Dagblaðið - 26.04.1980, Side 6

Dagblaðið - 26.04.1980, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1980. Sígarettureykingar aukast: Kjörskrá i Kjörskrá til forsetakjörs er fram á að fara 29. júní næstkomandi liggur frammi almenningi til sýnis á Manntalsskrifstofu Reykjavíkurborgar Skúlatúni 2, 2. hæð, alla virka daga frá 29. apríl til 27. maí næstkomandi, þó ekki á laugardögum. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa boriztí skrifstofu borgarstjóra eigi síðar en 7. júní næst- komandi. Reykjavik 26. apríi 1980 Borgarstjórinn / Reykjavík. Kvikmyndafjelagið sýnir í Regnboganum: Vikan 27. apríl-4. maí: Sunnud. kl. 7.10 Ape and Superape. Mánud.kl.7.10 Criminal Life of Archibaldo de la Cruz. I.eikstj. Luis Bunuel. Þriðjud. kl.7.10 Johnny Came Lately m/James Cagney. Leikstj. W.K. Howard. Miðvikud. kl. 7.10 Criminal Life of Archibaldo de la Cruz. Lcikstj. Luis Bunuel. Fimmtud. kl. 7.10 Kameliufrúin m/Gretu Garbo. Leikstj. George Cukor. Föstud. kl. 7.10 Sympathy for the Devil m/Mick Jagger. Leikstj. Jean Luc Godard. Laugard. kl. 7.10 Kameliufrúin m/Gretu Garbo. Lcikstj. George Cukor. Uppl. í sima 19053/19000 - GeymiA auglýsmguna. NÝTT HAPPDRÆTTI/ÁR Næstu framkvæmdir við Hrafnistu í Hafn- arfirði, bygging hjúkrunardeildar ffyrir 75—80 manns eru að hefjast. Vonast er til að hægt verði að taka bygginguna í notkun á árinu 1982. híver miði í Happdrætti DAS er framlag, sem kemur gamla fólkinu til góða, framlag sem mikils er metið. Miði er möguleiki. miÐI ER mÖGULEIKI Dúum ÖLDRUÐUm ÁHYGGJULAU/T ÆVIKVÖLD Dúum ÖLDRUÐUm ÁHYGGJUIAU/T ÆVIKVÖLD RUMLEGA 82 PAKKAR Á HVERT MANNSBARN — Rolf Johansen seluf.sjö af hver jum tíu sígarettum og 60% af vindlunum Aukning á sígarettusölu hér á landi varð 6,75% á liðnu ári, miðað við árið 1978, en þá varð aukningin 4,8% miðað við árið á undan. Það ár, 1977, varð hins vegar nokkur samdráttur i sígarettusölu eða um 5%. Þá var al- gjörlega tekið fyrir auglýsingar á þeim. Salan á liðnu ári varð 371.946 millj. eða rétt um 18,6 milljónir sígarettu- pakka. Svarar það til þess að hvert mannsbarn á íslandi hafi keypt rúm- lega 82 pakka. Samkvæmt lista yfir seldar sígarettu- tegundir í Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins, sem birtist í nýjasta eintaki tímaritsins Samúel, eru tegundimar fjörutiu og þrjár. Mest er selt af Winston King Size Filter, Camel Regular Size ogViceroy KingSizeFilter. Athyglisvert er að af þeim fjörutíu og þrem sígarettutegundum, sem seldar voru frá ÁTVR, eru þrettán tegundir sem Rolf Johansen & Co hefur umboð fyrir. ,,Samkvæmt upplýsingum ÁTVR eru sígarettur sem Rolf Johansen hefur umboð fyrir 70,5% af öllum seldum sígarettum hér á landi,” sagði Friðrik Theódórsson framkvæmdastjóri hjá Rolf Johansen & Co í viðtali við DB í gær. Hann sagðist ekki geta séð að auglýs- ingabann á sígarettum hefði haft merkjanleg áhrif á sígarettusölu eins og tölur um aukna sölu þeirra bæru með sér. Hann benti á að auk auglýsinga- bannsins hefði einnig komið til stór- aukins áróðurs gegn sigarettureyking- um. Fyrirtækið Rolf Johansen & Co hefur einnig umboð fyrir ýmsar vindla- tegundir. Þar mun hlutdeild þeirra vera um 58% af íslenzka markaðinum. Aðallega er þar um að ræða fjórar danskar tegundir. -ÓG $tofnanakepp$n í skák: Búnaðarbankinn efstur — með íslandsmeistarann Jóhann Hjartarson á 1. borði Að loknum þremur umferðum í stofnanakeppninni í skák er sveit Búnaðarbankans í I. sæti með 9,5 vinninga af 12 mögulegum. f 2. sæti er sveit Útvegsbankans, með 9 vinninga og í 3.