Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.02.1980, Qupperneq 21

Dagblaðið - 18.02.1980, Qupperneq 21
21 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1980. Iþróttir Iþróttir D I Iþróttir Iþróttir Sæmundur Stcfánsson svífur hér inn f teiginn hjá KR og skorar. Ólafur Lárusson fylgist skelfdur með. DB-mynd Hörður. FH-ingar sigu fram úr KR á lokasprettinum —skoruðu 4 síðustu mörkin og sigruðu 20-17 FH-ingar gela svo sannarlega prísað sig sæla yfir að hafa fengið bæði stigin í hendurnar eftir viðureign sína við KR i 1. deild íslandsmótsins i hand- knattleik karla i Hafnarfirði á laugar- dag. FH sigraði 20—17 eftir að KR hafði leitt 8—6 í hálfleik. Með sigrinum standa FH-ingar mjög vel að vígi í baráttunni um 2. sætið í 2. deildinni, en vonir KR-inga hafa að sama skapi horfið eins og dögg fyrir sólu. Nú er það fallbaráttan sem bíður á næsta leiti hjá KR eftir fjóra tapleiki í röð. Engin uppgjöf hefur þó verið í herbúðum KR- inga og þeir barizt eins og Ijón í öllum þessum leikjum. Slik barátta var einnig uppi á teningnum gegn FH og fleytti liðinu áfram. Klaufaleg mistök undir lokin kostuðu KR hins vegar sigurinn. Varnarleikur KR.og markvarzla í upphafi leiksins var einhver sú bezta sem boðið hefur verið upp á í vetur. Leikmenn börðust geysilega vel og að baki vörninni stóð Pétur Hjálmarsson og varði stórvel. KR skoraði fyrstu þrjú mörkin en siðan tókst Kristjáni að skora fyrir FH úr víti eftir 7 mínútur. Mikil harka var í leiknum og hvergi neitt gefið eftir. KR lagði ofurkapp á vörnina og það hlaut að leiða af sér hægara spil. Þegar 15 mín. voru liðnar af leiknum leiddi KR 4—1 — eina mark FH úr vítakasti. Þá loksins tók aðeins Kolombía og Argentína tilMoskvu Kolombíumenn tryggðu sér far- seðilinn á ólympíuleikana í Moskvu er þeir gerðu jafntefli í knattspyrnulands- leik við Argentínu um helgina. Leikn- um lauk án marka og það þýðir að Kolombía kemst áfram í stað Perú á belri markatölu. Argentínumenn sigruðu i þessum riðli undan- keppninnar með yfirburðum. Hlutu II stig, Perú og Kólombia 7 stig hvor þjóð. að losna um leikmenn. FH minnkaði muninn í 3—4 en KR komst aftur 3 mörk yfir — 6—3. í hálfleik var staðan 8—6 og var forysta KR mjög sann- gjörn. Þó voru þeir í einar 3 min. aðeins 4 inn á gegn 6 FH-ingum eftir ærið strangar brottvísanir hvað eftir annað. Fengu þrír KR-ingar að kæla sig með örstuttu millibili. Hinum megin var ekki einu sinni veitt tiltal fyrir sams konar brot. Sama baráttan hélt áfram í síðari hálfleiknum. Liðin skoruðu á víxl og KR leiddi yfirleitt með 2 mörkum. FH tókst einu sinni að komast yfir, 12—11, en KR-ingar voru fljótir að komast yfir á nýjan leik. Þegar 8 mín. voru til leiks- loka var staðan 15—13 KR i vil og höfðu þeir þá leyft sér þann munað nýta ekki tvö vítaköst í síðari hálf- leiknum. Þá fór KR-vélin eitthvað að hiksta. FH jafnaði, 15—15 en Jóhannes kom KR yfir 16—15. Voru þá fimm minútur enn til leiksloka. Þegar tæpar þrjár mín. voru til leiksloka leiddi KR enn, 17—16. Kristján jafnaði 17—17 og KR- ingar fengu knöttinn. Þá kom furðu- legur dómur. Konráð hljóp inn í eyðu í FH-vörninni og ætlaði að skjóta. Tveir FH-ingar hlupu að honum og lokuðu hann af. Dæmdur var ruðningur á Konráð — nokkuð sem enginn skildi. Geir skoraði síðan sannkallað „grísa- mark” fyrir FH þegar 80sek. voru til leiksloka. FH því komið yfir 18—17. Þegar 