Dagblaðið - 18.02.1980, Page 22
22
ÐAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1980.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
D
Varamaðurinn meiddist og Wat-
ford sló ÚHana út úr bikamum
—f lest annað samkvæmt bókinni í 5. umf erð enska bikarsins á laugardag
Fátl óvænl geróisl í 5. umferó'
ensku bikarkeppninnar sem fram fór.
á laugardag. Að vanda urrtu þól
a.m.k. ein óvænl úrslil og það urðuj
Úlfarnir sem lentu i gildrunni að
þessu sinni. Mótherjar þeirra voru
Watford — liðið hans F.llon John —
sem ekki hefurgengið neitl afburða
vel i 2. deildinni í vetur. Úlfunum
gekk þó ekkert alll of vel að hemja
leikmenn 2. deildarliðsins og þegar
60 min. voru af leiknum var staðan
0—0. En þá snerusl heilladisirnar á
sveif með Walford. John McAlle,
sem hafði komið inn á sem vara-
maður fyrr í leiknum, meiddist og
varð að víkja af leikvelli. Úlfarnir
urðu þvi að leika 10 talsins það sem
eftir lifði og það var þeim ofraun.
Malcolm Poskett skoraði tvívegis
fyrir Watford og svertinginn Luther
Blissett bætti þriðja markinu við
áður en yfirlauk. Úlfarnir eru þvfúr
leik í bikarnum, en Watford er komið1
áfram í 8—liða úrslitin og þar Verða
að öllum likindum 6 I. deildarlið. F.n
lítum á úrslitin i bikarnum áður cn
við höldum áfram:
i
Blackburn-Aston Villa I — I
Bolton-Arsenal 1 — 1 i
Everton-Wrexham 5—2
Ipswich-Chester 2—1
Liverpool-Bury 2—0
Tottenham-Birmingham 3—1
West Ham-Swansea 2—0
Wolves-Watford 0—3
Bikarmeistarar Arsenal áttu ekki
sjö dagana sæla gegn botnliði I.
deildar, Bolton. Þar virðist hafa
orðið alger bylting á hlutunum og
leikmenn hafa öðlazt sjálfstraust á|
ný. Það var Frank Stapleton, semj
tryggði Arsenal forystu í leiknum enj
Sam Allardyce jafnaði fyrir Bolton
seint i leiknum. Undir lokin sóttij
Bolton stíft, en tókst ekki að knýja
fram sigur. Liðin mætast því aftur á
Highbury í Lundúnum á þriðjudag
og þá ættu bikarmeistararnir að
komast i 8—liða úrslitin.
Liverpool í basii
Hvorki gekk né rak hjá Liverpool
lengi framan af í leiknum gegn Bury á
Anfield. Um 43.000 manns fylgdusl'
mcð viðureigninni og þar á meðal var
gamli miðvörðurinn Ron Yeats. ,,Ég
hef ekki séð larkari fyrri hálfleik hjá
nokkru Liverpoolliði i langan tíma,”
sagði hann og var allt annað en
ánægður. Bob Paisley tók þá það ráð
að setja David „supersub”
Fairclough inn á og að sjálfsögðu
gekk spilið upp. Fairclough sneri
varnarmönnum Bury sundur og
saman og ekki liðu nema 5 min. þap
til hann hafði sent knöttinn í netiði
hjáBury. Á 56. mínútu skoraði hannj
gott mark og tiu mínútum fyrir leiks-j
lok bætti hann öðru markinu við.
Sigur Liverpool í höfn en ekki með
neinum glæsibrag. David Fairclough
hefur nú skorað 6 mörk fyrir
Liverpool á 8 dögum og það þykir
furðu sæta að hann skuli ekki vera i
byrjunarliðinu. Eitthvað virðist hann
eiga erfitt uppdráttar hjá félögunum í
liðinu því eins og sjónvarpsáhorf-
endur sáu vafalítið á laugardag var
honum ekki fagnað neitt í líkingu við
það og þegar t.d. David Johnson eða
Kenny Dalglish skoraði.
Malcolm Postetl
3—Osigri Watford
skoraði tvivegis
yfir Úlfunum.
Markaregn á Goodison
Áhangendur Everton sneru loks
heim ánægðir á svip eftir ferðalag á
Goodison Park. Everton hefur
gengið brösulega i vetur og þá ekki
sízt á heimavelli sinum. Nú gengu
hlutirnir hins vegar upp og Everton
vann stórsigur, 5—2. Munurinn var
þá allt of mikill á liðunum því
Wrexham barðist með kjafti og
klóm. Megson skoraði strax á 4.
mínútu fyrir Everton og þar með var
tónninn gefinn. Peter Eastoe bætti
tveimur mörkum við og þeir Trevor
Ross og Bob Latchford sinn hvoru.
