Dagblaðið - 18.02.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 18.02.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1980. 7 Athugasemdir fólks: „Slys að Geir varð for- maður” „Styð Gunnar af alefli sem sjálf- stæðisniaður og vonast til að he*ta verði til að hrista upp í flokknum honum til góðs,” sagði karl á Akureyri i svari sínu i skoðanakönnuninni. „Ég styð Gunnar fyrst og fremst til að lýsa vantrausti minu á Geir sem formanni Sjálfstæðisflokksins," sagði kona á Akureyri. „Það var ekkert annað en slys þegar Geir Hallgrimsson varð formaður flokksins. Það er að verða stórslys að hann skuli ekki getað talað við aðra flokksmenn cn einhverja klíku sem er einangruð frá hinum almenna kjós- anda,” sagði karl i Reykjavik. ,,Ég hef ekki verið hrifin af Gunnari Thoroddsen. En ef ég ætti um hann og Geir að velja þá tel ég Gunnar fremri,” sagði kona I Reykjavík. „Auðvitað styð ég Gunnar frekar en Geir, ég tel samt, að hvorugur þeifra eigi að vera í formennsku i Sjálfstæðis- nokknum,”sagði önnur kona i Reykja- vík. ,,Ég styð Gunnar. Hann gerði það sem Geir sagðist hafa reynt en gat ekki," sagði karl i Reykjavík. „Ég er sjálfstæðismaður, en þetta var orðinn einn allsherjar sandkassa- leikur og stjórnmálamönnum til skammar. Gunnar Thor bjargaði málinu, en samt er þetta leiðinlegt fyrir nokkinn,” sagði kona úti á landi. „Gunnar hefur sannað, að hann er mikilmcnni” var skoðun konu á Vesturlandi. „Gott framtak hjá Gunnari og gaman að sjá, hvernig til tekst,” sagði kona á Auslurlandi. „Gunnar hefur sýnt forystuhæfileika sina fram yfir Geir,” sagði karl á Austurlandi. „Gunnar sýndi kjark. Hann gat leyst hnútinn,” sagði karl i Reykjavík. „Ég styð hvorugan þeirra i raun. En i því tilfelli sem upp hefur komið snýst ég á sveif með Gunnari,”sagði karl á Reykjavikursvæðinu. „Gunnar er miklu hæfari stjórnmálamaður á allan hátt og hann gerði rétt með því að rifa sig lausan úr flokksböndunum,”sagði karl á Reykjavikursvæðinu. „Sveik flokkinn" „Ég er á móti Gunnari, þvi að hann hefur komið aftan að floknum og svikið hann,” sagði kona i Reykjavik. „Ég styð Geir. Ég held, að hann hafi- verið að reyna að mynda utanþings- sljórn. Ég vildi, að hann hefði getað það,” sagði karl í Reykjavík. „Styð Geir Hallgrimsson en tel sanil að hann sé of stifur á meining- unni,” sagði maður úti á landi. „Mér fannst þetta ekki fallega gert af Gunnari,” sagði maður á Reykja- vikursvæðinu. -HH. Sa/t- kjötið KJÚTBÚÐ SUÐURVERS STIGAHLÍÐ - SÍMI35645 Niðurstöður skoðanakönn- unarinnar urðu þessar: Meðal stuðningsmanna Sjálfstœðisflokksins urðu niðurstöður þessar: Geir 38 eða 20,8% Gunnar 122 eða 66,7% Óákveðn. 23 eða 12,5% Meðal stuðningsmanna annarra flokka urðu niður- stöðurnar þessar: Geir 13 eða 5,4% Gunnar 192 eða 80,3% Óákveðn. 34 eða 14,3% Meðal þeirra sem voru óákveðnir um flokk urðu niðurstöðurnar þessar: Geir 4 eða 2,2% Gunnar 118 eða 66,3% Óákveðn. ■_ 56 eða 31,5% Að öllu samanlögðu urðu niðurstöðurnar þessar: Geir 55 eða 91/6%'' Gunnar 432 eða 72% Óákveðn. 113 eða 18 5/6 Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstööu verða niðurstöðurnar þessar: Geir 11,3% Gunnar 88,7% HAFSKIP HF Hlutafjarutboð Nýtt atak til sóknar Að gefnu tilefni vill stjórn Hafskips hf. vekja athygli þína á mikilvægi frjálsrar samkeppni í öllum flutningum til og frá landi okkar. Skipasiglingar milli íslands og annarra landa er ein mikilvægasta líf- æð þjóðarinnar og burðarstólpi frjáls at- hafnalífs í landinu. Hafskip hf. gegnir hér mikilvægu hlutverki. Við viljum benda á, að með frjálsri samkeppni í flutningum landsmanna er m. a. hægt að stuðla að lægri tilkostnaði, betri þjónustu og mark- vissari nýtingu tækniframfara, sem leiðir til samkeppnishæfara verðlags á útflutn- ings- og innflutningsvörum. Tilvera framsækinna afla á þessu sviði er ein mikilvægasta forsenda lýðræðislegrar þróunar í atvinnulífinu. Hluthafahópur Hafskips hf. er stór, en betur má ef duga skal. Nokkur hundruð einstaklingar og fyrirtæki hafa sameinast í Hafskip hf., til þess að stuðla að jafnvægi og frjálsari sam- keppni íflutningamálum lands- manna, og bættust hátt í 200 nýir aðilar í hópinn á s. I. ári. En okkur er Ijóst, að ef við ætlum að ná ár- angri í baráttu við rót- gróin einokunaröfl og verjast ofríki á flutn- ingamarkaðnum þarf að koma til ný sóknar- lota. Endurnýjun skipastóls Hafskips hf. hófst meðtilkomu fjölhæfniskipsins Ms. ,,Borre“. En eitt nýtt skip í flota okkar dugar ekki til að losa um einokunartök. Við verðum að taka í notkun fleiri ný skip, bæta tæknilega uppbygginu og vöru- meðferð í landi, endurbæta skipaaf- greiðsluna heima og heiman, lækka til- kostnað flytjenda og tryggja enn betra áætlana- og siglingakerfi í næstu fram- tíð. Stjórn Hafskips hf. hefur því ákveðið að leggja fram á næsta aðalfundi félags- ins, 21. marz n. k., tillögu um 250 millj. króna hlutafjáraukningu. Viljir þú leggja okkur lið, þá er stjórn og starfsfólk Haf- skips hf. reiðubúið að veita þér allar upp- lýsingar og taka við hlutafjárloforðum. Þú heldur ef til vill, að hlutafjárframlag þitt sé aðeins dropi í hafið, en hafðu það hugfast, að það kann að vera dropinn, sem tryggir okkuröllum frjálsarsiglingar um ókomin ár. Hafskip hf. heitir á allt stuðningsfólk frjálsra viðskiptahátta að standa vörð um félagið og efla það til enn virkari siglingasamkeppni. Febrúar, 1980 Stjórn Hafskips hf.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.