40 sek. voru til leiksloka reyndi Konráð skot úr vonlausu færi og FH brunaði upp og skoraði. Lokaorðið átti svo Hans Guðmundsson er KR-ingar klúðruðu enn einni sókninni rétt l'yrir leikslok. Knötturinn var sendur fram á Hans, sem átti ekki í vandræðum með að skora. Lokatölur því 20—17 KR í vil. Hreint ótrúlegar tölur miðað við gang leiksins. KR-ingar geta þó engum nema sjálfum sér um kennt hvernig fór í lokin eftir að hafa haft leikinn í hendi sér allan tímann. Bráðlæti ogæsingur kom t veg fyrir sigur. Nokkuð sem liðið þarf að læra að forðast. Ekki er hægt að FH - KR 20-17 (6-8) jslandsmótið f handknattieik, 1. deild karta FH—KR 20—17 (6—81. Hafnarfirfli 1C. febrúar. Beztu leikmenn: Pótur Hjólmarsson, KR 8, Birgir Finnbogason, FH 8, Kristján Arason, FH 7, Haukur Ottesen, KR 7, Ólafur Lárusson, KR 7. FH. Birgir Finnboason, Sverrir Krístinsson, Guflmundur Magnússon, Krisfján Arason, Pótur IrtgóHsson, Sœmundur Stefánsson, Valgarður Valgarflsson, Magnús Teltson, Eyjótfur Bragason, Geir Hallsteinsson, Ami Ámason, Hans Guflmundsson. KR. Pétur Hjálmarsson, Gtsll Felis Bjamason, Friflrik Þorbjömsson, Haukur Ottesen, Ólafur Lámsson, Konráfl Jónsson, Jóhannes Stefánsson, Haukur Geirmundsson, Simon Unndórs- son, Einar Vilhjálmsson, Bjöm Pátursson, Kristinn Ingason. Dómarar vom Ólafur Steingrímsson og Bjöm Kristjánsson. KR fákk 3 viti — nýtti 1. FH fákk 2 vlti og nýtti þau. Fjómm úr KR vfsafl útaf, Einari, Friðrík, Bimi og Ólaft. Þremur úr FH, Kristjáni, Ama og Ssemundi. Ahorfendur um 300. tala um KR-liðið sem ungt og efnilegt endalaust því inn á milli eru leikmenn sem hafa mikla reynslu. Pétur varði mjög vel i markinu og þá áttu þeir Ólafur Lárusson og Haukur Ottesen góðan leik. Haukur Geirmundsson er mjög á uppleið og Konráð átti ágætan leik þrátt fyrir vitleysuna í lokin. FH-ingar geta einkum þakkað tveimur mönnum sigurinn. Annars vegar Birgi Finnbogasyni sem varði mjög vel allan tímann og svo Kristjáni Arasyni, sem var mjög sterkur loka- kaflann og skoraði þá þrjú mörk. Annars virtist FH-liðið aldrei finna sig almennilega í leiknum og mega leikmenn liðsins vel við una að hafa fengið tvö stig. Mörk FH: Kristján 5/2, Sæmundur 4, Pétur 3, Geir 2, Guðmundur M. 2. Valgarður, Árni Magnús og Hans l hver. Mörk KR: Haukur O. 4, Konráð 4, Björn 3/l, Jóhannes 32, Friðrik, Haukur G., Einar og Ólafur I hver. -SSv. MARKS SIGUR VALS — nú gegn Víkingi, 17-16 Valur sigraði Víking í 1. deild kvenná í Laugardalshöil á laugar- daginn með 17 mörkum gegn 16. Var þessi sigur Vals fimmli eins-marks sigur liösins í röð. Valur er því með 14 stig eftir níu leiki — hefur unnið sjö leiki og itapað tveimur. Valsstúlkur byrjuðu á því að misnota viti, sem þær fengu á fyrstu mínútu leiksins. Ingunn Bernódusdóttir skoraði fyrsta mark leiksins, 1—0. Víkingur var alltaf einu til tveimur mörkum á undan, þar til rúmar tvær 'minútur voru eftir af hálfleiknum, þá jafnaði Marín Jónasdóttir, Val. Var staða þá 9—9. Harpa Guðmundsdóttir kom Val yfir þegar rúm mínúta var eftir af tímanum, 10—9. 