Dagblaðið - 19.05.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 19.05.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. MAÍ 1980. 11 og snúa sér því fremur þangað en aðrar þjóðir. Eins og svo margar aðrar þjóðir hafa Finnar ált við það að stríða um langt skeið að viðskiptajöfnuður við útlönd er óhagstæður að staðaldri. Þeir hafa einnig komizt að þeirri niðurstöðu eins og hinar sömu þjóðir að slíkt sé þolandi. — Eina skilyrðið er að hinn óhagstæði jöfnuöur verði ekki of mikill. Fjárfestingar í finnsku efnahags- lífi eru hlutfallslega miklar og þeir flytja einnig inn hlutfallslega mikið af hráefni fyrir iðnað sinn. Þar í liggur hluti af orsökinni fyrir óhag- stæðum viðskiptajöfnuði. í oliukreppunni 1973 til 1974 urðu Finnar illa úti. Til þess lágu fyrst og fremst tvær ástæður. Önnur var sú að efnahagslíf landsins var byggt á veikum grunni og var auk þess mjög óstöðugt um þær mundir. Hin á- stæðan var sú að helzta útflutningsat- vinnugrein þeirra varð fyrir áföllum um sama leyti. — Þar er átt við trjá- vöruiðnaðinn. Finnar stóðust þó erfiðleikana. Þeir eru nú að rísa upp. Sumir segja að Finnar séu vanir að fást við erfiðleika og sú sé kannski höfuðá- stæðan fyrir því að þeim tókst að axla byrðarnar. Þess vegna hafi þeir snúizt upp i það að ástæða sé fyrir finnskan almenning að vera bjart- sýnn, þegar litið sé til framtiðarinnar. í Finnlandi er rikinu óheimilt sam- kvæmt lögum að grípa inn í kjara- samninga. Þar hefur reglan verið sú að frjálsir samningar svokallaðir hafa fengið að vera frjálsir. Benda má á að árið 1975 voru Iauna- hækkanir 20% og þá nokkurn veginn samstiga verðbólgunni. i fyrra var samsvarandi prósentuhlutfall tæplegaátta afhundraði. Finnar telja sig að ýmsu leyti betur undir það búna að takast á við deilur á vinnumarkaðinum en nágranna- þjóðirnar á Norðurlöndunum. Þar launþegahreyfingar sú að fara sér hægt í launakröfum í krónum en krefjast þess i stað að fjármagninu verði varið til aukinnar fjárfestingar, sem skapi fleiri atvinnutækifæri. Ef reynt er að leita orsakanna fyrir bættri efnahagslegri stöðu Finnlands þá má nefna tvennt. Hvort tveggja er tengt viðskiptunum við Sovétrikin — stóra og volduga ná- grannann í austri. í Finnlandi eru tvö stór kjarnorkuver, sem reist eru af sovézkum tæknimönnum. Öll olíuviðskipti Finnlands eru við Sovétrikin. Þau viðskipti eru á vöru- skiptagrundvelli. Hlutfallslega mun olíuverð það sem Finnar þurfa að greiða ekki hafa hækkað jafnmikið og heimsmarkaðsverð. Erfitt er þó að meta slíkt til fulls í þessu sambandi þar sem um vöruskipta- verzlun er að ræða. Þess ber einnig að geta að Finnar mega hafa sig alla við til að halda greiðslujöfnuði við Sovétríkin. Að sögn kunnugra er það ekki svo að mikil viðskipti Finna við risann í austri sé að kröfu valdsmanna Moskvu. Ástæðan er sögð sú að Finnar hafa af langri reynslu gerzt nokkurs konar sérfræðingar í viðskiptum við sovézka kerftð. Þess vegna ná þeir þar hagstæðari kjörum treysti ríkið sér á síðasta ári til að veita bæði fyrirtækjum og launþegum verulegar skattívilnanir til að halda aftur af kröfum um kjarabætur. Vegna þess að i Finnlandi er hinn frjálsi samningsréttur hafður i heiðri þá eru aðilar vinnumarkaðarins neyddir til að semja sín á milli. Þetta getur leitt til alvarlegra vinnustöðvana. Þær stöðvanir