Dagblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980. \ MYNDUSTARANNÁLL1979 Cari-Henning Pedersen — ein merkasta sýningin frá útlöndum. Kolbrún Björgólfsdóttir — glæsileg keramík. Sveinn Sig. Þorgeirsson — efnilegur ungur nýlistarmaður. Frá upphafi DB hefur undirritaður leitast við að taka saman annál i byrj- un hvers árs. Þetta hefur af ýmsum ástæðum dregist úr hóFi i þetta sinn, en nú skal bætt fyrir með stuttu yfir- liti. Fyrir það fyrsta er óhætt að full- yrða að listsýningar ýmiss konar hafa aldrei verið fleiri á landinu en á árinu 1979 og hefur orðið mikil aukning þeirra frá árinu þar á undan. Þessi þróun er sérstakiega markverð fyrir það að á þessu tímabili virtist fólk hafa minni fjármuni milli handanna en oft áður. Ekki voru um umtals- verð kaup iistaverka á sýningu að ræða nema í einu tilfelli, hjá Kára Eiríkssyni,- Eins og gorkúlur Það héfur kannski haft sín áhrif að nýir sýningarstaðir spruttu upp eins og gorkúlur á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi fóru t.d. bókasöfn að hengja upp sýningar með reglulegu millibili. Mér telst til að rúmlega 30 aðilar á iandinu hafi sett upp sýn- ingará árinu 1979. Höfuðpaurarnir í þessum efnum héldu sínu striki, þ.e. Norræna húsið, Kjarvalsstaðir og Suðurgata 7, en aðrir sýningarstaðir voru þar talsvert langt á eftir. Gamlir og grónir staðir eins og SÚM og Bogasalurinn virðast næstum alveg úr sögunni, en i staðinn voru opnuð tvö sérstaklega vönduð gallerí, List- munahúsið við" Lækjargötu og Djúpið við Hafnarslræti og ættu þau að geta verið mikil lyftistöng fyrir myndlistir ef rétt er á spilum haldið. Ásmundarsalur virðist einnig ætla að komast aftur í gagnið undir hand- leiðslu arkitekta og er það vel. Aldrei fleiri sýningar Ef við bregðum okkur yfir i bein- harðar lölur, þá sé ég ekki betur en listsýningar árið 1979 hafi verið 167 talsins, en voru um 125 i fyrra. Skal það tekið fram að fremur er van- en ofreiknað í báðum tilfellum. Hér er átt við hefðbundna myndlist, nýlist, listiðnað, arkitektúr, Ijósmyndun og fleira myndlistarlegs eðlis. Ef notuð er svipuð upptalningaraðferð og síðast, þá skiptast sýningarnar niður á eftirfarandi staði, en tölur ársins 1978 eru í sviga: Norræna húsið 25 (21), Kjarvals- staðir 23 (17), Suðurgata 7 21 (16), FÍM-salurinn 9 (7) en þar á eftir koma minni salir, t.d. Á næstu grösum, nú fyrir bí, með 7 sýningar. Af þessum 167 sýningum voru 49 (39) af erlendum toga, en af þeim voru aðeins 8 (10) í Galleri Suðurgata 7. 24 þessara sýninga voru haldnar utan Reykjavikursvæðisins, en 20þar áður og er það litil aukning hlutfalls- lega. Olíumálverk enn atkvæðamest Það er ávallt erfitt að flokka list- sýningar niður eftir tegundum eða efnivið listamanna, sérstaklega þar sem mörkin milli hinna ýmsu greina verða nú æ ógreinilegri. Þó skal þetta reynt og þá með öllum fyrirvörum um nákvæmni. Mér sýnist sem olíu- málverkið hafi verið atkvæðamest, eins og á árinu 1978, og voru 58 (56) sýningar þess eðlis og má á þessum tölum sjá að hlutfallsleg aukning slíkra sýninga er mjög litil. Ekki er gott að spá um hvort þetta sé til marks um hnignun olíumálverksins á íslandi og vel má vera að þelta sé ein- ungis tímabundið fyrirbæri. Næst- mesl bar á grafik, 24 (16) og kemur uppgangur hennar engum á óvarl, svo ntjög sem hún hefur verið til um- ræðu á síðustu misserum. Fer nú grafikin upp fyrir nýlist sem í ár telur 20 (20) sýningar, en undir þann lið koma að sjálfsögðu margs konar vinnubrögð, en keimlikt hugarfar ef grannt er skoðað. Vísasl mætti flokka nýlistina undir aðra liði i stöku tilfelli. Gæðin að utan Mikil aukning hefur einnig orðið i sýningum listiðnaðar: 17 (10), en þá tel ég með vefnað, keramik, arki- tektúr, glergerð, skart