Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.02.1980, Qupperneq 14

Dagblaðið - 18.02.1980, Qupperneq 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1980. Ólafur Jóhannesson á f undi hjá Varðbergi SVS: „Obreytt stefna varðandi NATO og öryggi íslands” — haldið fast við 200 mflna ef nahagslögsögu f Jan Mayen-málinu” ,,Stefna ríkisstjórnarinnar verður óbreytt i utanrikismálum á meðan ég verð ráðherra. Þessa yfirlýsingu gef ég og mun við hana standa,” sagði Óiafur Jóhannesson, utanrikisráðherra, á fundi Varðbergs og Samtaka um Vcstræna samvinnu síðastliðinn laug- ardag. „Frá stofnun NATO hefur jafn- vægi haldist i Evrópu, þrátt i'yrir styrjaldir i öðrum heimshlutum,” sagði Ólafur cnnfremur. Hann kvað (rað eftirteklar vert, að Afganistan væri utan hernaðarbandalaga. „Engin þjóð getur lifað einangruð nú,” sagði Ólafur. ,,Við erum mjög háðir öðrum þjóðum i viðskiplum, bæði i austur og veslur.” Utanríkisráðherra vék að tilraunum, scm gerðar hal'a verið til þess að draga úr spennu á alþjóðavctt- vangi. l.ikti hann spennunni nú á milli Moskvu og Washington við spcnnuna vegna Kúbu árið 1972. Með innrás Sovétríkjanna i Afganistan hefði slökunarslefnunni verið varpað fyrir borð, að minnsta kosti um sinn. ,,Hætta er á, að slökunarstefnan eigi erfitt uppdráttar á næstunni,” sagði Ólafur Jóhannesson. ,,Við hljótum að óska slökunar- stefnu,” sagði hann og bætti þvi við, að vonir okkar væru nú mjög bundnar við Madrid-ráðstefnuna, sem haldin verður i nóvember. Er hún eins konar framhald af Helsinki- og Belgrad- ráðstefnum, sem haldnar hafa verið.” Enda þótt ekki hcfði verið nrörkuð tæmandi stefna rikisstjórnarinnar i utanríkismálum, væri það Ijóst, að Iram yrði l'ylgt óbreyttri stefnu varðandi NATOogöryggi íslands. ,,Að sjálfsögðu verður haldið fast við 200 milna efnahagslögsögu íslendinga i Jan Mayen-málinu,” sagði ulanríkisráðherra. -Hann kvað Jan Mayen-málið á ýmsan hátt mjög vafa- sarnt. Hann myndi kalla saman land- helgisnefnd vegna þessa máls. Hörður Einarsson, ritstjóri, og Hannes Gissurarson spurðu Ólaf um það, hver væri stcfna ríkisstjórnarinnar varðandi þátttöku íslendinga i ólympíuleikunum. ,,Ég var á sömu skoðun og Geir Hallgrimsson og Benedikt Gröndal varðandi ólympíuleikana, áður en ég varð ráðherra, aldrei þessu vant, að láta íþróttafólkið um það mál," sagði ráðherrann. ,,Ég er nefnilega fylgjandi frjálshyggju i anda lýðræðis. Ég er á móti því, að rikið sé ofan i hvers manns koppi.” Fttndurinn var fjölmennur og stjórnaði honunt Allreð Þorsteinsson, formaður Varðbergs, Samlaka um vestræna samvinnu. -BS. eltárcjrei&óluótolciH. Sparta NORÐURBRÚN 2 - SlMI 31755 Tempo — Retro Avant Garde — Nýjar greiðslur frá Ítalíu. Nýtt bylgjupermanent. OPIÐ LAUGARDAGA Gústa Hreins — Inga Gunnars Merkjasala á öskudag Sölubörnum verða afhent merki Rauða krossins á neðantöldum stöðum frá kl. 9.30 til kl. 12 nk. miðvikudag (öskudag). Gert er ráð fyrir að börn ljúki sölu og geri skil fyrir kl. 14.30. Reykjavíkurdeild RKÍ afhendir merki á neðantöldum stöðum frá kl. 9.30 á öskudag, 20. febrúar. Börnin fá 10% sölulaun og þrjú hæstu börnin' fá sérstök árituð bókaverðlaun. Vesturbær: Skrifstofa Reykjavíkurdeildar RKÍ Öldugötu 4 Verzlunin — Vesturgötu 53 Melaskólinn v/Furumel Skjólakjör, Sörlaskjóli 42 Verzlunin Perlan, Dunhaga 20 Austurbær: Skrifst. RKÍ Nóatúni 21 Háaleitis-Apótek, Austurveri/Háaleitisbr. Silli og Valdi, Háteigsvegi 2 Sunnukjör, Skaftahlíð Hlíðaskóli v/Hamrahlið Austurbæjarskólinn Verzl. Skúlaskeið, Skúlagötu 54 Smáíbúða- og Fossvogshverfí: Brauðstofan, Grimsbæ v/Bústaðaveg Álftamýrarskóli Laugarneshverfí: Laugarnes-Apótek Kirkjuteigi 21 Laugalækjarskóli v/Sundlaugaveg K/eppsho/t: Langholtsskóli Vogaskóli Árbær: Árbæjarskóli Hraðhreinsun Árbæjar, Rofabæ 7 Breiðholt: Breiðholtsskóli, Arnarbakka 1 Fellaskóli — Breiðholti III Hólabrekkuskóli v/Suðurberg/V esturberg Ölduselsskóli v/Öldusel Ronald Símonarson, ásamf verki af sýningu sinni. DB-mynd Þorri. Nostrarí leit- ar að stfl í listum er stundum rætt um það, meir í gamni en alvöru, að sunrir listamenn séu svo gamaldags, að þeir séu orðnir hæstmóðins. 