Dagblaðið - 18.02.1980, Síða 35
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1980.
I
Útvarp
35
Sjónvarp
8
VALKYRJURNAR - sjónvaip kl. 21,40:
ÞEGAR ÚTILOKA
A KVENFÓLK®..
„Þetta er bráðskemmtilegt leikrit,
annað í flokknum Bærinn okkar,”
sagði Kristrún Þórðardóttir í samtali
við DB. Kristrún er þýðandi
leikritsins Valkyrkjurnar. Það er
annað leikritið af sex, sem byggð eru
á smásögum Charles Lee. Leikritin
gerast öll í sama bænum en fjalla þó
ekki um sama fólkið.
„Leikritið segir frá körlum, sem
nafa stofnað klúbb. Þeir hittast á-
skóvinnustofu hjá einum félaganna
og ræða helzt um hvernig útiloka
megi kvenfólk. Einn af félögunum er
nýgiftur og hefur ekki mætt á fund
lengi. Hinirtelja að eiginkonansésvo
frek að hann megi sig ekki hreyfa.
Loks mætir þó vinurinn stamandi
og karlarnir ákveða að nú verði
eitthvað að taka til bragðs gagnvart
eiginkonuskassinu. Þeir ráðlegga þvi
þessum nýgifta að setja mjölpoka
yfir hausinn á kerlu sinni.
Hann gerir það og kemur alsæll til
baka. Karlarnir eru kampakátir yfir
þessu og gera sér glaðan dag. Í
bænum búa líka fjölmargar konur.
Ein þeirra er sannkölluð valkyrkja,
stór og feit. Hún kemur að konunni
með mjölpokann og leysir hana úr
prísundinni. Konurnar í bænum á-
kveða nú að hefna sín á körlunum og
skunda á þeirra fund með valkyrjuna
I broddi fylkingar.
Þegar þær koma að
skóvinnuverkstæðinu byrja þær að
æpa og veina. Karlarnir verða að
vonum dauðhræddir. Þeir taka til
þess bragðs að senda elzta karlinn,
sem er heyrnarlaus, út á móti
skössunum. Það kemur fljótlega í
'ljós að karlinn hefur gott tak á val-
.kyrjunni og það líður ekki á löngu
iþar til hún fer að lála i minni
■pokann,” sagði Kristrún Þórðar-
dóttir um efnisþráðinn.
I -ELA.
UM !
HELGINA j
lS ——— 4
LANGDREGIN SÍMAÖT
A LAUGARDÖGUM
Fyrir utan Prúðu leikarana var
ekkert i sjónvarps- né útvarpsdagskrá
föstudagskvöldsins sem freistaði mín
sérstaklega og því greip ég til ráðs
sem margir virðast flaska á, og láta
því allt fara í taugarnar á sér
nefnilega að slökkva á tækjunum.
Laugardagsdagskrárnar voru hins
vegar mun áhugaverðari og vil ég
nefna til sérstaklega þrjá þætti bæði
af góðu og illu.
Þátturinn f vikulokin er farinn að
verða þreyttur. Fjórmenningunum
sem komu á eftir þeim Jóni Árna,
Eddu og Ólafi er að vísu vorkunn og
jviðmiðunin hörð, en ég nenni ekki
'lengur að hlusta á endalaust símaat.
Það hefur ýmislegt verið sagt um
Árna vin minn Johnsen, stórsöngv-
ara og trúbador, en hann bar að mínu
viti upp hugmyndina um þesssa þætti
í upphafi með viðtölum sínum við
hina ýmsu borgarra — ég minnist sér-
istaklega viðtalsins við Gunnu sem vat
i sinni sveit.
Þegar tilkynnt er að Óskar er að
fara til útlanda núna kl. fimm þá er
^efniviðurinn orðinn ansi „lókal”.
; En ég vil nefna annan þátt sem ég
^hef haft mjög gaman af og eins og
'fyrri daginn brást Svavar Gests méi
ekki. Þáttur hans I dægurlandi er vel
unninn og skemmtilega og til fróð-
leiks. Það er mér að vísu stöðugt
undrunarefni, að ég skuli vera orðinn
svona gamall, því nú er ég farinn að
flokkast í þann hóp sem Svavar
segir: „Þið munið öll eftir þessu lagi
sem gekk þegar þið voruð ung” og
spilar lag eftir Gunna Þórðar. Að
visu mun það hafa komið út fyrir 15
árum. En svona líður tíminn.
1 Á vetrarkvöldi Óla H. Þórðar-
sonar var góður þáttur, honum og
Tage til sóma. Óli er vaxandi sjón-
varpsmaður með reynslu úr útvarpi
íog tókst nettilega það sem allir sem
jvið svona þætti fást eru að reyna —
að láta hlutina renna.
Eitt enn — af því að við erum svo
ríkir:
] Ég veit að það er nokkuð dýrt, en
er ekki rétt að breyta myndskreyting-
lunni við þjóðsönginn á sunnudögum
i sjónvarpi? Myndir af snævi
'þökktum fjöllum og klakabyrnjuð-
|um möstrum á háheiðum eru að visu í
!lagi — en gætum við ekki splæst á
okkur „split-screen’? Þ. e. að fella
,inn i kyrrmyndirnar kvikmyndir úr
.þjóðlíftnu, fólki að störfum, börnum
að leik, útgerð, umferð, þjóðinni í
tíag?
Þetta er kannski tóm vitleysa, en ég
skýt þessu að í framhjáhlaupi.
-HP.
ANDRÉE-leiðangurinn - útvarp kl. 17.20:
Stöðugt sígur
á ógæf uhliðina
í dag kl. 17.20 verður fluttur þriðji
hluti framhaldsleikritsins Andrée-
leiðangurinn eftir Lars Broling. Siðasta
þætti lauk þar sem Andrée og félagar
hans, Frænkel og Strindberg léggja af
stað i loftbelg frá Daney á Svalbarða.
Ákvörðunarstaður þeirra er Norður-
heimskautið.
í þættinum i dag segir frá loft-
siglingunni, sem ekki gengur alltof vel.
Er það ekki að undra þar sem stjórn-
taugarnar slitnuðu allar í upphafi
ferðarinnar.
Sanit gera leiðangursmenn ýmsar
athuganir, en óheppnin er með þeim og
stöðugt sigur á ógæfuhliðina. Þýðandi
leikritsins er Stéinunn Bjarman.
Leikstj. er Þórhallur Sigurðsson og.
með aðalhlutverkin fara Jón Július-
son, Þorsteinn Gunnarsson, Hákon
Waage og Jón Gunnarsson.
Nú eru Cj5 og Cj7
jepparnir einnig
með diesel vélum
og 4 cyl. bensín-
vélum.
ri
American
Motors
Einkaumboöáfslandi
Allt á sama staö
EGILL Laugavegi 118- Simar 22240 og 15700
VILHJÁLMSSON HF