Dagblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980. 7 REUTER Gyðingur réð sér bana við sovézka sendiráðið Killanin lávarður, forseti alþjóða- ólympiunefndarinnar, sagði i gær að hann teldi enn algjörlega óhugsandi að hætta við leikana í Moskvu á sumri komanda. Utanríkisráðuneytið banda- riska i Washington fullyrðir að rikis- stjórnir fimmtíu landa heims hefðu lýst yfir stuðningi við tillögu Bandaríkj- anna um að hætta við leikana í Moskvu. Talsmaður ólympíunefndar- innar í Moskvu sagði hins vegar í gær að fullvíst væri að leikarnir hæfust á tilsettum tíma í sumar. Stöðugur ólympíuleika- þæfingur Gyðingur af rússneskum ættum réð sér bana fyrir utan sendiráð Sovétríkj- anna i Róm. Maðurinn, sem var 36 ára að aldri, klifraði upp á múr umhverfis sendiráðsbyggingarnar og stökk síðan niður með snöru um hálsinn. Lögregl- an í Róm sagði í gærkvöldi að skjöl hefðu fundizt rétt hjá líki mannsins. Þar hefði komið fram að hann hefði haft töluverð samskipti við starfsmenn sovézka sendiráðsins vegna tilrauna sinna til að fá leyfi fyrir ættingja sina í Sovétríkjunum til að flytjasl úr landi. Panama: Ráðherra staöfestir fangavist keisarans Utanríkisráðherra Panama stað- festi í gærkvöldi að íranskeisari fyrr- verandi væri í raun fangi í Panama og hefði ekki heimild til að yfirgefa landið. — Panama er fangelsi hans — sagði ráðherrann. Þetta er stað- festing á því að fullyrðingar utan- ríkisráðherra Írans og nokkurra Iög- fræðinga i Teheran um þetta efni eru réttar. Utanríkisráðherrann sagði á blaða- mannafundi í Panamaborg i gær að keisarinn fengi að ferðast að vild 'innan landamæra Panama. Hann væri þó af eðlilegum ástæðum ávallt i gæzlu þjóðvarðliða stjórnarinnar. — Við getum þannig sagt að Panama sé fangelsí hans — sagði ráðherrann og bætti því við að algjörlega væri ljóst að keisarinn fyrrverandi hefði ekki heimild til að fara frá Panama án leyfis stjórnvalda þar. Væri það af augsýnilegum ástæðum. Ekki vildi ráðherrann útskýra nánar hverjar þær augsýnilegu ástæður væru. Opinberir aðilar í Panama draga þó enga dul á að þar á meðal sé krafa Iransstjórnar um framsal keisarans. Hann hefur verið i Panama frá því Erlendar fréttir hinn 15. desember síðastliðinn. Hefur keisarinn einkum dvalizt á eyju út af Kyrrahafsströnd landsins. Er hans gætt mjög vandlega því ótt- azt er að ella mundu útsendarar Í ransstjórnar ráða hann af dögum. Orðrómur hefur verið á kreiki um að heilsa keisarans væri aftur að versna. Var Ozores utanríkisráðherra Panama spurður um hvort það væri rétt. Hann sagðist ekki hafa neinar fregnir af því frá fyrstu hendi en hefði það eftir aðilum sem hitt hefðu keisarann nýlega að orðrómur um veikindin væri mjög orðum aukinn. Áður en keisarinn fyrrverandi kom til Panama dvaldi hann á sjúkrahúsi í New York þar sem hann gekkst undir ýmsar aðgerðir vegna krabbameins. Sterkur orðrómur er um að heilsu keisarans fyrrverandi fari nú aftur hrakandi og ekki hafi tekizt að komast fyrir krabbameinið með þeim að- gerðum sem hann gekkst undir f New York i nóvember og desember sfðast- liðnum. ■ Kosningastjóri Carters: Gerði gys að kröfu Kennedys Kosningastjóri Jimmy Carters Bandaríkjaforseta gerði í gærkvöldi gys að kröfu Edwards Kennedys öldungadeildarþingmanns um að þeir heyðu kappræðueinvígi i sjónvarpi. Sagði stjórinn Kennedy vera farinn að haga sér eins og sá sem beðið hefði lægri hlut. Líkti hann Kennedy við pókerspilara með vond spil á hendi. Sá hrópaði alltaf gefa, gefa! en Kennedy hrópaði nú — kappræður, kappræður!! Kosningastjórinn sakaði Kennedy um að skipta um stefnu á mikilvægnm málum eftir því hvernig vindurinn blési. Hefði Carter nú i hyggju að svara keppinaut sínum á viðeigandi hátt. Ummæli þessi þykja spegla harðn- andi afstöðu þeirra Kennedys og Carters gagnvart hvor öðrum en sá fyrrnefndi sakaði forsetann um skort á hugrekki fyrir að vilja ekki kappræðu um orkuvandamálin. tranirnir tveir brosa ánægðir yfir fréttunum sem þeir eru að lesa, um að keisarinn þeirra fyrrverandi sé nú fangi f Panama. Blpð i tran byrtu fregnir af þessu með stórum fyrirsögnum. hljómtæki á ótrúlegu veröi Plötuspilari 126.000 Útvarpsmóttakari (Tuner) 82.500 Magnari 2x25 wött slnus 117.500 Kassettusegulbandstæki 199.500 2 FISHER hátalarar 30 wött slnus 119.000 Skápar 3 geröir 55.000 Samtals: 699.500 BORGARTÚN118 REYKJAVÍK SlMI 27099 K I K UONVARPSBUDIN

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.