Dagblaðið - 08.02.1980, Side 2

Dagblaðið - 08.02.1980, Side 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980. ER SEÐLABANKINN BÖLVALDURINN? Það var býsna gaman að þæltinum um nóbelsmanninn Friedman nú fyrir skemmstu. Friedman þessi virtist vita hvað hann var að tala um eða svo virtist mér. Við þurfum að fá meira af sams konar efni ef það yrði til þess að opna augu manna (og löggjafans) fyrir þvi á hvaða vegi við íslendingar erum staddir i efnahagsmálum okkar. NóbelsverOlaunahafinn Millon Friedman. Þessi Friedman var ekki aldeilis á þeirri skoðun að sósíalisminn væri það sem koma skal. Frjálsræði og aftur frjálsræði var það sem hann í raun og veru prédikaði og tók mörg dæmi því til sönnunar. Spyrjandinn (Svíi) virtist ekki alveg skilja Friedman og hló Friedman oft að honum, þurfti oft að endurtaka sama hlutinn og hló við. Sviinn virtisl vera svo mikið haldinn sænskum sósíalisma að kenningar Friedmans komu honum alveg á óvart. Ég held að það væri heillaráð að fá hingað til landsins einhvern „Fried- man” til þess að kenna okkur „fin- ansmönnum” hvernig á að stjórna landinu, a.m.k. fjármálalega, því eins og horfir virðist ekkert blasa við nema ríkisgjaldþrot. Seðlaprentun okkar er nú búin að ná þvi hámarki að ekki verður lengra komizt. Skuld rikissjóðs við Seðla- bankann er auðvitað ekkert nema seðlaprentun og ég held að af þeim ríkissto'fnunum, sem settar hafa verið á stofn, sé Seðlabankinn mestur böl- valdurinn. Ríkissjóður skuldaði Landsbankanum ávallt einhverja upphæð fyrrum, sem auðvitað varð að borga. Borgunin var bara ekki með útgáfu nýrra seðla. Mér datt þetta (svona) í hug. SIGGlflug 7877-8083 „Hefði ekki verið mannlegra að þakka fyrir og allur Sjálfstæðisflokkurinn stæði að baki þessari stjórnarmyndun dr. Gunnars,” skrifar Helgi Vigfússon. Hvar er víðsýnið, sjálfstæðismenn? r ■■ SYNID SAMSTODU MEÐ DR.GUNNARI Helgi Vigfússon skrifar: Undir forsæti dr. Gunnars Thor- oddsen alþingismanns og varafor- manns Sjálfslæðisflokksins hel'ur tekizt samstaða og samstarfsvilji í Framsóknarflokki og Alþýðubanda- lagi um væntanlega ríkisstjórn. Sjálf- stæðismenn og-konur um allt ísland hljóta að fagna þessum atburðum og þakka dr. Gunnari drenglyndi, við- sýni og trúmennsku við þjóðina að leiða hana út úr ógöngum óvissu og öryggisleysis. Ríkisstjórnin er ekki einu sinni fædd, þegar væntanlegir stuðningsmenn verða að taka að verja samstarfið og væntanlegan málefnasamning gegn óvinaárásum. Hefði ekki verið mannlegra að þakka fyrir og allur Sjálfstæðisflokkurinn stæði að baki þessari stjórnarmynd- un dr. Gunnars? Sjálfstæðisflokkurinn krefst trú- mennsku og skyldurækni í slörfum flokksins — rödd samvizkunnar það — á hvaða starfsviði sem verkahring- ur okkar er innan Sjálfstæðisflokks- ins. Hollustan við Sjálfstæðisflokk- inn og varaformanninn, dr. Gunnar Thoroddsen, er grundvöllurinn, sterkasta aflið. Sjálfslæðismenn, hvar sem þið búið á íslandi og ef þið eruð samþykkir stjórnarmynduninni, sýnið samstöðu og sendið dr. Gunn- ari Iraustsyfirlýsingu, svo stjórn full- trúaráðs Sjálfstæðisflokksins, mið- stjórn og flokksráð sjái það svarl á hvitu, að sjálfstæðismenn í landinu æskja að fela dr. Gunnari forsæti í þýðingarmiklu máli. Látum ekki undir