Dagblaðið - 18.02.1980, Qupperneq 36
Skemmdarstarfsemin kostaði borgina 23 millj. á
síðastaári:
Hljóta að vera
geösjúkir menn
—sem þannig fara með gróðurinn, segir garðyrkjustjóri
borgarinnar
„Gleður
mitt hjarta”
— sagði Gunnar
Thoroddsen um
skoðanakönnun DB
„Hún gleður mitt hjarta,” sagði
dr. Ciunnar Thoroddsen, forsattis-
ráðherra, þegar fréttamaður spurði
liann t tnorgun alits á skoðana-
könnun DB og hver væru viðhrögð
hans við niðurstöðum hennar.
Dr. Gunnar bretti við: ,,Að vísu
tek ég skoðanakannanir alltaf mcð
nokkurri varúð. Hins vegar hefur
reynslan sýnf að skoðanakannanir
ykkar hjá Dagblaðinu hafa reynzt
lurðu nrerri sanni.
t>au óteljandi samtöl sem ég hefi
átt við fólk undanfama daga og
frcgnir hvaðanreva af landinu benda í
sömu átt, svo ailt virðist jietta falla í
einn ogsamn l'arveg.
bctta staðfestir há sannfreringu
mina að fólkið er með okkur og jiað
gerir hvorl tveggja að styrkja okkur i
starfi og leggja okkur skyldur á
herðar.”
I>rált fyrir itrekaðar tilraunir
tóksl DB ekki að ná i Geir Hallgrints-
sonimorgun. -BS.
„Það er mjög algengt að tré séu
skorin niður og eyðilögð. Það er
alltaf eitthvað um það, en misjafn-
lega mikið og það virðist sem þessi
skemmdarstarfsemi komi i öldum.
Um fyrri helgi er vitað um 12 til 14
stór tré sem eyðilögð voru. Við
höfum ekki enn fengið tölu um þrer
skemmdir, sem urðu um þessa
helgi,” ,agði Hafliði Jónsson
garðyrkjustjóri borgarinnar i samtali
við DB í morgun, aðspurður um
eyðileggingu ágróðri hér í borginni.
Ekki sagðist Hafliði vita hverjir
það væru sem misþyrmdu gróðri á
þennan hátt, en taldi að i mörgum
tilvikum vreri um að ræða geðsjúka
menn.
„Þessi skemmdarstarfsemi hefur
verið með mesta móti í vetur. Ekki
veit ég hvað hefur valdið því. Það
virðist þó vera að eftir að búið er að
hampa þessu mikið og fjölmiðlar
fara að útmála þetta, þá er eins og
Hér er Hafliði Jónsson ásamt
tveimur lögregluþjónum aó skoða tré
sem lá við Miklubrautina. „Ég var
kallaður til að líta á þelta tré, það
kom í Ijós afí þetta er 15—16 ára
gamalt tré sem dottið hefur af bil á
leið á öskuhaugana. Það hefði getað
verið verra, hins vegar er það vítavert
að búa ekki betur um farma sína en
þetta,” sagði Hafliði.
DB-mynd: Sv. Þorm.
þetta aukist. Það er ýmislegt sem
getur spilað þar inn í.
Það er með ólíkindum hvernig er
farið með trén og þá ekki síður gras.
Eftir því sem við vitum bezt varð tjón
á sl. ári vegna skemmda á trjágróðri
um 4 milljónir króna og tugir
milljóna vegna skemmda á grasi.
Þessar skemmdir á grasi og þá sér-
staklega á nýgræðingi eru oftast eftir
bíla.
Það hefur verið mikið um að
stofnanir sem þurfa að grafa upp,
t.d. simi, rafmagnið og hitaveitán
vanmeta verðmæti grasflata og
umturna öllu. Það liggur gifurlegt
verðmæti i þvi að endurbæta þessar
skemmdir.
Það er ekki bara gras og trjá-
gróður sem er eyðilagt, einnig liggja
margar milljónir í endurbótum á
almenningsbekkjum og á leikvöllum,
þar sem ráðizt er á hús
gæzlukvennanna. Okkur reiknast til
að á síðasta ári hafi borgin varið 23
milljónum í endurbætur vegna
skemmda,” sagði Hafliði Jónsson.
-EI.A.
Öðrum bílþjófanna stungið inn í lögreglubíl eftir að lögreglumenn hlupu þá uppi í náttmyrkrinu. Á innfelldu myndinni má sjá Cortinuna skemmda utan vegar.
