Dagblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980 DB á neytendamarkaði MEDALTAL ÞRJÁTÍU 0G ÁnA SVEITARFÉLAGA 42.112 KR. Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Sími 15105 ódýrast í Garðabæ en langdýrast á Hvammstanga Upplýsingaseðlar bárust í desem- bermánuði frá þrjátiu og átta sveitar- félögum á landinu. Ef tekið er meðal- tal allra staðanna án tillits til fjöl- skyldustærðar veröur upphæðin 42.112 kr. á mann. — Gríðarlega mikill munur er á meðaltalstölum hinna ýmsu staða. Langlægsti staður- inn var Garðabær með 27.882 kr. að meðaltali á mann. Næst á eftir var Húsavík með 28.013 kr. á mann og þriðji lægsti staðurinn var Selfoss með 28.549 kr. á mann. Hæsta meðaltalið var frá Hvammstanga, 70.786 kr. á mann. Næsthæstur var Tálknafjörður með 64.581 kr. og þriðji hæsti Njarðvík með 58.666 kr. á mann. Frá öllum þessum sex stöðum kom að þessu sinni aðeins einn upplýs- ingaseðill. í desember bárust mun færri upplýsingaseðlar en mánuðina á undan. Frá mörgum stöðum vantaði seðla frá ýmsum sem höfðu sent áður í marga mánuði. T.d. vantaði áberandi seðla frá Akranesi, Akureyri, Bolungarvík, Garðinum, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellssveit, Selfossi og Njarðvík. Seðlar frá Reykjavik skiluðu sér nokkuð vel miðað við nóvember. Mikið vantaði þó upp á, að seðlar úr höfuðborginni væru jafnmargir og þeir voru í október. Hinsvegarer jafnan meiri hreyfing á milli fólks í Reykjavík heldur en á smærri stöðunum. Landsbyggðin — höfuðborgin Við tókum að gamni saman töflu með samanburði á meðaltalstölum frá öllu landinu annars vegar og höfuðborgarsvæðinu hins vegar og síðan á meðaltali frá höfuðborginni einni sér sl. þrjá mánuði. Dreifbýlið og höfuðborgársvæðið kemur svipað út, landsbyggðartöl- urnar aðeins hærri en á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Hins vegar eru meðal- talstölur úr Reykjavík einni sér lang- hæstar. ----------------------- Mosfellssveitin er með hæsta meðtaltalið af Stór-Reykjavikursvæð inu, þ.e. Reykjavik, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður og Mos- fellssveit. Meðaltalið á þessum fimm, stöðum var eftirfarandi: Reykjavík..............44.637 Mosfellssveit......... 54.074 Kópavogur..............39.146 Garðabær...............27.882 Hafnarfjörður..........43.456 Ekki skal lagður dómur á það nú frekar en áður hvers vegna meðal- talið er svona hátt á suðvesturhorn- inu. Við höfum áður getið okkur til um að það sé vegna þess að á því svæði er vöruúrvalið mest, hreyfingin mest og fleira sem freistar neytenda heldur en i hinum dreifðu byggðum um landið. Þar er aftur á móti hærra vöruverð á flestum nauðsynjavörum, i það minnsta þeim sem fluttar eru frá höfuðborginni. - A.Bj. ALLT LANDH) 0G STÓR-REYKJAVÍK Meðaltal á mann, allt landið Meðaltal. landiðán S-Rvíkur Meðaltal á Stór-R- svæðinu Meðaltal á mann í i Rvík Des. 42.112,- 42.153.- 41.839,- 44.637,- Nóv. 36.064. 36.257,- 35.022,- 37.920,- Okt. 35.398,- 35.334,- 35.781. 35.185,- Sept. 32.045,- 32.045,- 29.984,- 31.424,- 1 — Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sjólax í „sauma- Sími Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og .vðar. Þar að auki eigið þér von i að fá nytsamt heimilistæki. Kostnaður í janúarmánuði 1980. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö Alls kr. m nit i v Fjöldi heimilisfólks vélaolíu”? ,,Ég keypti sjólax frá Eldeyjar- rækjunni á dögunum,” sagði Ema Valdimarsdóttir vegna fréttar um ágæti sjólax í DB4. febrúar. „Það virtist vera allt i lagi með innihald dósarinnar, sjólaxinn leit prýðilega út, en engu líkara var en að hann hefði verið látinn i saumavéla- oliu. Engin lykt var af innihaldi dósarinnar en olían var nánast hræði- legá bragðið.” Það mætti e.t.v. ráðleggja fólki að láta oliuna renna duglega af sjólaxin- um áður en hann er borinn á borð. Tekið skal fram að við gerðum ekki bragðprufur á sjólaxinum sem við höfðum til rannsóknar á dögun- um. -A.Bj. Medaltal hinna ýmsu sveitarfélaga Des. Nóv. Okt. Sept. Akranes 43.650 38.648 38.173 31.761 Akureyri 34.068 32.550 34.390 26.406 Blönduós *) 42.495 44.947 34.311 28.301 Borgarnes *) 36.840 32.547 41.945 33.301 Bolungarvík 48.166 38.054 37.978 45.183 Dalvík *) 47.468 40.010 36.689 54.649 Egilsstaðir *) 46.998 29.436 31.169 31.723 Garðabær *) 27.882 24.242 27.254 18.825 Garður *) 30.667 — 26.544 25.000 Eskifjörður *) 34.775 31.457 51.943 41.034 Flateyri *) 31.411 — — 22.281 Hafnarfjörður 43.456 28.539 31.857 39.758 Patreksfjörður *) 43.297 — 46.031 28.768 Siglufjörður *) 43.060 43.705 35.614 — Hella *) 44.964 35.885 25.141 25.981 Hólmavík *) 46.000 — — 38.369 Hveragerði ♦) 31.295 17.999 44.071 22.541 Húsavík *) 28.013 30.460 38.163 48.701 Höfn 37.126 38.677 45.331 34.262 Hvammstangi *) 70.786 52.845 34.628 26.076 Kópavogur 39.146 38.086 37.346 27.269 Keflavík 33.449 37.831 24.743 27.441 Mosfellssveit *) 54.074 46.322 47.262 25.646 Raufarhöfn *) 36.704 28.676 31.438 34.048 Selfoss *) 28.549 32.856 30.450 39.718 Stöðvarfjörður *) 55.187 — — — Seyðisfjörður *) 44.931 39.716 — — Sauðárkrókur *) 29.679 23.475 38.067 25.828 Stykkishólmur *) 45.485 — 50.019 34.960 Tálknafjörður *) 64.581 44.937 32.654 34.473 Vestmannaeyjar 47.237 32.711 33.351 31.096 Vogar *) 37.870 35.091 30.279 34.881 Vopnafjörður *) 43.605 36.135 44.950 39.439 Þorlákshöfn 41.908 35.721 35.375 25.028 Njarðvík *) 58.666 41.309 38.813 32.210 Ísafjörður 38.458 43.780 31.762 — Sandgerði 43.666 39.472 36.993 23.164 Reykjavík 44.637 37.920 35.185 31.424 *) Aðeins einn seðill.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.