Mick Vinter skoraði bæði ntörk
Wrexham í leiknum.
Naumt hjá Ipswich
Þriðjudeildarlið Chester tók
forystuna gegn Ipswich á Portman
Road strax á 8. mínútu. Jones
skallaði þá í netið eftir fyrirgjöf og
knötturinn sveif efst markvinkilinnj
án þess að Paul Cooper kæmij
nokkrum vörnum við. Þannig stóð|
þar til á 34. mínútu að bakvörðurinn
George Burley jafnaði metin
Nokkrum mínútum fyrir hlé tókst
svo John Wark að ná forystunni fyrir
Ipswich með skoti af 20 rnetra færi
og þannig stóið í hléi. Hvorugu liðinu
tókst að bæta við mörkum það sem
eftir lifði og Ipswich fer því áfram í 6.
umerðina.
Aðrir leikir
Tottenham sigraði Birmingham
nokkuðörugglega á White Hart Lane
og spekingar telja nú að Tottenham
ntuni sigra í bikarkeppninni í vor.
Síðast: þegar Tottenham sigraði i
bikarnum (úrslit gegn Chelsea 1967,
2—I), lagði liðið Birmingham einmitt
að velli á leið sinni í úrslitin og nú
halda menn að sagan endurtaki sig.
Þess má til gamans geta að
Tottenham sigraði Birmingham 6—0
Í6. umferðinni fyrir 13 árum eftirO—
0 jafntefli í fyrri Ieik liðanna, sem
fram fór á St. Andrews i
Birmingham.
Gerry Armstrong náði forystunni
fyrir Tottenham í leiknum en Keilh
Berschin jafnaði metin. Glenn
Hoddle tók síðan við völdum og
skoraði tvö mörk fyrir Tottenham —
þar af annað úr vitaspyrnu — og N-
Lundúnaliðið er nú komið i 8-liða úr-
slitin.
West Ham komst einnig i 8-liða
úrslitin með 2—0 sigri gegn Swansea.
Bæði mörkin komu með 90 sek.
millibili um 5 mínútum fyrir leikslok.
Fyrst skoraði Paul Allen og síðan
David Cross. „Hamers virðast nú
hafa ágætu liði á að skipa og liðið á
góða möguleika á að endurheimta
sæti sitt í 1. deildinni.
Aston Villa virtist lengst af vera
með unninn leik gegn Blackburn í
Eastwood Park en á lokamínútunpi
varð miðvörðurinn sterki, Allen
Ewans, fyrir því óláni að senda
knöttinn í eigið mark. Það þýðir að
liðin verða að mætast aftur á
miðvikudag á Villa Park. Mark Villa
skoraði David Geddis á 41. mínútu.
Dregið verður í bikarnum i dag og
verður fróðlegt að sjá hvaða lið lenda
saman.
-SSv.
Staða Liverpool styrkist enn
— Manchester United tapaði stigi á Victoria Ground í Stoke á laugardag
Þótt enski bikarinn hafi verið í
sviðsljósinu á laugardag var einiiig
leikið í dcildakeppninni og þar á meðal
voru 5 leikir i I. deildinni. Þeim lauk
öllum með jafntefli og eflir þá eróhætt
að segja að staða Liverpool hafi enn
styrkzt á toppnum þótt liðið hafi átt
fri i deildinni. Manchester Uniled náði
nefnilcga ekki nema öðru stiginu á
Victoria Ground gegn Stoke ög mátti
reyndar þakka fyrir. En litum á úr-
slitin.
l.deild
Brighton-WBA 0—0
Derby-Southampton 2—2
Manchester C-Leeds 1 — 1
Nottingham F.-Middlesbrough 2-2
Stoke-Manchester U 1 — 1
2. deild
Cardiff-Bristol R. 0—1
Chelsea-Cabridge 1 —1
Lulon-Fulham 4—0
Orient-Shrewsbury 0—1
Preston-Sunderland 2—1
QPR-Oldham 4—3
3. deild
Barnsley-Colchester 1—2
Blackpool-Plymouth 1—3
Exeter-Gillingham 3—1
Grimsby-Swindon 2—0
Hull-Millwall 1—0
Mansfield-Reading 2—2
Oxford-Sheffield U. 1 — 1
Sheffield W-Swindon 3—3
Southend-Brentford 3—2
4. deild
Aldershot-Walsall 1 — 1
Bournemouth-Tranmere 2—1
Bradford-Wigan 2—1
Darlington-Torquay 2—0
Doncaster-Scunthorpe 5—0
Hartlepool-Halifax 1—2
Hereford-Peterbrough 0—1
Huddersfield-Stock port 5—0
Lincoln-Newport 2—1
Northampton-Crewe 1—0
York-Portsmouth 1—0
Manchester United missti af dýr-
mætu stigi í toppbaráttunni, er liðið
náði aðeins jafntefli gegn Stoke. Irwin
skoraði fyrir Stoke í fyrri hálf-
leiknum, en Steve Coppell jafnaði
metin á 84. mínútu. Nottingham Forest
mátti einnig þakka sínu sæla fyrir
annað stigið gegn Middlesbrough.
