Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.02.1980, Qupperneq 16

Dagblaðið - 18.02.1980, Qupperneq 16
16 i DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1980. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D Gullverðlaun dreifast Sovélríkin hlutu Ivenn gullverlllaun á ólympíulcikunum íLake Placid á laug- ardag. í tvíkeppni i skídagóngu og skotkeppni varð Anatoli Alyabiev sigur| vcgari á 1 klst. 8 mín. 16.31. Frank. Ullrich, Austur-Þýzkalandi, varð i öðru sæti 11 sek. á eftir og þriðji varð Krberhard Rosch, Austur-Þýzkalandi. NorAmaðurinn Svein Engen varð í fjórða sæti. í slcðakeppni (luge) varð Vera, Zozulia, Sovétríkjunum, sigurvegari á 2:36.537 mín. Önnur varð Mclitta Sollmann, A-Þýzkalandi og þriðja Ingrida Amantova, Sovétríkjunum. í tveggja manna boðsleðakeppni urðu Svisslendingarnir F>ich Schárer og Josef Benz óíympiumeistarar á laug- ardag á 4:09.36 mín. Næstir komu Bernhard (íermeshausen og Hans- Jiirgen (íerhardt, Austur-Þýzkalandi, á 4:10.93 mín. og í þriðja sæti urðu Austur-Þjóðverjarnir Meinhard Nehmer og Bogdan Muiol. í slcðakeppni karla (luge) varð Bernhard Glass, A-Þýzkalandi, ólympíumeistari á laugardag á 2:54.796 mín. Annar varð ítalinn Paul' llildgartner á 2:55.372 mín. og þriðji Anton Winkler, Vestur-Þýzkalandi. íslendingarnir aftarlega Árangur islenzku göngumannannu í 15 km göngunni i Lake Placid í gær olii talsverðum vonbrigðum þar sem menn höfðu gert sér vonir um betri árangur. Alls fóru 63 keppendur af stað og 61 kom í mark. íslendingarnir þrír voru allir i þeim hópi en gekk ekki vel. Haukur Sigurðsson varð 47. á 47,44 minúlum, Þröstur Jóhannsson 51. á; 49,32 min. og Ingólfur Jónsson 54. á 51,54 mínútu. Brautin var afar erfið í gær en engu að síður er árangur piltanna nokkru slakari en ráð var fyrir gert. Enn er ekki komið að alpagreinafóikinu, þeim Steinunni Sæmundsdóttur, Sigurði Jónssyni og Birni Olgeirssyni. Þeirra greinar verða síðar i þessari viku. Enn missir Beth Heiden af verðlaunum Það var sovézka stúlkan Natalie Petruseva sem sigraði í 1000 metra skautahlaupi í Lake Placid í gær er hún varð rúmri sekúndu á undan þeirri næstu, sem var Leah Muller frá Banda- ríkjunum. Hún rann skciðið á 1 mínútu 24,10 sekúndum og er sá tími nýtt ólympíumet. Gamla metið var 1 mín., 28.43 sek. Önnur í hlaupinu í gærð varð sem fyrr sagði Leah Muller á I mín. 25,41 sek. A-þýzka stúlkan Silvia Albrech varð þriðja á 1 mín. 26,46. Karin Enke frá A-Þýzkalandi fjórða á 1 mín. 26,66 og Beth Heiden frá Bandaríkjunum hafnaði i 5. sætinu og allir ólympiudraumar hennar eru fyrir löngu að engu orðnir. Hún var talin sigurstranglegust í 1000 og 1500 metra hlaupunum og alin að auki eiga góða sigurmögúleika i 500 metrunum. En hún hefur einfald- lega mætt ofjörlum sínum i I.ake Placid. Eric Heiden hefur gert það gott á ólympiuleikunum og hlotið tvenn gullverðlaun til þessa. Systur hans hefur hins vegar gengið illa. Eric sést hér á fullri ferð i skautahlaupi. Heiden með tvenn gullverðlaun — Sigraði og setti ólympíumet í5000 m skautahlaupi Bandariski skautahlauparinn Eric Hciden, sem stefnir á fimm gullverðlaun á ólympíuleikunum í I.ake Placid, vann sin önnur gullverðlaun á laugardag, þegar hann varð langfyrstur í 5000 m skauta- hlaupinu. Setti nýtt ólympiumet — 7:02.29 min. Á föstudag sigraði Heiden i 500 m skautahlaupinu en fyrir leikana taldi hann að erfiðust yrði fyrir sig að sigra í þeirri grein. Heiden bætti ólympiumetið um meira en 210 sekúndur. Það átti Norðmaðurinn Fred Anton Maier, sett á leikunum í Grenoble 1968, 7:22.40. Heimsmethafinn á vegalengdinni, Norðmaðurinn Kai Arne Stenshjemmet, varð að láta sér nægja annað sætið á leikunum á laugardag. Heimsmet hans er 6:56.90 mín. Úrslit í 5000 m hlaupinu. Loks sigraði Anne-Marie — varð langfyrst í bruni kvenna ,,Ég get bara ekki trúað því að mér hafi loks tekizt að sigra á ólympíulcik- unum," sagði austurríska stúlkan Anne-Marie Moser Pröll er