Dagblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 07.02.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980. Köflótt kvikmynd um Þýzkaland að hausti í Veslur-Þýzkalandi vilja vera láta. Þá er rétt að minna á orð varnar- málaráðherrans G. Lebers í þessu sambandi en hann sagði eitthvað á þá leið að hver sá sem réðist á Þýzkaland væri jafnframt að fremja sjálfsmorð. Köflótt kvikmynd í myndinni skiptast á leikin atriði og heimildarmyndir sem leknar voru á þessum tíma. Leiknu atriðin eru ekki eins sterk og kvikmyndatök- urnar annars vegar frá jarðarför Martin Schleyer og hins vegar frá jarðarför þremenninganna. En sú siðarnefnda fór fram að viðstöddum 1500 stuðningsmönnum þeirra og 3000 manna lögreglulið stóð nokkurs konar heiðursvörð. En það vorn ekki einungis höf- undar þessarar myndar sem kvik- mynduðu það sem fram fór þvi lögreglan reyndi að ná myndum af öllum jarðarfaragestum sem llestir reyndu að dulbúast. Jarðarför Schleyers fór hins vegar fram í þjóðarsorg þar sem helztu forkólfar þjóðarinnar voru viðstaddir. Eitt áhrifamesta alriði myndarinnar er þegar fyrirskipuð var tveggja mínútna þögn i Mercedes Benz verk- smiðjunum til þess að minnast for- sljórans sem var fyrrvernadi SS foringi. Einnig er forvitnilegt að bera saman þessar tvær ólíku jarðarfarir. Leiknu alriðin eru ekki eins merkileg, eins og þar sem Fassbinder ræðir við móður sina, sem túlkar afstöðu þýzku borgarastéltarinnar, og þar sem Schlöndorf og Böll eru að brölla með Sófókles. Þar er fjallað um þá rilskoðun sem þeir hafa þurft að sæta, aðallega þó Fassbinder í sjón- varpsþáttum sinum. En Heinrich Böll er skrifaður fyrir handriti mvndarinnar ásamt Petre Steinbach og Wolf Bierman leikur i myndinni en hann er eins og kunnugt er vænlanlegur á Listahátið í sumar nreð gitarinn sinn. Niðurstaða Eftir að hafa séð þessa mynd er maður ekki i nokkrum vafa um að lýðréttindi í Þýzkalandi hafa vcrið fótum troðin og þarlendum stjórn- völdum ferst þvi illa að gagnrýna aðrar þjóðir fyrir slikt. með tilheyr- andibumbuslætti.Þá er einnig ióst að aðfetðii borgarskæi ulið.inua cru langar, óréttlætanlegar, og aðeins til þess fallnar að atiðvelda valdhöfun- um að beila andstæðinga sína harð- ræði og banna starfsemi þeirra. Þannig er það til dæmis á ítaliu i dag' að engin þorir að ganga i mótmæla- göngu lengur vegna þess að hvers kyns mótnræli eru túlkuð sem verk borgarskæruliða. Þetta er mynd sem allir ættu að sjá sem hafa áhuga á þessum málum. Þess má að lokum geta að blaðið Der Spiegel fjár- magnaði myndina að hluta. ÞÝZKALAND AÐ HAUSTI Deutschland im Herfost, gerð f Þýzkalandi 1978. Leikstjóm: R. Fassbinder, Al Ktuge, V. Schlöndorff E. Reitz o.fl. Sýningarstaður Regnboginn, kvikmyndahátfð 1980. Árið 1977 á eftir að vera Þjóðverj- um minnisstætt vegna þess hve borgarskæruliðar létu mikið að sér kveða. Meðal annars rændu þeir Hans-Martin Schleyer, formanni v- þýzka vinnuveitendasambandsins, og drápu þegar stjórnvöld gengu ekki að kröfum þeirra. Þá rændu þeir far- þegaflugvél og kröfðust þess m.a. að félagar þeirra sem sátu i fang- elsum