Dagblaðið - 18.02.1980, Síða 24

Dagblaðið - 18.02.1980, Síða 24
24 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1980. Bílaklúbbur Akureyrar ELZn OLAKLUBBUR LANDSMS Bílaklúbbur Akureyrar er elzti bíla- klúbbur landsins, stofnaður 27. mai 1974 og jafnframt því einn virkasti bílaklúbburinn. Það voru nokkrir áhugamenn um bíla sem stofnuðu klúbbinn og var tilgangurinn einkum þrenns konar: í fyrsta lagi að koma upp aðstöðu fyrir félagsmenn til að stunda áhugamál sín. í öðru lagi að halda bifreiðaíþróttakeppni og stuðla þannig að bættri umferðarmcnningu með því að koma öllum hrað- og kappakstri inn á lokað, löglegt svæði. Þriðja markmiðið er að stuðla að varðveizlu gamalla bíla, koma upp safni þar sem gamlir bílar og sögur og heimildir um þá væru geymdar. Áhugi félagsmanna Bílaklúbbsins hefur, frá upphafi, verið mjög mikill. Ekki var liðinn mánuður frá því að klúbburinn var stofnaður þar til hann hélt fyrstu bílasýningu sína en það var 17. júní ’74. Bílasýningar klúbbsins hafa síðan verið fastur liður í há- tíðarhöldum Akureyringa 17. júní og sett mikinn svip á þau. Sleitulaust hefur verið unnið að því að koma upp aðstöðu fyrir félagsmenn. Hluti aðstöðunnar er nú fyrir hendi en á siðasta ári keypti Bílaklúbburinn 210 fermetra iðnaðarhúsnæði að Hafnar- stræti 19. Þar fer nú mestöll félags- starfsemi Bílaklúbbsins fram. Á efri hæð hússins er fundaraðstaða en stjórnarfundir eru haldnir þar vikulega á miðvikudagskvöldum. í vetur hafa fundirnir einkum verið vinnufundir en unnið hefur verið að gagngerðum endurbótum á húsnæðinu. Einstakir félagsmenn geta komið með bila sina í húsnæði og unnið þar í þeim. Þurfa þeir að greiða leigu fyrir þann tíma sem þeir eru með bílinn inni en þeirri greiðslu er stillt mjög i hóf. Bifreiðaíþróttir hafa verið ofarlega á baugi hjá Bílaklúbbnum. Torfærukeppni hefur verið haldin árlega frá stofnun hans og stundum fleiri en ein á ári. Sandspyrnukeppni hefur verið haldin tvö síðastliðin ár og í fyrrasumar hélt Bílaklúbburinn íslandsmeistaramótið i þessari aksturs- íþróttagrein. Bilaklúbbsmenn hyggjast færa út kvíarnar næsta sumar og taka upp keppni í fleiri íþróttagreinum. Nú þegar er ákveðð að halda rallíkross- keppni og í athugun er að halda lika rallkeppni. Þá er einnig fyrirhugað að hafa óformlegar æfingar í torfæruakstri og sandspyrnu auk fastra keppna. Bæjarbúar á Akureyri hafa jafnan sýnt starfsemi klúbbsins mikinn áhuga svo sem mikill áhorfendafjöldi sýnir gleggst. Bílaklúbbsmenn hafa jafnan verið í hálfgerðum vandræðum með land- svæði til að keppa á þvi að enn sem komið er hafa þeir ekkert fast land- svæði. Síðastliðið sumar sótti Bílaklúbburinn um að fá úthlutað eins og hálfs hektara landi undir starfsemi ' fÉLASTILUNG Framkvæmum vélastillingár hjólastillingar ljósastillingar meö fullkomnum stillitækjum VELASTILLING AUDBREKKU 51, KÓPAVOGI. SÍMI43140.. Það nýjasta á marKaonum.. Barnarúm, fataskápur og skrifborð, allt sambyggt. Mjög hagstœtt verð... ómálað, málið sjálf í þeim lit- um, sem þið veljið. HÚSGÖGN & LISTMUNIR KJÖRGARÐI - SÍM116975. —ÚTSALA Mikil verölækkun ELÍZUBÚÐIN Skipholti 5 Margir félagsmenn hafa lagt mikið á sig til að varðveita og endurbyggja gamla bíla. Eitt bezta dæmi um þennan hluta starf- semi Bílaklúbbsins er virðulegasti