eru þó yfirleitt takmarkaðar við nokkurn hluta atvinnulífsins. í Svíþjóð og Danmörku er þessu öðru vísi farið. Þar er allt steypt í sama mótið. Allsherjarsamningar byggjast á allsherjarsamkomulagi. Ef slíkt samkomulag tekst ekki þá er allt i voða og allt — allt — atvinnulíf lamast. Öllum er i fersku minni dæmið um síðustu allsherjardeilu í Svíþjóð. Það er einkennandi fyrir finnskt atvinnulíf að fyrirtæki þar hafa notað erfiðleikatimana til að sérhæfa sig meir en áður var. Sem dæmi má taka skipasmíðastöðvarnar. Þær hafa átt i miklum erfiðleikum eins og önnur þarlend fyrirtæki. Margar þeirra hafa til dæmis lagt sérstaka áherzlu á smíði isbrjóta og sérhæft sig á þvi sviði. Annað athyglisvert dæmi er sagt vera i finnskri klæðaframleiðslu. Þar hefur hægt og sígandi verið lögð síaukin áherzla á fatnað til notkunar við íþróttaiðkun og tómstundaiðju. Klæðaiðnaðurinn i Finnlandi er sú atvinnugrein sem hefur staðið í mestum blóma undanfarið ár. Miðað er við, að verksmiðjan pakki hluta sykursins í 50 kg poka, hluta i I kg poka og framleiði auk þess molasykur. Sykurverksmiðjan Áætlanir gera ráð fyrir, að verk- smiðjan rísi i Hveragerði. Melassinn verður fluttur með tankskipum til Þorlákshafnar, þar sem reistir yrðu 2 tankar. Frá Þorlákshöfn verður að flytja melassann með tankbílum til Hveragerðis. Verksmiðjan sjálf mundi líklega standa i dalnum norðan Hveragerðis, þar sem borhol- ur Orkustofnunar eru nú. Verksmiðj- an er þá staðsett á einu af háhita- svæðum islendinga, Hengilssvæðinu, og verður að ætla að þarna sé næg gufuorka. Á árunum 1958—61 voru boraðar þarna 8 holur, en þá ráðgerðu menn að reisa þarna 15 MW raforkustöð, er nýtti gufuorku. Þær áætlanir urðu þó að engu, þegar ákveðið var að virkja við Búrfell. Orkustofnun vinnur nú að nýju að afkastamælingum á þessum holum. Gufan er um 220—250°C og er næg til reksturs sykurverksmiðjunnar um nokkurt árabil. Hversu lengi hol- urnar endast, er þó spurning, sem ekki er unnt að svara, og er í hag- kvæmnireikningum verksmiðjunnar reiknað með, að bráðlega þurfi að bora nýjar holur. Gert er ráð fyrir að nýta gufuna jafnframt til raforkuframleiðslu fyrir verksmiðjuna með mótþrýstitúrbínu, svipað og gert er í Svartsengi. Nokkur vandkvæði eru af afgangs- vatni, þegar gufan hefur gegnt sínu hlutverki. Þá koma um 40 l/sek af sjóðheitu vatni frá verksmiðjunni. í áætlunum er gert ráð fyrir að kæla þetta vatn með dýrum mannvirkjum, en e.t.v. mætti dæla því aftur niður i jörðina og auka þannig vinnslutíma varmageymisins. Hugmyndir eru um að reisa verk- smiðjuna norðan Varmár í dalnum, en það svæði tilheyrir Ölfushreppi, en ekki Hveragerðishreppi, og getur það valdið einhverjum vandkvæðum. Sumir láta sér detta i hug, að hrepp- arnir semji um færslu hreppamarka þarna. Kostnaður við sykurverksmiðjuna er áætlaður um 12 milljarðar króna. Athyglisvert er, að þar af eru um 2 milljarðar skattar og tollar. Starfslið verksmiðjunnar er talið verða um 70 manns. Áætlanir benda til, að verksmiðjan sé fyllilega samkeppnisfær við heims- markaðsverð á sykri eins og það er um þessar mundir. Þess ber þó að geta, að í sykurverði eru gifurlegar sveiflur, og framleiðsla er bundin árferði. Óvenjumikil fram- leiðsla gæti leitt til verðfalls á sykri, og við slíkt verð gæti verksmiðjan ekki keppt. Hún mundi hins vegar