höfuð leggjasl að senda skeytið strax í dag. Sjálfstæðismenn, virðið að verð- leikum drenglyndi dr. Gunnars, hann er eldheitur baráttumaður fyrir hug- sjón Sjálfstæðisflokksins. Stundin okkar: MEIRA EFNIÚR DREIFBÝUNU Dreifhýliskonurskrifa: Stundin okkar vakti sérstaka at- hygli margra síðastliðinn sunnudag fyrir fjölbreytilega dagskrá. Bama- kór Rangæinga var þar á ferð með fjölbreytilegt og skemmtilegt efni. Okkur langar til að koma á fram- færi ósk um að við fáum oft að sjá og heyra efni úr dreifbýlinu þar sem margir búa yfir góðum hæfileikum. Bryndís Schram hefur gætt Stundina okkar nýju lifi. Hafi hún þökk fyrir. „Ég er sannfærður um, að flkniefnadeildin gæti þurrkað upp landið af fikniefnum ef hún fengi þann stuðning sem þarf,” skrifar Þorsteinn Úlfar Bjömsson. Fíkniefnamál á íslandi: FLOTK) SOFANDI AÐ FEIGDARÓSI í Kastljósi sjónvarpsins 1.2. siðast- liðinn var fjallað um ávana- og fíkni- efni. í þættinum kom fram að af- þreyingarlyfjanotkun er orðin tölu- vert vandamál. Fjallað var um efnið frá nokkrum hliðum en það gefur augaleið að erfitt er að fjalla til ein- hverrar hlítar um eins flókin og við- kvæm mál í klukkustundar löngum þætti. Fyrst var talað við Jóhannes Berg- sveinsson lækni og kom fram í máli hans að áberandi er hve misnotkun afþreyingarlyfja er blönduð, þ.e. að fólk lætur sér sjaldnast nægja eina lyfjategund. Nú ber auðvitað að hafa i huga að aðeins lítill hluti fíkniefna- neytenda kemst i kynni við áður- nefndan lækni og aðeins þeir sem verst eru farnir. En það í sjálfu sér af- sakar ekki lyfjaneyzlu hinna. Þá kom einnig fram hjá Jóhannesi að ávana- og fíkniefni hafa valdið dauða hér á landi. Þá vaknar sú spurning hvaða lyf þetta séu sem hafa valdið þessum dauðsföllum sem hann minntist á. Þá kom það fram hjá Jóhannesi aðauka þyrfti fræðslu um þessi mál. Þar er ég hjartanlega sammála. Ekki bara hjá sjúklingum heldur lika hjá alnienn- ingi. Mér hefur oft blöskrað hvað fólk er gagnrýnislítið um hvaða lyf það tekur. Ég býst við að næstum hvaða læknir sem er mundi staðfesta að sjúklingar spyrja yfirleitt ekki um hvaða verkun það lyf sem þeir fá hafi og hvort það hafi einhverjar auka- verkanir í för með sér. Þá var talað við Þuríði Jónsdóttur félagsráðgjafa og virtist mér í þátlar- lok að hún hafi verið einna athyglis- verðust. Ég er sannfærður um að félagslegar aðstæður spila meira inn i lyfjaneyzlu heldur en jafnvel félags- ráðgjafar gera sér grein fyrir. Ég held að ef einhvern líma verður farið að kanna fíkniefnamál hér, þá væri rétt að fá Þuríði eða einhvern annan félagsráðgjafa til að hafa yfirumsjón með slikri könnun. Þá var rætt við Guðmund Gigju lögreglufulltrúa og kom fram í máli hans að þróunin hér væri svipuð og hjá nágrönnum okkar. Það er slæmt en mjög skiljanlegt. Hér er haldið á málum á sama hátt og hjá nágrönn- unum, þ.e. flotið sofandi að feigðar- ósi. Það er til skammar hve illa hefur verið haldið á málum hér. Ef við aðeins gerðum okkur grein fyrir því, að það að halda fikniefnadeildinni í fjársvelti, eykur vandamálið. Ég er sannfærður um að fíkniefnadeildin gæti þurrkað upp landið af fikniefn- um ef hún fengi þann stuðning sem þarf, bæði frá stjórnvöldum og al- menningi. Það er til hreinnar skantm- ar að