yrðu látnir lausir en yfirvöld hundsuðu allar kröfur borgarskæru- liðanna og var flugvélin tekin með árás þýzkra hersveita i Mogadishu en þangað hafði flugvélinni verið flogið. Daginn eftir þennan atburð var til- kynnt að þrír foringjar borgarskæru- liðanna hefðu svipt sig lífi í fang- elsinu. Andeas Baader og Jan-Carl Raspe áttu að hafa skotið sig í höfuðið en Gudrun Ensslin átti að hafa hengt sig í hinu illræmda Stammheimfangelsi sem sagt er eitt það rammgerðasta sem fyrirfinnst í heiminum. Þessir atburðir urðu kveikjan að þvi að flestir þekktustu kvikmyndagerðarmenn Þýzkalands sameinuðust uni að gera þessa kvik- mynd. Morð eða sjálfsmorð Ekki hefur enn verið sannað að þremenningarnir hafi framið sjálfs- morð heldur bendir allt til þess að þau hafi hreinlega verið myrt eða verið neydd til þess að fremja sjálfs- morð. Allavega er margt furðulegt i sambandi við þennan atburð. Baader á til dæmis að hafa skotið sig í hnakkann með hægri hendi en hann FriðrikÞ. Friðriksson var visl örvhentur að sögn móður hans. Þá átti Raspe einnig að hafa skotið sig í hnakkann en það þykir i meira lagi einkennilegt að tveir menn hafi sömu nóttina fundið uppá svona frumlegum sjálfsmorðsaðferðum. Gudrun Ensslin álti að hafa hengt sig á sama hátt og Ulrike Meinhof en ef litið er á niðurstöður rannsóknar- nefndar, sem i sátu m.a. læknar, þá kemur i Ijós að Ulrike Meinhof hafi verið nauðgað og síðan kyrkt. Þá var fulltrúum Amnesty Inter- national gert ókleift að vera við krufningu á þremenningunum en fulltrúi ættingja fékk leyfi til þess að taka upp á segulband það sem lækn- arnir sáu athugavert. En lögreglan gerði húsleit hjá þessum fulltrúa ættingja og gerði spólurnar upptæk- ar. Þannig er hægt að halda lengi áfram. Eitt er víst að þetta mál er engan veginn jafnaugljósl og yfirvöld Kvik myndir Keppt í diskódansi á sunnudag Hver dansar lengst? Maraþonkeppni í diskódansi verður haldin i Klúbbnum á sunnudaginn. Það eru veitingahúsið Klúbburinn og ferða- skrifstofn Útsýn sem fyrir keppninni slanda en aðaldómari er Heiðar Ásl- valdsson danskennari. Keppnin er takmörkuð við 30 manns sem hefja dansinn klukkan finim að morgni og verður dansað svo lengi sem einhver stendur á fótunum. Klukkan eilt eftir hádegi verður húsið opnað áhorfendum sem geta þá tekið út fóla- fimi dansenda eftir átta stunda dans. Þá verða einnig i húsinu skemmti- atriði og gestahappdrætti með ferða- Í muruþondunskeppni, sem huldin var i fyrra, kom i Ijós art diskódansinn á marga aðdáendur. Fulll var úl úr dyrum í Klúbbnum allan daginn, enda brugóusl dansendur ekki vonum áhorfenda, sýndu hin stórkostlegustu lilþrif. DB-mynd R. Th. vinningi. Dansarinn sem sigur ber úr auk hennar verða þrír bikarar veiltir í býlum hlýtur einnig ferð að launum en verðlaun. -1)S. rruboð á sloppum og samfestingum MIKIL VERÐLÆKKUN Laugavegi 19 Reykjavík sími I7445 Cybernet Frábær hljómtæki á hagstæðu verði. CRD-15, VERD KR. 445.069 P2-A2-T2-C2, VERÐ KR. 693.800 CP 1050, VERD KR. 169.200 BENCO BOLHOLTI4 - SÍMAR 21945 - 84077

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.