o.fl. Loks koma ljósmyndasýningar, 10 stykki (7) og hafa þær ekki aukist eins mikið og a.m.k. ég bjóst við. í fyrra gerði ég það að gamni mínu að taka saman þjóðerni þeirra er- lendu listamanna sem hér sýndu. Þa voru flestir frá Danmörku, en siðan komu Bandaríkjamenn og Svíar. Nú ber mest á Bandaríkjamönnum í sýn- ingum hér, en næst þeim koma Danir, svo Sviar og Finnar.Mérsýnist sem sýningar frá Frakklandi hafi lagst niður við burtför franska sendi- herrans sem var og hlýtur þetta að vera umhugsunarefni fyrir franska sendiráðið. En þótt fjöldi sýninga á árinu hafi verið með eindæmum, þá fór minna fyrir gæðunum. Flestar þær sýningar sem báru af voru reyndar að utan: Danskur listiðnaður og Carl-Henning Pedersen í Norræna húsinu, ásamt finnskri grafík á sama stað, Robert Rauschenberg að Kjarvalsstöðum og Peter Schmidt i Suðurgötu 7. En þetta var samt ár íslenskrar grafikur og afmælissýning þess félags sýndi svart á hvítu að hérlend grafik er orðin fullveðja. Ungar konur á framfarabraut Glæsilegasta „debút” ársins var lika í grafik, þegar Edda Jónsdóttir sýndi í Suðurgötu 7. Fátt nýstárlegt kom frá reyndari listamönnum, — þó stóð Karl Kvaran fyllilega fyrir sínu að Kjarvalsstöðum. Skínandi undan- lekning er þó Björg Þorsteinsdóttir sem haslaði sér völl með glæsilegum málverkum i Norræna húsinu. Ef litið er til annarra greina, þá situr i minni Ijósmyndasýning Rafns Hafn- fjörð, svo og litil keramíksýning Kol- brúnar Björgólfsdóttur. Efnilegir ný- liðar komu helst fram í grafík, t.d. Edda Jónsdóttir o.fl. og á sýningu i Ásmundarsal sýndu ungar konur til- þrif sem vert er að fylgjast með. Kon- ur komu mikið við sögu á árinu, en þó er hlutfall milli karla- og kvenna- sýninga (ef hægt er að nota svo gróf- an samanburð. . . ) enn 2:1 körlum í hag ef íslenskar listsýningar einar eru skoðaðar. Mosavaxnar stofríanir í nýlist man ég helst eftir Sveini Sigurði Þorgeirssyni og Magnúsi V. Guðlaugssyni úr hópi nýliða, en i Björg Þorsteinsdóttir — ný viðhorf I málverki. skúlptúr sýndi Steinunn Þórarins- dóttir nýja takta. Veitir ekki af, því enn er sú grein í öskustónni hér á landi. Lítið var að græða á grónum stofn- unum í myndlistinni hér. Listasafn íslands sleppti þvi alveg að halda yfirlitssýningu á islenskum lista- manni, en þess i stað fór mikil orka i að setja saman íslenska sýningu fyrir Ameríkumarkað, en bæði voru for- sendur þeirrar sýningar og val verka á hana með einkennilegum hætti. Þará bæ var einnig gert mikið úr grafik- gjöf hollensks listamanns, Bram van Velde, án þess þó að grennslast fyrir um það hvort sú grafik stæðist þær kröfur sem UNESCO gerir til „origínal” grafíkverka. Eitthvert lífsmark var á Þjóðminja- safninu, a.m.k. var þar farið að nota Bogasalinn til sérsýninga safnsins. Haustsýning FÍM þykir oft baró- meter á íslenska list og voru menn óhressir með hana, svo ekki sé meira sagt. Er nú ætlunin að breyta fyrir- komulagi sýningarinnar. Á árinu var einnig haldið upp á stórafmæli út- ungunarstöðvar islenskra myndlista, Myndlista- og handíðaskólans, með fallegri sýningu að Kjarvalsstöðum. Engar tröllasögur Ekki bárust neinar tröllasögur af íslenskum listamönnum á erlendri grund árið 1979, en þó fór gott orð af ýmsum einstaklingum úti i löndum. Talsverð þátttaka var í samsýningum ýmiss konar, aðallega á Norðurlönd- um, en einnig fóru menn til Rostock eins og venjulega. Aðstandendur Suðurgötu 7 gerðu einnig víðreist og sóttu ítala heim með íslenska nýlist i farangrinum. Er nú upp talinn obbinn af þvi markverðasta sem gerðist í myndlist- um ársins 1979. Myndlist AÐALSTEINN INGÖLFSSON Edda Jónsdóttir — islensk grafik 1 mikilli uppsveifiu á árinu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.