1 hálfleiknum fékk Jón Hermannsson, þjálfari Valsliðsins, að sjá gula spjald dómara leiksins. Hafði hann að þeirra dómi látið eitthvað verr, en þjálfari á að láta. Það er kannski engin furða þó Jón þurfi að láta heyra i sér. Harpa Guðmundsdóttir er ein af mörgum slelpum sem spila i I. deild kvenna, sem er með algjöra skotdellu. Það er skotið þar sem staðið er hvort sem það telst færi eða ekki. Öskrin i henni eru svoleiðis að manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Það er eins og enginn í liði hennar megi revna neill nema hún. í seinni hálfleik var leikurinn mjög jafn. Skemmtilegir kafiar konni innan um. Víkingur komst aldrei yfir í hálf- leiknum og var Valur alltaf einu og tveimur mörkum yfir. Valsliðið fékk tvö víti i hálfleiknum á móti einu víti Vikings. Sextánda mark Vikings var skorað úr viti á síðustu sekúndu leiksins, en þá hafði Valur ekki skorað i rúmar þrjár mínútur. Dómarar leiksins voru þeir Árni Tómasson og Grélar Vilmundarson. Mörk Vals skoruðu Harpa Guðmundsdóttir 9/1, Erna Lúðvíks- dóttir 5/1, Marin B. Jónasdóttir, ÍÁgústa Dúa Jónsdóttir og Karen Guðnadóttir I hver. Mörk Víkings skoruðu þær jris iÞfáinsdóttir 5/4, Eiríka Ásgrimsdóttir og Ingunn Bernódusdóttir 4, Guðrún Sigurðardóltir, Sveinbjörg Halldórs- dóttir og Sigrún Olgeirsdóttir I hvor. -HJ. Valur—Víkingur 17-16 (10-9) íslandsmótið í handknattleik 1. doild kvenna, Valur-Víkingur 17—16 (10—9) i Laugardalshöll laugardaginn 16. febrúar. Beztu leikmenn (hœsta einkunn 10) Jólianna Pálsdóttir, Valur, 8, Jóhanna Gufljónsdóttir, Vikingur, 8, íris Þróinsdóttir, Vikingur, 7, Ema Lúðvíksdóttir, Valur, 7, Harpa Guðmundsdóttir, Valur, 6. Valur. ólafía Guðmundsdóttir, Jóhanna Pólsdóttir, Ema Lúðvíksdóttir, Marín B. Jónas- dóttir, Þuríður Hjartardóttir, Eín Kristinsdóttir, Sigrún Bergmundsdóttir, Kristin Óiafsdóttir, Ágústa Dúa Jónsdóttir, Guflbjörg Einarsdóttir, Harpa Guðmundsdóttir, Karen Guðnadóttir. Víkingur. Jóhanna Guðjónsdóttir, Anna Vignir, Sigurrós Bjömsdóttir, Anna Bjömsdóttir, íris Þróinsdóttir, Eiríka Ásgrímsdóttir, Guflrún Sigurðardóttir, Ingunn Bernódusdóttir, Sigrún Olgoirsdóttir, Sveinbjörg Halldórsdóttir. Rangstöðufnykur af sigur- marki ítala gegn Rúmeníu Mikill rangstöðufnykur var sigur- marki ítala gegn Rúmenum er þjóðirnar mættust i landsleik í knatt- spyrnu i Napóli á Ítalíu um helgina. ítalia sigraði, 2—1 og þótti sigurinr. 'ósannfærandi á flestan hátt. Rúmenar náðu forystunni með marki Bolony á 52. mínútu en sjö mín. siðar jafnaði miðvörðurinn Collovati eftir horn- spyrnu Franko Causio. Það var svo Causio sjálfur sem skoraði sigurmarkið !á 86. min. hinum 55.000 áhorfendum til mikillar ánægju en Rúmenar mót- mæltu harðlega og töldu hann hafa verið kolrangstæðan. Frábærir innanhússtímar Sovézka slúlkan Vakrusheva náði um hclgina bezta heimstímanum í 800 metra hlaupi innanhúss er hún hljóp vegalengdina á 1:58,4 min. Þetta er frá- bær timi þegar tekið er tillit til þess að keuDl varinni. Þá náði Grazyna Rabsztyn sínum bez.ta tíma og um leið bezta heims- tímanum i 60 metra hlaupi kvenna innunhúss á móti i Póllandi um helgina. Hún rann skeiðið á 7,84 sek. og bætti sig um 2/100 úr sekúndu. : v < » r=Jl D =3 K VERÐ: Kr. 159.500.- FISHER eins og tönlist í litum Kassettusegulbandstæki CR-4110 Ljósadíóöumælir — framhlaðiö Cartiidge loading: Front Nr. of heads: 2 (Hard permalloy rec./playback, ferrlte erase) i Wow & flutter: Less than 0.1% WRMS RMgnal-to-nolse ratio: 60dB (Dolby on) Frequency response: 30-15.000HZ (Cr02 30-12.500HZ (normal) Fast forward / rewind tlme: 90 sec. (C-60 tape) BORGARTUN118 REYKJAVÍK SlMI 27099 SJÓNVARPSBÚÐIN ENN EINN EINS

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.