Dagblaðið - 19.05.1980, Blaðsíða 1
trjálsi,
aháo
dagblað
6. ÁRG. — MÁNUDAGUR 19. MAÍ 1980 — 112. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÍJLA 12. AUGLÝSINGAROG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022.
Ný tækni við olíuboranir gerbreytir stöðunni:
Nú er hægt að bora
á hvaða dýpi sem er
—Slys á slíku dýpi „óviðráðanlegt”—skiptir miklu varðandi Jan Mayen-málið
Gifurlegar breytingar hafa orðið á
tækni við oliuboranir, sem gerbreyta
viðhorfum til hugsanlegra borana,
samkvæmt nýjum upplýsingum tíma-
ritsins Business Week.
Unnt er að bora eftir olíu á nánast
hvaða dýpi sem er samkvæmt upplýs-
ingum bandaríska tímaritsins. Þetta
þýðir að tæknilega gætu Norðmenn
hafið olíuboranir við Jan Mayen
hvenær sem er. Ný tækni gerir nú
arðvænlegt að bora eftir olíu á miklu
meira dýpi en fyrr. Jafnframt segir
ritið, að fari eitthvað úrskeiðis við
boranir á slíku dýpi, yrði „slysið
óviðráðanlegt.”
Island yrði þá í mikilli mengunar-
hættu, ef til slíkra borana Norð-
manna kæmi á Jan Mayen-svæðinu.
Í Oslóarsamningnum eru eng-
in ákvæði, sem hindra, að Norðmenn
færu af stað með slíkar boranir.
Business Week skýrir frá, að með
fljótandi „risa”-borpöllum sé unnt
að bora eftir olíu á nánast hvaða dýpi
sem er. Þetta hefur leitt til þess, að
olía hefur fundizt á svæðum, þar sem
áður var talin lítil von um olíu.
Bandaríkjamenn hafa áætlanir um
borun á allt að 4 þúsund metrum á
næstu 10 árum. Við Nýfundnaland
hafa Kanadamenn borað tilrauna-
holu á nærri 2 þúsund metra dýpi.
Olíufélagið Conoco sem nú borar
éftir olíu í Norðursjó hefur áætlanir
um boranir á nærri 2 þúsund metra
dýpi.
Stærsti olíupallurinn nú er pallur
Shell í Mexíkóflóa, á stærð við
Empire State bygginguna. Þar er
borað á rúmlega 300 metra dýpi.
Slys á sliku dýpi yrði óviðráðan-
legt, segir tímaritið, og nefnir sem
dæmi, að það tók á 5. mánuð að loka
holu við Mexíkó á nærri 60 metra
dýpi.
- HH
Kristin Bernharðsdóttir, ungiru vestmannaeyjar 1979 og ungtrU ísland 1979,
óskar ungfrú Vestmannaeyjum 1980, Guðrúnu Samúelsdóttur, til hægri, og
Emelfu Guðgeirsdóttur sem varð númer tvö til hamingju með sigurinn.
Landsliðsþjátfarínn Jóhann Ingi Gunnarsson stendur I baksýn. Á innfelldu
myndinni er ungfrú Suðurland 1980, Hrafnhildur Kristjánsdóttir.
DB-mynd Ragnar Sigurjónsson, Vestmannaeyjum.
Fegurðarsamkeppni íslands 1980:
i .........
0 Fjortan stulkur hafa veríð valdar
I
—til að taka þátt í Fegurðarsamkeppni íslands sem fram fer á föstudagskvöldið nk.
Um helgina fór fram val á síðustu
stúlkunum sem taka munu þátt í Feg-
urðarsamkeppni íslands 1980. Á föstu-
dagskvöldið fór keppnin fram í Vest-
mannaeyjum. Sjö stúlkur tóku þátt í
þeirri keppni og varð Guðrún Samú-
elsdóttir, 22ja ára verzlunarstjóri, hlut-
skörpust. í öðru sæti varð Emelia Guð-
geirsdóttir.
Á laugardagskvöldið fór síðan
keppnin fram á Hvoli, Hvolsvelli. Þar
var síðasta stúlkan valin til að taka þátt
i ungfrú ísland-keppninni sem fram fer
á Hótel Sögu á föstudagskvöld. Ellefu
stúlkur kepptu um titilinn ungfrú
Suðurland og hlutskörpust varð Hrafn-
hildur Kristjánsdóttir, 18 ára, frá
Hólmum í Austur Landeyjum. 1 öðru
sæti varð Linda Jónsdóttir frá Selfossi.
Nánar i blaðinu á morgun. - ELA
Allt um hina
nýju
sólarlampa
— Sjá DBáneytenda-
markaði bls.4
Gíslihættirsem
forseti ÍSÍ
Péturskoraði
tvívegisþegar
Feyenoord varð
bikarmeistari
Silfurverðlaun
kraftlyftinga-
mannaáEMog
Evrópumet
áAkureyri!
— sjá íþróttir
í miðju blaðsins
15 fallnir,
200særðir
á Miami
— sjá erlendar fréttir
ábls.8
•
Bráðabirgðalög
vegnaverðbóta
1. júní?
Bráðabirgðalög til að draga úr
kauphækkunum 1. júní eru nú
rædd í stjórnarherbúðunum.
Hugmyndin er einkum sú, að
niðurgreiðslur verði hækkaðar og
látnar koma til frádráttar
hækkun verðbóta samstundis.
Einnig kemur til greina að fresta
hluta af húsnæðislið visitölunnar,
sem nú á að hækka. Fleira hefur
verið í athugup. Málið hefur enn
ekki verið afgreitt.
Að óbreyttu stefndi í 11 — 12
prósent kauphækkun 1. júní
vegna verðlagshækkana að
undanförnu. -HH.
- J