Dagblaðið - 18.02.1980, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1980.
Stórflóö íKalifomíu og
leðian rennur undan húsum
Frá Sigurjóni Sighvatssyni,
fréttaritara DB í Los
Angeles.
Stórflóð cru nú víða i Kaliforníu-
riki vegna mikilla rigninga og storms
þar um slóðir. Mikið tjón hefur
(regar orðið og hafa sjö manns látizt |
og margir slasazt. Mest er tjónið í og
við stórborgina Los Angeles þar sem
mörg hús i Hollywoodhæðum og
Malibugili og víðar hafa eyðilagzt er
leirinn hefur runnið undan þeim.
Erfiðleikar hafa verið við björgunar-
starfið vegna þess að vegir hafa
lokazt eða einfaldlega runnið á brott.
Þeir sem hafa farizt af völdum
flóðanna hafa annaðhvort grafizt í
leðjuna sem skríður fram eða þá
drukknað í vatnselgnum. Vitað er að
eignatjón nemur þegar mörgum
milljón 'uollara. Samkvæmt spá
veðurfræðinga er talið að veðrinu
muni ekki slota fyrr en í fyrsta lagi á
miðvikudaginn.
Lögregla og slökkvilið vinnur nú
að því ásamt íbúum þeirra hverfa
sem eru í hættu að koma i veg fyrir
skemmdir. Eina ráðið er talið að
byggja varnargarða til að reyna að
stöðva vatnsflóðið eða þá að hlaða
sandpokum að grunnum húsanna. í
einu hverfanna sem verst hefurorðið
úti hafa tveir þriðju ibúanna verið
fluttir á brott. Aðrir hafa ekki komizt
heim til sín.
Rauði krossinn i Kaliforníu hefur
veitt tugþúsundum aðstoð og komið
hefur verið upp búðum til hjalpar
þeim sem orðnir eru heimilislausir.
Erlendar
fréttir
mynda minnihlutastjórn að
kosningunum loknum ef spár reyndust
réttar.
Joe Clark Ieiðtogi íhaldsflokksins og
fráfarandi forsætisráðherra ber sig þó
vel og telur lítið að marka niðurstöður
skoðanakannana.
Vel gæti þó farið svo að Trudeau
fengi hreinan meirihluta á þingi. Sam-
kvæmt spám fær flokkur hans um það
bil 20% meira fylgi en íhalds-
flokkurinn. í þriðja sæti kemur síðan
Nýi lýðræðisflokkurinn, sem þykir
standa lengst til vinstri af þessum þrem
flokkum. Kosningaspár gerðu ráð fyrir
á milli 10 til 20% meira fylgi til flokks
Trudeaus en til íhaldsflokks Joe
Clarks.
Fam
ísraels
ífyrsta
skipti yf ir
Kairó
borg
Fáni ísraels verður dreginn að húni í
Kairó i fyrsta skipti í dag, þegar sendi-
ráð landsins þar verður formlega
opnað. Er þetta í fyrsta skipti, sem slíkt
er gert í riki araba frá því að ísrael var
stofnað fyrir rúmum þrjátíu árum.
Fremur lítið var þó gert úr þessum
atburði í blöðum í Egyptalandi en þau
njóta viss frelsis þó þau séu einnig
undir verulegum áhrifum frá stjórn-
völdum.
Hópur sendimanna frá ísrael mætti
til Káiró i gær vegna opnunar sendi-
ráðsins, sem táknar veruleg þáttaskil i
sambandi landanna tveggja, ísraels og
Egyptalands. Þrátt fyrir þetta lét eitt af
egypzku blöðunum, hið áhrifaríka Al-
Gomhouria, ekki svo lítið að minnast
atburðarins. Annað blað Al-Akhbar,
sem er mjög útbreitt, gat opnunar
sendiráðsins í sjö lína frétt.
Hið hálfopinbera málgagn egypzku
stjórnarinnar, Al-Ahram, fór svipað
að og faldi fréttina á innsíðu. I rit-
stjórnargrein voru orð ísraelska sendi-
herrans um stefnu stjórnar hans i
búsetustefnu gagnrýnd. Voru þau talin
óviðeigandi með tilliti til stöðu hans
sem fulltrúi í Egyptalandi.
FALLEGT OG STERKT
Þú getur valið um 11 gerðir eldhúsa frá NOREMA í mismunandi
verðflokkum. AUar eiga þær það sameiginlegt, að vera fallegar og
sterkar. Við gerð þessara innréttinga hefur verið lögð sérstök áhersla á
að þær þyldu mikia notkun. Við veitum þér allar ráðleggingar og gerum
þér verðtilboð þér að kostnaðarlausu og án nokkurra skuldbindinga.
Hringdu eða komdu, og fáðu litprentaðan bækling frá Norema
innréttingahúsiö
BIIMOREMA
Háteigsvegi 3
Verslun sími 27344
Kanadamenn ganga í dag til kosninga
og kjósa 282 þingmenn á þing landsins.
Samkvæmt niðurstöðum úr siðustu
skoðanakönnunum bendir allt til þess
að Pierre Trudeau fyrrum forsætis-
ráðherra og leiðtogi Frjálslynda
flokksins muni komast aftur til valda
en flokkur hans fái ekki hreinan
meirihluta á þingi. Mundi Trudeau þá
Ein þeirra aðgerða sem Jimmy
Carter Bandarikjaforseti hefur
boðað til vegna harðnandi afstöðu
beggja risaveldanna gegn hvoru öðru
er að aftur verði tekin upp tak-
mörkuð herskylda i Bandaríkjunum.
Geta þá vissir aldurshópar átt von á
að lenda í hernum hvort sem þeir
vilja eða ekki. Væri nafn þeirra þá
dregið út. Ekki hefur staðið á mót-
mælaaðgerðum gegn þessari hug-
mynd forsetans. Myndin er frá einum
slíkum mótmælafundi í New Jersey.
Herskylda hefur ekki verið í Banda-
ríkjunum síðan við lok styrjaldar-
innar í Vietnam.
Kanada:
SPÁ TRUDEAU
YFIRBURÐA-
SIGRI í DAG