tryggja íslendingum jafnt og fremur lágt sykurverð óháð erlendum verð- sveiflum, vegna hins jafna heims- markaðsverðs á melassa. Líklegt er líka, að hækkandi orku- verð í heiminum muni leiða til hækk- andi sykurverðs vegna aukins kostn- aðar við sykurhreinsun. Þessum hækkunum yrðum við óháðir með nýtingu jarðgufunnar við sykur- vinnslu. Skýrsla sú, sem Áhugafélagið um sykuriðnað hf. og Finska Socker AB hafa látið vinna um hagkvæmni sykurverksmiðju á íslandi, færir okkur þær niðurstöður, að fram- leiðsluverð slíkrar verksmiðju væri um 35—40% undir markaðsverði á íslandi í árslok 1979. Þessi munur mundi að sjálfsögðu aukast, ef verksmiðjan þyrfti ekki að greiða aðflutningsgjöld, sem nema um 20% stofnkostnaðar. í þessum reikningum er gert ráð fyrir 15 ára afskriftatima og 12% vöxtum. Niðurstaða skýrslunnar er I stuttu máli: Að tæknilega sé framkvæman- legt að framleiða sykur úr melassa með jarðgufu sem orku. Að slík verk- smiðja verði íslendingum hagkvæm í rekstri, en geti lent í erfiðleikum, ef ,,dumping” verði á sykurmarkaði. Að heildarkostnaður verksmiðj- unnar sé um 12 milljarðar og bygg- ingartími um 2 ár. ^ „Talið er, að gjaldeyrissparnaður íslend- inga muni nema um 2 milljörðum króna á ári, vegna þess að orkan við vinnsluna er ís- lenzk og vinnuaflið íslenzkt.” Að um 70 manns fái vinnu i verk- smiðjunni. Að gjaldeyrissparnaður íslendinga muni nema um 2 milljörðum króna á ári vegna þess að orkan við vinnsluna er íslensk og vinnuaflið íslenskt. Að verksmiðjan muni efla íslenska iðnþróun og auka þekkingu i land- inu. Gert er ráð fyrir, að hlutafé verði um 15—20% af stofnkostnaði og Norræni fjárfestingarbankinn (Nordisk investeringsbank) muni lána um 50% af stofnkostnaði til 10 eða 15 ára. Nokkrar hugmyndir á lofti Sykurverksmiðja í Hveragerði er eitt þeirra iðnaðartækifæra sem eru í brennidepli á íslandi i dag. Verulegar athuganir virðast benda til, að fyrir- tækið sé arðvænlegt og sé hag- kvæmur möguléiki til nýtingar jarð- varmans. Að undanförnu hafa miklar um- ræður spunnist um byggingu steinull- arverksmiðju og hefur iðnaðarráð- herra látið vinna frumvarpsdrög um heimild fyrir rikisstjórnina til þess að standa að slíkri verksmiðju. Tilraunum er nú að ljúka við salt- verksmiðjuna á Reykjanesi og loka- skýrsla mun brátt liggja fyrir. Þá koma til athugunar hugmyndir um að reisa 30.000 tonna eða 60.000 tonna saltverksmiðju á Reykjanesi. Rikisstjórnin áætlar að verja 150 m. kr. til hönnunar og undirbúnings að byggingu sýruverksmiðju við Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi á þessu ári. Tilkoma sýruverksmiðj- unnar er talin lækka áburðarverð um 11%. Hópur manna hefur árum saman unnið að áætlunum um stálbræðslu hér á landi. Stálbræðslan mundi nýta brotajárn til framleiðslu á steypu- styrktarjárni. Enn mun þó brota- járnsmagn tæplega nóg til þess að starfrækja slíka verksmiðju, en hver veit nema þarna kunni að leynast möguleikar. Áætlanir hafa verið gerðar um yl- ræktarver og margir telja okkur eiga gifurlega möguleika í byggingu lyfja- verksmiðju, en Lyfjaversun ríkisins hefur fengið lóð undir myndarlega verksmiðju. Þannig mætti lengi telja. Mögu- leikarnir eru margir og ef vel cr á haldið verður framtiðin björt. Guömundur G. Þórarinsson alþingismaður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.