Dagblaðið - 18.02.1980, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 18.02.1980, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. FEBRUAR 1980. 23 Reykvíkingar æstir í lóðir: Fjórir sækja um hverja lóð „Okkur bárust 965 umsóknir um 236 lóðir,” sagði Hjörleifur Kvaran, fulltrúi borgarverkfræðings, um um- sóknir um nýjustu lóðir borgarinnar. Umsóknarfresturinn rann út á föstudaginn var. ,,I Rauðagerðinu voru 12 lóðir auglýstar en um þær bárust 332 umsóknir eða 27 umsóknir um hverja lóð. Enn vinsælli varð þó ein lóð sen við áttum við Tómasarhaga, um hana sóttu 39 manns. Um 35 einbýlishúsalóðir við Eiðsgranda sóttu 155 manns og 88 um 62 raðhúsalóðir. Í Seljahverfinu bárust 99 umsóknir um 64 einbýlishúsalóðir og 75 umsóknir um 10 raðhúsalóðir. í Hólahverfinuvoru svo auglýstar 50 einbýlishúsalóðir en alls bárust I63umsóknir. Nokkrir sóttu svo um ótilgreint eða um lóðir sem ekki höfðu verið auglýstar. Við erum nú búnir að flokka umsóknir eftir hverfum, en eigum eftir að fara i gegn um það hverjar eru gildar. Það fyrsta sem við gerum að því loknu er að senda þetta niður i gjaldheimtu til þess að vita hvort umsækjendur eru skuldlausir við hana.” — En hver eru skilyrði önnur en skuldleysi við gjaldheimtu til þess að fá lóð: „Menn þurfa að vera fjárráða, íslenzkir ríkisborgarar og geta sýnt frani á með eignuni eða Iáns- möguleikum að þeir geti fjármagnað það hús er þeir ætla sér að byggja á lóðinni. Þeir sem uppfylta öll þessi skilyrði sem flestir gera, fá svo punkta eða stig fyrir ákveðin atriði og er farið eftir þeim punktum við út- hlutun. Í fyrsta lagi eru punktar fyrir búsetu i Reykjavik. Menn byrja að safna punktum 18 ára og fá 8 á ári fyrstu 5 árin. Eftir það 4 á ári. Há- markið er 80 punktar. í þvi tilfelli að hjón sækja um lóð eru fyrst reiknaðir fullir punktar fyrir búsetu þess eldra en siðan fær það yngra sina punkta að einum fjórða. Ef menn búa utan Reykjavíkur i lengur en i 4 ár, falla fyrri punklar þeirra niður. En búi menn utan bæjarins i skemntri tíma fá þeir fulla punkta fyrir búsetu sína í bænum. Einnig er hægt að safna stigum meðatvinnu i Reykjavík. Þá fá menn 4 stig á ári hvcrt ár sem þeir vinna, uppi60stigahámark. Hafi nienn sótl um lóð áður, en l'engið synjun fá þeir fyrir það 8 stig. Ekki eru þó taldar nenta 3 synjanir. þannig að þau slig geta ntest rðið 24. Menn fá einnig punkta l'yrir að búa í leiguhúsnæði eða i of litlu húsnæði. Fyrir leiguna, ef nienn eiga ckki ibúð fá þeir 16 stig og geta fengið mest 16 stig l'yrir þröngbýli. Það er, cf ekki eru 12 fermctrar á hvern íbúa. Þegar úthlutun á einstökum svæðum fer fram er byrjað á þeim sem tlesta punkta hefur hcl'ur og sui farið röðina niður úr. Ef margir eru með jafnmarga punkta og geta ekki allir l'engið e> dregið úr nöfnum þcirra,” sagði Hjörleifur. -DS. m wf ÚTILÍF Enskir hnakkar með dýnu kr. 177.000. ándýriukr. 166.000.- Hubertus hnakkar vestur-þýzkir kr. 145.000. Nýkomið dýnur á hnakka, ekta /eður, verð aðeins kr. 12.200.- niælonstali- múlar kr. 3.100.- Pakistanskir hnakkar kr. 76.800.- Enskir barna hnakkar ■m/gjörð ogist kr. 57.000. Höfuðleður m/múlog taum kr. 17.700,- Krossmúll kr. 7.100,- Leðurstall- múlar kr. 6.200,- Tamningamúlar kr. 21.000. Reiðhjálmar nýgerð kr. 12.800,- 16.900. Reiðhjálmar kr. 8.230. Reiðar kr. 9.900. Gjarðir — margar gerðir Bómullkr. 7.500,- Næton 9.300,- Borðar 8.900,- Leður 14.100,- Öryggisístöð bogin beggja vegna úrkrómstá/i kr. 41.100.- Öryggisístöð m/teygju Stærð 4 1/2 " Stál Öryggisistöð bogin á eina hlið kr. 21.200.- I 1 I •• Hófhlifar opnar kr. 4.300.- Hófhlifar m/velcro kr. 5.900,- Taumar Borðataumar m/lásum kr. 6.360.- Borðat m/leðrikr. 8.000.- Flóttaðir leðurt kr. 12.300.- Reiðstigvól frönskogþýsk Gíæsibæ Sími 82922 og30350.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.