Tvívegis náði Micky Burns forystunni
fyrir Boro, en þeir John Robertson og
Martin O’Neill jöfnuðu metin fyrir
Forest — Robertson úr viti að sjálf-
sögðu.
«c
Steve Coppell skoraði jöfnunarmark
United gegn Stoke.
Roger Davies skoraði fyrir Derby á
15. minútu gegn Southampton. David
Watson jafnaði á 60. mínútu en mín.
siðar náði Powell aftur forystu fyrir
Derby. Baker skoraði siðan jöfnunar-
mark Dýrlinganna á 66. mínútu. Paul
Power skoraði mark Man. City gegn
Leeds, en áður hafði Arthur Graham
sent knöttinn í net heimaliðsins.
í 2. deildinni er nú baráttan á
topnum i algleymingi. Luton tók aftur
forystu í deildinni með 4—0 sigri yfir
botnliði Fulham. David Moss skoraði
þrennu og Brian Stein þætti fjórða
markinu við. QPR var hætt komið
undir lokin gegn Oldham. Eftir að hafa
komizt í 4—0 munaði minnstu að
Oldham tækist að jafna metin. Clive
Allen skoraði tvö marka QPR — hans
22. og 23. mark í vetur — og þeir David
McCreery og Paul Goddjtrd skoruðu
hin mörkin. En leikmenn Oldham voru
ekki á þeim buxunum að gefast upp.
Vic Halom minnkaði muninn og
skömmu síðar bætti Simon Stainrod
öðru marki við. Er 12 mínútur voru
til leiksloka skoraði síðan Kowanizci
þriðja markið. Leikmenn Oldham
sóttu látlaust lokakaflann en tókst ekki
að jafna. Fillery skoraði mark Chelsea
gegn Cambridge en Riley jafnaði
metin. Biggins skoraði fyrir
Shrewsbury, sem hefur staðið sig
framar öllum vonum í 2. deildinni í
vetur.
Vegna þrertgsla verðum við að
sleppa töflunum i 1. og 2. deild að
þessu sinni en litlar breytingar hafa þó
orðið. Liverpool enn efst með 37 stig,
Manch. U. með 36. í 2. deildinni eru
Luton, Leicester og Chelsea öll með 36
stig. Newcastle með 35, Birminghan 33,
QPR og Sunderland 32 og West Ham
og Wrexham með 31.
-SSv.
Skozka bikarkeppnin:
Aðeins jafntef li Celtic
gegn St. Mirren
Fjórða umferðin í skozku bikar-
keppninni fór fram á laugardag og kom
þar mest á óvart að Celtic skyldi ekki
takast að komast áfram i 5. umferðina
St. Mirren náði forystu á 36. mín. með
marki Frank McDougall og það var
ekki fyrr en á lokamínútum leiksins að
Cellic jafnaði metin — Murdo McLeod
varþarað verki.
Úrslitin urðu annars þessi:
Aberdeen — St. Mirren 8—0
Celtic — St. Mirren 1—1
Hearts — Stirling 2—0
Keilh — Berwick 1—2
Morton — Dunfermline 5—0
Q.o.t. South — Patrick 1—3
Rangers— Dundee United 1—0
Hibernian — Ayr 2—0
Steve Archibald skoraði fjögur
mörk fyrir Aberdeen í stórsigrinum yfir
Airdrie úr 1. deildinni. Rangers átti í
ægilegu basli með Dundee Únited og
það var loks að Derek Johnstone
skoraði markið sem dugði til sigurs.
í gær var svo dregið í skozka bikarn-
um og lentu þessi lið saman. Celtic eða
St. Mirren gegn Morton, Partick gegn
Aberdeen, Berwich gegn Hibernian eða
Ayr, Rangers gegn Hearts.
I