-5. sæti eru Klepps- spítalinn, Verkamannabústaðir og læknar á Landspítalanum með 8,5 vinninga. Margir af sterkustu skákmönnum landsins taka þátt í mótinu. Ekki þarf að koma á óvart, að Búnaðar- bankinn hafi forystuna því að þar er sjálfur íslandsmeistarinn, Jóhann Hjartarson, á 1. borði. Aðrir í sveitinni eru allir þekktir skákmenn: Bragi Kristjánsson, Leifur Jósteins- son og Hilmar Karlsson. Útvegsbankinn er einnig með mjög öfluga sveit. Þar er Björn Þor- steinsson á 1. borði en aðrir í sveitinni eru Gunnar Gunnarsson, Jóhannes Jónsson og Bragi Björnss. í sveit Verkamannabústaðanna tefla feðgarnir Jóhannes Gísli Jónsson og Jón Þorsteinsson á tveimur efstu borðunum. Reiknað er með að baráttan um efsta sætið komi einkum til með að standa á milli þessara þriggja sveita. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. -GAJ. Grafíska sveinafélagið Aðalfundur GSFV verður haldinn föstudaginn 2. maí kl. 20 að Bjargi. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga um félagsslit. 3. Önnur mál. stjórnin. Atvinna óskast Ungur reglusamur maður óskar eftir starfi, helzt við akstur úti á landi, er með meirapróf- rútu- prÓf' UppLísíma 17658. TRÉSMIÐIR Vantar nokkra trésmiði í mótauppslátt. Löng vinna. Upplýsingar í síma 71594 eftir kl. 19 í kvöld. Mercedes Benz 250 árg. 1976 Til sölu þessi stórgiæsilegi Benz sem er nýinnfluttur, 6 cyl., sjálfskiptur og með vökvastýri, rafmagnstopplúgu og út- varpi, ekinn aðeins 80 þús. km. Skipti möguleg á ódýrari. Uppl. í sima 85788. Vladimir Ilich Lenin. LENIN 110 ÁRA Um þessar mundir eru 110 ár liðin síðan Vladimir Ilich Lenin, einn af áhrifamestu stjórnmálamönnum þess- arar aldar, var 1 heiminn borinn og minnast sósíalísk ríki viða um heim fæðingardags hans með miklum hátíðahöldum, sýningum og útgáfum á bókum, frímerkjum og hljómplötum. Af þessu tilefni hafa sendiráð Austur-Evrópuríkjanna, undir forsæti sendiráðs Sovétríkjanna, opnað sýn- ingu í kjallara Hallveigarstaða við Tún- götu. Eru þar til sýnis nýjustu útgáfur á verkum Lenins á ýmsum tungumálum, grafikmyndir sem fjalla um aðdrag- anda og framgang októberbyltingar- innar 1917, frímerki, ný og gömul, til heiðurs Lenin, svo og hljómplötur tengdar honum sjálfum og þjóðlífi i hinum ýmsu austantjaldslöndum. Emuig er þarna að Finna bækur um Lenin eflir ýrr;sa höfunda og stjórn- málaskörunga og plaköt tengd hinum ýmsu gjörðum hans. Sendiherra Sovétríkjanna ávarpaði blaðamenn og gat þess m.a. að sam- kvæmt skýrslum UNESCO væri Lenin nú mest lesni höfundur í heimi en á síðasta ári voru verk hans þýdd meira en 200 sinnum á erlend mál en alls hafa þau verið gefin út á 130 tungumálum. Sýningin að Hallveigarstöðum verður opin til 29. apríl milji kl. 14 og 19hverndag. -AI

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.