hún hafði sigrað í hrunkeppni kvenna í Lake Placid um helgina. í stólparoki þeysli hún niður hina 2,698 metra löngu braut á frábærum tíma — kom í mark á 1. mín. 37,52 sekúndum og var 7/10 úr sek. á undan næstu manneskju. Moser keyrði brautina mjög glæsi- lega. Þegar þriðjungi leiðarinnar var lokið hafði hún þegar keyrt á sekúndu betri tima en sú er næst kom og þegar leiðin var hálfnuð var hún 3 sek. á undan næstu. Lokakaflann slakaði hún örlítið á en sigraði samt með miklum yfirburðum. Hanni Wenzel frá Lichtenstein varð í 2. sætinu á I mín. 38,22 sek. og þriðja varð landa Moser, Marie Teresa Nadig. Hún sagði eftir keppnina: ,,Ég varð einfaldlega að lúta í lægri haldi fyrir mun sterkari stúlku þar sem Moser. var. Ég get aðeins samglaðzt henni, hún átti þetta svo innilega skilið. „Þetta er hápunktur ferils míns,” sagði Moser við fréttamenn eftir keppnina. ,,Ég held samt að ég hafi aðeins haft heppnina með mér í dag.” Sigurinn var henni svo sannarlega kærkominn og mikil gleði rikli i Austurríki vegna sigurs hennar. Árið 1972 á OL í Sapporo átti hún alla möguleika á sigri en missti af öllum verðlaunum þar. Hún hætti siðan keppni fyrir leikana í lnnsbruckl976en hóf siðan að æfa aftur af fullum krafti og loksins náði hún því sem hana hefur alltaf dreymt um — ólympíugulli. 1. Eric Heiden, USA, 7:02.29 2. K. A. Stenshjémmet, Nor. 7:03.28 3. T.E. Oxholm, Noregi 7:05.59 4. Van der Duim, Hollandi, 7:07.97 5. O. Tveter, Noregi, 7:08.36 6. Piet Kleine, Hollandi 7. Michael Woods, USA, 8. Ulf Ekland, Svíþjóð 9. Yep Kramer, Hollandi, 7:08.96 7:10.39 7:13.13 7:14.09 10. Andreas Ehrig, A-Þýzkal. 7:14.56 Tony Innauer er hér i stökki á OL i Innsbruck 1976. MUNURINNIMARKINU EINN HUNDRAÐASTIÚR SEKÚNDU! — Þegar Svfínn Thomas Wassberg sigraði í 15 km skíðagöngu íLake Placid ígær Mestu keppni, sem um getur i, ólympiskri göngukeppni, lauk í gær; með sigri Svíþjóðarmeistarans Thomas Wassberg. Hann varð einum hundraðasta úr sekúndu á undan Einnanum Juha Mieto í mark. Gekk á 41:57.63 min. en Mieto fékk tímann 41:57.64 mín. Lengi vel hafði Wassberg góða forustu í göngunni — 15 km —J Hann fór síðastur af stað 63 keppenda og sá um tíma meira að segja til Finnans. Finninn hafði rásnúmer 54 og sést úr talsverðri fjarlægð. Risi að vexti — hátt i tvo metra og95 kg. Hins vegar var Finninn mjög sterkur lokakafla göngunnar — og vann þá 4.83 sekúndur á hinn 23ja ára Wassberg. Það nægði hins vegar exki. 15 km skiðagangan var mikill sigur fyr ir Norðurlöndin. í þriðja sæti varð Norðmaðurinn Ove Aunli á 42:28.62 mín. Síðan komu tveir Sovétmenn — Nikolai Zimyatov fjórði á 42:33.9 mín. og Beliaev fimmti á 42:46.02 min. Brautin þótti erfið í skógi vöxnum hlíðum Van Hoevenberg-fjalls. TonyInnauer vann stökkið Það stenzt cnginn Tony Innauer snúning á stökkpallinum. Það fengu keppinautar hans að reyna í keppni á 70 metra stökkpallinum i Lake Placid. Hann sveif hæst, lengst og hafði falleg- asta stílinn og sigraði með miklum yfir- burðum í stökkkeppninni. Þar með bætti hann; einum ólympíuverðlauna- peningi í safnið en hann hlaut silfrið á OL í Innsbruck fyrir 4 árum. Innauer ersamt enn aðeins 21 árs gamall. Sigur hans kom nokkuð á óvart þar sem honum hafði gengið fremur illa í æfingastökkum fyrir keppnina. En þegar að henni sjálfri kom stóðst honum enginn snúning. Hann átti lengstu stökkin í báðum umferðunum. í fyrri umferðinni stökk hann 89 metra og 90 í þeirri síðari og hlaut fyrir þau 266,3 stig. Annar varð Manfred Deckert — 18 ára A-Þjóðverji ásamt Hirokazu Yagi frá Japan. Þeir fengu jafnmörg stig en Deckert stökk lengra. Hann stökk 85 og 88 metra en Yagi 87 og 83,5 metra. Báðir hlutu þeir 249,2 i einkunn. Bronsverðlaunin komu i hlut Japanans Masahiro Akomoto. Hann fékk 248,5 stig og stökk 83,5 og 87,5 metra. Fimmti varð Finninn Pentti Kokkonen, sem hlaut 247,6 stig. Hann stökk 86 og 83,5 metra. LAKE PLACID

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.