Dagblaðið - 18.02.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 18.02.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1980. 9 Erlendar fréttir HUNDRUD ÍFLÓDUM FARAST ÍÍRAN Bani-Sadr forseti mættur á f lóðasvæðunum þar sem þrjú af hverjum f jórum þorpum hafa skolazt íburtu Júgóslavía: Titotil með- vitundar á ný Tilo forseti Júgóslavíu komst nokkrum sinnum til meðvitundar i morgun. Hvila læknar hans hann nú á aðgerðum til að lækna sjúkdóma sem hrjá hjarta hans og lifur. Tito er þó enn sagður mjög veikur og engin ástæða til að halda að hinn 87 ára gamli forseti muni aftur taka við stjórn lands sins. Bani-Sadr forseti írans verður nú að beina athyglinni frá deilunni við Bandaríkin og að aðkallandi innan- landsmálum. Mikil flóðganga nú yfir héraðið Khuzestan í SV-íran og lýsti forsetinn því yfir í gær að hann mundi heimsækja flóðasvæðin idag. Hérað þetta er mjög mikilvægt þvi þar er unnin mikil olía. Ætlar forsetinn sjálfur að stjórna björgunaraðgerðum. Flóðin hafa þegar kostað rúmlega tvö hundruð og fimmtíu manns lifið og að sögn kunnugra hafa þrjú af hverjum fjórum þorpum í héraðinu eyðilagzt og þúsundir misst heimili sin. Að sögn yfirvalda á staðnum hafa flóðin nú náð hámarki en þó eru mjög margir enn í nauðum staddir. Eru þetta verstu flóð i manna minnum í Iran. Flóðin eru ekki eina vandamál Bani-Sadr á heimavígstöðvum um þessar mundir. Tvö þúsund hermenn i flugher landins eru í setuverkfalli. Mun þar vera um einhvers konar ágreiningsatriði um afstöðuna til byltingarinnar að ræða. Bani-Sadr þarl' að leita sátta en hersljórnin hefur aðeins veitt hermönnunum frest l'ram yfir hádegi i dag til að laka aftur upp vinnu sina.Ella er þeini hótað að verða dregnir fyrir herrétl og ákærðir fyrir brot á heraga eða jafnvel landráð. Verkfallið hefur staðið i fimm daga. Fangar I ríkisfangelsinu 1 Santa Fe 1 Nýja-Mexikó gerðu uppreisn á dögunum. Þar féllu þrjátiu og fimm manns aðallega I innbyrðis átökum á milli fanga. Á myndinni sést er fangaverðir draga einn fanganna á milli sln eftir að aftur hafði komizt á ró i fangelsinu. Sardima: Sjö sjómanna saknað Sjö sjómanna er saknað á Miðjarðarhafi og óttazt er að þeir hafi drukknað eftir að þeir yfir- gáfu skip sitt nærri suðurhluta Sardiníu snemma i morgun. Yfirvöld á Sardiníu sögðu í morgun að fimm öðrum af áhöfn- inni, öllum ítölskum, hefði verið bjargað í nótt úr björgunarbáti. Þar var þyrla að verki og voru mennirnir fimm teknir upp í hana af sjónum. ihafi Sjómannanna sjö var leitað bæði' af sjó og úr flugvélum. Skipið sem heitir Misurina og er rétt um eitt þúsund tonn er ítalskt. Sendi það út neyðarskeyti í morgun og óskaði aðstoðar. Svo virðist sem áhöfnin hafi yfirgefið það eftir að farmurinn, sem er marmaraduft, hafði gengið til í lestinni og skipið fór að halla iskyggilega mikið. Ekki var Ijóst af fregnum i morgun hvort skipið var sokkið eða ekki. Brot íranskeisara: Rannsóknar- nef nd í burðar- liðnum Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna til að rannsaka meint afbrot fyrrverandi Iranskeisara gegn irönsku þjóðinni er nú í burðarliðnum. Báðir aðilar, Bandaríkjamenn og Iranir, hafa samþykkt að henni sé komið á fót. Samkvæmt fregnum i gær- kvöldi hafa Bandarikjamcnn þegar samþykkt þá menn sem til- nefndir hafa verið i nefndina af Kurt Waldheim aðalritara Sam- einuðu þjóðanna. íranir höl'ðu ekki samþykkt þá i gærkvöídi. Ekki var þó talið að slanda mundi á slíku samþykki. Gert er ráð fyrir að gislarnir í sendiráði Bandaríkjanna i Teheran verði látnir lausir eftir að þessi rannsóknarnefnd hefur lokið starfi sinu. Verið getur að að það gæti hugsanlega orðið fyrr. Yfirvöld 1 Florida telja manninn í miðið hafa drepið að minnsta kosti tuttugu konur. Hann hefur þegar verið fundinn sekur og dæmdur til dauða fyrir morð á þrem ungum stúlkum. Maðurinn heitir Theodore Bundy, 33 ára gamall, og stundaði áður laganám. Úrvals snjódekk — Super verð ATHUGIÐ VERÐIÐ. GERIÐ SAMANBURÐ FÓLKSBÍLADEKK 155x12 (Daihatsu Corolla) 24.400.00 155 x 13 (Mazda-Lada-Subaru) 24.400.00 165 x 13 (Mazda-Lada-Subaru) 25.600.00 B 78x 14 (Volvo-Fairmont) 24.000.00 Br 78 x 14 (Volvo-Fairmont) 26.000.00 ;i75 x 14 (Volvo-Fairmont) 31.000.00 195/75x14(c 78x14) 31.000.00 205/75x14 (E 78x14) (Malibu) 31.000.00 205/75x14 (E 70x14) (Breið dekk) 31.000.00 Fr 78x13 31.000.00 Gr 78x14 32.500.00 Hr 78x14 32.000.00 G 60x14 38.800.00 Br 78x15 (VW-Volvo-Saab) Fr 78 x 15 (Oldsmobile-dísil) Gr 78 x 15 (Oldsmobile-disil) 24.000.00 33.500.00 34.000.00 JEPPADEKK. Hr 78 x 15 (Willys-Bronco-Scout) 36.500.00 Lr 78 x 15 (700 x 15) (Willys-Bronco-Scout) 39.500.00 700 x 15 (Willys-Bronco-Scout) 35.000.00 12x15 69.800.00 SENDIBÍLADEKK: 750 Rx16 65.300.00 800 Rx 16.5 56.500.00 875 Rx 16.5 59.400.00 950 Rx 16.5 67.000.00 VÖRUBÍLADEKK: 1100 x 20 AFTURDEKK 1100x20 FRAMDEKK 1000 x 20 AFTURDEKK 1000x20 FRAMDEKK Stk. 218.500.00 209.000.00 198.500.00 189.000.00 i Sett 234.000.00 225.500.00 210.500.00 201.000.00 SÓLAÐIR HJÓLBARÐAR í FLESTUM STÆRÐUM. Sendum gegn póstkröfu um land allt Gúmmívinnustofan Skipholti 36 Sími 31055

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.