann rápað frarri og aftur unt stræti þessa stærsta sveita- þorps heims. Lesið bækur, skoðað söfn og kíkt í bíó. Filað fríið sitt. Um ára- niótin ætlaði hann að horfa á Óla kóng flytja heilsuræktarþjóðinni sinni nýárs- boðskap i sjónvarpinu. ÓIi er maður lesblindur. Hann á i basli með að koma boðskapnum til skila skammlaust. Sjón, vel á minnzt. Hvers vegna í dauðanum kallar drengurinn sig Sjón? Hann sem heitir svo frambærilegu nafni? Skýring á reiðum höndum. „Vorið 1977 fór ég að leikna upp á kraft. Nokkuð sem ég hafði ekki gert áður. Ég teiknaði eitthvað sem ég taldi alvarlegs eðlis. Fékk augnaárátlu. Teiknaði hvert augað á fætur öðru. Augu koniu viða fyrir i myndunum minum. Stytlingin á nafninu minu, úr Sigurjón í Sjón, passaði vel inn i hug- myndaheiminn.” Sjón dreypti á ölinu sínu. Hinum megin borðsins sat maður sent skrifaði i djöfli. Gaf sér þó tima til að reka tungu í glasið sitt við greinaskil. Hléið varð stutt. Skýrtngin á nafninu Sjón var aldeilis ekki komin til skila ennþá. „Maður er nefndur Victor Brauner, rúmenskur súrrealisti. Árið 1932 málaði Brauner sjálfsmynd þar sem i hann vantar annað augað. Þann 27. ágúst 1938 gerðist það í vinnustofu- partii i Paris að tveir súrrealistar lentu i slagsmálum. Victor Brauner gekk a milli og ætlaði að stilla til friðar. Hann fékk þá fiösku i hausinn og missti auga. Þetta gerðist á ári tígursins sant- kvæmt kínversku stjörnuspekinni. 27. ágúst tveimur tigurárum siðar fæðist Sigurjón — Sjón. Augnaáráttuna fékk ég 1977. Þetta er allt i eðlilegu orsaka- santhengi. Ég uppgötvaði það fyrir hreina tilviljun þegar ég las um Victor Brauner.” Osló er eins og nunna Nafnið er komið á hreint. Ekki trúi ég öðru. Ég spyr um áhrifin af því að dvelja i Osló unt hríð. „Róleg borg Osló. Reykjavík kúgar mann nteira en Os|ó þegar gengið er unt göturnar. Hér er ekki stórborgar- bragur. Osló er eins og nunna sem er komin að þvi að rjúfa eiða sina. Revndar gerði ég eitt Ijóð fyrir jólin rétt el'tir að ég kom hingað. Það er eina ljóðið sem hér hefur orðið til fram að þessu. Það fjallar um nunnu sem rýfur helgan eið sinn og öðlast sjötta skilningarvitið." Sjón fer með Ijóðið Endurfæðing nunnunnar: „Nunnan hefur bleika rósina á loft fúlía af sæði lifi nýjum drau mum rýfur meyjarhaft sitt og helgan eið eignast sjötla skilningarvitið l'uglsvængi og rödd sem vitjar þin i návist barna.” Ég átti það til að pikka og pikka „Tvo bjóra takk.” Veruleikinn var enn brotinn upp á þessu augnabliki samtalsins. Konan á C'asino var orðin málkunnug okkur eftir svo mörg stefnumót við borðs- hornið. Meira að segja Halldór á Kirkjubóli ntyndi fallasl Ijúfntannlega á, að rabb vfir bjórglasi á vistlegu veitingahúsi siðdegis á laugardegi er verulega mann- bætandi. Nafni hans i Gljúfrasteini kallar bjórinn pissuvatn. Líklega með tiliiti til þess hve oft þarf að bregða sér afsiðis og leggja skolpræsum til hráefni við stifa neyslu drykkjarins. Likaminn Heim á leið f T-bananum. er skritin skilvinda. Hann er furðu snar að skilja að gleðigjafa og úrgang í bjórnunt. Ein spurning i viðból til Sjóns: Hvenær byrjaðir þú að selja saman Ijóð? „Ég hef alltaf haft gantan af vélrit- un. Átti það til að pikka og pikka. Smárn santan fór það sern ég pikkaði að mótast. I mai 1978 datt mér i hug að ég gæti ort og gefið út Ijóð! Fannst það bókstaflega sjálfsagt mál. Ég slapp alveg við það timabil sem sunt skáld ganga í gegn um þegar þau velta fyrir sér frant og aflur: „Er þetla frambæri- legt? ” Ég fór ti! Sigurjóns i Letri. Hann prenlaði fyrstu bókina, Sýnir. Týpísk byrjendabók. Allar þrjár bækurnar kostaði ég sjálfur