öldungur landsins, Citroén BL seria 11 árg. ’46, en Valdimar Pálsson endurbyggði þennan bil i sinni upprunalegu mynd. Páll Kristjánsson formaður Bflaklúbbsins bendir yfir landsvæði það sem Bilaklúbbur- inn hefur sótt um að fá afnot af fyrir starfsemi sfna. Nú virðist svo sem umsóknin hafi týnzt í kerfinu hjá Akureyrarbæ. DB-mynd Jóhann Kristjánsson. Bilasýningar Bflaklúbbsins eru jafnan vel sóttar og á þessari mynd sjáum viö binnn sem kosinn var faliegastatryllitækiðá bílasýningunni ’78 en það var 403 cid. Javelin bfll Halldórs Jóhannessonar. DB-mvnd Raenar Th. Að Hafnarstræti 19 á Akureyri á Bilaklúbburinn stórt og gott húsnæði þar sem félagsmenn geta unnið I bflum sfnum. t þessu húsnæði fer mestöll félagsstarfsemi Bfla- klúbbsins fram. DB-mynd Jóhann Kristjánsson. DB-mynd Jóhann Kristjánsson. sína hjá bæjarstjórn Akureyrar. Land- svæði þetta er í svokölluðum bæjar- krúsum en það eru gamlar malarnámur fyrir ofan bæinn. Bílaklúbburinn hefur haldið torfærukeppnir sínar á þessu svæði síðustu árin og telja þeir bílaklúbbsmenn að það henti þeim mjög vel. Hyggjast þeir færa alla starfsemi sína í bæjarkrúsirnar ef þeir fá landsvæðið. Verður þá komið upp rallikossbraut þar, sandspyrnubraut og síðast en ekki sízt kvartmílubraut sem er fyrirhafnarmesta og kostnaðar- samasta framkvæmdin. Umsókn Bila- klúbbsins um landsvæðið var send bæjarstjórn sem sendi hana fljótlega til skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd sendi umsóknina til tæknideildar sem sendi hana svo til baka til skipulags- nefndar. Svo virist sem umsóknin hafi lýnzt i kerfinu hjá bæjarstjórninni en bilaklúbbsmenn vona að bæjarstjórn þeirra geri sér grein fyrir hvað umferðaröryggi og -menning á Akureyri myndi batna ef bifreiðaí- þróttamenn fengju lokað löglegt svæði til umráða til að stunda iþróttir sinar á. Vonandi finnst umsóknin í kerfinu og fær skjóta og góða lausn í bæjar- stjórninni. Óvenjumikið er um gamla og merkilega bíla á Akureyri og í Eyjafirði enda er það eitt af markmiðum Bíla- klúbbsins að stuðla að varðveizlu þeirra. Einstakir félagar Bílaklúbbsins hafa keypt gamla bíla og gert þá upp. Starfsemi klúbbsins hefur einnig orðið til að hvetja eigendur gamalla bíla til að gæta þeirra vel og fara vel með þá. Á þennan hátt stuðlar Bílaklúbburinn að varðveizlu gamalla menningar- verðmæta. Öllum sem séð hafa kvik- myndina Land og synir ætti að vera Ijóst gildi þessarar starfsemi. Það hefði verið heldur afkáralegt ef skáldið hefði komið akandi í Lincoln Continental Town Car árg. ’79 í stað Dixie Flyersins sem smíðaður var árið 1917. Eða þá ef nýr Volvo tankbíll hefði birzt í stað gamla mjólkurbilsins. Síðastliðið ár voru félagar Bila- klúbbsins um 80 talsins en félaga- fjöldinn fer stöðugt vaxandi. Einu skilyrðin til að ganga í klúbbinn eru þau að viðkomandi þarf að vera orðinn 16 ára gamall. Stjórnarmeðlimir Bíla- klúbbsins taka allir við umsóknum nýrra félagsmanna en í dag er stjórnin skipuð eftirtöldum mönnum: Páll Kristjánsson er formaður klúbbsins, Flosi Jónsson er varaformaður, gjaldkeri er Magnús Finnsson, Guðmundur Svanlaugss. er ritari, fjár- málaritari er Halldór Jóhannesson og meðstjórnandi er Sigursteinn Þórsson. Jóhann Kristjánsson.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.