Dagblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980.
Fyrsti og eini karlmaðurinn í einkaritaraskólanum:
DB-mynd: Everl Everlsson..
Gaman að komast
í srtertingu við
gömlu glímuna
tólf stelpum
stúlkur. Ekki var annað að sjá en vel
færi á með þeim er blaðamaður leit
inn í kaffistofu skólans, þar sem þau
sátu á preðan frímínútur stóðu yfir.
— Er ekki erfitt að vera einn með
T2 stelpum í bekk?
„Það var svolítið erfitt fyrst þegar
skólinn byrjaði. Nú hins vegar þegar
ég er farinn að þekkja stelpurnar þá
er þetta allt í lagi. Maður venst
þessu.”
Ólafur er í skólanum til hádegis en
þá fer hann til vinnu hjá innflutnings-
fyrirtækinu Klif. Aðspurður hvort
þetta væri erfitt nám sagði hann.
„Nei, þetta er alls ekki erfitt og ég
ráðlegg karlmönnum að notfæra sér
þennan skóla.” -ELA.
Prentvillupúki
hljóp í þingskjal
Fjárlög byggö á
„milligrunni"?
Prentvillupúkinn hljóp i tillögu
fjögurra sjálfstæðismanna, sem kom
fram á Alþingi á dögunum, með þeim
afleiðingum að búið var til orðið
„milligrunnur”.
Þvi segir þar, að skorað sé á rikis-
stjórn að reisa rekstrar- og fjárhags-
áætlanir” svo sem við verður komið
á svokölluðum „milligrunni”.”
Þingmennirnir vilja með þessu, að
fjárveitingar hins opinbera verði
óbundnar af fyrri fjárveitingum,
þannig að verkefnin komi til endur-
skoðunar frá grunni við gerð fjár-
laga. Hugðust þeir nota orðið „núll-
grunnur” til að lýsa þessu, en í vél-
ritun hefur n-ið og helmingur úsins
verið lesið sem m og i-i svo bætt inn í.
Hálfvelgju-
blaðamennska
eða alvöru
blaðamennska
Lúmsk skot fljúga af og til á milli
Akureyrarblaðanna íslendings og
Dags. í síðasta Degi er skotið á lævís-
an hátt á vinnubrögð Gísla Sigur-
geirssonar ritstjóra íslendings þar
sem greint er frá að hann sé að hætta
við blaðið: „Gísli Sigurgeirsson, rit-
stjóri íslendings, hefur látið af störf-
um. í síðasta tölublaðinu, sem
var 12 síður, gat Gísli þess að nú
myndi hann snúa sér alfarið að
blaðamennsku.”
Fœðingarorlof—
Sœðingarorlof???
Fæðingarorlofsnefnd verkalýðs-
félags eins á Suðurlandi rak i roga-
stanz þegar umsókn um tíu og hálfs
mánaðar fæðingarorlof barst þeim i
hendur. Hringdu þeir í viðkomandi
lækni og óskuðu skýringa. Ekki stóð á
svarinu. Konan varð að fá einn og
hálfan mánuð til hvíldar svo hún gæti
orðið barnshafandi. Fæðingarorlofs-
nefndin vísaði málinu til Trygginga-
stofnunarinnar, en veltir þvi núna
fyrir sér hvort tímabært sé að breyta
nafninu eða bæta við og kalla þetta
sæðingarorlof.
Það er ekki ennað að sjá en vel farí á með Óiafi Hauki og stúlkunum tólf i einkaritaraskólanum.
Einn í bekk með
„Mér bauðst skrifstofustarf hálfan
daginn en vantaði menntun til að
taka því. Þess vegna skellti ég mér í
þennan skóla sem býður upp á mjög
hagnýtt nám,” sagði Ólafur Haukur
Gíslason, fyrsti og eini karlnemandi
einkaritaraskólans í samtali við DB.
,,í skólanunt lærum við vélritun,
íslenzku, bókfærslu, lollútreikninga,
við fáum kynningu á pósti og sínia og
ýmislegt tleira.
Mér finnst það mikill misskiln-
ingur að kalla þennan skóla einka-
ritaraskóla. Auk þess er mikill mis-
skilningur að hann sé bara fyrir kven-
fólk. Námið er alls ekki bundið við
kvenmannsstörf,” sagði Ólafur
Haukur.
