Dagblaðið - 18.02.1980, Qupperneq 10
10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1980.
mmuma
Utgefandi: Dagbiaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Svoinn R. EyjóMsaon. RiUtjóri: Jónaa KHatjónaaon.
Ritatjórnarfulltrúi: Haukur Helgaaon. Fréttastjóri: Ómar Valdimaraaon.
Skrifstofustjóri ritatjórnar: Jóhannes Reykdaí.
íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aöstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson.
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Stoinarsson, Ásgeir Tómassofr,'Brag!
Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Óiafur
Geirsson, Sigurður Sverrisson.
Ljósmyndir: Ami Páll Jóhannsson, Bjurnloifur Bjarnlorfsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs
son, Svoinn Þormóðsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing-
arstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Ritstjórn Sfðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
Aðalsfmi blaðsins er 27022 (10 llnur).
Gunnar burstaði Ge/r
Munurinn á fylgi Gunnars
Thoroddsen og Geirs Hallgrímssonar er
svo hrikalegur, að Sjálfstæðis-
flokkurinn getur ekki staðið undir
núverandi afstöðu sinni. Þrír af
hverjum fjórum sjálfstæðismönnum
styðja fremur Gunnar en Geir og þar að
auki allur þorri óháðra kjósenda.
Skoðanakönnunum Dagblaðsins getur skeikað um
nokkur prósentustig eins og öðrum könnunum af því
tagi. En í þetta sinn eru úrslitin svo eindregin, að
hugsanlegar skekkjur skipta ekki nokkru máli. 85%
sjálfstæðismanna og óháðra styðja Gunnar, en aðeins
15%þeirra styðjaGeir.
Þess ber að gæta, að með orðinu „sjálfstæðis-
menn” er átt við kjósendur Sjálfstæðisflokksins,
einnig þá sem ekki eru flokksbundnir. Reikna má með,
að fylgi Geirs sé eitthvað skárra meðal flokksbundinna
sjálfstæðismanna. Alténd fékk hann þessi 109 atkvæði
í flokksráðinu!
Samkvæmt könnuninni eru 30% íslendinga sjálf-
stæðismenn og önnur 30% eru óháðir kjósendur. Það
er í þessum tveimur hópum, samtals 60% þjóðarinnar,
sem Sjálfstæðisflokkurinn leitar fylgis í kosningum.
Sem kosningavél hlýtur flokkurinn að verða að stokka
spilin.
Með Geir Hallgrímssyni nær Sjálfstæðisflokkurinn
til fjórða hvers kjósanda flokksins, en ekki hinna
þriggja, né til óháðra kjósenda. Með Gunnari
Thoroddsen nær flokkurinn hins vegar til mikils hluta
sjálfstæðismanna og til nær alls þorra óháðra
kjósenda. i
Þingflokkur sjálfstæðismanna, miðstjórn ogj
flokksráð hafa því hafnað þeim leiðtoga, sem leitt gæti!
flokkinn til meirihlutafylgis með þjóðinni. Og valið
hinn, sem ekki hefur nokkurn stuðning út fyrir
þrengsta hring þeirra, er setja flokkstryggð ofar öllu
öðru.
í könnuninni örlaði á þeirri skoðun, að Gunnar hafi
„komið aftan að flokknum og svikið hann” og að það
sé ,,ekki fallega gert af Gunnari”. En ummæli af þessu
tagi voru alveg einangruð fyrirbæri. Margfalt algeng-
ara var, að hinir spurðu litu á Gunnar sem mikilmenni:
,,Gott framtak hjá Gunnari”. „Gunnar hefur sýnt
forystuhæfileika”. „Gunnar sýndi kjark”. „Gunnar
hefur sannað, að hann er mikilmenni”. „Gunnar er
miklu hæfari stjórnmálamaður á allan hátt og hann
gerði rétt að rífa sig lausan úr flokksböndunum”. í
þessum dúr var fjöldi svara.
Hins vegar er þetta dæmigert svar um Geir: „Það
var ekkert annað en slys, þegar Geir Hallgrímsson varð
formaður flokksins. Það er að verða stórslys, að hann
skuli ekki geta talað við aðra flokksmenn en einhverja
klíku, sem er einangruð frá hinum almenna
kjósanda”.
Margir hinna spurðu í könnuninni lögðu til, að
Sjálfstæðisflokkurinn lærði eitthvað af slysi sínu:
„Styð Gunnar af alefli sem sjálfstæðismaður og vonast
til, að þetta verði til að hrista upp í flokknum, honum
til góðs”. Samt berja þingflokkur, miðstjórn og
flokksráð höfði við stein.
Marklaust væri að vefengja skoðanakönnun Dag-
blaðsins. Efasemdarmenn ættu fremur að fá flokkinn
til að kanna hugi sjálfstæðismanna, heldur en að
stirðna í biti hins súra eplis Geirs Hallgrímssonar.
