Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.02.1980, Qupperneq 13

Dagblaðið - 18.02.1980, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1980. 13 Nýlega voru gefin saman af séra Árna Pálssyni í Kópavogskirkju þau Jórunn Finnbogadóttir og Höröur Birgir Hjartarsson. Heimili þeirra er að TýsgötuS. Ljósmyndastofa Mats. Laugardaginn 3. nóvember gaf séra Ólafur Skúlason saman þau Vilborgu Önnu Jóhannesdóttur og Björn Ágúst Sigurjónsson í Bústaðakirkju. Heimili þeirra er að Mosgerði 2. Ljósmynda- slofa Mats. þaó kostar ekki krónu Full þátttaka og jafnrétti Árið 1981 verður alþjóðlegt ár fatlaðra samkvæmt samþykkt 31. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt ályktun þingsins skal árið helgað bættum hag fatlaðra á hinum ýmsu sviðum. Í október sl. skipaði þáverandi félagsmálaráðherra, Magnús H. Magnússon, þriggja manna nefnd til að annast kynningu þessa máls og að hafa forgöngu um undirbúning og skipu- lagningu framkvæmda hér á landi i samræmi við ályktun Sameinuðu þjóðanna. Nefndina skipa Árni Gunnarsson al- þingismaður, Ólöf Ríkharðsdóttir fulltrúi og Sigríður Ingimarsdóttir. Alþjóðaár fatlaðra verður ekki einungis tengt þeim, sem eru líkamlega fatlaðir, heldur tekur það til fötlunar af öllu tagi. Einn þýðingarmesti þátturinn' í undirbúningnum er að stuðla að meiri samræmingu og endurbótum á núgild- andi lögum og reglugerðum um málefni fatlaðra. Meðal þess sem nefndin hefur gert er að rita póst- og símamála- þjónustunni bréf um útgáfu sérstaks frímerkis 1981 í tilefni alþjóðaárs fatlaðra. Einnig hefur nefndin ritað öllum þingflokkum bréf og óskað eftir samstarfi við þá. Nú er hafin öflun margvíslegra gagna og unnið er að þýðingu ályktunar allsherjarþings SÞ um ár fatlaðra. Á hinum Norður- löndunum' er hafinn undirbúningur fyrir alþjóðaárið og hafa borizt ýmis gögn þaðan um skipulagið. Nefndin hefur tekið sér nafnið ' — einkunnarorð alþjóðaárs fatlaðra sem verður á næsta ári — Undirbúningur þegar hafinn héráiandi ALFA ’81. Einkunnarorð ársins verða Full þátttaka og jafnrétti. -KI.A. Laugardaginn 25. ágúst voru gefin saman af séra Guðmundi Óskari Ólafs- syni í Dómkirkjunni þau Ingibjörg Hauksdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Ljósmyndastofa Mats. Þaó er sama hvar þú átt heima á landinu, þú þarft ekki aó borga neinn auka flutn- ingskostnaó þegar þú kaupir nýjan Skoda. Viö sendum þér einfaldlega bílinn á næstu höfn og þaó kostar þig ekki krónu. JÖFUR HF Hins vegar - ef þú vilt heldur koma suóur til þess aó sækja nýja Skodann, þá lætur þú okkur vita og vió greióum aó sjálfsögóu flugfarió. Þannig njóta allir landsmenn sömu kjara hjá okkur. Umboósmenn á Akureyri: SNIÐILL HF. Óseyri 8 - Sími (96) 22255 Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.