Með Ólafi Hauki í bekknum eru 12
M
Ólafur Haukur Gislason: Þessi
skóli er alls ekki eingöngu fyrir
kvenfólk.
Bræðrabandið i vesturvilltum ham á Snokkjubaiii. Frá vinstri: örvar og
Ævar Aðalsteinssynir, Jón Kristófer og ingótfur Arnarsynir.
VILLT VESTUR
t SNEKKJUNNI
„Við byrjuðum að koma fram í
skólum í Hafnarfirði og Reykjavík
fyrr í vetur. Á prógramminu eru mest
country-lög og líka nokkur eftir
okkur sjálfa. Textana semjum við
ekki,” sagði Ingólfur Arnarson gítar-
isti í Bræðrabandinu.
Bræðrabandið er ný hljómsveit
skipuð tvennum pörum af bræðrum
— sem allir eru skátar. Það eru þeir
Ingólfur og Jón Kristófer Arnarsynir
úr Hafnarfirði og Ævar og Örvar
Aðalsteinssynir úr Reykjavík. Bandið
hefur komið fram í Snekkjunni í
Hafnarftrði „með villt atriði úr villta
vestrinu”, eins og það er orðað í
auglýsingum. Bræðrabandið mun
koma fram oftar í Snekkjunni á
næstunni.
„Þetta byrjaði eiginlega fyrir
alvöru hjá okkur þegar Örvar keypti
sér bassa. Síðan höfum við spilað
saman mest fyrir eigin ánægju. Sam-
komulagið? Það er gott þakka þér
fyrir!”
-ARH.
Geir Hallgrímsson var ekki mjög
hýr á brá á fimmtudaginn. Varafor-
maður flokksins sat í stofu sinni á
Víðimel yfir kaffibolla og dundaði
við stjórnarmyndun með Steingrími,
Hjörleifi og hinum strákunum. Þetta
leit ekki nógu vel út.
Á sjöunda tímanum um kvöldið
sást Geir rölta inn um dyr Seðlabank-
ans. Varð þá nærstöddum manni að
orði:
„Nú er illa komið fyrir Geir. Hann
eygir ekki ráðherrastól nema í utan-
þingsstjórninni hjá Nordal.”
Geir í
utan-
þings-
stjóm?
— fyrstu bœjarstjórnarmenn á Húsavík hitt-
ast á 30 ára ajhtæli bœjarstjórnar
„Það var skemmtilegt af bæjar-
stjórn að finna upp á að bjóða okkur
til þessa fundar þarsem við komumst
aftur í snertingu við gömlu glímuna,
að hafa fjármagn til að fjármagna
hlutina og vega og meta hvað á að
gera fyrst og hvað næst,” sagði Jó-
hann Hermannsson, umboðsmaður
skattstjóra á Húsavík.
Hafði hann þá setið bæjarstjórnar-
fund ásamt eftirlifandi félögum
sínum úr fyrstu bæjarstjórn
staðarins, sem hélt sinn 1. fund 31.
jan. fyrir 30 árum. Þá var Jóhann
yngstur bæjarstjórnarmanna, 28 ára,
og sat svo í bæjarstjórn í 24 ár.
Að loknum venjulegum fundi
snæddi svo núverandi bæjarstjórn og
FÓLK
eldri kempurnar saman. Var mökum
þeirra boðið til hófsins.
f efri röð frá vinstri eru Þórir
Friðgeirsson bókavörður, Jóhann
Hermannsson, umboðsmaður skatt-
stjóra, Ásgeir Kristjánsson, sjó-
maður, sem sat 1. fundinn sem vara-
maður, Ingólfur Helgason trésmiður
og Helena Líndal kaupmaður. Látnir
bæjarfulltrúar úr fyrstu bæjarstjórn-
inni hétu Karl Kristjánsson, Axel
Benediktsson og Páll Kristjánsson.
í fremri röð frá vinstri eru Huld
Sigurðardóttir, ekkja Páls, Guðrún
Tryggvadóttir, kona Jóhanns,
Sigríður Þórðardóttir, kona Ásgeirs,
og Þuríður Halldórsdóttir, kona
Ingólfs.
-GS.
ATLI RUNAR
HALLDÓRSSON