1 þessari meinlausu fullyrðingu felst eflausl sannleikskorn um eilífa hringrás list- arinnar og bylgjur tískunnar, en varla er hún óbrigðul forskrift að fram- förum eða velgengni, hver sem listin er — ég tala nú ekki um ef hún tekur aðeins til hinnar tæknilegu hliðar. Hér á landi eru t.d. starfandi myndlistarmenn, sem hafa tamið sér sérstaka nostursemi í vinnubrögðum, að fordæmi gamalla meistara, en á þeint forsendum einum gera þeir tilkall til lofs gagnrýnenda og buddu almennings. Tæknin ein og sér, hvort sem hún er ævaforn eða splunkuný, nægir aldrei til að halda uppi mynd- verki, til þess þarl' djúpstæðan skilning á mannlegu eðli, tengslum. ntanns við umhverfið og sterka sannfæringu — svo eilthvað sé nefnt. Fyrsta yfirlits- sýningin Hugleiðingar þessar sóttu á mig við skoðun á sýningu Ronalds Símonarsonar í Ásmundarsal, en henni lýkur 24. febrúar. Ronald þennan verður að telja meðal sér- vitringa á myndlistarsviði hérlendis. I formála að skrá sinni, nefnir hann þessa fyrstu sýningu sína „yfirlits- sýningu”, merkir verkin sérstaklega svo menn geti „rakið-þróun mynd- verkanna frá upphafi” . og siðan rammar hann þau inn eins og skilirí gamalla meistara á heldri söfnum i gyllta og flúraða breiðramma. Loks segir hann verk sín bera „óvenjulega sterk persónuleg einkenni”. Yflr- lýsingar af þessu tagi bera vott um talsvert sjálfstraust, ef ekki oflæti, — sérstaklega þar sem verkin gefa ekki augljós tilefni til þeirra. Rómantísk slikja Engar upplýsingar er að finna á sýningunni um nám Ronalds, en það hefur augljóslega gengið út á þjálfun i nákvæmri beitingu lita, nostri við blæbrigði þeirra og dreifingu — og raunsæja túlkun. En þarna er ekki um harðsoðið ofurraunsæi að ræða, heldur miklu frekar fólk, náttúru og mannvirki umvafin ögn rómantískri slikju. En hafi Ronald náð nokkuð góðum tökum á þessum ákveðna þætti málaralækninnar, þá þarf meira til, eins og minnst var á hér í upphafi. Til dæmis skortir til- finnanlega á lipurð i teikningu, sér- staklega þegar kemur að túlkun mannslíkamans og staðsetningu hans í ákveðnu rými. Þessi ávöntun kemur fram i stífum, oft kauðalegum uppstillingum („Sóldýrkun”, „í hlöðunni”, „Sofandi kona”, „í skugga frelsisins” o. fI.), en þó er ein stór undantekning þar á,: „Heint- spekingurinn” frá 1969. Úreinu íannað Meiri galli er það kannski, að ekki er ljóst hvað Ronald vill segja með þessum málverkum sínum, svo mjög sem þau hlaupa úr einu i annað, gjarnan með breytilegum töktum („Þinghelgi”, „Skógarlundur”). Listamaðurinn virðist þó vera meðvitaður um þennan hringlanda að einhverju leyti því hann vill kenna sýninguna við stílleit. í vatnslitum kemur í ljós að Ronald er ekki alls varnað og þvi betri eru þær niyndir, því frjálslegri sem handbragðið er. Þetta á líka við um teikningar hans. Nostrið verður stirt en frjálslegt riss af fingrum fram („Ein lína”) hefur sannfæringarkraft, þótt ekki opinberi það sterkan listrænan per- sónuleika. -AI. Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON Leiðrétting Á FÓLK-siðu blaðsins sl. manns frá Keflavik. Hún- heitir Nina fimmtudag var ranglega farið nteð nafn Lizell. eiginkonu Þóris Baldurssonar tónlistar- Eskifjörður: SANNKÖLLUÐ SUMARBLÍÐA Eldvikin kom til Eskifjarðar fyrir helgina með 1200 tonn af salti, sern skiptist ntilli útgerðarmanna. Gott fiskirí hefur verið á Eskifirði undan- farið hjá sntærri bátum. Gæftir hafa verið sæmilegar en bátarnir hafa róið með linu. Nú er verið að skipta yfir á net. Verið er að pakka inn saltfiski á Ítalíumarkað. Nóg atvinna er á Eskifirði. Undanfarið hefur verið sann- kölluð sumarbliða, alautt og logn. -Reg

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.