Dagblaðið - 18.02.1980, Qupperneq 17
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 18. FEBRUAR 1980.
I
Iþróttir
Iþróttir
17
Iþróttir
Iþróttir
Gíf urlegur fögnuður í N jarðvík
—eftir að heimamenn höfðu lagt Val 82-74 í úrvalsdeildinni á föstudagskvöld
néftírliti .
tannlæknis
rnig er astand þinna
■ ■ ■''■ ' ’ tanna?
Brostu framan í
spegilmynd þíná og
kannaðu málið.
Körfuknattleikur,
UMFN—Valur, 82—74 (40—28)
Áhorfendur ælluðu bókslaflega að
ærasl af fögnuði þegar leik
Njarðvíkinga lauk þar syðra á
föstudagskvöldið, enda voru þeir flestir
á bandi heimamanna. Sigurvegararnir,
UMFN, réðu sér líka varla fyrir kaéti.
„Tolleruðu” þeir þjálfara sinn og
leikmann, Ted Bee, rækilega, enda átli
hann, að öðrum ólöstuðum, mestan
þáttinn i þýðingarmiklum sigri UMFN,
með frábærum leik, í hittni, með
sendingum og spili, ásamt óskaplegum
dugnaði. Ted barðist eins og Ijón allan
leikinn út og kórónaði leik sinn með því
að troða” seinustu körfunni, með
miklum tilþrifum, rétt fyrir leikslok,
við mikil fagnaðarlæti áhorfenda.
„Kollegi” hans í Valsliðinu, Tim
Dwyer, var ekki sviphýr að leikslokum.
I.itlir kærleikar eru með bandarískum
þjálfurum innan vallar. í hita bar-
dagans ögra þeir oft hver öðrum eins
og úrillir „kalkúnar" og láta þá ýmis
spakmæli falla, eins og i þessum leik,
áhorfendum til gamans en dómurum til
armæðu.
Valssigur i þessum leik hefði veitt
þeim öruggt og þægilegt forskot,
fjögur stig, íslandsmeistaratitillinn
væri þá svo gott sem kominn á Ösku-
hlíðina á leiðinni að Hliðarenda og
spennan horfin úr mótinu. En með
sigri sínum hafa Njarðvíkingar náð
Valsmönnum að stigum. Lokabar-
áttan, seinasta umferðin, verður þvi
bæði hörð og spennandi hjá þessum
liðum en varla munu aðrir blandast i þá
orrustu, þótt KR og ÍR séu ekki alveg
út úr dæminu. Áhorfendur láta sig þvi
ekki vanta á næstu leiki, hvorki i
höfuðborginni né syðra. Verst er að
íþróttahúsið í Njarðvík rúmar ekki
lengur alla þá sem vilja fylgjast með
leikjunum — urðu margir frá að hverfa
á föstudaginn og sýnir það glöggt vax-
andi vinsældir körfuknattleiksins hér á
landi.
í fyrri leik UMFN og Vals syðra
tók það dómarana yfir tuttugu mínútur
að komast að niðurstöðu um hvort
karfa UMFN, sem skoruð var um það
bil og leiktíminn var að renna út, væri
gild, en hún réð öllu um hvor aðilinn
gengi með sigur af hólmi. Núna var
sliku ekki til að dreifa. Dómararnir,
Gísli Gíslason og Jón Otti, er dæmdu
mjög erfiðan leik einstaklega vel,
Staðaní
úrvalsdeild
Staðan í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik eftir leiki helgarinnar er
nú þannig:
ÍR-Fram 89- -82
Njarðvík- Valur 82- -74
Fram-ÍS 75- -85
Njarðvík 15 11 4 1241- -1151 22
Valur 15 11 4 1305- -1230 22
KR 15 9 6 1252- -1184 18
ÍR 15 9 6 1320- -1339 18
ÍS 15 3 12 1279- -1350 6
Fram 15 2 13 1165- -1300 4
Staðaníl.
deild karla
Staðan í 1. deild íslandsmótsins í
handknattleik karla eftir leiki vikunnar
er nú þessi:
Fram-Haukar 19—18
Víkingur-Fram 20—18
FH-KR 20—17
ÍR-Haukar 18—19
Víkingur 10 10 0 0 230—183 20
FH 9 6 2 1 198—180 14
Valur 8 4 0 4 168—158 8
KR 10 4 0 6 216—218 8
Fram 10 2 3 5 197—208 7
ÍR 10 3 1 6 195—209 7
Haukar 10 3 1 6 200—218 7
HK 9 2 1 6 151 — 181 5
Næsti leikur er i kvöld og þá mætast
Valur og HK í Höllinni kl. 19.30. Má
búast við hörkuleik því HK-liðið hefur
verið í geysilegri sókn að undanförnu.