DB-myndir: R. Th.
SEX LÖGREGLUBÍLAR
ÁEFTIR16ÁRA
BÍLÞJÓFI í KÓPA VOGI
Sex lögreglubílar og a.m.k.
helmingi fleiri lögreglumenn tóku i
gærkvöld þátt í að hefta för tveggja
unglinga, 16 og 17 ára, er þeir geystust
um götur Kópavogs á miklum hraða á
stolinni Cortinu.
Eltingaleikurinn hófst þannig að
lögreglumenn úr Kópavogi veittu
eftirtekt einkennilegu aksturslagi
Cortinunnar er hún kom
Kringlumýrarbrautina i átt til
brejarins.
Er bíllinn kom nær þekktu lög-
reglumennirnir andlit piltanna tveggja
af fyrri afskiptum af þeim. Hófst þá
eflirförin og barst inn i vesturbæinn i
Kópavogi. Þaðan yfir í austurbæinn og
loks i átt til Garðabæjar um óupplýst-
an vegarslóða, sem m.a. liggur framhjá
hesthúsum Gusts. Þá tóku tveir lög-
reglubílar þátt i eftirförinni en aðrir
fjórir bílar lokuðu ýmsum líklegum
akstursleiðum, auk þess sem Reykja-
víkurlögreglan var að gera ráðstafanir
til þess að þeir kæmust ekki úr Kópa-
vogi upp i Breiðholt.
Á vegarslóðanum missti
—náðist
loksá
hlaupum frá
skemmdum
bfínum
ökumaðurinn stjórn á Cortinunni er
þeir áttu skammt ófarið til
Garðabæjar. Hafnaði hún utan vegar
og skemmdist nokkuð, en piltarnir
snöruðu sér út og hurfu út í nátt-
myrkrið. Lögreglumenn úr Kópavogi
gáfust þó ekki upp, heldur náðu að
hlaupa piltana uppi og handtaka þá.
-GS.
MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1980.
Maður
fórst í
flugslysi
í Borgar-
firði
Flugslys varð við Húsafell á
fimmta timanum í gær og fórst þar
einn maður, Þorleifur Jónsson,
sölumaður. Flugmaðurinn var einn í
vélinni, TF-REB, sem var af gerðinni
Piper Super Cup.
Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi í
morgun kom tilkynning um slysið kl.
16.25. Lögreglan fór þegar á staðinn
með lækni en flugmaðurinn var látinn
er að var komið. Vélin var i flugtaki fá
vellinum við Húsafell, en að sögn
sjónarvotta ofreis hún og féll niður.
Eldur kviknaði í vélinni. Verið var að
mynda vélina í flugtaki er slysið varð.
Grétar Oskarsson forstöðumaður
loftferðaeftirlitsins sagði í morgun, að
vélin hefði verið komin í 20—30 metra
hæð er slysið varð. Loftferðaeftirlitið
fór á slysstað í morgun til frekari
rannsóknar.
Borgarneslögreglan flutti lik hins
látna til Reykjavíkur í nótt. Vélin var i
eigu flugmannsins. -JH/ASl.
73 tonna
bátur ónýtur
eftir strand
Ljóst þykir nú að litlu sem engu
verði bjargað úr vélbátnum Sævari KE
19, en báturinn strandaði við inn-
siglinguna til Sandgerðis á föstudaginn.
Var skipið þáað koma úr róðri með um
10 tonn af fiski.
Enn er óskýrt hvers vegna báturinm
sigldi nánast fram fyrir innsiglinguna
og upp á grynningar. En báturinn tók
niðri þannig að hann stóð réttur og
beinn. Voru góðar horfur taldar á að
ná úr honum fiskinum og létta hann
svo ná mætti honum út á flöði.
Nokkurt rok var og bára og um leið og
tók að falla að síðdegis snerist báturinn
og lagðist á hliðina. Varð ekki um að
ræða tilraun til björgunar þá og nú
þykir Ijóst að báturinn muni þarna
„beinin bera”.
Fimm manna áhöl'n var á bátnum og
var hún um borð allan föstudaginn.
Báturinn er eikarbátur, 73 tonn,
smiðaður 1960og hét áður Valafell.
-A.SI.
LUKKUDAGAR:
,17. FEBRÚAR 4516
Philips vekjaraklukka
með útvarpi.
18. FEBRÚAR 26031
Sharp vasatölva
CL8145.
Vinningshafar hringi
ísíma 33622.