í útgáfu. Og sel þær yfirleitt sjálfur.” Lélegur sölumaður „Lifi á listinni? Nei, alls ekki! Nei, fjarri því. Ég hef ánægjuna af vinn- unni. Og vonina unt að ég sé að skapa eitlhvað varanlegt. Annars er ég lélegur sölumaður á eigin framleiðslu. Verð stundum vand- ræðalegur þegar ég stend með pening- ana í höndunum. Mér finnst ég jafnvel vera að gabba menn til að kaupa. Helzt vildi ég geta gefið hverjum sem hafa vildi.” Konan á C'asino Restaurant átli leið frant hjá borðinu. Að skilnaði gáfum við lienni kost á að bera okkur tvo freyðandi i viðbót. Fengunt reikninginn i kaupbæti. Á bakhlið hans vorunt við boðnir velkomnjr á C'asino aftur: Vi haaper De har hyggel Dent — VEI KOMMEN IG.IEN. - ARH ,Sumt fólk spyr: Hvað ertu eiginlega að fara? Aðrir skynja strax myndir i Ijóðinu. Tónlist Ugglaust má deila um það hvenær menn verði fyrstir til einhverra hluta, en mér vitanlega voru þessir tónleikar Williams Gregory fyrstu einleikstón- leikar básúnuleikara á íslandi. Básúnan hefur orðið útundan, þegar samin hefur verið kammermúsik, allt fram á þennan dag. Það má í raun undarlegt þykja, þar sem básúnan er elsta málmblásturshljóðfæri, sem þekkt er í sinni núverandi mynd. Hún mun hafa verið komin fram að minnsta kosti í lok krossferðatima- bilsins. Ekki er hún Básúnað ífyrstasinn Tónleikar á Kjarvalsstöðum 31. janúar. William Gregory básúnuloikari og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir pianóleikari. Efnisskrá: Camille Soint Soöns: Covotino op. 144; Josá Berghmans: La femme ð Barfoe (Kono með skegg); Eugóno Bozz: Ballade op. 62; John Boda: Sonatina; Arthur Pryor: Thoughts of love; Sejopon Sulek: Sonata. talin lipur William Gregory og Sveinhjörg Vilhjálmsdótlir. Fáir telja básúnuna lipurt hljóð- færi og hún hefur mátt gjalda þess hversu auðvelt var að beita krafti hennar en finu hliðarnar vandmeð- farnar. Það var ekki fyrr en með sólóbásúnuleikara J.P. Sousa, Arthur Pryor, senr kallaður var Paganini básúnunnar, að básúnunni er rutt rúm sem einleikshljóðfæri. Allar götur siðan hafa flestir þeir sem samið hafa fyrir básúnu lagt sig í framkróka við að sýna básúnuna sem lýriskt hljóðfæri. Öll verkin sem William Gregory lék á þessum tónleikum voru frum- samin básúnuverk. Elst „Thoughts of Love” Pryofs og hið yngsta „Sonata” Suleks, samin 1975, en gæfi þó virst töluvert eldri. Svo voru þar líka verk eins og „Sonatina” tækifærin of fá. En tónn hans er góður, lónmyndun glögg og legato- leikur hans óvenju nákvæmur og skýr, og hann er smekkvís i túlkun sinni. Sveinbjörg veitti honum gott lið. Leikur hennar er fágaður, en hún hugsaði kannski helst til of mikið um að veita góðan sluðning og hélt þvi fullmikið aftur af sér á þeim stöðum,, sem píanóið mátti halda sig meira i framlínunni. Auk þess að vera merkilegl frani- lag til íslenskra lónlistarmála voru þessir tónleikar skemmtilegir. Því mætti gjarnan gefa gaunt, að ýmislegt er samið af núlímakammer- músik með þátttöku básúnu og mér fyndist William Gregory einnig eiga það fyllilega skilið að fá að spreyla sig á einhverjum skemmtilegum básúnukonsert, eins og til dæmis konsert Vagn Holntboes, með hljóm- sveit. - EM Johns Boda, en mér flaug nú í hug að hún gæti allt eins verið eftir Karl O. Runólfsson, svo nærri stóð hún hans tónsköpunarmáta. Efnisskráin var sem sé ekki beint nútimaleg, en hún var að sama skapi erfið til flutnings. Mætti gjarnan blása „konsert" William Gregory er afbragðs básúnuleikari. Þess verður vart kraf- ist að básúnuleikari hafi mikla og langa einleiksreynslu, til þess eru

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.