Tenntimarlengí lífi! ^
Tennur þínar byrja að myndast
strax á 5. mánuði í móðurkviði.
Þær eru í stöðugri uppbyggingu
fram á þrítugsaldur.
þurftu ekki að hafa áhyggjur af úr-
slitunum. Njarðvíkingar lóku fljótlega
forustuna og héldu henni allan tímann,
með minnst tveimur stigum, snemma í
seinni hálfleik, en átta stigum þegar
yfir lauk. „Bókhaldsskekkjur” gátu
varla verið það miklar að þær breyttu
einhverju þar um. Bæði UMFN og
Valur fóru ekki varhluta af þeim á
seinasta leiktímabili — en nú
„stemmdi” allt — ritarar höfðu unnið
sín störf af kostgæfni.
Taugaóstyrkur einkenndi nokkuð
liðin rétt í byrjun, en heimamenn voru
fljótari að ná jafnvægi og komust i
mikinn vígahug — meiri en þeir hafa
komizt í i vetur. Auk Ted Bee fylltust
þeir Guðsteinn Ingimarsson, Gunnar
Þorvarðarson og Jónas Jóhannesson
miklum eldmóði og var svæðisvörn
Valsmanna litil hindrun fyrir þá. Áttu
Guðsteinn og Gunnar oft gullfalleg
skot, af löngu færi — beint í körfuna,
cn Jónas gómaði oft knöttinn í frá-
köstum og skoraði. Mikla athygli
vöktu yngri mennirnir í liðinu, þeir
Valur Ingimundarson, Jón Viðar
Matthíasson og Júlíus Valgeirsson.
Þeir standa nú orðið hinum eldri
fyllilega á sporði, svo liðið veikist
ekkert þann tima sem þeir voru inn á,
nema siður væri. UMFN er því orðið
jafnara lið, en nokkru sinni áður.
Beztu leikkafiar UMFN voru loka-
minúturnar í fyrri hálfleik, þegar allt
„gekk upp” hjá þeim með Ted Bee í
aðalhlutverkinu og rétt eftir miðjan
seinni hálfieik en þá sýndi „harð-
jaxlinn” Gunnar Þorvarðarson hvað í
honum bjó og skoraði drjúgt — eftir að
Valsmenn höfðu minnkað muninn úr
I2stigum i tvö, 54:52.
Einhverra hluta vegna náði Vals-
liðið ekki að sameinast um átakið.
Einbeitnina skorti og sumir leikmenn,
eins og Torfi Magnússon, sem verið
hefur einn traustasti máttarstólpi
liðsins, fann sig ekki i leiknum og
munar vísl um minna. Sömu sögu er
reyndar að segja um fiesta aðra
lcikmenn — nema Dwyer, Kristján
Ágútsson og Jón Steingrímsson. Dwyer
var traustur í vörninni — náði mörgum
fráköstum með hörku og skoraði 24
stig, þrátt fyrir stranga gæzlu, sem fór
greinilega einum um of í taugar hans.
Kom það bæði niður á stjórn hans á
liðinu og sjálfstjórn. Það kom best i
Ijós þegar hann neitaði að hlýða liðs-
stjóranum sem vildi fá hann út af undir
leikslok. Kristján Ágústsson átti mjög
góðan leik, sérstaklega á þeim kafia
sem Valur minnkaði sem mest muninn
— ýmist úr hraðupphlaupum eða Iang-
skotum — þar var Kristján oftast að
verki.
En ekki er öll nótt úti enn. Fjörði
og seinasti leikurinn á milli UMFN og
Vals, á heimavelli hinna síðarnefndu,
er eftir og þá mætast stálin stinn. Vals-
menn reyna áreiðanlega að helna
ófaranna í Njarðvik og þeir sömuleiðis
ósigursins í annarri umferð, þar sem
Valur vann með miklum mun. Við
biðum og sjáum hvað setur.
Stigahæstir í liði UMFN: Ted Bee
36, Gunnar Þorvarðarson 14,
Guðsteinn Ingimarsson 13, Jónas
Jóhannesson 8, Július Valgeirsson,
Valur Ingimundarson og Jón Viðar
Matthiasson 4 stig hver.
Valur: Tim Dwyer 24, Kristján
Ágústsson 16, Jón Slcingrimsson 9,
Torfi Magnússon 8, Þórir og Jóhannes
Magnússynir 4 hvor en Sigurður
Hjörleifsson 2 slig.
-emm.
Grundvöllur góðra
tanna byggist á:
• Reglubundnum
máltíðum