ekki skuli hafa verið hundur hér til fíkniefnaleitar um tíma. En það kom einnig fram í máli Guðmundar að undantekningarlaust hali ncyt- endur byrjað á neyzlu kannabiscfna. Ég leyfi mér að draga þetta i efa og bendi á niðurstöður Shafer-nefndar- innar frá 1972. Það hlýtur að vera hverjum hugsandi manni Ijósl að langmestur hluti neytenda byrjar á neyzlu nikólíns og alkóhóls. Áfengi og tóbak eru kannski ekki fikni- efni??? Þá talaði Vilhjálmur Skúlason prófessor. Ég hef alltaf svolítið gaman af Vilhjálmi. Hann minnir mig svo mikið á mann að nafni Harry J. Anslinger sem var á sinum tíma yfirmaður eiturlyfjastofnunarinnar bandarísku. En hvað um það, Vil- hjálmur kom með dæmi um mann sem tekur eina skeið af alkóhóli á dag og það gerir honum ekkert til að ráði en drepur hann ef hann tekur þessar 100 skeiðar, sem hann talaði um, á einu bretti. Mikið er þetta rétt. Af hverju er ekki neyzlumynstri alkó- hóls beint inn á þessa braut. Spyrja má hvort sé skaðlegra 1—2 bjórar á dag eða 4 litrar af brenndu víni yfir helgi? Ásgeir Karlsson talaði um áfengi og afbrot og var á máli hans að skilja að þetta færi mjög oft saman. En Ásgeir sagði annað sem er athyglis- vert. Hann sagði að lyfjaneyzla væri áhætta sem einstaklingurinn yrði að bera ábyrgð á gagnvart þjóðfélaginu og sjálfum sér. Þetta er kannski kjarni málsins. En til þess að ein- Hermundur Sigurðsson skrifar: Þann 31.1. kl. 9.15 kom ég á Hlemm ásaml nokkrum kunningjum. Ætluðum við á salernið en komum að iæstum dyrum. Við fórum til hús- varðarins en hann svaraði þvi að ekki staklingurinn geti tekið ákvörðun verður hann að hafa aðgang að upp- lýsingum og fræðslu. Lyfjaneytandinn, sem talað var við, sagði að það hefði átt að lækna áfengisvandamál sitt með barbítúr- sýrum. Einhvern timann las ég það í ekki ómerkara tímariti en Scientific American að áfengi og barbítúrsýrur saman væri banvænt. Er þá ekki ábyrgðarhluti að afhenda alkóhólista barbítúrsýrur þvi alkóhólistinn veit oft ekki af þvi þegar hann dettur i það? Þá var seitur upp dæmigerður lundur i sjónvarpssal og fannst mér botninn þá detta úr þættinum en þó koniu fram tveir punktar sem eru allrar athygli verðir. Ólafur Ólafsson landlæknir stakk upp á því að kannað yrði hverjir tækju hvaða lyf og hvers vegna. Gott hjá þér, Ólafur, og ég vil slinga upp á því að Hag- vangi yrði falin slik könnun i samráði við heilbrigðisyfirvöld og löggæzlu. Að sjálfsögðu þarf ekki að taka það fram að félagsráðgjafar mundu, eins og áður sagði, hafa yfirumsjón með slíku verki. Skúli Johnsen borgar- læknir stakk upp á fræðslu og benti á heilbrigðisyfirvöld i því sambandi. Það er skoðun min að slík fræðsla væri betur innt af hendi af læknum þvi það hefur sýnt sig bæði i Ameriku og Bretlandi að þeir eru hlutlausari og miklu hæfari til þess auk þess sem minni hætta yrði þá á þvi að málið yrði að pólitísku bitbeini. Hafi sjónvarpið þökk fyrir að vekja athygli á málinu. Þorsteinn Úlfar Bjiirnsson — SFXF. Samtök um endurbætur á lögum um fíkniefni. væri hægt að opna. Við spurðum um ástæður þess og fengum það svar að það væri svo sóðalegt þar inni. Því vil ég spyrja: Til hvers eru salerni? Ofsóðalegtá salemi SVR? I II

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.