Skoðanakannanir er þekking, sem taka verður mark á,
eins og annarri þekkingu.
Trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins naga sig sumir
í handarbökin um þessar mundir. Þeir eru að sjá hlut-
deild sína í ábyrgðinni á smækkun og éinangrun
flokksins á eins konar Geirfuglaskeri. Jafnframt sjá
þeir, að hinn svonefndi „svikari” er sá, sem kosninga-
vélin þarf á að halda.
Fara sér hægt í
að auka stuðning
v«ð Pakistan
Ef hú tryðir öllu sem þú læsir þá
mundirðu (rúa þvi að bandaríska
varnarmálaráðuneytið væri að
hugleiða beitingu kjarnorkuvopna
við að stöðva framgang Sovétmanna
inn i norðurhluta írans. Þá mundir
þú einnig trúa hví að Bandaríkja-
menn ælluðu að útvega Pakistönum
gnægð vopna til hess að he>r gætu
komið í veg fyrir að sovézku vodka-
svelgirnir kæmust að Persaflóa. Rétt
er hó að hafa i huga að ekki er óhætt
að trúa öllu sem skrifað er.
Ef sú væri raunin, að Bandarikja-
stjórn teldi helta setlun Sovétmann-
anna, ha yrði stærsta verkefnið á
sviði bandarískra landvarna að
byggja varnarskýli fyrir alla hjóðina.
Þvi ef Sovétmenn ætla að brjótast til
Persaflóa há táknar hað styrjöld eins
og Clark Clifford fyrrum varnar-
málaráðherra og sérlegur sendimaður
Carters Bandaríkjaforseta sagði
hreinskilnislega á ferð sinni á
Indlandi við lok siðasta mánaðar.
Öruggt verður að telja að Banda-
ríkjastjórn mundi ekki hika við að
koma af stað kjarnorkustyrjöld ef
Sovétmenn reyndu að komasl að
Persaflóa. Slík áhrif yrðu aldrei
holuð heim yfir olíusvæðunum sern
ERLEND
MÁLEFNI
Gwynne Dyeer
vesturveldin byggja allt sitt á.
Washington lelur heldur ekki að
hetta sé mark Sovétmanna með ihlut-
un heirra í Afganistan. Sovétmenn
hafa heldur ekki neinn áhuga á að
hætta sér út i kjarnorkustyrjöld al
hessum ástæðum.
Ástæðan til innrásar Sovétmanna í
Afganistan var að áliti sérfræðinga
Bandarikjastjórnar sú, að reyna átti
að koma í veg fyrir að róttækir
múhameðstrúarmenn stéyptu af
stóli kommúnistastjórninni i Kabul.
Til hess voru allar líkur og innrásin
var aðeins síðasta örvæntingarfulla
tilraun Sovétmanna til að koma í veg
fyrir slíkt. í Alganistan var í raun
að gerast jiað sama og varð i íran
nema að har var j>að keisarinn sem
varð fórnardýrið.
Hvers vegna er Jimmy Carter j>á
svona umhugað um að láta hinn lítl
vinsæla Zia forseta og menn hans i
Pakistan fá aukin vopn. Af hverju
vill Bandaríkjaforseti líka — án hess
hó að viðurkenna hað —endurvíg-
búa írani. Hið eina sem kemur í
veg fyrir opinbera viðurkenningu á
j>vi er að stúdentarnir sem halda
sendiráðinu i Teheran Iáti banda-
rísku gislana lausa. Þarfnast j>essi
ríki aukinna varna?
Svarið er — nei! — Engar likur eru
til hess í fyrirsjáanlegri framtíð að
Sovétríkin sendi her sinn inn i
Pakistan eða íran nema há að jw
Þá er stjórnarkreppu nú lokið og
ný stjórn undir forsæti dr. Gunnars
Thoroddsens tekin við völdum. Við i
stjórn Landssambands mennta- og
fjölbrautaskólanema hugsum j>v>
gott til glóðarinnar að reyna að hoka
brýnustu hagsmunamálum okkar
áleiðis.
LMF hefur frá stofndegi (1968 há
Lím) beitt sér fyrir ýmsum
hagsmunamálum og eflingu sam-
skipta nemenda á mennta- og fjöl-
brautastigi. Þvi miður, vegna
innbyrðis pólitískra deilna, varð lítið
um kynningar sambandsins út á við
og mörg mikilvæg hagsmunamál sátu
á hakanum. Sambandið hefur hó
áorkað hv’> að fjölga fulltrúum
nemenda í skólastjórn hvers skóla úr
einum í tvo. Auk hess hefur sam-
bandið rekið nauðsynlega atvinnu-
miðlun framhaldsskólanema með
smávægilegri ölmusu frá yfirvöldum.
í „stéttarfélagi réttlausra náms-
manna á aldrinum 16—20 ára” eru
u.j>.b. 7000 félagar frá 12 skólum
víðsvegar á landinu.